Dagblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978. 11 kvæmdir þar veröi arðbærar 1 náinni framtíð er sagt að mörg þeirra fyrirtækja sem þar eru i fram- kvæmdum vilji gjarnan draga sig út úr ef slikt sé hægt. Kostnaðurinn vex aftur á móti stöðugt og er fyrir löngu kominn langt fram úr öllum áætlunum. Fullyrt er að nýjasti hluti framkvæmdanna sé svo kostnaðarsamur miðað við væntanleg- an afrakstur að heppilegra hefði verið fyrir þá sem fyrir þeim standa að leggja peningana inn á almenna sparisjóðsbók og hirða vextina. Þykja slíkir valkostir ekki fýsilegir í stórfram- kvæmdum sem oliuvinnslu. Þeir aðilar. sem fjárfest hafa i oliuborununum á norska svæðinu i Norðursjónum telja að ekki verði nema 12 til 14% arðsemi af því fjár- magni sem leggja verður þar fram. Nýjustu rannsóknir benda meira að segja til þess að hagnaðurinn verði enn minni. Hinn svokallaði B olíuborpallur norski, sem enn er i byggingu í „oliuborginni” Stavanger mun verða miklu dýrari en áætlað hafði verið i fyrstu. Ástæður fyrir því eru taldar margar og eru menn ekki á eitt sáttir hver vegur þar þyngst. Talið er vist að kostnaður við þann borpall verði í það minnsta 50% hærri en við fyrsta borpall Norðmanna. Einnig er talið öruggt að kostnaðurinn eigi eftir að hækka hlutfallslega. B pallurinn á samkvæmt áætlun að vera tilbúinn til rekstrar árið 1982. Ekki er nóg með að almennur byggingarkostnaður hafi hækkað verulega heldur hafa allar öryggiskröfur vaxið og valdið auknum fjárútlátum. Ljóst þykir að kostnaður við B pallinn áðurnefnda er mun hærri en fyrri borpalla. Einn slikur, sem byggður var og hannaður af aðilum tengdum Shell olíufélaginu, er talinn vera að minnsta kosti þrisvar sinnum ódýrari. Hann var að vísu byggður fyrr en við samanburðinn segjast sér- fræðingar hafa tekið tillit til allra verð- hækkana, aukinna öryggiskrafna og þeirra liða sem í dag verður að fram- kvæma en áður varð komizt hjá. Ekki er Ijóst hver orsökin er en almennt er álitið nú að nýjustu hannanir á borpöllum í Noregi virðast hafa mistekizt gjörsamlega. Var þó ætlunin að þar væri tekið tillit til allrar fyrri reynslu. Svo hefur þó farið að enginn mundi í dag vilja oliupalla sam- kvæmt þessari nákvæmu og viðamiklu hönnun kostnaðarins vegna. Kjallarinn Ólafur Bjömsson búnað verksmiðjanna hafa menn verið að selja fyrir „slikk” út á land fram á þennan dag og stór hluti búnaðarins hefur orðið að engu. Enginn hefur fengið bætur. Dæmi voru þess að útgerðarmenn sem töldu sig eiga bætur úr afla- tryggingasjóði fengu þann úrskurð að bátar þeirra hefðu ekki nægjanlegan úthaldstíma vegna stöðvananna og kæmu því ekki til greina með bætur. Einföld og þörf lausn Ekki verður deilt um að frestun á að hefja rækjuveiðar veldur þeim sem veiðarnar ætla að stunda verulegu tjóni, þótt væntanlega takist þeim að ná í skammtinn sinn. Bætur úr sam- eiginlegum sjóði fiskiflotans gætu þvi komið til, og engin þörf að styðja tillögu þar um fölskum rökum. En bætur úr sameiginlegum sjóði ættu að ganga sem jafnast yfir. Ekki er langt siðan mál allrar útgerðar i landinu Tieyrðu undir fyrsta þingmann Vestfjarða, honum ætti þvi að vera Ijóst að nú vill hann bætur fyrir sina umbjóðendur til að bæta smámuni miðað við það sem aðrir máttu þola bótalaust í hans ráðherra- tið. Einfalt ráð til að leysa þennan vanda við rækjuveiðar í framtiðinni er að leyfa ekki, að rækjuveiðar innfjanða hefjist eins snemma á haustin og tíðkast hefur. Því ráði hefði sjávarútvegsráðherra átt að beita fyrir löngu. Með því væri komið i veg fyrir það óheyrilega seiðadráp, sem veiðum þessum hefur verið samfara á hverju hausti. Ber er hver að baki Þetta frumvarp þingmanna Vest- fjarða er aðeins eitt af mörgum dæm- um um hvað dreifbýlisþingmenn eru gallharðir í hagsmunagæslu eigin kjósenda. Það er