Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 24
Danir leita eftir umboðum
fyrir Danmörku og ísland
— og selja hingað með 20-50% álagi á f ramleiðsluverðið
„Danskir heildsalar hafa í allríkum
mæli leitazt viö aö ná slíkum við-
skiptasamböndum, t.d. i Bandarikjun-
um, að þeir hafi umboð bæði fyrir
Danmörku og Ísland,” sagði heildsali í
viðtali við DB. Hann vildi ekki láta
nafns síns getið að svo stöddu því
hann kvaðst orðinn hræddur i þvi
þjóðfélagi, sem krefðist meiri kunn-
áttu af reyndum heildsölum en gerði
engar kröfur til kunnáttu viðskipta-
ráðherra á sviði verzlunar.
Heildsali þessi kvað íslenzk lög
mæla svo fyrir að útlendir sölumenn
mættu ekki selja hér vöru nema hafa
hér umboðsmann. Slíkum lagaákvæð-
um hefði ekki verið framfylgt.
„Danskir heildsalar hafa vaðiö hér
uppi og m.a. selt Innkaupastofnun
ríkisins fyrir fúlgur fjár ýmis tæki fyrir
miklu hærra verð en hægt var að fá
hjá framleiðanda," sagði heildsalinn.
Hann nefndi sem dæmi ýmsar
vörur til sjúkrahúsa. Þar á meðal væru
tæki sem hægt var að fá frá bandarísk-
um framleiðanda á 580 dali. Inn-
kaupastofnunin kaupir þau á 930 dali
af dönskum heildsölum.
Eitt danskt firma hefur verið ötull
söluaðili hjúkrunarvara hér á landi sl.
áratug. Eftir að þeim var bent á
ákvæði ísl. laga um nauðsyn umboðs-
manns, fengu þeir sér hann hér en
selja hingað eftir sem áður ýmsar
vörur sem framleiddar eru i Svíþjóð,
Bretlandi, Bandaríkjunum og viðar og
taka 20—50% í milliliðakostnað.
Ríkið er aðalkaupandi þessa varnings
og kaupir grimmt án þess að leita lægri
tilboða.
Danskir heildsalar hagnast vel á
verzlun við ísland en þess eru dæmi að
innlendir innflutningsaðilar hafi hætt
að hafa á heildsölumarkaði ýmsar
vörur en bent sérgreinaverzlunum á
að panta beint utanlands frá. Við slík
skilyrði hafa innkaup orðið óhagstæð-
ari. vöruval handahófskenndara og
þjónusta litil sem engin.
- ASt.
Þrír á toppinn
Þrír bílar ultu í gær vegna
snjóruðninga við götu ‘sem
nú eru klakastykki- orðnir
-og harðir sem grjótT Þessi
valt ,ya Sætúni við
Kirkjusand og lenti hann
á* ‘ klakastykkinu.
bíll,.- VW, valt á
í gærkvöldi
vestur.
heilan hring, og
um kring.
sem ók hlaut
f>riðji bíllinn
af sömu jistæðu á
kureyri. Var það jeppi
m fór á toppinn, engin
sli urðu. — DB-mynd
n Þorm. j
é
Hörkuárekstur í slysagildrunni við Skógarsel
Tvö slys urðu I umferðinni í gær. 1
Reykjavík skullu bilar saman á mótum
Stekkjarbakka og Skógarsels, en þar
þykir flestum sem mistök hafi átt sér
stað í hönnun gatnamóta sem virðist
með öfugum halla og reyndar þykir
beygja á götunum óþörf einnig þvi nóg
er landrými til beinnar götugerðar.
Ökumenn beggja bíla voru fluttir í slysa-
deild og að aðgerð þar lokinni voru þeir
báðir lagðir inn á sjúkradeildir.
Á Akureyri var harður árekstur á
mótum Þingvallastrætis og Heiðarlund-
ar. Tvennt var flutt í sjúkrahús með
brotnar tennur og fleiri meiðsli. Á
Akureyri urðu 5 árekstrar en í Reykja-
vík skiptu þeir tugum að venju.
-At.
Meirihlutafundur um olíumalarlánið í Kópavogi:
„Engin læti og menn
skildu í bróðemi”
— að sögn
bæjarstjóra
Kópavogs
Meirihlutaflokkarnir í bæjarstjórn
Kópavogs, Alþýðubandalag, Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur héldu
fund í gær, þar sem fjallað var um
lán bæjarins á olíumöl til Olíumalar hf„
gegn greiðslu I sama síðar. Formaður
bæjarráðs tók ákvörðunina um lánið á-
samt nokkrum starfsmönnum bæjarins
en málið var ekki lagt fyrir bæjarráð eða
bæjarstjórn.
