Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Sigurður
Björgvinsson
knattspyrnu-
maður ÍBK
Sigurður Björgvinsson, landsliðs-
maður i knattspyrnu, var nýlega kjörinn
knattspyrnumaður ársins 1978 i Kefla-
vik af Knattspyrnuráði Keflavíkur.
Kosning Sigurðar kemur engum á
óvart þvf hann var tvimælalaust sá leik-
maður lBK, sem átti jafnbezta leiki síð-
astliðið sumar. Sigurður, sem aðeins er
19 ára, var i sumar valinn I fyrsta sinn í
islenzka landsliðið og lék hann tvo lands-
lciki. Þá hefur Sigurður leikið drengja-,
landsleiki, unglingalandsleiki og i lands-
liði 21 árs og yngri. Hann er því eini
Islendingurinn sem leikið hefur með öll-
um fjórum landsliðum í knattspyrnu.
Knattspyrnumaður Keflavikur hefur
undanfarin ár veriö kosinn árlega og
þessir hafa hlotið sæmdarheitið: Guðni
Kjartansson, Einar Gunnarsson, Þor-
steinn Ólafsson, Ólafur Júliusson og
Gísli Torfason. Alit toppmenn i islenzkri
knattspyrnu á undanförnum árum.
Meistaramót
Reykjavíkur
íborðtennis
Reykjavíkurmótið i borðtennis fór
fram um helgina og eins og oft áður i
vetur var hart barizt. Reykjavikurmeist-
ari i einliðaleik karla varð Hilmar
Konráðsson, Viking, sigraði Hjálmar
Aðalsteinsson, KR i miklum baráttuleik.
En úrslitin i mótinu urðu
Kinliðaleikur karb:
Hilmar Konráðvson, Vík., sigraði Hjálmar
Aðalsteinsson, KR, í úrslitaleik 17—21,21—19,21—
17,21-9.
I 3.-4. sæti urðu Gunnar Finnbjörnsson, ö. og
Guðmundur Maríusson, KR.
Tviliðaleikur karla:
Sigurvegarar Ragnar Ragnarsson og Gunnar
Finnbjörnsson, ö, í 2. sæti Hilmar Konráðsson Vlk.,
og Hjálmar Aðalsteinsson, KR.
I 3.-4. sæti Birkir 1». Gunnarsson og Gunnar Birkis-
son, Ö, og Jóhann ö. Sigurjónsson, ö, og Þórður
Þorvaröarson, ö.
Old Boys:
Jósep Gunnarsson KR sigaði Þórð Þorvarðarson, ö, I
úrslitaleik 21 -2,21 -13 og 21 -12.
Einliðaleikur kvenna:
Sigurvegari Nanna Harðardóttir, Vík.
2. sæti Guðbjörg Stefánsdóttir, Fram.
Tviliðaleikur kvenna:
1. sæti Guðbjörg Stefánsdóttir og Hrafnhildur Jóns-
dóttir, Fram.
Tvcnndarkcppni:
1. sæti Hilmar Konráðsson og Nanna Harðardóttir,
Vík.
2. sæti Hafnhildur Jónsdóttir og Gunnar Andrésson,
Fram.
Einliðaleikur unglinga 15—17 ára:
1. örn Fransson, KR.
2. Þorfinnur Guðmundsson, Vík.
Tvlliðaleikur unglinga 15—17 ára.
1. Vignir Kristmundsson, ö, og Þorfinnur Guðmunds-
son, Vík.
2. örn Fransson og Tómas Sölvason, KR.
Einliðaleikur unglinga 13—15 ára.
1. Jóhannes Hauksson, KR.
2. Einar Einarsson, Vik.
Tviliðal. unglinga 13— 15ára.
1. Einar Einarsson og Guðmundur I. Guðmundsson,
Vlk.
2. Jóhannes Hauksson og Jónatan Þórðarson, KR.
Einliðaleikur unglinga yngri en 13 ára.
1. Birgir Sigurðsson, KR.
2. Stefán Birkisson, ö.
Vítin forgörðum og KR
sigraði í f ramlengingu
— æsispennandi viðureign meistara KR og Njarðvíkur
íHöllinniígærkvöld
KR tókst að vinna sigur á Njarð-
vikingum i gærkvöldi en þá fór fram enn
einn stórleikurinn i úrvaldsdeildinni og
að þessu sinni i Laugardalshöllinni. Hátt
í átta hundruð áhorfendur sáu æsi-
spennandi viðureign, þar sem ekki tókst
að fá úrslit fyrr en eftir framlengingu.
