Dagblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978.
9
Bandaríkin:
Sovét samþykkti stióm-
málasambandið við Kína
—segir Jimmy Carter forseti Bandaríkjanna
Að sögn Jimmy Carter forseta
Bandaríkjanna höfðu stjórnendur
Sovétríkjanna fallizt á að hinir fyrr-
nefndu tækju upp beint stjórnmála-
samband við Kína. í Bandaríkjunum
sjálfum hefur tilkynningu forsetans
um hið nýja stjórnmálasamband verið
tekið með varúð og því jafnvel mót-
mælt meðal ihaldssamari afla.
Forsetinn sagði í gær að hann hefði
fengið sérstök skilaboð frá Brésnef for-
seta Sovétrikjanna þarsem hann sagði
að sú viðleitni að koma á eðlilegu sarn-
bandi á milli Kína og Bandarikjanna
mundi stuðla að friði i heiminum.
Haft var eftir Howard Baker
leiðtoga repúblikana i öldunga-
deildinni að forsetinn ætti að fresta
ákvörðun að ógilda varnar-
samninginn við Taiwan. Þann
samning er ætlunin að ógilda ári síðar
en tekin verða upp formleg skipti við
Kinverja, sem á að verða nú unt ára
mótin. Sagði Baker að tóm þyrfti að
gefast til að öldungadeildin gæti
fjallað um svo mikilsvert utanríkismál.
Barry Goldwater öldungadeildar-
þingmaður og fyrrverandi fram-
bjóðandi til forseta, sem þykir mjög
ihaldssamur í skoðunum, hefur
tilkynnt að hann muni beita sér fyrir
málshöfðun gegn forsetanum. sem
hafi ekki heimild til að segja upp
slíkum samningum án samþykkis
öldungadeildarinnar.
Fram hafa komið ásakanir i
sovézkum blöðttm um að Banda-
rikjamenn stcfni að hernaðarbanda-
lagi með Kinverjum og Japönunt gegn
Sovétmönnum á Kyrrahafi.
Kínverjar
kaupa þrjár
þotur
Kínverjar ætla að kaupa þrjár banda-
rískar þotur af gerðinni Boeing 747 og
eru að hugleiða að bæta við kaupin,
tveim þotum af sömu tegund.
Kók til Kína á
næsta ári
Tilkynnt var i höfuðstöðvum Coca
Cola fyrirtækisins i Atlanta i Banda-
rikjunum, að farið yrði að selja þennan
fræga drykk í Kina snemma á næsta ári.
Táragasi beitt
en olíufram-
leiðsla eykst
Herlið í íran beitti táragasi gegn and-
stæðingum keisarans, sem fóru mót-
mælagöngur um götur Tabrizborgar i
gær. Dregið hefur úr verkfölluni i
landinu og í gær var tilkynnt að
olíuframleiðsla hefði í fyrsta skipti i hálf-
an mánuð, komizt upp í helming þess
sem hún var áður en óeirðir og verkföll
hófust í landinu.
Sonur Jim
Jones ákærð-
ur fyrir
f jögur morð
Opinber ákærandi i Guyana hefur
formlega ákært nítján ára son trúar-
leiðtogans Jim Jones fyrir að hafa myrt
fjórar mennskjur og reynt að myrða eina
til viðbótar. Jim Jones réð sér bana
ásamt rúmlega níu hundruð trúfélögum
sinum í nóvember siðastliðnum þar sem
fólkið var í búðum sínum i Guyana.
r
Akærður
fyrirað
nauðga konu
sinni
í dag hefjast réttarhöld í Salem i
Oregonriki í Bandarikjunum gegn
tuttugu og eins árs gömlum veitingahús-
starfsmanni, sem ákærður er fyrir að
hafa nauðgað eiginkonu sinni. Er þetta
fyrsta málið þessarar tegundar í ríkinu
en nýlega hafa verið samþykkt þar lög
sem segja að hjónaband málsaðila geti
ekki verið málsbætur I nauðgunar-
málum.
BÓKIN SEM ER AÐ SELJAST