þessi pólitik, sem á seinni árum hefur verið að leggja í rúst atvinnulif þeirra landshluta sem eng- an málsvara eiga þegar gramsað er úr kjötkötlunum. Suðurnesin eru gott dæmi um út- komuna. Vinstri stjórnin '71 -’74 kom útgerðinni hér suðvestanlands endan- lega á hausinn. Þeir sem við tóku af henni fullkomnuðu svo verkið og komu fiskverkuninni sömu leið. Nú er talað um að eigi að fara að styrkja fiskvinnslu Suðurnesjamanna. Vart geta vaxtaaukalán talist styrkir, þvi siður talist styrkur þótt til Suður- nesja rynni einu sinni, sem svarar þeirra hlut úrgengismunasjóð. Það er hins vegar nýmæli, sem því miður mun draga skammt, eins og komiðer. Ef um styrki væri að ræða, hljóta einhverjir að láta þá af hendi. Þeir sem um styrki tala mættu gjarnan gera grein fyrir, hvaðan þeir telja þá koma. Ólafur Björnsson bæjarfulltrúi, Keflavtk. Samtaka náum viðárangri Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vandamál aldraðra, bæði i dagblöðum og á opinberum vettvangi. Svo til daglega ber þessi málefni á góma manna á milli. Öldrunarvanda- mál er að finna í tengslum við svo til hvert heimili. Þvi er ekki að undra að fólk vilji vita, hvað verið er að gera til lausnar þessu mikla verkefni, sem hvílir á herðum hverrar nýrrar kyn- slóðar. Borgarstjórn samþykkti 18. apríl 1963 að heimila borgarstjóra að skipa nefnd til að vera borgarstjórn til ráðu- neytis um velferðarmál aldraðs fólks. Nefndin starfaði vel og skilaði grein- argerð og tillögu um horfur í hús- næðis-, heilbrigðis- og persónulegum málum aldraðs fólks og á hvern hátt ráða mætti fram úr jieim vanda- málum, sem steðja að á þessu sviði. Prófessor Þórir Kr. Þórðarson, sem var formaður þessarar nefndar, flutti merka ræðu í borgarstjórn Reykja- víkur um vandamál aldraðra þann 20. maí 1964 og gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og tillögum til úrbóta. Félagsmálastjóri Reykjavíkurborg- ar, Sveinn Ragnarsson, starfaði með nefndinni og starfar enn með þeirri nefnd, sem i dag nefnist Fram- kvæmdanefnd vegna bygginga í þágu aldraðra. Ein af niðurstöðum þessarar nefnd- ar hljóðar svo: „Menn verða varir við allvíðtækan skort á dvalarrými á elli- og dvalarheimilum og fullorðið fólk á við ýmsa örðugleika að etja í sivaxandi borg.” Setttil hliðar af útsvarstekjum Má geta þess að Gisli Sigurbjörns- son, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimil- isinsGrundar, vareinn nefndarmanna og átti mikinn þátt i þeirri stefnumörk- un, sem varð til þess að 10 árum seinna var samþykkt tillaga í borgar- stjórn Reykjavikur, sem staðfesti vilja allra borgarfulltrúa að gera málefni aldraðra að forgangsverkefni i verk- legum framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar. Til þess að tryggja fjárstreymi til framkvæmda samþykkti borgarstjórn einróma að setja til hliðar 7 1/2% af útsvarstekjum borgarsjóðs ár hvert til úrlausnar á húsnæðis- og vistunar- vandamáli aldraðs fólks. Frá því byggingarnefnd aldraðra var skipuð 1973 hafa risið hér í borg þrjú stórhýsi eingöngu ætluð öldruðum 67 ára og eldri, Furugerði 1, Lönguhlið 3, sem þegar hafa verið tekin í notkun, og bygging við Dalbraut. Sú fram- kvæmd hefur tafist nokkuð, en áætlað er, að þær íbúðir verði tilbúnar til út- hlutunar á miðju næsta ári. Byggingarnefnd sú, sem að þessum málum starfar, hefur notið ómetan- legrar aðstoðar margra fagmanna, emb- ættismanna borgarinnar, svo sem borgarverkfræðings, borgarlæknis og félagsmálastjóra og til viðbótar hefur nefndin notið sérfróðra manna, t.d. læknanna Þórs Halldórssonar, Arin- bjarnar Kolbeinssonar o.fl. Hafa þessir góðu menn ráðlagt nefndinni að byggja frekar minni stofnanir og per- sónulegri en stórar stofnanir. Kjallarinn Albert Guðmundsson Einangrun rofin Þeirri stefnu hefur verið framfylgt að byggja 30—70 manna íbúðarkjarna