Þegar aðeins voru tvær mínútur eftir
að venjulegum leiktíma var staðan jöfn
99 gegn 99. John Hudson fékk dæmt viti
og skoraði úr báðum. Hittni hans í gær
var annars ekki góð utan af velli en í
vitunum brást honum tæpast bogalistin
og í heildina gerði hann 48 stig og var
ómetanlegur fyrir KR-liðið. Jón
Sigurðsson, KR, átti stjörnuleik í gær-
kvöldi — óþekkjanlegur fyrir sama
manninn og fyrir rúmri viku. Sendingar
hans undir körfu Njarðvíkinga voru
hreint út sagt margar frábærar og gáfu
mörg og dýrmæt stig.
Ef haldið er áfram að rekja síðustu
mínútur leiksins, þá var staðan 101—99
fyrir KR eftir að Hudson hafði sent
knöttinn tvisvar í gegnum netið í víta-
köstunum. Ted Bee jafnaði þó muninn
fyrir Njarðvíkinga fljótlega og var staðan
var enn jöfn 101 —101. Siðan varð
staðan 103 gegn 103 og aðeins tólf
sekúndur til leiksloka. Brotið var á Jóni
Viðari, Njarðvík. Auk þess var dæmt
tæknivíti á Hudson KR. Jón Viðar fékk
Fram heldur
þrjú skottækifæri. — Hið fyrsta lenti i
körfuhringnum — einnig annað skotið
og líka það þriðja. Andartaki siðar
hljómaði flautan og venjulegum leik-
tíma er lokið. Liðin jöfn, 103 stig gegn
103. Njarðvíkingar misstu þarna af
ónmetanlegu tækifæri til að gera út um
leikinn en það tókst ekki.
1 framlengingunni sem var að venju
fimm mínútur, hélzt sami darraðar-
dansinn þar til Ted Bee fóru útaf með
fimm villur. Var dæmt á hann og Árna
Guömundsson og urðu báðir að yfirgefa
völlinn. Þó fengu KR-ingar knöttinn á
eftir en ekki var framkvæmt uppkast
eins og gera á í slíkum tilvikum. En hvað
um það, eftir að Ted Bee var kominn út
fyrir sigldu KR-ingar í örugga sigurhöfn
við gífurleg fagnaðarlæti stuðnings-
manna sinna. Lokatölurnar urðu 124 tig
gegn 115 KR í vil. Þeir eru því komnir
með tveggja stiga forustu gagnvart
Njarðvíkingum en Valsmenn eiga aftur
á móti eftir að leika einum leik fleira og
geta því náð jöfnu við KR-inga. Ekki er
þó nein ástæða til að afskrifa
Njarðvíkinga. Reynslan hefur sýnt að
nær allir leikir í úrvalsdeildinni eru úr-
slitaleikir. Þar er ekkert öruggt.
Hudson var stigahæstur KR-inga
með 48, Jón Sigurðsson, 25, Einar Bolla-
son 16, Garðar Jóhannsson 14, Gunnar
Jóakimsson 10, Árni Guðmundsson 7,
Birgir Guöbjörnsson og Kolbeinn Páls-
son 2 hvor.
Ted Bee var stigahæstur
Njarðvíkinga með 37, Guðsteinn
Ingimarsson, 19, Geir Þorsteinsson
17, Gunnar Þorvarðarson, 16 Stefán
Bjarkason 12, Jón Viðar Matthíasson og
Júlíus Valgeirsson fjögur hver og Brynj-
ar Sigmundsson, Guðjón Þorsteinsson
og Jónas Jóhannesson tvö hver. -ÓG.
AC Mílanó heldur forustu sinni i
ítölsku 1. deildinni eftir 1—0 sigur gegn
Roma. Jafnteflisliðið Perugie, eina liðið
sem ekki hefur tapaö leik í vetur, gerði
að sjálfsögðu jafntefli við Inter Mflanó,
2—2. Torinó er nú i þriðja sæti eftir 3—
0 sigur á Atlanta og Juventus vann
einnig sannfærandi sigur, 3—0 á útivelli
gegn Verona.
Staða efstu liða á Italiu er nú:
AC Milanto 17 12 3 2 29—9 27
Perugia 17 7 10 0 20—9 24
Torínó 17 8 7 2 25-12 23
Inter Mílanó 17 6 10 1 23—13 22
Juventus 17 7 7 3 21—12 21
Napoli 17 4 10 3 11 — 11 18
Athyglisvert hve forustuliðin fá á sig
fá mörk en Napoli getur vart verið
skemmtilegt á að horfa — aðeins
skoraði 11 mörk, fengið á sig jafnmörg
mörk i 17 leikjum.
sínustriki | Phil Mahre sigraði
í svigi í Jasna
— Ingemar Stenmark íþriðja sæti
Fjórir leikir fóru fram í 1. deild i körfu
um helgina. I 1. deild hefur Keflavfk
komið hvað mest á óvart og um helgina
sigraði ÍBK lið tsfirðjnga 85-63. Þar
skoraði Björn Víkingur 36 stig fyrir
Keflavik.
