Dagblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 36
t ■■ ....
4dagar
tiljóla
Ruth Reginalds, söngkonan
unga og vinsæla, er jólasveinn
dagsins þegar fjórir dagar eru til
jóla. Jólasveinasérfræðingum
blaðsins þótti við hæfi að kalla
hana Stúf — eða jafnvel „Stýfu”!
Ruth var spurð hvað hún vildi
helzt i jólagjöf og það stóð ekki á
svarinu: „Segulbandstæki.”
DB-mvnd Hörður.
Þær voru heldur einmanalegar endurnar á Tjörninni i Reykjavík, i nepjunni í gær, enda fáir til að gauka að þeim brauðmol- 1
um. „Andavinafélagið” treystir því að endurnar fari ekki í jólaköttinn og verði ekki svangar um jólin.
DB-mynd Magnús Hjörleifsson.
Stjórnarfrumvarpið
virðist vera fallið
„Mér sýnist það vera fallið” sagði
þingmaður einn í neðri deild, sem var að
reyna að telja hvernig atkvæði mundu
skiptast um stjórnarfrumvarpið um
hækkun verðjöfnunargjalds á rafmagni,
þegar DB leit þar inn í gærkvöldi.
Stjórnarsveitin hafði þá klofnað í iðn-
aðarnefnd, svo að meirihluti nefndarinn-
ar snerist gegn hækkun gjaldsins en vildi
framlengja það óbreytt. Gjaldið hefur
verið 13% en stjórnarfrumvarpið gerði
ráð fyrir hækkun i 19%. Eðvarð Sig-
urðsson (AB) og Gunnlaugur Stefánsson
(A) snerust gegn hækkun ásamt sjálf-
stæðismönnunum Gunnari Thoroddsen
og Jósef H. Þorgeirssyni. 1 minnihlutan-
um, sem studdi frumvarpið óbreytt, eru
Kjartan Ólafsson (AB), Ingvar Gíslason
(F) og Árni Gunnarsson (A). Árni styður
þó frumvarpið með fyrirvara, meðal
annars um að fresta skuli um að minnsta
kosti eitt ár fyrirhuguðu framlagi á láns-
fjáráætlun til Bessastaðaárvirkjunar,
800—900milljónum'. -HH
samkomulag lækna er komið um
nýtingu fyrsta áfanga geðdeildar
hússins á Landspítalalóðinni
Unnið er af fullum krafti við frágang fleiri deilda i hinu nýja geðdeildarhúsi og vænta
læknar Landspítalans þess að gott samkotnulag verði við lækna Kleppsspitalans um
samnýtingu. DB-mynd Sv. Þorm.
Nú hefur yfirstjórn mannvirkjagerðar
á Landspítalalóðinni afhent stjórnar-
nefnd Ríkisspítalanna til rekstrar þann
hluta nýju geðdeildarbyggingarinnar á
Landspítalalóðinni sem tilbúinn er. Var
það gert með bréfi dagsettu 12. des. sl.
Þetta kom fram i viðtali við Jónas Har-
alz, formann yfirstjórnar mannvirkja-
gerðar á Landspítalalóðinni, er DB
ræddi við hann í gær.
Svo sem DB skýrði frá fyrir skömmu,
er allnokkuð síðan ein deild byggingar-
Þorskflökin
hækkaáBanda-
ríkjamarkaði
Tilkynnt hefur verið um
töluverða hækkun á þorsk- og ýsu-
flökum á Bandaríkjamarkaði. Á
mikilvægustu tegundunum er
hækkunin 11,5%. en á öðrum allt
að 14,5%. Að sögn Þorsteins
Gislasonar, forstjóra Coldwater
Seafood fyrirtækisins. sem er i eigu
íslendinga. er nokkur óvissa hvort
tekst að halda þcssu verði uppi og
ntá búast við að einhverjir
kaupendur dragi úr kaupum
sínum.
Þorsteinn sagði að
verðhækkunin gæti verið vegna
huganlegs samdráttar frani-
leiðslunnar á næstu mánuðum.
Verðhækkunin á þorskflökunum
nemurfrá 15 til 20 sentum á hvert
pund. -ÓG.
innar var fullbúin en vegna ágreinings
læknaráða Landspítalans og Kleppsspít-
alans um samnýtingu húsnæðisins dróst
að afhenda húsnæðið til notkunar.
Jónas skýrði svo frá að í upphafi, eða í
nóvember 1973, hafi verið gert sam-
komulag um samnýtingu, jtess efnis að.
Landspítalinn nýtti 40 prósent nýbygg-
ingarinnar og jafnframt þjónuðu hinar
ýmsu deildir Landspítalans Kleppsspítal-
anum, eða geðdeildinni þar. Þetta var
miðað við geðdeildina fullbúna.
