Dagblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 4
r» 'fj viöurkennd
varahluta- og viögeröarþjónusta
f Austurveri, Háaleitisbraut 68,
sími 84445 og 86035
Auðvelt að búa til hyasintuskreytingu
Kaupið blómið f rekar f knúpp
JiAGJBLAÐlD MinviKHDAGUR2(LDESEMBER19I8.
„Það er auðvelt fyrir fólk að skreyta
sjálft skálar með hyasintum. Það sem
þarf, fyrir utan blómið, er skál, mosi,
nokkrir könglar, fáeinar grenigreinar
og slaufa,” sagði Hendrik Berndsen í
Blómum og ávöxtum I samtali við DB.
„Fólk verður bara að gæta þess að
kaupa hyasintuna í knúpp en ekki
alveg útsprungna. Það vill brenna við
að fólk vill heldur þessar sem eru alveg
útsprungnar, finnst þær vera eitthvað
stærri. En að sjálfsögðu standa þær
miklu styttra en þær sem eru i knúpp
þegar þær eru keyptar.
Blómið er síðan látið standa í
mosanum, grenigreinunum er stungið
ofan í og slaufan lá'un með. Gæta
verður einnig að vökva vel í mosann.
Einnig er- betra að geyma blómin á
köldum stað yfir nóttina. Nota má
hvaða skálar sem vera skal, — margir
eiga gamlar leirskálar eða potta.
Skreytingin þarf heldur alls ekki að
vera i skál. Skreytt kanna getur verið
smekkleg og vel viðeigandi í
eldhúsinu,” sagði Hendrik.
Hyasinturnar eru til í tveimur
litum, bláar og bleikar. Þær kosta 980
kr.
Þá eru til túlipanar í tveimur
stærðum og kosta 600 og 640 kr. eftir
suerð. Hendrik sagði að væntanlegir
væru túlipanar á lauk, en þá er einnig
algengt að nota I jólaskreytingar.
Heimatilbúin blómaskreyting þarf
því ekki að kosta nema rétt um 1100
kr.
Mikið úrval er af kertaskreytingum
í Blómum og ávöxtum og kostuðu þær
frá 3000 kr.
„Við höfum farið út i að hafa nýja
liti á skreytingunum okkar. Í fyrra
vorum við mikið með brúnt og gyllt,
en í ár erum við með vinrautt og
silfur. Við höfum skreytingarnar yfir-
leitt grenilausar en bætum því í ef
viðskiptavinirnir óska eftir því.
Kúluskreytingar til að hengja í glugga
eða á dyr voru meðal skreytinganna
og kostuðu 2000 kr.
Elzta blómabúðin
Blóm og ávextir er elzta blómabúð
borgarinnar, stofnuð árið 1929. Fyrir
utan blóm og skreytingar eru þar á
boðstólum gjafavörur ýmiss konar.
Verzlunin er meðlimur í alþjóðlegum
samtökum blómaseljenda er nefnast
„Interflora”. í gegnum „Interfloru” er
hægt að senda blóm til vina og
kunningja hvar sem er i heiminum.
Það hefur aukizt mikið á undan-
förnum árum að fólk sendi blóm I
gegnum „Interfloru”. Sagði Hendrik
að ef blómasending er ákveðin I tæka
tíð, þannig að hægt er að afgreiða
hana I gegnum venjulegan póst, kostar
mjög þokkalegur blómvöndur til
Norðurlanda um 5.200 kr. en 6.200
kr. til Bandaríkjanna. Hins vegar
bætist skeytakostnaður við ef tíminn
er naumur og er hann hærri vestur
um haf en til Norðurlanda.
Viðurkennt fyrír gæði.
Mikið úrval af margskonar
PROGRESS heimilistækjum.
Glansandi jólakúlur I mislitu* bandi
eru vinsælar nú sem endranær. Þessar
kota 2000 kr. og er vinsælast að
hengja þær I glugga eða á hurðir.
DB-mynd Bjarnleifur.
Hendrik Berndsen, skreytingameistari I Blómum og ávöxtum, heldur þarna á
hyasintu I knópp, það er sú til vinstri, og annarri sem er aiveg útsprungin. Hann
ráðleggur fólki eindregið að kaupa þá sem er ekki útsprungin. Hún getur staðið I
minnst átta daga með góðri mcðferð, i mosató, I skál.
Fjölhæfi brauö- og á-
leggshnífurínn K62 er
þarfaþing á hverju
heimili. Spilanlegur
hraði — stillanlegar
þykktir.
