Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979. 11 glatað íran eða réttara sagt áhrifum sinum þar. Talið er að ástæðan fyrir því að CIA brást svo hlutverki sínu sem raun ber vitni sé sú að ráðamenn stofnunar- innar álitu sig nokkurs konar stuðn- ingsmenn og verndara keisarans. Hann komst aftur til valda eftir að CIA hafði steypt stjórn Mossadeks árið 1953 en þá hafði keisarafjölskyld- an horfið úr landi í nokkra daga. CIA mun ekki hafa valdið því að afla siðan hlutlaegra upplýsinga um raunveru- lega stöðu keisarans auk stuðningsins við hann. Samkvæmt skýrslu nefndar öld- ungadeildarinnar virðist einnig svo að ráðamenn í stjórn Carters forseta eigi einnig sök á því ástandi sem skapaðist í íran hvað varðar vitneskju Banda- ríkjamanna. Bent er á að þar sem öll staða þeirra við Persaflóa var orðin - meira og meira háð keisaranum hafi verið orðið erfitt fyrir bandaríska full- trúa að ræða við andstæðinga keisar- ans án þess að eiga á hættu að móðga hann. 1 Ijós kemur að ekki barst nein skýrsla frá því í nóvember 1975 þar til í fyrri hluta árs árið sem leið. Ráða- maður i CIA kvartaði yfir þessu og benti á að stofnunin vissi meira um álit andstæðinga keisarans á stjóm hans fyrir 15 til 20 árum en nú. Þessi kvörtun virðist ekki hafa haft nein áhrif og hvorki starfsmenn CIA í lran né stjórnmálasérfræðingar sendiráðs Bandaríkjanna þar höfðust neitt að til að bæta úr þessum upplýsingaskorti. Árangurinn hefur orðið sá að Bandaríkjastjórn olli mörgum furðu með stefnuleysi sínu hvað varðar íran. Ekki var að sjá að þar væri á ferðinni einn dyggasti stuðningsmaður þeirra um langt árabil og mörgum þótti þeir kóróna skömmina þegar þeir tilkynntu skyndilega í desember, óformlega þó, að þeir byggjust fekki við að keisarinn yrði annað og meira í framtiðinni en valdalaus toppfigúra í iran. Var þá ekki liðin nema ein vika eða tvær frá því að þveröfug stefna hafði verið talin sú eina rétta i Washington. Þarna hefur þó ekki verið um annað að ræða en það að þá varð ráðamönnum ljóst að of seint væri að grípa til nokkurra aðgerða til stuðnings keisaranum sem verða mættu honum til einhvers raun- verulegs stuðnings. í uppskrúfað orðskrúð sem aðeins innvígðir skilja. Þeir flækja málið með þekkingu sinni i listasögu sem þeir vefa ísmeygilega inn í trúarsannfær- ingu sína, þannig að allt fær á sig raunvísindalegt yfirbragð. Því verður ekki neitað að þetta getur verið hin skemmtilegasta lesning og oft á tiðum hin fróðlegasta, því listfræðingar eru manna fróðastir í listasögu enda sjóða þeir sjálfir þá sögu saman. Lokaniðurstaða heimspekinganna var sú að annað hvort væru þessir menningarspámenn af ætt trúarof- stækismanna eða stórkostlegir grínist- ar sem enginn skilur, en vísuðu málinu að öðru leyti til félagsvísindanna. Þegar félagsfræðingarnir fóru að kynna sér málið veittu þeir því fljót- lega athygli að marktækt tölfræðilegt samband er á milli gæðamats listfræð- inganna og verðgildis listaverka. Meðal annarra orða, því betri sem list- fræðingar telja listaverk því verðmæt- ari eru þau. Auðvitað eru á þessu margar undantekningar sem yfirleitt má rekja til þess að alls staðar eru sér- vitrir auökýfingar á sveimi sem taka eigin smekk fram yfir smekk listfræð- inga, sérstaklega ef um myndir af þeim sjálfum er að ræða, og eiga þá til að borga stórar fúlgur fyrir listaverk sem allir listfræðingar plánetunnar eru sammála um að eru alls engin lista- verk. Einnig getur sú sprenghlægilega staða komið upp að ef ákveðinn lista- maður verður „heimsfrægur” verður allt sem hann hefur drullað frá sér með afbrigðum verðmætt, jafnvel klósettpappírinn sem hann notaði, og er þá allt draslið vandlega rammað inn og hengt upp á stofuveggina. Auðvit- að þykir flestum sæmilega vel gefnum listfræðingum þetta lítt félegur and- skoti, samt sem áður eru þeir sjálfir óbeinir orsakavaldar að