Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 23
23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1979.
Ci
Útvarp
Sjónvarp
EYRBYGGJA - útvarp í kvöld kl. 20,30:
Þórgunna hin suðureyska var flutt til grcftrunar f Skálholti. Á leiðinni gistu Ifkflutn-
ingsmenn á bæ þar sem bóndinn tfmdi ekki að gefa þeim að borða. Þórgunna fór þá f
eldhúsið, steindauð en kviknakin, og bjó til mat sem öllum varð gott af.
Mynd: Hringur Jóhannesson.
sögum
Hér áður fyrr voru íslendingasögur
lesnar allan veturinn i útvarpinu. En nú
er farið að minnka um það. 1 vetur hefur
engin verið lesin fyrr en núna að Þor-
varður Júliusson bóndi í Miðfirði byrjar
að lesa Eyrbyggju.
Þorvarður sagðist vera ættaður frá
Hitarnesi í Kolbeinsstaðahreppi, svo
sögusviðið væri honum hugstætt.
En um Eyrbyggju má annars segja að
þar er meiri draugagangur en i öðrum
Islendingasögum.
Þar segir meðal annars frá Þórólfi
bægifót, sem átti í deilum við Snorra
goða á Helgafelli.' Þórólfur gerðist
geðvondur með aldrinum og þegar hann
var dauður vildi hann ekki liggja kyrr,
heldur elti naut og smalamenn eftir að
kvölda tók.
En ekki er hann einn um að ganga
aftur i sögunni.
Þegar Þóroddur bóndi á Fróðá
drukknaði með vinnumönnum sínum í
skreiðarflutningum var haldin erfi-
drykkja eftir þá og stóð í marga daga að
þeirrar tíðar sið. En strax fyrsta
kvöldið gekk Þóroddur sjálfur með
öllum förunautum sínum i skálann og
voru alvotir, sem vænta mátti. Var þeim
vel fagnað, því I þá daga þótti góður
fyrirburður þegar sjódauðir menn
vitjuðu erfis sins. Settust þeir við eldana
og drukku og reyndu að þurrka sig, en
töluðu ekki við nokkurn mann. Og
aldrei þornuðu á þeim klæðin.
Margar fleiri afturgöngur eru á ferli
og ekki allar mennskar. Kálfar, selshöf-
uð og nautsrófa gera fólki ýmsar glenn-
ur. Mannshöfuð í grjóturð kveður vísu.
Og Þorgríma galdrakinn reynir að kála
Birni Breiðvikingakappa með gjörninga-
hríð, sem stendur í þrjá sólarhringa.
Auk þess er i Eyrbyggju þessi venju-
legi skammtur af manndrápum og mála-
ferlum, svo engum ætti að þurfa að leið-
ast, að minnsta kosti ekki þegar ættartöl-
urnar í innganginum eru búnar.
•IHH.
SKATTAMÁLIN — sjónvarp í kvöld kl. 20,55:
MAÐURINN MEÐ HATTINN
Guðjón Einarsson ætlar að ræða
skattamálin í þætti sínum i tilefni þess
að nú eru flestir búnir að skila framtal-
inu. Hann ætlar að fá fulltrúa allra
stjómmálaflokkanna til að koma i beina
útsendingu og láta í Ijósi álit sitt á skatta-
stefnu hins opinbera — eru mönnum
lagðar of þungar byrðar á herðar og er
þeim réttilega jafnað niður?
Að sögn Gests Steinþórssonar skatt-
stjóra í Reykjavík virðast menn hafa
gert nokkuð góð skil á framtölum sínuni
og betur en oft áður. Ekki var þó verið
að afhenda þau fyrr en þurfti — mið-
vikudaginn 31. janúar bárust skattstof-
unni hvorki meira né minna en 20 þús-
und framtöl. Hafa fjórir starfsmenn haft
nóg að gera við það eitt að taka upp úr
umslögunum. Ekkert var farið að
sortéra þau fyrir helgina.
En niðurstöðurnar koma víst áreiðan-
lega nógu snemma og í því sambandi
rifjast upp gömul visa:
Maðurinn með hattinn
stendur upp svið staur.
Borgarekkiskattinn
þvi hann á engan aur.
IHH
V______________________________________________________t
Þriðjudagur
6. febrúar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir. Fréltir.Tilkynningar.
Á frivaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir
óskalögsjómanna.
14.30 Heilsuhagfræði; fyrri þáttur. Umsjón Gísli
Helgason og Andrea Þóröardóttir. M.a. rætt
um hversu miklu af þjóðartekjum skuli varið
til heilbrigðismála.
15.00 Miðdegistónleikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. 116.15
Veðurfregnir).
16.20 Popp.
17.20 Tónlistartimi barnanna. Egill Friðleifsson
stjórnar timanum.
17.35 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins..