viðsvegar um borgina og er hugsunin sú, að hvert borgarhverfi haft tiltölu- lega lítil fjölbýlishús fyrir aldraða, svo að sem flestir þeirra geti búið áfram í návist ættingja og i þeim hverfum, sem þeir hafa fest rætur i. Væri þá rofin sú einangrun, er hrjáir gamalt fólk. Þá eru minni stofnanir taldar heppilegri rekstrareiningar. Næstu skrefin til úrlausnará vistun- arvandamáli aldraðra eru þegar ákveðin. inni við Barónsstíg undir hjúkrunar- heimili fyrir aldraða, er þar húsnæði, sem nú er notað undir skrifstofur, sem gætu fullt eins verið annars staðar. Þessu til viðbótar, með góðum vilja, mætti einnig nota fæðingarheimili Reykjavíkurborgar sem langlegudcild fyrir aldraða, i staö þess að tengja þetta heimili meira og meira rekstri fæðingardeildar Landspítalans. Með aðstoð á báðum þessum stöðum væri hægt að flýta fyrir að- stöðu fyrir sjúka aldraða án verulegra útgjalda fyrir borgarsjóð. Borgarfulltrúar sammála Þrátt fyrir erfiða stöðu í fjármálum borgarinnar, eru allir borgarfulltrúar sammála um að skerða ekki fjárfram- lög til þessara framkvæmda. Á árinu 1979 munu um 800 milljónir króna verða til ráðstöfunar til þessara verk- efna. Það er von okkar, sem að þessum málum störfum, að innan tiltölulega fárra ára megi takast að útrýma þeim vanda, sem steðjar að okkar aldraða fólki. Það er ekki langt siðan bæði vist- unar og hjúkrunarvanda aldraðra var alfarið ýtt á herðar einkaaðila eða sjálfseignastofnana, eins og t.d. Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar eða Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. en báðar þessar stofnanir hafa um margra ára skeið unnið ómetanleg störf á þessu sviði. ,Nefndinni ráðlagt aö byggja frekar minni stofn- anir og persónulegri en stórar stofnanir.” ... hvert borgarhverfi hafi tiltölulega lítiö fjöl- býlishús fyrir aldraða.” I „Þrátt fyrir erfiöa stööu í fjármálum borgarinnar eru allir borgarfulltrúar sammála um að skeröa ekki fjárframlög til þessara framkvæmda.” Nýverið hefur borgarstjórn úthlut- að lóðum á tveimur stöðum I borginni undir byggingar á vegum Fram- kvæmdanefndar bygginga i þágu aldr- aðra. Hönnunarvinna er pegar hafin vegna væntanlegs vistunarheimilis, er rísa á milli Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstig og Sundhallar Reykja- vikur og er ætlunin að hefja bygging- arframkvæmdir á þvi svæði þegar á næsta vori. Þar verður vonandi rými fyrir 40—60 manns. Þá hefur borgarstjórn einnig stað- isett íbúðir fyrir aldraða miðsvæðis I Seljahverft í Breiðholíi, nálægt þjón- ustu- og verzlunarhverfinu. Líklega verða þar vistheimili fyrir um 60 manns og 20 raðhús með litlum ibúðum i líkingu við þær byggingar, sem nú eru að rísa við Dalbraut. Að loknum þessum framkvæmdum hefur framkvæmdanefndin i huga að reisa hjúkrunarheimili fyrir aldraða nálægt Borgarspítalanum. Þá hefur einnig verið rætt um að taka meira rými í HeilsuverndarstöA- Nú hafa opinberir aðilar skilið að myndarleg þátttaka þeirra er óhjá- kvæmileg. Brautryðjendastörfin verða aldrei fulljjökkuð, en nú er það sameiginlegt átak allra nýrra kynslóða að leysa vandann endanlega. Hornsteinn að velliðan okkar á liðandi stundu eru störf þeirra, sem á undan okkur vörð uðu veginn. Næsta aðkallandi verkefni er að koma á einhverskonar samstarfsnefnd um vistun aldraðra, þannig að aðeins þurfi til eins aðila að leita um úrlausn vandamála. Takmarkið er að skapa hinum öldr- uðu öryggi og vissu um það, að sam- hjálp er ávallt til reiðu, ef á þarf að halda. Borgarstjórn Reykjavikur hefur fullan skilning á þessum mikla vanda og vinnur að lausn hans með forgangs- hraða. Þannig sýnum við okkar aldr- aða fólki skilning og vottum þvi þakk- læti í verki. Gleðilegjól ogfarsælt komandiár. Albert Guðmundsson alþingismaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.