Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979. 3 Takkfyrirsjónvarp: MEIRA AF ÞESSU TAGI 3778 1258 skrifar: Ég get ekki stillt mig um að lýsa að- dáun á skemmtiþættinum Hefur snjóað nýlega? Þáttur þessi var hreint út sagt frábær. Þegar það er haft í huga þá dettur manni sisvona i hug hvort ekki hefði verið rétt að senda hið svokallaða Áramótaskaup beinustu leið á haugana án þess að sýna það i kassanum. Halli og Laddi eru sifellt á uppleið þótt bratt sé. Þá voru Björgvin, Pálmi, Ellen og Ragnhildúr einnig góð. Tvennt finnst mér þó vanta í íslenzka sjónvarpið, það eru tvær albeztu ís- lenzku hljómsveitirnar, Spilverk þjóð- anna og Þursaflokkinn. Að lokum vil ég þakka sjónvarpinu fyrir góða dagskrá þvi þar leynist ýmislegt gott, eins og t.d. Húsið á slétt- unni, Kládíus. iþróttir, Rætur og svo auðvitað Lífsglaður lausamaður. Og svona til að hlaupa úr einu i annað: ísland úr NATO, herinn burt. Halli, Laddi og Helgi við upptöku á einu atriði þáttarins Hefur snjóað ný- lega? 3P> > Heimilis- læknir Raddir lesenda taka við skilaboðum tii umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Sleifarlag við veðurfréttir Sjómaður hringdi: „Þaö er ekkert mál að koma veður fréttunum til skila oftar til þeirra sem mest not hafa fyrir þær, þ.e. sjómann- anna,” sagði sjómaður einn er hafði samband við DB vegna umræðu um að veðurfregnatímar væru ekki nógu margir. t „Loftskeytastöðvarnar mundu hik- laust taka að sér að útvarpa veður- fréttunum til bátanna. Þannig er þessu háttað í flestum nágrannalöndum okkar og það ætti ekki að vera neinum erfiðleikum bundið að koma þessu á. Hér er því um sleifarlag að ræða hjá þeim er stjórna þessum málum. Loft- skeytastöðvarnar eru með bátatiðnina og bátarnir hlusta á þær. Ef einhver bátur nær þessu þá útvarpar hann því yfir allan flotann á vinnutiðni flot- ans.” ----V Spurning dagsins ?- ----- Gengur þú í ullarnærfötum? Guðjón Á. Rikharðsson afgreiðslumaður í Litnum: Nei, en ég geng í ullarsokkum. Hvers vegna ekki? Vegna þess að mér er ekki kalt, yfirleitt ekki. Guðjón Oddsson forstjóri I Litnum: Nei, mér er ekkert kalt, hef góða einangrun. Gunnar Þorvaldsson rafvirki: Nci. ég gerði þaá þegar ég var á sjó en er hættur þvi. Ég vinn þannig vinnu að ég þarf þessekki. Veistu hvaö Lióminn er ] Þátttakan í Jólaleik Ljóma var M M J Bfl 7 JMf liomandi góður? Ljóma vægast sagt gífurlega mikil. Svörin sem okkur bárust voru rúmlega 900 talsins og öll góð! □ Þess vegna var ákveðið að verðlauna hvert einasta svar með tveimur kilóum af Ljóma smjörlíki og tveimur fernum af Tropicana. □ Leikurinn fólst í því að svara eftirfarandi spurningu: □ „Hvers vegna er Ljóma lang mest selda smjörlíkið?” Svarið, sem fékk fyrstu verðlaun, kom frá Inga Árnasyni, Hraunbæ 70, Reykjavík. Hann hlýtur þvi kr. 200.000.- i verðlaun fyrir eftirfarandi: L ipur þjónusta. J ákvæðar auglýsingar. Ó dýrt — miðað við gæði. IVI est fyrir peningana. I ðnaður sem þjóðin kann að meta. Eflirlslenskt framtak. R ennur ljúflega á pönnunni. Baksturinnaldrei betri. E ndist vel. S teikir best. T ekur öðru fram. U ndurlétt aðskera. R eyfarakaup þegar á allt er litið. Eiríkur Einarsson, Grýtubakka 30, Reykjavík, sendi okkur eftirfarandi svar, sem verðlaunast með 100.000.- krónum. Fáanlegt ei betra er, er smjörlíki við bræðum. „Ljóminn” er á landi hér langbestur að gæðum. Þriðju verðlaun, kr. 50.000,- fékk Steinunn Karlsdóttir, Langholtsvegi 105, Reykjavík. Svar Steinunnar er þannig: Á Ljóma aldrei lcið ég verð, léttir hann mér störfin, við kálfasteik og kökugerð kemst i hámark þörfin. Sérstaka viðurkenningu, að upphæð 10.000 krónur, hlutu: Theodór Danielsson Guðfinna H.Gröndal Egill Halldórsson Jón Gunnarsson Hermann Guðmundsson Jón Steinar Ragnarsson Sigrún Bárðardóttir Anna Hannesd. Scheving Edda Bjarnadóttir Páll Helgason Vala Árnadóttir JónGauti Árnason Viö þökkum öllum þeim, sem tóku þátt i Jólaleik Ljóma. Þaö var Ljómandi gaman aö heyra frá svo mörgum aðdáendum Ljómans. Smjör/íkihf. Verðlaunahafarnir: Ingi Arnason, Eirlkur Einarsson og Steinunn Karlsdóttir. Jón Baldur Sigurðsson lektor: Ekki nema á ferðalögum. Þau eru óþægilega heit til að vera i inni en ég vinn innivinnu. Eyjólfur Georgsson: Nei, ég þarf ekki á þvi að halda. Ég vinn inni. Álfgeir Guðjónsson bifreiðarstjóri: Þa kemur fyrir þegar kalt er. Mér finnst þ? , þægilegt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.