Dagblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978. 19 Iþróttir Breiðholtsbúar! Leitið ekki langt yf ir skammt Fjölbreytt úrval jólagjafa hjá okkur, Töskur alltísportiö Skór Æfingagallar Leikföng í úrvali. Bolir + Buxur td. spil, margar gerðir, o. fl. o. fl. bílabrautir + fylgihl., Candy dúkkur Trébílar Tuskudúkkur o. f L o. fl. o. fl. HOLASPORT LOUHÓLAR 2-6. SÍMI 75020. HALLUR SÍMONARSON HÉR ER ÞAD — Sambyggða klukku- og út- varpstækið með vekjaraklukku sem nær i þig inn i draumalandið. Vekur annað hvort með bjölluhringingu eða útvarpi. Útvarpið hefur 3 bylgjur, LB. MB. og FM. Þú getur sofnað út frá útvarpinu, því það slekkur á sér sjátft eftir 59 mínútur. Komdu og skoðaðu Royal-verðlaunavekjarann. Stærð: 300 x 155 x 94 mm. Gott verð, kr. 33.795.- ARMÚLA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVÍK SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366 Gjafavörim miklu úrvali nýkomnar íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir HiNATDNE ROYAL—VERDLA UNAVEKJARINN íþróttir íþróttir ÁLAFOSS- BÚÐIN Vesturgötu 2 Sími 13404 latnræoi meo ryiKi og ÍR og stigunum deilt! — ÍR — Fylkir 19-19 í 1. deild í Laugardalshöll í gær Fyrrum landsliðseinvaldur Englands I knatt- spyrnunni, Don Revie, var i gær dæmdur I tlu ára bann frá brezku knattspyrnunni af enska knattspyrnusambandinu. Það skaut málinu .ekki til FIFA, alþjóðaknattspyrnusambands- ins, til að fá Revie dæmdan frá knattspyrnu alveg cins og skeði með George Best á dögun- um. Revie hætti sem landsliðseinvaldur enskra i fyrra og átti þá eftir tvö ár að samningi sinum við enska knattspyrnusambandið. Hljópst skyndilega á brott, þegar hann fékk gylliboð frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum upp á 340 þásund sterlingspund — eða hátt í 220 milljónir islenzkra króna. Margur hefur fallið fyrir minna. ■ Þá dæmdi enska knattspymusamhandið Alan Ball, fyrrum heimsmeistara í knatt- spyrnu, i 3000 sterlingspunda sekt — tæpar tvær milljónir króna — en Ball, sem nú leikur með Southampton eftir glæsilegan feril með Blackpool, Everton og Arsenal, viðurkenndi að hafa þegið peninga frá Revie, þegar Revie var framkvæmdastjóri Leeds en Ball leik maður hjá Blackpool. Revie reyndi með þvi að freista þess að fá Ball til sin. Það tókst þó ekki. Ball gerðist leikmaður hjá Everton og lék með því liði hér á landi í Evrópuleik við Keflvik mga 1970. 'Ensku blöðin tóku banni knattspyrnusam- bandsins gagnvart Revie heldur illa i morgun. Nokkur bjuggust við því að Revie mundi setja máliðidöm. Fyrirsögn i Daily Express var: „Revie bar- inn’’ og þar sagði í grein: „Revie hlaut enga miskunn hjá enska knattspyrnusambandinu”. Daily Mail sagði: „Revie verður að leita til dómstólanna þvi hann getur ekki áfrýjað þessu máli. Bannið bindur raunverulegaendaá möguleika hans i enskri knattspyrnu”. Frank Clough hjá Sun var harðorður í garð enska knattspyrnusambandsins. Skrifaði að Revie hefði vissulega hagað sér illa „en allt og sumt sem hann gerði var að leita sér að nýrri vinnu, | þegar það var orðið greinilegt að yftrmenn ‘ hans voru ekki of ánægðir með hann”. Ferill Revie með enska landsliðið var ekki glæsilegur. Hann verður sextugur, þegar bannið