þessu öllu saman þvi þeir stjórna þvi hvaða lista- menn verða „heimsfrægir”. Spurningin er aðeins þessi. Hvernig hafa listfræðingar öðlast þau völd sem þeir ótvírætt hafa yfir menningarlífi þjóðanna? Og hverjir hafa veitt þeim þessi völd? Marx-Leninistar yrðu fljótir að svara: „örugglega ekki almenningur því honum er yfirleitt meinilla við list- fræðinga. Það eru auðvitað helvítis auðvalds-kúk-kleprarnir sem hafa komið þessari starfsemi í gang. Þeir ,hafa tekið saklausa hugsjónaidjóta i sína þjónustu til þess að gera ákveðna tegund veggfóðurs að skemmtilegustu og jafnframt arðbærustu fjárfestingu sem hugsast getur fyrir utan frímerki.” Hins vegar myndu þeir I Heimdalli segja: „Þetta er lögmál lýðræðisins.” En hvað sem öllu viskuflæði stjórn- málaskörunganna liður stendur sú staðreynd óhögguð að smekkur list- fræðinga er alþjóðleg formúla sem tekur mörg ár að læra í háskólum og hefur ómæld áhrif á peningastreymið I heiminum. Og það sem skiptir meira máli fyrir íslendinga; stjómar þvi hvaða listamenn veröa heimsfrægir. En eins og allir vita myndu Islend- ingar selja djöflinum ömmu sína fyrir þó ekki væri nema eitt stykki heims- frægan Islending. (Með því skilyrði þó að sá hinn sami taki það skýrt fram á alþjóðlegum vettvangi að íslensku fjöllin séu yndisleg í meira lagi og loft- ið tærara en orð fá lýst að ógleymdu vatninu sem er að minnsta kosti besta vatn í heimi (miðað við fólksfjölda) jafnvel þó viðar væri leitað). Það skiptir því miklu máli að þeir Kjallarinn Guðmundur Björgvinsson sem skrifa gagnrýni á Islandi séu I góðum samhljóm við hinn alþjóðlega smekk listfræðinga svo þeir geti sigtað burtu hismið frá mögulegum heims- (frægðarkandidötum. En þvi miður hefur viljað brenna við að á íslandi skrifi menn sem eru alls ófærir um að gegna þessu heimsmenningarlega hlut- verki gagnrýni. Á þetta sérstaklega við um myndlistarmenn sem í fjárhagsör- vinglun hafa slysast út í þessa iðju til að eiga fyrir nýju sófasetti því þeir hafa tilhneigingu til að missa sjónar af hinum alþjóðlega smekk og miða allt við það sem þeir eru sjálfir að gera. I átakanlegustu tilfellunum eru þessir menn af öllum, bæði almenningi og listfræðingum, taldir ófærir um að skrifa í blöð, sérstaklega um myndlist. Enda er það orðinn fastur liður í skemmtanalífi landsmanna að þeir eigi í útistöðum við listfræðinga i skúma- skotum fjölmiðlanna. íslendingar eiga um tvo kosti að velja í menningarpólitík sinni: Annars vegar að vera frjálsir og óháðir og verða fyrir vikið settir á bekk með skrælingjum sem menningarlegir út- kjálka-idjótar. Hins vegar að láta stjómast af erlendum formúlum og hljóta í staðinn titilinn: nútíma menn- ingarþjóð. Þá getur sú stund runnið upp, ef vel liggur á áðurnefndum spá- mönnum heimsins, að þeir úthelli náð heimsfrægðarinnar yfir íslenskan lista- mann. Með niðurstöður heimspekinganna og félagsfræðinganna í huga er aug- Ijóst mál að sú minnimáttarkennd sem almenningur hefur gagnvart dóm- greind listgagnrýnenda er ekkert annað en guðhræðsla af hlægilegustu gerð. Menn ættu að lesa listgagnrýni með svipuðu hugarfari og „Svar mitt” eftir Billy Graham eða eins og skrítlur. Hins vegar er þeim sem ætla sér að fjárfesta í listaverkum og hafa út úr þvi digra sjóði ráðlegast að fylgjast vel með dómum þeirra gagnrýnenda sem best hafa lært hina alþjóðlegu formúlu og fjárfesta I samræmi við það. En þeir sem kaupa listaverk sér og hibýlum sínum til upplyftingar skyldu fyrr ráð- færa sig við listfræðinga um nýjustu straumana i lyflækningum en um listaverkakaup sín. Ég geri þess vegna ráð fyrir að sú stund renni brátt upp að einhver rísi úr sæti og varpi þeirri tímabæru spurningu fram hvort ekki sé eðlilegra að birta listgagnrýni í lög- birtingablaðinu eða fjárfestingarhand- bókum en í dagblöðum. Guðmundur Björgvinsson N /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.