Þegar svo að því var komið að hluti
geðdeildarinnar var fullbúinn, þurfti að
endurskoða það samkomulag í Ijósi
breyttra viðhorfa.
Snemma á þessu ári hófust athuganir
og viðræður læknaráðanna um þetta
mál, en gengu erfiðlega. Yfirstjórn
mannvirkjagerðar fylgdist með þessum
viðræðum og reyndi að leiða þær til
skynsamlegra lykta.
í lok október sl. setti hún á fót fjög-
urra manna starfshóp. skipaðan for-
manni yfirnefndar mannvirkjagerðar.
Jónasi Haralz, nefndarmanninum Páli
Sigurðssyni (ráðuneytisstjóra i heilbrigð-
isráðuneytinu), og formönnum lækna-
ráða beggja spítalanna.
Gerði sá starfshópur tillögur þess efn-
is að göngudeildarstarfsemi Landspítal-
ans fengi húsrými á I. hæð geðdeildar-
byggingarinnar, þar af hluta alveg sér
fyrir handlækningadeild og sykursjúka.
Að nokkru verður um sameiginlega nýt-
ingu að ræða.
Þessar tillögur staðfesti læknaráð
Kleppsspitalans I. des. sl. En læknaráð
Landspítalans ályktaði sama dag að það
lýsti ánægju sinni yfir flutningi göngu-
deildar Landspitalans yfir í geðdeildar-
bygginguna og lítur á það sem vænlegt
upphaf að samnýtingu nýbyggingarinn-
ar.
Með jjeim tilmælum að nýtingunni
verði háttað á þann veg sem áðurnefnd-
ar tillögur gera ráð fyrir á þessum hluta
byggingarinnar, afhenti nefndin bygg-
inguna nteð þvi bréfi sem i upphafi var
nefnt. -G.S.
GLEYMUM EKKIONDUNUM
Ef tir ónyt jað spítalapláss í kjölfar
deilna lækna á
Kleppi og landspítlanum:_
Geðdeildin
loks af hent
Verðjöfnunargjald
frýálst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1978.
Enn ein íkveikjan:
Kveikt í
dvalar-
heimili
aldraðra
Eldur kom upp í Lönguhlíð 3 i
Reykjavík laust fyrir kl. 1 í nótt.
Húsvörður tilkynnti um að eldur
væri laus í gardínum á 2. hæð í
húsinu sem er heimili fyrir aldrað
fólk. Þegar slökkviliðið kom á
staðinn var töluverður reykur en
ekki mikill eldur og gekk cnda
mjög vel að slökkva hann.
Skemmdir urðu ekki miklar en
rúður sprungu af völdum hitans.
Að sögn lögreglunnar í morgun
var ýmislegt sem benti til að um
íkveikju hefði verið að ræða, m.a.
hefði mannaferða orðið vart rétt
áður en eldurinn kom upp. Taldi
lögreglan að sá er íkveikjunni olli
hafi farið inn um svaladyr á 2.
hæð. Hjá slökkviliðinu fengust
hins vegar þær upplýsingar, að
ekkert benti til að um íkveikju
væri að ræða.
-GAJ-
Loftleiða-
og Flugfél-
agsfólk í
sömu fötin
Nú er verið að hanna nýjan
búning fyrir allt Flugleiðafólk,
þannig að Loftleiða- og Flugfélags-
fólk mun klæðast sömu
búningunum.
Fyrirtæki i París hefur þetta
verk rneð höndum og er tillagna
frá því að vænta alveg innan
tíðar. Hið nýja Flugleiðamerki
verður notað á búningana, en DB
hefur áður skýrt frá því og birt af
þvi myndir.
Engar ákvarðanir hafa verið
teknar um hvenær hinir nýju
búningar verða teknir í notkun.
1 Paris er einnig verið að „dubba
upp„ hina nýju breiðþotu Flug-
leiða. Hún kom þangað i gær
og verður hún máluð þar í litum
Flugleiða með hinu nýja merki,
semer sterkblátt á hvítu stélinu.
____________________
Innbrot í
Borgarfirði
— Þjófarnir náðust
Innbrot var framið í verzlun í
Borgarfirði aðfaranótt laugardags-
ins sl. Stolið var milli I50og200
þúsund kr. i peningum og unt 30
kartonum af sígarettum. Rann
sóknarlögreglan hefur nú haft upp
á þeim er þarna voru að verki.
Reyndust það vera tveir piltar úr
Reykjavík. -GAJ-
ÞaO
Kaupio ^
TÖLVUR í
f* OGTÖLVI
BANKASTRÆTI8