Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979. HVAÐ FINNST ALÞINGISMÖNNUM UM DOMSMORÐIÐ Eins og Dagblaðið greindi frá sl. föstudag þá hefur dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. ritað öllum aiþingis- mönnum bréf þar sem hann óskar eftir því að sérstakri alþingisnefnd verði falið, skv. ákvæðum 39. greinar stjórnarskrárinnar, að taka til rannsóknar meðferð Hæstaréttar á dómsmálinu nr. 1851969: Ingibjörg Magnúsdóttir o. fl. gegn Miðnesi h/f o. fl. og afgreiðslum réttarins á beiðnum um endurupptöku umrædds máls. Telur dr. Gunnlaugur að umrætt mál sé eitt mesta dómhneyksli þessarar aldar og hann heldur því fram að þeg- ar mál fari þannig fyrir dómstólum að greinilegt sé að hvorki lög né réttlæti séu virt þá hljóti að koma til kasta Alþingis að láta fara frani athugun á því hvað liggi að baki. 1 þeim tilgangi m.a. sé 39. greinin sett í stjórnar- skrána. Hefur dr. Gunnlaugur nefnt meðferð þessa máls dómsmorð þar sem réttlæti hafi í því verið fyrir borð borið og í mörgum atriðum hafi hvorki verið farið að lögum né staðreyndum málsins. Dagblaðið hafði samband við nokkra alþingismenn og innti þá álits á þeirri ósk dr. Gunnlaugs að sérstakri alþingisnefnd verði falið að rannsaka þetta mál. -GAJ- „Heyrir til dómstól- unum” — segir Ellert B. Schram (S) „Almennt talað er ég frekar and- vígur því að Alþingi sé að fara inn á vettvang sem heyrir . til dómstólunum,” sagði Ellert B. Schram. „Alþingi er pólitísk stofnun og ef það á að fara að kveða upp dóma þá er hætta sú að pólitíkin kunni að hafa þar einhver áhrif. Þá er stutt skrefið yfir I það ástand sem er í löndum aust- an járntjaldsins þar sem menn eru dæmdir pólitískt. Ég er ekki að segja að það eigi endilega við þetta mál en i grundvallaratriðum er ég andvígur þvi að Alþingi sé að taka upp slik mál og held að við eigum að halda okkur við þriskiptingu valdsins. Hitt er svo annað mál að ég get „Hafa orðið ein- hver mistök” — segir Vilmundur Gylfason (A) „Ég þekki þetta mál töluvert og ég hef haft kynni af Einari,” (skjólstæðingi Gunnlaugs, ath. DB) sagði Vilmundur Gylfason. „Þetta er gríðarlega flókið mál sem snýst um gríðarlega háar fjár- upphæðir. Ég held að þarna hafi orðið einhver mistök og að það þurfi að brjóta málið upp. Rannsóknarnefndir þurfa að verða snarari þáttur í störfum Alþingis en hvort það er leiðin akkúrat í þessu máli vil ég ekkert segja um. Þetta mál er mjög stórt um sig og það er fyllsta ástæða til að brjóta það upp með einhverjum hætti. Ég tala af nokkurri reynslu og þess vegna vildi ég aðhafast en get ekki sagt með hvaða hætti það yrði.” -GAJ- Vilmundur Gylfason, alþingismaður. Eilert B. Schram, alþingismaður. haft efnislega skoðun á þessu ákveðna máli og haft samúð með því. En borg- ararnir geta líka endalaust verið óánægðir með dóma og ég veit ekki hvert það leiddi ef skjóta ætti slíkum málum til Alþingis.” -GAJ- „Lögfræði- legir ráð- gjafar fjalla um málið” — segir Ingvar Gíslason(F) „Ég hef þegar tekið þetta mál til meðferðar sem einn af forsetum þingsins,” sagði IngvarGíslason. „Við fólum okkar lögfræðilegu ráðgjöfum að fjalla um málið og auk þess hef ég aðeins rætt þetta mál við Gunnlaug persónulega.” -GAJ- Ingvar Gislason, alþingismaður. „Á von á að þetta verði skoðað” segirHelgi Seljan (AB) „Ég hef bara litið yfir þetta bréf en maður þarf að kynna sér það vel til að átta sig á því,” sagði Helgi Seljan. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvemig þetta mál getur snert okkur alþingismenn beint en ég mun reyna að átta mig á hvort það er í okkar verkahring. Ef það kemur á daginn að svo sé þá reikna ég með að við skoðum þetta mál eins og önnur mál sem til okkar koma. Alveg eins og maður reynir að greiða úr vandamálum manna sem eru úti á landi I slag við kerfið þannig á ég von á að þetta verði skoðað.” -GAJ- Helgi Seljan, alþingismaður. „Ekki allt sem skyldi” — segir Eiður Guðnason (A) „Mér sýnist við fljótan lestur að þarna sé kannski ekki allt sem skyldi,” sagði Eiður Guðnason. „Ég held að það sé tvímælalaust á- stæða til að skoða þetta mál nánar. -GAJ- Eiður Guðnason, alþingismaður. Gripið simann gerið goð kaup Smáauglýsingar IBIABSINS Þverholtill sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.