Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1979.
r
Líklegt er að dagurinn í dag skeri úr
um styrkleika hinnar nýju stjórnar Kho-
meinys trúarleiðtoga og hvort herinn
muni snúast á sveif með honum eða
stjórn Baktiar. Khomeiny skipaði i gær
73 ára gamlan fyrrverandi forstjóra ír-
anska oliufélagsins forsætisráðherra
bráðabirgðastjórnar sinnar. Heitir hann
Mehdi Bazargan.
Khomeiny hefur fyrirskipað friðsam-
lega göngu í dag en nú er sérstakur sorg-
ardagur til að minnast eins af liðnum
foringjum þeirra múhameðstrúarmanna
sem hallast að Shitatrú eins og Kho-
meiny. Vill hann að jafnframt verði
göngurnar stuðningsyfirlýsingar við
stjórn hins nýja forsætisráðherra.
Báktiar forsætisráðherra, sem Kho-
meiny telur ólöglegan sem slíkan, hefur
lýst þvi yfir að hann muni engu láta sig
skipta yfirlýsingar Khomeinys um stjórn
landsins. Telur Baktiar stjórn sína hina
einu löglegu. Ljóst er að á meðan herinn
styður hann mun hann ekki fara frá
völdum. Ekki er að fullu ljóst hver
stefna íranska hersins verður á næstunni
en hershöfðingjarnir telja sig bundna
keisaranum hollustueiðum. Lægra settir
hermenn munu þó sumir hallast á sveif
meðKhomeiny.
New York:
Hundaskítur-
innhverfur
Hundaskítur er vandamál, sem
nú er sem óðast að hverfa af
götum New York borgar. Það er
nefnilega orðið leyfilegt að sekta
hundaeigendur sem ekki hirða upp
stykki dýra sinna.
Lög þessi gengu í gildi þann 1.
ágúst síðastliðinn. Frá þeim tíma
til 27. jan. var hundaeigendum
þó gefinn aðlögunartími og þeir
aðvaraðir. Samkvæmt lög-
regluskýrslum voru gefnar 7.765
aðvaranir. Eftir það var lög-
reglumönnum stefnt út á götur og
í garða til höfuðs hundum, eig-
endum þeirra og skítnum. Að
sögn þeirra, sem með starfi lög-
reglunnar fylgdust, átti hún
náðuga stund. Þrátt fyrir
aðlögreglumennfylgdust vandlega
með hverjum einasta hundi, sem á
rölti var, gáfu fæstir tilefni til
sektar. í nokkur skipti var þó hægt
að hanka eigendur á þvi að þeir
höfðu sleppt dýrum sínum lausum
í augljósum tilgangi.
Ali Bhutto
bíður dómsins
AIi Bhutto, fyrrum forsætisráðherra
Pakistan, bíður þess nú að upp verði
kveðinn úrskurður um það hvort taka
eigi hann af lífi fyrir að hafa fyrirskipað
morð á andstæðingi hans í stjórnmálum.
Á þetta að hafa gerzt á valdatíma hans.
Er það hæstiréttur landsins, sem kveða á
úrskurðinn upp. Herstjórnin sem ríkir í
landinu hefur þó sagt að verði ákveðið í
hæstarétti landsins að Bhutto verði
þyrmt muni hann samstundis verða
ákærður fyrir önnur afbrot og verði því
alls ekki sleppt úr haldi.
Baskarskutu
hannífótinn
Franskur kaupsýslumaður var tekinn
höndum og síðan skotinn í fótinn af
skæruliðum Baska á Spáni, nærri San
Sebastian, í gær.
íranaftur-
kallar vopn
Harold Brown varavarnarmálaráð-
herra Bandarikjanna staðfesti í gær orð-
róm um að íran hefði afturkallað vopna-
pantanir fyrir sjö milljarða dollara frá
bandarískum fyrirtækjum.
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða í Hafnarfirði
i febrúar og marz 1979
Skoðun fer fram sem hér segir:
Mánudagtr 12. febrúar G—1 til G—150
Þriðjudagur 13. febróar G—151 til G—300
Miðvikudagur 14. febróar G—301 til G-450
Fimmtudagur 15. febrúar G—451 til G-600
Föstudagur 16. febrúar G—601 til G—750
Mánudagur 19. febrúar G—751 til G—900
Þriðjudagur 20. febrúar G—901 til G—1050.
Miðvikudagur 21. febrúar G—1051 til G—1200
Fimmtudagur 22. febrúar G—1201 til G—1350
Föstudagur 23. febrúar G—1351 til G—1500
Mánudagur 26. febrúar G—1501 til G—1650
Þriðjudagur 27. febrúar G—1651 til G—1800
Miövikudagur 28. febrúar G—1801 til G—1950
Fimmtudagur 1. marz G—1951 til G—2100
Föstudagur 2. marz G—2101 til G-2250
Mánudagur 5. marz G—2251 til G—2400
Þriðjudagur 6. marz G—2401 til G-2550
Miðvikudagur 7. marz G—2551 til G—2700
Fimmtudagur 8. marz G—2701 til G—2850
Föstudagur 9. marz G—2851 til G—3000
Mánudagur 12. marz G—3001 til G—3150
Þriðjudagur 13. marz G—3151 til G—3300
Miðvikudagur 14. marz G—3301 til G—3450
Fimmtudagur 15. marz G—3451 til G—3600
Föstudagur 16. marz G-3061 til G—3750
Mánudagur 19. marz G—3751 til G—3900
Þriðjudagur 20. marz G—3901 til G—4050
Miðvikudagur 21. marz G—4051 til G—4200
Fimmtudagur 22. marz G-4201 til G—4350
Föstudagur 23. marz G—4351 til G—4500
Mánudagur 26. marz G—4501 til G—4650
Þriðjudagur 27. marz G—4651 til G—4800
Miðvikudagur 28. marz G-4801 til G—4950
Fimmtudagur 29. marz G—4951 til G—5100
Föstudagur 30. marz G—5101 til G—5250
Skoðun fer fram við Suðurgötu 8, Hafnarfirði
frá kl. 8.15 til 12.00 og 13.00 til 16.00 alla
framangreinda skoðunardaga.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi
skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við
skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja
fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki
fyrir því, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir
hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á
því að skráningarnúmer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tíma, verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlög-
um og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til
hennar næst.
Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna ljósa-
stillingarvottorð.
Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að
máli.
Bæjarfógetinn f Hafnarfirði, 1. febrúar
1979.
Einar Ingimundrson.
Sid framdi sjálfsmorð
Ræflarokkarinn Sid Vicious, öðru nafni John Ritchie, hefur loksins öðlazt frið.
Hann lézt á föstudagskvöldið eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróini.
Sid, sem fyrst varð þekktur fyrir leik sinn með hljómsveitinni Sex Pistols, hafði
verið ákærður fyrir morðið á vinkonu sinni, Nancy Spungen. Hann hafði einu
sinni áður reynt að fremja sjálfsmorð. Þá skar hann annan handlegg sinn þvers
og kruss með rakvélarblaði. — Sid Vicious var ólæknandi heróinneytandi.