Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979.
7
Erlendar
fréttir
Sovétmenn
reidir
yfirlýsingum
Pings
Sovétstjórnin hefur tekiö yfirlýsing-
um Ping, varaforsætisráðherra Kina,
sem hann gaf í ferð sinni um Bandarikin,
mjög illa. Þó er talið að stjórnin í
Moskvu muni bíða eftir opinberum túlk-
unum Bandaríkjastjórnar á yfirlýsingun-
um áður en þeir gefa út sína lokatúlkun
á þessum fundi valdamestu manna Kína
og Bandarikjanna.
Álfyrirtækið
færsex
milljón dollara
Dómstóll í Montreal i Kanada hefur
dæmt álfyrirtæki þar í landi sex milljón
dollara í bætur fyrir ólöglegt verkfall,
sem beint var gegn því fyrir ellefu árum.
Er þetta talin mesta upphæð sinnar teg-
undar í Kanada til þessa.
BIANCA KREFST 12.5
MILLIÓN DOLLARA
—af eiginmanninum Mick Jagger, söngvara Rolling Stones
Bianca Jagger, eiginkona söngvar-
ans í hljómsveitinni Rolling Stones,
sótti um skilnað frá manni sinum í Los
Angeles i gær. Hefur hún jafnframt
gert kröfu til að fá helming þeirra
tuttugu og fimm milljóna dollara, sem
hún segir hann hafa unnið sér inn þau
sjö ár, sem hjónabandið hefúr staðið.
Auk þess krefst Bianca þess að Mick
verði dæmdur til að greiða fjögur þús-
und dollara til framfærslu dóttur
þeirra á mánuði. Sjálf krefst hún líf-
eyris upp á tíu þúsund dollara á mán-
uði. Fimmtíu þúsund dollara vill hún
fá vegna reksturs skilnaðarmálsins
fyrir rétti og auk þess tuttugu og fimm
þúsund dollara fyrir öðrum lögfræði-
kostnaði.
Bianca, sem er ættuð frá Nicaragua,
og söngvari einnar frægustu rokk-
hljómsveitar heimsins giftust árið
197-1 en hættu sambúð i október síð-
astliðnum.
t þeim gögnum sem lögmaður
Biöncu lagði fram i skilnaðarréttinum
í Los Angeles í gær reiknar hún með
að Mick Jagger hafi um það bil tvær
milljónir dollara í tekjur á ári um þess-
ar mundir.
REUTER
Bianca og Mick Jagger við brúðkaupsathöfnina árið 1971. Mörgum þótti vanta gleðibraginn i svip þeirra en hjónabandið
entist þó i sjö ár, þrátt fyrir að það væri að sögn stormasamt á köflum.
Patty Hearst, milljónaerfinginn sem dæmdur var í allt að sjö ára fangelsi fyrir þátttöku I bankaráni með Symbiónesiska
skæruliðahernum, sem rændi henni frá ehimili hennar, var látin laus á dögunum. Á myndinni sést hún ræða við blaðamenn
eftir heimkomuna til Kaliforniu. Með henni á myndinni er unnusti hennar Bernard Shaw og hundurinn Arrow.
Friðarviðræður ísraels og Egyptalands:
BOÐIÐ TIL
FUNDAí
WASHINGTON
Cyrus Vance, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að stjórn-
in í Washington mundi brátt bjóða leið-
togum ísraels og Egyptalands til fundar
um væntanlega friðarsamninga á milli
landanna. Væri þetta fyrirhugað til að
reyna að koma samningaviðræðunum
úr þeirri stöðvun sem þeir hafa verið í
að undanförnu.
Á fundi með utanríkismálanefnd full-
trúadeildar bandaríska þingsins i gær
sagði ráðherrann, að fundurinn yrði að
öllum líkindum haldinn í Washington.
Yrði þar stefnt að því að leysa öll ágrein
ingsmál Israels og Egyptalands í einu
lagi en ekki taka nokkur einstök deilu
mál fyrir sérstaklega án þess að leysa
önnur jafnframt.
Ráðherrann sagði á blaðamannafundi
eftir fund sinn með utanríkismálanefnd-
inni, að hann hefði ekki boðið forustu-
mönnum rikjanna formlega til fundarins
og því væri ekki fullvíst hvenær hann
yrði haldinn. Hann sagðist sjálfur ekki
hyggja á för til Miðausturlanda á næst-
unni.
Bretland:
Nokkur ár-
anguraf fundi
Callaghans
James Callaghan forsætisráðherra
Bretlands virðist miða nokkuð í átt til
samkomulags við verkalýðsforustuna
um að létta þrálátum verkföllum og
vinnudeilum af þjóðinni. í gær hélt
hann fjögurra stunda fund með
nokkrum áhrifamestu ráðherrum sín-
um og verkalýösleiðtogum að
Downingstræti 10. Báðir aðilar sögðu
eftir fundinn að nokkuð hefði þokazt í
samkomulagsátt.
Samkvæmt gamalli hefð hafa verka-
lýðsfélögin stutt Verkamanna-
flokkinn fram til þessa. Deilur, sem
verið hafa að undanförnu koma sér
því mjög illa fyrir flokkinn, sem er
undir stjórn Callaghans forsætis-
ráðherra minnihlutastjórnar, sem
ekki kemst hjá því að efna til
almennra þingkosninga á þessu ári.
Er talið að algjör nauðsyn sé fyrir
Verkamannaflokkinn að koma á sátt-
um við verkalýðsforustuna og fá al-
menning til að sætta sig við þá launa-
stefnu sem stjórnin telur óhjá-
kvæmilega til að halda verðbólgu og
atvinnuleysi innan hæfilegra marka.