upphefst, og á þeim aldri hafa menn litla sem enga möguleika að fá atvinnu í enskri knattspymu. Eftir bannið í gær hélt Revie til Dubai. Hann sagði við brottförina frá Lund- únum: „Ég hef rætt við lögfræðinga mína um bannið og næstu leiki okkar. Ég mun algjör- lega fela þeim að taka ákvörðun um framhald- ið.” Reykjavíkurfélögin ÍR og Fylkir gerðu jafntefli 19—19 i 1. deild íslands- mótsins I handknattleik i Laugardalshöll i gærkvöldi. Mikið jafnræði var með liðunum og jafntefli sanngjörn úrslit. Spenna i lokin en Sigurður Svavarsson jafnaði úr vitakasti i 19—19 fyrir ÍR, þegar rúmar fimm minútur voru Ul leiks- loka. Næstu minútur hvorki gekk né rak hjá liðunum —ÍR-ingar lengstum með boltann og þegar ein minúta var til leiks- loka var einum leikmanna Fylkis, Einari Einarssyni, vikið af velli. Möguleikar ÍR-inga á sigri voru því miklir — en þeir fóru sér hægt áfram. Dæmd leiktöf á þá — og Fy lkismenn brunuðu upp. Gunnar Baldursson átti gott skot á mark ÍR en Jens Einarsson, landsliðsmarkvörður, sem hafði verið langt frá sinu bezta I lciknum, varði með tilþrifum. Jafntefli þvi staðreynd. ÍR-ingar vildu fá þessum leik frestað vegna þess að 3 leikmenn liðsins höfðu fyrr um daginn verið í prófum í há- skólanum — og lagt hartað sér dagana á ■ undan. Mótanefnd varð ekki við þeim tilmælum — og hafði auðvitað mikið til sins máls. Fylkir byrjaði betur i leiknum. Skoraði tvö fyrstu mörkin en ÍR jafnaði í 2—2 og siðan mátti sjá allar jafnteflis- tölur upp i 5—5. ÍR-ingar komust þá tveimur mörkum yfir, 7—5, en á eftir Jylgdi mjög slæmur kafli hjá liðinu. Það skoraði ekki mark i 13. mín. Fylkir komst yfir í 9—7 en rétt fyrir hléið minnkaði Bjami Bessason muninn í 9— 8. Siðari hálfleikur var mjög jafn. Allar jafnteflistölur frá 9—9 upp í endanlegu úrslitin 19—19 og liðin skiptust á um forustuna. Jafnara gat það ekki verið — og úrslitin eðlileg. Synd ef annað hvort liðið hefði tapað þessum leik. Fylkir er í framför og mörk Péturs Bjarnasonar verða stöðugt sterkari hjá SEX FRÁ ÚRSUTA- LEIK HM 74 MEÐ — þegar Vestur-Þjódver jar og Hollendingar leika landsleik í kvöld Vestur-Þjódverjar og Hollendingar leika vináttulcik I knattspyrnu i Diissel- dorf i kvöld. Aðeins sex þeirra leik- manna, sem léku úrslitaleikinn i heims- mcistarakcppninni 1974, verða með i kvöld, Reiner Bonhof og Sepp Maier hjá Þjóðverjum. Maier byrjar ekki í mark- iniL iHjá Hollendingum Necskcns, Rep, Janscn og Kroll. Þá er Rijsbcrgen í hol- lenzka landsliðshópnunt en litlar likur taldar á að hann leiki I kvöld. 1 úrslitaleik þessara landa 1974 sigr- uðu Vestur-Þjóðverjar 2—1 eftir að Neeskens hafði skorað fyrir Holland úr vítaspyrnu á 2. mín. leiksins. Þjálfarar liðanna tilkynntu liðsskipan sína í gærkvöld. Þýzka liðið verður þannig skipað: Burdenski, Zewe, Kaltz, Bonhof, Dietz, Stielike, Cullmann, All- ofs, Abramczik, Fischer og Rummen- igge. Varamenn Maier, Zimmermann, Föster, Russmann, Toppmöller og Borchers. Holland: Schrijvers, Krol, Poortliet, Brandts, Hovenkamp, Jansen, Neesk- ens, Willy van der Kerkhof, La Ling, Rep, Koster. Varamenn: Doesburg, , Rijsbergen, Wildschut, Metdo og Vermeulen. Holland er án fjögurra landsliðs- manna, sem leika með