Fram heldur þó öruggri forustu í 1.
deild. Fram sigraði Snæfell örugglega
104-57 og þá skoraði John Johnson 48
stig fyrir Fram. tsfirðingar mættu einnig
Ármanni og enn máttu tsfiröingar lúta i
lægra haldi, töpuðu 79-63. Grindvík-
ingar léku í Eyjum og sigruðu örugglega,
88-66. Mark Holmes var stigahæstur í
leiknum með 30 stig.
Bandarikjamaðurinn Phil Mahresigr-
aði i sviginu f Jasna f Tékkóslóvakíu f
gær. Þetta var fyrsti sigur Mahre í vetur
— áður hafði hann náð bezt þriðja sæti í
Innsbruck og öðru sæti í Garmisch-
Partenkirchen. Sigur Mahre var ör-
uggur — 103.03, en í öðru sæti varð
ítalinn Leonardo David á 103.81. Sviinn
Ingemar Stenmark varð þriðji — en
Vatteraðir mittisjakkar
meö hettu. — Litir:Blátt ogsvart
meö rauöum röndum.
Stœröir: 36— 48.
Fást / öllum he/ztu
sportvöruverz/unum /andsins.
langt frá sínu bezta.
Ingemar Stenmark, handhafi heims-
bikarsins, virtist óöruggur og tvívegis
munaði sáralitlu að hann félli en tókst á
undraverðan hátt að komast hjá þvi.
Hann fékk timann 104.65. Eftir svig-
keppnina gagnrýndi Stenmark brautina.
Stenmark hefur gengið mjög vel i stór-
sviginu — en ekki náð sér fyllilega á
strik í sviginu.
Staða efstu manna er nú:
1. Peter Luscher, Sviss, 174
2. IngemarStenmark, Svíþjóð, 135
3. Phil Mahre.USA, 123
4. Andreas Wenzel, Lichtenstein, 122
5. LeoStock, Austurriki, 93
Peter Luscher, Sviss, varð í sjöunda
sæti I Jasna í gær en yfirleitt gekk kepp-
endum frá Sviss illa — aðeins Luscher
var í einu af lOefstu sætunum.
Þrefaldur
franskur
sigur
íBrasilfu
Frakkinn Jacques Laffite sigraði f
brasilfska Grand-Prix kappakstrinum i
gær. Laffite fylgdi eftir sigri sínum i
argentínska Grand-Prix og hefur nú
þegar tekið örugga forustu i stigatöflu
heimsmeistaratignarinnar.
Laffite hafði forustu allan kappakst-
urinn en hann keyrir nú á Ligierbil.
Annar í Brasilíu var landi hans, Patrick
Depailler en hann ekur einnig Ligier bíl
og er greinilegt þegar að þeir félagar
munu verða erfiðir viðureignar i ár.
Kappaksturinn í Brasilíu var mikill sigur
Frakka þvi þriöji varð einnig Frakki —
Didier Pironi. Carlons Reutemann kom
að vísu þriðji í mark en Pironi var dæmt
þriðja sætið þar sem Reutemann hlaut
refsistig.
Heimsmeistarinn, Mario Andretti frá
Bandaríkjunum datt út vegna bilana.
Það tókst ekki og leikurinn var framlengc
og Hilmar Hafsteinsson en á miili þeirra c
eftir aö hafa mistekizt að hitta i einni af |
gera út um leikinn á milli KR og Njarðviku
Nottinj
milljón
— ogBirmingham
ogPel
Nottingham Forest — Englandsmeist-
ararnir hafa nú gert tilboð í Tevor
Francis, enska landsliðsmanninn hjá
Birmingham. Félögin hafa sætzt á 1
milljón sterlingspunda — já, litlar 640
milljónir. Trevor Francis hefur ekki
gefið svar sitt en Birmingham hafði áður
hafnað tilboði frá Coventry á 900 þúsund
pund.
Trevor Francis þykir einn snjallasti
leikmaður énskrar knattspyrnu þó ekki
hafi hann leikið marga landsleiki fyrir
England. En aðeins sextán ára hafði
hann áhrif á enska knattspyrnu. Kom þá
fram á sjónarsviðið og átti stóran þátt í
aö Birmingham ávann sér sæti í 1. deild
— skoraði drjúgt, mark á leik loka-
kaflann. En Birmingham hefur ekki
KARLSV
TIL SVÍ
— mun væntank
Karl Sveinsson er nú á förum til Svi-
þjóðar til að athuga aðstæður hjá
Hjárás, liði 13. deild 1 Sviþjóð. „Ég fer út
og skoða aðstæður. Mig langar til að
skipta um umhverfi, breyta til,” sagði