Gerð K62
Meðal annars:
Grillofn fyrir ál-
pappír og meö
sjá/fvirkum tíma-
stilli — Tvær
gerðir — Afkasta-
geta: 2 kjúklingar
í einu
Orka: 1400 w
Gerð KF 48
GerðSuper91
Áratuga reynsla á
ryksugum frá
Progress Gerö
Super 91 Automatik
er ætiuð stórum
heimilum — Mjög
góður sogkraftur —
900 w mótor.
Enn fremur fleiri
gerðir — Hagstætt
íforð.
„Eftirlæti” var eftirlæti allra
Búðingur handa þeim hjartveiku, sósa með
hamborgarhryggnum og salat í jólaboðið
Til okkar hringdi frú Kristín
Bjarnadóttir frá Húsavík og gaf okkur
nokkrar uppskriftii, tvær af ábætis-
réttum, eina af sósu sem hún sagði
að væri mjög góð með hamborgar-
hrygg, og loks salati, sem er tilvalið í
jólaboðið. Kristín sagðist hafa vanizt
mjög góðum mat er hún var í föður-
garði á Húsavik en móðir hennar var
einkar flink í matreiðslu.
Annar ábætisrétturinn heitir
einfaldlega „eftirlæti”, enda sagði
Kristín að hann hefði verið eftirlæti
allra á bernskuheimili hennar og siðan
er hennar eigin börn uxu úr grasi varð
„eftirlæti” einnig þeirra eftirlæti.
lábætinnfara:
5 egg
250 gr sykur
safi úr tveimur sítrónum
8 blöð matarllm.
Rauðurnar eru þeyttar vel með
sykrinum, sítrónusafinn látinn saman
við. Matarlímið er bleytt I köldu vatni
en siðan brætt og látið út I. Loks eru
stífþeyttar hviturnar látnar varlega út
I. Kristín sagðist jafnan búa þennan
ábætisrétt til kvöldið áður en hún not-
ar hann og geyma yfir nótt I is-
skápnum. Skálin er siðan skreytt með
þeyttum rjóma áður en rétturinn er
borinn fram.
Þetta er drjúgur búðingur. Kristín
sagði að hann dygði vel handa allt að
8—9manns.
Verð: um 840 kr.
Ábætir handa þeim
hjartveiku
Mörgum sem eru hjartveikir er
ráðlagt að borða ekki egg, eða sem
minnst af þeim. Þeir vilja hins vegar
kannski gjarnan fá eitthvað gott í
ábæti og hérna er uppskrift að prýðis-
góðum búðingi fyrir þá: Búinn er til
jellóbúðingur úr pakka eftir leiðar-
visinum á pakkanum. _ Þegar
búðingurinn er farinn að þykkna dá-
litið er niðurskorið epli og bananar
látnir út í og 2 dl af þeyttum rjóma
hrært saman við. Þetta er látið þykkna
vel. Kristín sagðist jafnan búa þennan
búðing til kvöldið áður en hún ætlaði
að nota hann og geyma i isskáp yfir
nótt. — Verð um kr. 550.-
Uppskriftir
frá lesendum
Sósa með ham-
borgarhryggnum
Þá kemur hér uppskrift að mjög
góðri sósu sem Kristín sagðist jafnan
nota með hamborgarhrygg. í sósuna
fer:
1/2 bolli púðursykur, 1/2 msk. sinnep,
1 msk. hveiti, 1/4 bolli rúsínur, 1/4
bolli edik (Katrine Bjerg kryddedik), 1
3/4 bolli vatn.
Þurrefnunum er blandað saman,
síðan rúsínurnar látnar út í og vatnið.
Sósan er soðin niður við vægan hita,
þar til hún er mátulega þykk.
Kristín sagðist jafnan sjóða ham-
borgarhrygginn, en ekki nota til þess
rauðvin eins og margir gera. Finnst
henni rauðvínið þurrka kjötið. Með
honum er borin kartöflustappa, soðið
grænmeti og ananassneiðar til
skrauts.
ILL*
Amerísku stytturnar
frá Lee Borten nýkomnar
Ncag bilastcsBi a.m.lc. ó kvöldin
HIOMÍWIXIIH
HAFNARSTRÆTI Slmi 12717
Gott salat
í jólaboðið
Hér kemur loks enn ein uppskrift
frá Kristínu að hænsnasalati sem hún
sagði að væri tilvalið til þess að bera
fram í jólaboðinu. í salatið fer:
Ein soðin hæna, frekar stór, ein dós af
aspas, ein dós af ananas, örl. laukur,
pipar og salt.
Allt er brytjað smátt og látið út í
mayones, sem blandað er með
þeyttum rjóma að einum þriðja hluta.
Salatið er borið fram kalt i
tartalettum. Beztur árangur næst ef
salatið er geymt yfir nótt í ísskápnum.