Anderlecht, Rensenbrink, Geels, Dusbaba og Haan. Allir aðgöngumiðar, 68 þúsund, hafa verið seldir. Varamenn Liverpool skoruðu tvívegis en það nægði ekki — Anderlecht f rá Briíssel sigraði í stórbikar Evrópu í knattspyrnunni þrátt fyrir tap í Liverpool lliMIUM á AnHeld í gær 2—1 en sigur 1 fyrri leiknum í Briissel 3—1 færði belgiska liðinu sigur samanlagt 4—3. Anderlccht er handhafi Evrópubikars bikarhafa — sigraði i þeirri keppni i vor og einnig 1976 — en Liverpool hefur tvö siðustu árin verið sigurvegari i Evrópubikarnum — keppni meistaraliða, og því Evrópu- mcistari félagsliða. Emlyn Hughes, fyrrum fyrirliði Liver- pool, lék með liði sínu á ný vegna meiðsla Alan Kennédy og það var hann, sem náði forustu fyrir Liverpool á 13. minútu. Aðstæður voru hinar erfið- ustu á Anfield — leikurinn byrjaði stundarfjórðungi of seint vegna frosts og þoku og áttu leikmenn beggja liða erfitt meðað fótasigá frosnum vellinum. Um tíma leit út fyrir að fresta yrði leiknum. Leikmenn Anderlecht klæddust æfinga- buxum til varnar. Liverpool byrjaði betur og Hughes skoraði eftir að markvörður Anderlecht hafði hálfvarið skot frá Jimmy Case. Knötturinn hrökk af honum til Hughes, sem hafði fylgt fast eftir, og gamla kempan sendi knöttinn í netið við gífur- leg fagnaðarlæti áhorfenda. En Liverpool tókst ekki að fylgja þessu eftir og leikurinn var i jafnræði. AÐALFUNDUR Aðalfundur knattspyrnudeildar Brciðabliks i Kópavogi vcrður haldinn að Hamraborg 1 (niðri) i kvöld kl. 20.30. V enjuleg aðalfundarstörf. Steve Ogrizovic, sem lék í fyrsta sinn á þessu leiktímabili t marki Liverpool vegna meiðsla Ray Clemence, varði mjög vel frá Martens, sem hafði komið inn sem varamaöur Hollendingsins Ruud Geels. Hins vegar átti hann enga möguleika að verja frá belgiska lands- liðsmanninum Francois van der Elst á 71. min. eftir að van der Elst hafði leikið á vörnina í samvinnu við hollenzka landsliðsmanninn Robby Rensenbrink. Hollendingarnir Arie Haan og Dusbaba léku einnig með Anderlecht í gær auk þeirra tveggja, sem áður voru nefndir. Þeir geta því ekki leikið í hollenzka landsliðinu, sem leikur við Vestur-Þjóð- verja i Dusseldorf í kvöld. Á 85. mín. tókst David Fairclough, sem lék í stað Steve Heighway, að skora sigurmark Liverpool — renndi knettin- um i markið af stuttu færi. Phil Thomp- son lék fram með knöttinn — gaf langa sendingu á Kenny Dalglish, sem renndi iknettinum til Fairclough „super-vara- mannsins", sem lítið hefur leikið með Liverpool á þessu leiktímabili. Fleiri urðu mörkin ekki og áhorfendur í kuld- anum á Anfield aðeins 23.598. Liðin voru þannig skipuð: Liverpool: Orgizovic, Neal, Hughes, Thompson, Ray Kennedy, Hansen, Dalglish, C’ase, Fairclough. McDermott og Souness. Anderlecht: Munaron, van Binst. van Toom, Dusbaba, Thissen, Vercauteren. van der Elst. Geels (Martens), Haan. Coeck og Rensenbrink. Belglska stórfélagið Anderlecht frá Brussel — með fjóra hollenzka lands- liðsmenn I sínum röðum — sigraði i stór- bikar Evrópu i knattspyrnunni i gær. Tapaði þó síðari leik sinum við Liverpool Janus fer ekki tii Standard Janus Guðlaugsson, landsliðsmaður- inn kunni i knattspyrnunni hjá FH, mun ekki gerast atvinnumaður með belgiska félaginu, Standard