19.00 Fréttir. Fréttaauki.Tilkynningar.
19.35 Heiður himinn í Ruhr. Dr. Gunnlaugur
Þórðarsonflyturerindi.
20.00 Fiðlusónata nr. 3 op. 45 eftir Edvard
Grieg. Fritz Kreisler og Sergej Rachmaninoff
leika.
20.30 (Jtvarpssagan: „Eyrbyggja saga’*. Þor
varður Júliusson bóndi á Söndum i Miðfirði
byrjar lesturinn.
21.00 Kvöldvaka. a. F.insöngun Snæbjörg Snæ-
bjarnardóttir syngur; Ólafur Vignir Alberts
son leikur á pianó. b. í febrúar fyrir 75 árum.
Gunnar M. Magnúss rithöfundur les kafla úr
bók sinni „Þaö voraði vel 1904”. c. Kvæða-
lestur. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi fer
meö nokkur frumort kvæði. d. Ferð á þorra-
blót 1922. Sigurður Kristinsson kennari flytur
frásögn, er hann skráði eftir Magnúsi Tómas-
syni frá Friðheimi i MjóaFirði eystra. e. Kór-
söngur. Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir
Sigvalda Kaldalóns; Páll F. Pálsson stjórnar.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.50 Víðsjá: ögmundur Jónasson sér um þátt-
inn.
23.05 Harmonikulög. Harmonikukvartett Karls
Grönstedts le'r.ur.
23.10 Á hljóðbergi. Umsjónarmaður: Björn Th.
Björnsson listfræðingur. „Bilbo Baggins i
drekahellinum”. Nicol Williamson lcs úr „The
Hobbit”eftir J.R.R. Tolkien.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
7. f ebrúar
7 00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónlcikar
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll
Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.)
Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir Vmis lög að eigin
vali. 9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: Gcirlaug Þor
valdsdóttir heldur áfram aö lesa „Skápalinga”,
sögueftir Michael Bond(12).
9.20 LeikFimi.
9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög frh.
11.00 Horft til höfuðátta. Séra Helgi
Tryggvason flytur þriðja erindi sitt um uppcld-
ismál og þjóðmá frá sjónarmiöi kristins siðar.
11.25 Kirkjutónlist.
t------------->
Sjónvarp
éL*-j -____j
Þriðjudagur
6. febrúar
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Augljsingar og dagskrá.
20.30 Djásn hafsins. Lokaþáttur. Blá paradís.
Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson.
20.55 Skattamálin. Umræður í beinni út-
sendingu með þátttöku fulltrúa allra stjórn-
málaflokkanna. Stjórnandi Guðjón Einarsson.
21.45 Hættuleg atvinna. Norskur sakamála
myndaflokkur í þrcmur þáttum. Annar þáttur:
lleimer. Efni fyrsta þáttar: Ungstúlka hverfur
á leið heim úr vinnu. og skömmu síðar finnst
lík hennar. Hún hefur verið myrt. Lögreglu-
manninum Helmer er falin rannsókn málsins.
Kynnt er til sögunnar önnur ung stúlka, Mai
Britt. sem svipar mjög til hinnar fyrri. Er
fyrsta þætti lýkur, er Mai Britt sofnuð, en hún
hcfur mælt sér mót við vin sinn daginn eftir.
Þýðandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision —
Norska sjónvarpið).
22.35 Dagskrárlok.
^^Ga
^ AI
Gabriel, Red-Ryder
ADJ.E, loftdemparar
í úrvali.
ísetning yður að kostnaðarlausu.
Tilboðið gildir til 9. febrúar.
J. SVEINSSON & CO.
HVERFISGÖTU 116 SÍM115171
Lán úr Lífeyrissjóði
ASB og BSFÍ
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita lán úr
sjóðnum til sjóðsfélaga. Umsóknir þurfa að
berast fyrir 15. febrúar 1979. Umsóknar-
eyðublöð eru afhent á skrifstofu sjóðsins,
Laugavegi 77, kl. 12—15. Sími 28933.
Sjálfsölu-
leiktæki
Vegna breytinga höfum við til sölu
nokkur notuð sjálfsöluleiktæki, sem eru
í sölum okkar. Tæki þessi eru tilvalin til
að hafa með í sjoppum, kaffihúsum eða
veitingastöðum. Uppl. í síma 22680.
Jóker hf.
Útsala
★ NÝTT
Útsala
20-30% afsláttur
á vélhjólabúna ði
Vegna flutnings og breytinga seljum við
á næstu dögum hjálma, fatnað, jakka,
stígvél, Moto-Cross útbúnað o.fl. með
afslætti. Nú er tækifæri að útbúa sig með
góðum vörum, á góðu verði. Póst-
sendum.
Leiðandi verzlun
á sviði
vélhjóla útbúnaðar
UJÉLHJÓLAVERZLUW H. ÓLAFSSSONAR,
ÞINGHOLTSSTRÆTI 6, SIMI 16902