Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979. Meðaltalskostnaður á tólf stöðum f hálft ár ÓDÝRAST í KEFLAVÍK —dýrast á H&fn í Homafírití íslendingar virðast hafa áhuga á að vita íhvað þeireyða fjármunum sínum meðþvíað halda heimilisbókhaldíð meðDBogVikunni Þátttaka í upplýsingamiölun um kostnað við heimilishald (matur og hreinlætisvörur) hefur verið mjög góð og almenn. Nú hafa okkur borizt upplýsingaseðlar i sex mánuði og til gamans og fróðleiks höfum við tekið saman meðaltal í hinum ýmsu byggðarlögum landsins í þessa sex mánuði. íbúar á tólf stöðum hafa sent okkur upplýsingaseðla alla sex mánuðina og því er mest að marka meðaltalið á þeim tólf stöðum. Frá nokkrum stöðum eru seðlarnir þó fáir, þannig að þeir gefa kannski ekki rétta mynd af hinu almenna meðaltali. Annars hafa okkur borizt upplýsingaseðlar frá 48 stöðum á landinu. Hins vegar er varla hægt að reikna út meðaltal þar sem suma mánuðina vantar allar upplýsingar. Lægstur meðalkostnaður á mann, án tillits til fjölskyldustærðar, meðal þeirra staða sem eiga seðla í öllum mánuðunum var í Keflavík, 19.894 kr. Hæstur kostnaður var hins vegar á Höfn í Hornafirði, 25.949 kr. Mismunurinn er hins vegar ekki nema 6.055 kr., sem varla getur talizt himinhár. Þó verður að athuga að þessar tölur eru meðalkostnaður á hvern mann, þannig að tölurnar hækka talsvert þegar fundinn er út kostnaðurinn á heilu fjölskyldurnar. Annars lítur útreikningurinn yfir meðaltalskostnaðinn svona út Keflavík 19.894 kr. Akureyri 20.228 kr. Selfoss 21.106 kr. Garðabær 22.463 kr. Mosfellssveit 22.608 kr. Vestmannaeyjar 23.253 kr. Akranes 23.267 kr. Reykjavík 23.480 kr. Kópavogur 23.869 kr. Vogar 24.362 kr. Hafnarfjörður 24.400 kr. Höfn i Hornafirði 25.949 kr. nes, Eskifjörður, Ólafsvík og Bildu- dalur (allir með þrisvar), Grindavík, Hnífsdalur, Kópasker, Vík I Mýrdal, Seltjarnarnes, Isafjörður, Patreks- fjörður, Stykkishólmur, Þingeyri og Grundarfjörður (allir með tvisvar). Hinir þrjátíu og sex staðirnir sem Frá eftirtöldum stöðum bárust einu við höfum fengið upplýsingaseðla frá sinni upplýsingaseðlar: Neskaupstað- eru þessir: Egilsstaðir, Garður, Sand- ur, Sauðárkrókur, Bolungarvík, Djúpi- gerði, Stöðvarfjörður, Þorlákshöfn, vogur, Seyðisfjörður, Dalvík, Njarð- Hveragerði (allir með fimm sinnum),, vík, Raufarhöfn, Reyðarfjörður og Hvolsvöllur, Húsavík, Blönduós og Suðureyri. Ytri-Njarðvík (allir með fjórum sinnum), Hella, Siglufjörður, Borgar- V Vantar upplýsingar um lit- sjónvarpstæki ' Markaðskönnun vargerð íVikunni fyrir tveimurárum „Það ættu svo sannarlega allir landsmenn að vera i Neytenda- samtökunum, því þetta eru hagsmuna- samtök okkar allra. Þannig gætu sam- tökin haft bolmagn til þess að vera leiðbeinandi aðili í sambandi við ýmis- legt, t.d. innkaup á dýrum heimilis- tækjum,” sagði kona nokkur er hringdi til Neytendasíðunnar í vikunni sem leið. Hún hugðist festa kaup á litsjón- varpstæki og leitaði eftir hlutlausum upplýsingum um þau. Eftir því sem okkur var bezt kunnugt um er slikar upplýsingar hvergi að fá hér á landi. Hins vegar var gerð markaðskönnun á litsjónvarpstækjum í Vikunni, 9. tbl. 1977. Þar er að finna upplýsingar um þau tæki sem til voru á markaðinum, hæfni þeirra og verð. Verðið er miðað við janúarlok 1977, þannig að það er ekki í miklu samræmi við það verð sem nú er i gildi. E.t.v. getur viðmælandi Neytendasíðunnar orðið einhvers vísari við lestur könnunar- innarí Vikunni. Við tökum heils hugar undir orð konunnar um að allir landsmenn ættu að vera í Neytendasamtökunum. Með eflingu þeirra eflum við einnig okkar eigin hag. -A.Bj. | Þeir eru sannarlega ekki ncitt „fátæklingslegir” i útiiti margengsriddararnir. „Fátækir riddarar” í nýjum búningi Það getur stundum verið gaman að bjóða upp á dálitið óvenjulegan á- bætisrétt. Hérna er dönsk uppskrift af „marengs-riddurum”. Flestir kannast líklega við réttinn „fátækir riddarar” sem eru steiktar hveitibrauðssneiðar með kanil og ávaxásósu. Ekki vitum við hvernig nafnið er tilkomið en það er óneitanlega dálítið furðulegt. En hér koma „marengs-riddararnir”. 4 brauðsneiðar (hcilh veitibrauð) 1 msk. smjör 2—3 epli i þunnum sneiðum 1/2 tsk. kanill 1 eggjahvita 3 msk sykur 50 g möndlur eða möndluspænir Takið skorpuna af brauðsneiðunum, bezt er að nota formbrauð og smyrjið brauðið með smjörinu. Stráið kanil á brauðið og látið siðan á smurða plötu. Stífþeytið eggjahvíturnar og látið sykurinn var- lega í. Takið kjarnahúsin úr eplunum og skerið i þunnar sneiðar og raðið ofan á brauðsneiðarnar. Deilið síðan eggjahvítunum ofan á brauðið og látið möndlurnar ofan á. Látið brauðið í ofn sem er orðinn 150°’(C) heitur og bakið þar til marengsinn er orðinn ljósbrúnn. Þessir „riddarar” eru bornir fram heitir eða volgir með ísköldum rjóma. Þá má nota hvort heldur sem ábætis- rétt eða með kvöldkaffinu. Hráefnið í „riddara” reiknast okkur til að kosti í kringum 400 kr. eða um 100 kr. á mann, sem verður að teljast mjög ódýrt. Þarna er kannski komin skýringin á nafninu! -A.Bj. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaói Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Kostnaóur í jan. mánuöi 1978 Matur og hreinlætisvörur kr____________________________ Annað kr.______________________ Alls kr. m i/Kív Fjöldi heimilisfólks Raddir neytenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.