Liege — liðinu, sem Ásgeir Sigurvinsson leikur með. Janus gat komizt á samning hjá félaginu i stutt- an tima — eða út þetta leikár en hafði ekki áhuga á þvi. Framkvæmdastjóri og þjálfari Stand- ard fóru miklurn viðurkenningarorðum um Janus — sögðu hann sterkan leik- mann og persónuleika. Hins vegar eru þeir að leita eftir sóknarmönnum en hafa talsvert úrval leikmanna í varnar- og framvarðastöður. Á þessu stigi málsins verður þvi ekkert af samningi hjá Stand- ard og Janusi. Að því er DB hefur frétt mun Ásgeir Sigurvinsson engan veginn sáttur við þessi málalok — og að einhverju leyti munu forráðamenn Standard hafa geng- ið á bak orða sinna I þessu máli. Hinn 30. desember næstkomandi er lokadagur hjá belgisku félögunum að ráða til sin leikmenn, sem mega leika með liðunum á þessu leikttmabili. Hvort La Louviere endurnýjar tilboð sitt til Janusar á eftir að koma á daginn. Félag- ið hefur þegar ráðið þá Karl Þórðarson og Þorstein Bjarnason til sin — og á bókum félagsins er enn einn útlendingur, Þjóðverji, sem leikur i framlínunni. Með belgisku liðunum mega þrír erlendir leik- menn leika — en eftir að leikmenn hafa leikið fimm ár I Belgiu tcljast þeir ekki lengur til útlcndinga. -hsim. B-lið Vestur-Þjóðverja i knattspyrn- unni sigraði B-lið Hollands 2—1 (1—1) 1 leik i Bochum í Vestur-Þýzkalandi í gær. ísrael og Rúmenia gerðu jafntefli i landsleik I knattspyrnu í Tel Aviv i gær. Lokatölur 1—1 (0—0). Malmillian skor- aöi fyrir ísrael en Stann jafnaði á 78. mínútu. Áhorfendur voru lOþúsund. íþróttir REVIE SETTUR í TÍU ÁRA BANN í BREZKU KNATTSPYRNUNNI! —og Álan Ball var dæmdur í3000 sterlingspunda sekt leikmönnum þess. I heild einn bezti leikur liðsins i deildinni. Gunnar Baldursson var mjög ógnandi og sama er að segja um Einar Einarsson. Jón Gunnarsson varði markið með tilþrifum. Stefán Hjálmarsson er skemmtilegur hornamaður og Sigurður Símonarson seigur á línunni. Hjá ÍR vakti ungur piltur, Bjarni Bjarnason, hvað mesta athygli — fljótur og skotharður. Mikið efni en var ekki nógu mikið inn á. Nafni hans Bessason lék sinn bezta leik í mótinu hingað til en á óvart kom hve vörn lR opnaðist oft illa. Markvarzla Jens Einarssonar varð eftir þvi — hann var ekki sjálfum sér likur að þessu sinni. Það kom sér illa fyrir ÍR-inga því Jens hefur verið áber- andi bezti leikmaður liðsins í móti., t Mörk ÍK skoruðu Bjarni Bessason 6, Guðjón Marteinsson 3, Brynjólfur Markússon 3/1, Bjarni Bjarnason 2, Sigurður Gislason 2, Sigurður Svavars- son 2/2 og Guðmundur Þórðarson eitt. Mörk Fylkis skoruðu Gunnar Baldurs- son 8/3, Einar Einarsson 4, Einar Ágústsson 2, Sigurður Símonarson 2, Jón Ágústsson, Kristinn Sigurðsson og HalldórSigurðssoneitt hver. Dómarar voru Gunnar Steingrimsson og Hjálmur Sigurðsson. j leiknum fékk Fylkir 6 víti — skoraði úr þremur, og mark upp úr einu þeirra. ÍR fékk fimm víti — tvö misnotuð. Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið af leikvelli. Staðan eftir leik ÍR og Fylkis i gær í 1. deild Íslandsmótsins i handknattlcik ernúþannig: - Víkingur 7 5 1 1 159-143 11 Valur 5 4 1 0 99—84 9 FH 6 4 0 2 120—102 8 Haukar 7 3 0 4 146—145 6 Fram 7 3 0 4 139-152 6 ÍR 7 2 1 4 124—136 5 Fylkir 7 1 2 4 126-135 4 HK 6 1 1 4 106—122 3 Valur á eftir að leika tvo leiki í fyrri umferðinni — gegn HK og FH. Leik Vals og HK, sem vera átti i Laugardals- höllinni annað kvöld, hefur verið frestað að ósk Valsmanna. Mikið álag hefur verið á leikmönnum liðsins að undan- förnu. Leikur Vals og FH er fyrsti leikurinn á skrá eftir áramótin -hsím. Teitur Þórðarson á ritstjórn DB i gær. DB-mynd Kagnar I h. Sigurðsson. OSTER LEIKURI KÍNA OG BRASILÍU —Teitur Þórðarson kominn heim í jólafrí eftir keppnisför til Jamaíka „Það hefur haft geysilega þýðingu fyrir Öster að verða sænskur meistari i knattspyrnu. Ýmiskonar boð hafa strcymt til félagsins. Við erum nýkomnir úr kcppnisför til Jamaika — og 24. janúar verður haldið til Kína. Þar leiknir þrir til fjórir leikir — og áður en keppnistfmabilið hefst i apríl í Sviþjóð verður önnur glæsifcrð farin. Nokkrir leikir háðir i Brasilíu svo við hjá Öster ættum að vera mjög vel undirbúnir fyrir næsta keppnistímabil,” sagði Teitur Þórðarson. þcgar DB ræddi við hann i gær. Teiturj er nýkominn heim i jólafrí og verður hér til sjötta janúar. Þá hefjast æflngar aftur hjá Öster. Sem kunnugt er varð Teitur sænskur meistari með félag- inu á síðasta leiktimabili — fyrsti erlendi lcikmaður- inn, sem verður mcistari i knattspyrnu i Sviarfki. Þriðji íslendingurinn, sem verður meistari með er-J lendu félagi. Albert Guðmundsson varð mcistari i þremur löndum, Italiu, Frakklandi og Skotlandi og Jóhannes Eðvaldsson hefur orðið skozkur meistari. Teitur leit vel út í gær — hress og kátur og sól- brúnn og fannst heldur kalt á ístandi. Skiljanlegt eftir að vera nýkominn úr sólinni í Karabiska haf- inu. öster lék tvo leiki á Jamaíka. „Þessi keppnisför var verðlaun til leikmanna Öst- er fyrir að hljóta sænska meistaratitilinn. Við fórum fyrst ásamt eiginkonum okkar og unnustum til New York og vorum i fjóra sólarhringa þar. Síðan var haldið til Jamaika og leiknir þar tveir leikir. Öster sigraði í báðum 4—1 og 4—0,” sagði Teitur enn- fremur og það var ekki fyrr en við höfðum spurt hann í þaula að það koma í ljós. að Teitur skoraði fjögur mörk i þessum leikjum — eða helming marka öster. „Það hefur verið mikið um að erlend félög sæktu eftir sænskum leikmönnum í haust og vetur. Eink um frá belgísku félögunum og nokkrir leikmenn hafa farið til Belgiu. Litið hefur þó verið um að þeir hafi gerzt atvinnumenn þar enda búa sænskir knatt- spyrnumenn yfirleitt við góð kjör hjá sínum félög um. Við höfðum frétt að belgisk og hollenzk félög hefðu áhuga á Teiti — en hann vildi ekkert um það ræða á þcssu stigi. Hins vegar eru líkur á þvi að fyrirliði öster, Hakon Arvidsson, gerizt leikmaður hjá bandariska félaginu Fort Lauderdale á Florída. þar sem Gordon Banks og aðrir frægir kappar leika. Bandaríska félagið hefur boðið Arvidsson um eina milljón sænskra króna — eða um 75 milljónir ís lenzkra króna. Það er allt stórt í sniðum hjá Banda rikjamönnum. Teitur var á hraðferð í gær — í ýmsu að snúast) Reykjavik áður en haldið var upp á Akranes aftur Þar dvelst Teitur og fjölskylda hans um jólin og ára mótin — en siðan haldið aftur til Sviþjóðar og glæsi ferðir til Kína og Brasilíu framundan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.