Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 2
VONAST EFTIR MOKSTRI HJA HRAFNISTU Ættingi skrifar: um Hrafnistu. Þetta er alveg rétt. Egá og íbúar hússins og þeir sem þangað Ég var að lesa Dagblaðið i dag (13. líka ættingja á Hrafnistu og tók ein- eiga erindi kornist inn og út um dyrnar janúar) þar sem kemur fram í lesenda- mitt eftir þessu og var undrandi á. ánóþæginda. bréfi að snjó sé ekki mokaö af tröpp- Vonast ég til að slíkt liðist ekki lengur HIRÐULEYSIVIO HRAFNISTU TIL SKAMMAR Sammála skrifar: Mikið var ánægjulegt að einhver hafði dáð i sér til að benda á það hirðu- leysi sem ríkir á Hrafnistu og á ég þar sérstaklega við að tröppur hússins skuli ekki vera snjó- og klakalausar. Veit ég þess nokkur dæmi að ibúar hússins hafa beinbrotnað þegar þeir hafa hætt sér út fyrir dyrnar. Má kannski segja að gamla fólkið ætti ekki að fara út í hálku, en það er hollt fyrir það að fara út og á þá að sjá um að góður spölur i kringum húsið eða fyrir framan það sé í því ástandi að ekki sé mikil hætta á að fólk detti. Að lokum: Við verðum öll gömul eða viljum víst flest verða það. Ekki viljum við sjálf að svona verði búið að okkur þegar við verðum gömul. Látum þetta því ekki viðgangast. TAKK FYRIR POPPÞÆni Nemendurnirfá lágt fyrir sín veikindi Fá kenn- ararnir það líka? Sólvcig Guömundsdóttir í Hafnarfirði hringdi. Var hún mjög óánægð með það að börnin hennar sem eru í Iðnskólanum og Fjölbrautaskólanum í Reykjavik fá metið til eininga hvernig þau mæta. Er þá ekkert tekið tillit til hvort heldur slæmar mætingar stafa af veikindum eða hreinu skrópi, slíkt kemur jafnt til frádráttar. Væri þetta mjög undarlegt, að fella jafnvel nemanda á prófi vegna veikinda hans. Ekki sizt vegna þess að kennarar barnanna væru veikir timun- um saman og virtust forfallakennarar ekki liggja á lausu. Fá kennararnir kannski bágt fyrir sín veikindi? Það kemur niður á heilum bekk ef kennari leggst í rúmið en það kemur ekki niður á neinu öðru en frammistöðu nemenda ef hann er veikur. Ein sem horfir mikiö á sjónvarp skrif- ar: Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir þá poppþætti sem hafa verið í sjónvarp- inu að undanfömu. Meira af þessu, það væri gaman. Svo langar mig að Glsli Jósefsson, Kötlufelli 11, hringdi: Sagði hann að honum hefði brugðið illilega er hann fékk tilkynningu 'um fasteignagjöld sem hann á að greiða í ár. Fyrir íbúð sína, sem er tveggja her- bergja eða 56 fermetra stór, er honum gert að greiða alls 1.7 milljónir i fast- spyrja hvað verða margir þættir alls af myndaflokknum Rætur. Svar: 1 þessum hluta myndaflokksins Róta eru 13 þættir. En verið að sýna nýja þáttasyrpu vestur í Bandarikjun- um og í henni eru 14 þættir. eignaskatt. Sundurliðaðist upphæðin þannig að brunabótaiðgjald er 1.380.132 krónur, fasteignaskattur 44.060, vatnsskattur 11.298, lóðaleiga 519, viðlagasjóðsgjald 33.368 og söluskattur 282.700. Alls væri upphæðin þá 1.752.072. Væri þetta fáránleg upphæð að greiða af ekki stærri ibúð. Hjá fasteignadeild Reykjavíkur kom i ljós að mistök höfðu orðið við útreikning á brunabótamati. Gisla var sem sé reiknað allt brunabótaiðgjald i blokkinni sem hann býr i. Til þess að fá leiðrétt þessi mistök er bezt fyrir hann að hafa samband við deildina i Skúlatúni 2. Raddir lesenda Lmnaenition Start- erfiðleikar? LUMENITION kveikjan sparar ekki bara bensín. Margir kaupa búnaðinn beinlínis til þess að komast hjá vandrœðum við gang- setningu og kaldakstur. Vertu öruggur, kauptu LUMENITION. vaa»a *sm HABERChf iiSunni Je Simi J- Gert að greiða bruna- bótaiðgjald fyrir heila L|aLL — mistök við útreikning WIUIVIi fasteignagjalda DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979. Tröppurnar á Hrafnistu á meðan snjórinn var sem mestur. Oánægðar með þáttinnmeð Þursaiflokknum Ása S. og Laufey skrifa: Við erum mjög óánægðar með að sjónvarpið skuli sýna jafnlélegan þátt og þátturinn með Þursaflokknum óneitanlega var. Okkur finnst þessi þáttur hafa hreint og beint verið sjón- varpinu til skammar. Við skiljum ekki hvernig þessi hljómsveit gat verið kosin hljómsveit ársins 1978. Um leið viljum við þakka sjónvarpinu fyrir þáttinn með Björgvin Halldórssyni, Halla og Ladda og Pálma Gunnars- syni fyrir hálfum mánuði. Mikið hefur verið skrifað um að sjónvarpið taki bara listamenn frá Hljómplötuútgáf- unni h/f en okkur finnst það ekkert skritið þvi þar eru einu listamennirnir sem eru færir um aðskemmta manni. Hinn fslenzki þursaflokkur sem nýlega kom fram I sjónvarpi. Furða á frétta- mennsku DB Frlða Einarsdóttir Ijósmóðir skrifar: „Ég vil lýsa yfir furðu minni og við bjóði á fréttaflutningi Dagblaðsins oft i tiðum. Ég hef verið áskrifandi að Dagblaðinu frá upphafi, en nú er mér rtóg boðið. Svo ég nefni nú dæmi um ttburðina við hús i Safamýri, sem leiddi til dauða ungrar stúlku, eins og alþjóð veit. 1 Dagblaðinu 29. er grein þar sem skrifað er um þetta mál. Þið fullyrðið að um morð að yftrlögðu ráði sé að ræða og talið um hugsanleg blóðug barefli. Þetta er að mínu mati mjög al- varlegar staðhæfingar, sem þið hafið engan rétt á að koma með. í ís- lenzkum lögum eru skýr ákvæði um það að hver maður skuli vera saklaus þar til annaðsannast. Mig langar til aö spyrja hvað þið ætlið að gera ef það kemur í ljós að um slys haft verið að ræða. Biðjast fyrirgefningar? Haldið þið að það sé hægt? Ég er eins og margir aðrir og vafalaust megnið af starfsfólki Dag- blaðsins á móti nafnbirtingum. Þær eiga ekki að eiga sér stað fyrr en sekt manna er sönnuð. Það mætti alveg eins að minu mati birta nöfn þeirra ógæfusömu manna sem verða valdir að banaslysum i um ferðinni. Nú eða nöfn sibrotamanna, sem brjótast inn að kvöldi og eru stöðugt komnir í umferð að morgni. Þó að þið viljið sýna fram á góða sölu Dagblaðsins í samkeppni við Vísi þá verðið þið að gæta hófs í frétta- flutningi og segja aldrei meira en hægt er aðstanda við.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.