Dagblaðið hafði samband við
Björgvin Sæmundsson bæjarstjóra í
Kópavogi i morgun og sagðist hann ekki
geta gefið upplýsingar af lokuðum meiri-
hlutafundi, að öðru leyti en því, að engin
læti hefðu verið á fundinum og menn
skilið I bróðerni.
Bæjarstjóri sagði að allar tölur sem
hefðu verið nefndar um magn olíumalar
sem til væri, væru vafasamar. Birgða-
talning hefði ekki farið fram og tölur i
bókhaldi væru óafstemmdar og ekki
endurskoðaðar. Efnið er undir snjó og
því engin leið að upplýsa nákvæmlega
um það magn sem þar er.
„Ég skal ekki dæma um það hvort for-
maður bæjarráðs hefur farið út fyrir
valdsvið sitt með oliumalarláninu,”
sagði bæjarstjóri. „Einhver verður að
taka slíkar ákvarðanir og það er ekki
óalgengt að slik lán eigi sér stað. Kópa-
vogsbær hefur t.d. fengið lán hjá öðrum,
t.d. Vatnsveitu Reykjavíkur, þar sem
verðmæti lánaðra tækja skiptir
milljónum. Þá er borgað í sömu tækjum,
án tillits til verðlags þá.
Björgvin bæjarstjóri er einnig
stjórnarmaður í Olíumöl hf. og sagði
hann það helzt til bjargar slæmum fjár-
hag fyrirtækisins að útvega því stærri
markað. Þar væri aðeins eitt til ráða, þ.e.
„Menn skipust á skoðunum á
meirihlutafundi bæjarstjórnar i gær,”
sagði Guðmundur Oddsson bæjar-
fulltrúi Alþýðufloksins í Kópavogi.
„Það voru engin illindi og meirihlutinn
að fá Vegagerð ríkisins inn í dæmið,
hvort sem hún yrði eigandi eða ekki.”
er ekki að springa. Allt þetta olíumalar-
málernúíathugun.
„Á þessu stigi málsins má ekki vænta
athugasemdar Alþýðuflokksins um
þetta mál." .jh.
-JH.
„Meirihlutinn ekki
að springa”
— segir Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi
Alþýðuflokksins í Kópavogi
frjálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEB. 1979,
Sala Dag-
blaðsins
tæplega
40%
meiri en
sala
Vísis
Sé borin saman sala síðdegisblaðanna
tveggja, Vísis og Dagblaðsins, kemur í
Ijós að sala Dagblaðsins er tæplega 40%
meiri en Visis, eða nákvæmlega
39.47%.
Dagblaðið hefur 30% sölu i áskrift og
23% lausasölu sem samanlagt gerir
53%. Vísir hefur 19% sölu i áskrift og
19% lausasölu eða 38% samtals. Það
jafngildir því, að sé miðað við hverja 100
kaupendur Vísis, þá er samanburðartala
Dagblaðsins 140 kaupendur.
- JH
Banaslys á
Keflavíkurflugvelli:
Flugliði í
björgunar-
flugsveitinni
beið bana
Bandarískur flugliði í þyrlubjörgunar-
sveit Varnarliðsins á Kelavíkurflugvelli,
beið bana af völdum slyss, er hann varð
fyrir við vinnu sína á laugardagskvöldið.
Var hann flugvirki og vann við hreinsun
hreyfils einnar þyrlunnar er slysið varð.
Vildi það þannig til að spaðar
þyrlunnar fóru skyndilega að hreyfast
og slóst blað í manninn með fyrrgreind-
um afleiðingum. Orsök þess er nú i
rannsókn, að sögn upplýsingafulltrúa
hersins. Lætur maðurinn eftir sig konu.
-G.S.
Agætis línu-
afli á Eskifirði
Loðnubræðslan á Eskifirði hafði um
helgina tekið á móti 28 þúsund tonnum
til bræðslu í ár. Gengur bræðslan vel og
afköstin um 1000 tonn á sólarhring.
Togararnir fiska nú sæmilega og smá-
bátarnir ágætlega á línu eða þetta 7—
10 tonn á 25—35 bjóð.
Regína/ASt.
r^Kaupiö\
TÖLVUR í
I* OGTÖLVI
BANKASTRÆTI8