Dagblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979.
5
Kröfuganga
Kennara-
háskólanema
—á f und mennta- og f jármálaráðherra
— bætt aðstaða. fleiri kennara.
betra bókasaf n
Nemendur Kennaraháskóla íslands
fjölmenntu í kröfugöngu i gær og síðan
á fund menntamálaráðherra og fjár-
málaráðherra. Með göngunni voru
nemendur að leggja áherzlu á kröfur
sínar um fleiri lektora, stærra húsnæði
og hentugra, traustari grundvöll bóka-
safns, betri tækjakost og betri
vinnuaðstöðu.
Stjórn KHÍ fór fram á 4 nýjar lektors-
stöður við skólann og eina prófessors-
stöðu, en ráðuneytið samþykkti enga
þeirra. Kennaraháskólanemar telja
þessa kröfu allt of hógværa, því í raun
vanti 15—20 nýjarstöður.
Þá segja nemarnir húsnæði skólans
allt of litið og rúmi alls ekki þá starfsemi
sem þar á að fara fram skv. reglugerð.
Ráðuneytið geri ekkert í húsnæðis-
málum skólans, en láti ganga fyrir leit að
eigin húsnæði. Bent er á að nýbygging
skólans sé tilbúin til útboðs og 50—70
milljónir séu til í nýbyggingarsjóði, sem
sé nægilegt til þess að hefja fram-
kvæmdir.
Bókasafn skólans er sagt óstarfhæft
og annar safnvörðurinn var nýlega
rekinn.
Ragnars Arnalds ræddi við Kennara-
háskólanemana. þar sem þeir settust á
gangana í ráðuneyti hans. Hann benti á
að menntamálaráðuneytið hefði reynt
allt hvað það gat til þess að kippa
málefnum bókasafnsins í lag, en heimild
hefði ekki fengist frá fjárveitingavaldinu
til þess að fastráða annan bókasafns-
vörð.
Þá sagði hann að menntamála-
ráðuneytið hefði ekki skorið niður fé
vegna launa kennara. Sá niðurskurður
hefði einnig komið frá fjárveitinga-
valdinu.
Ráðherrann benti einnig á að ýmis-
legt væri rangt i ákæruatriðum þeim
sem nemarnir afhentu honum. þar sem
mennta- og fjármálaráðherra eru
ákærðir fyrir að gera aðstöðu til náms í
KHÍ og grunnskóium landsins verri en
hún var áður en þeir' tóku við starfi
sínu.
Eftir friðsamlega viðræðu fór ráðherr-
ann á fund í Alþingi en nemarnir sátu á-
fram til kl. þrjú áður en þeir gengu aftur
til sköla síns.
-JH.
»
Nú er svo komið að Alþýðubandalags-
maður situr í stóli „óvinar kennarastétt-
arinnar númer eitt”. Hér eru kennara-
nemar með kröfuspjöld sin á Arnarhóli i
gærdag.
DB-mynd R.Th. Sig.
Raöwr arnaios
’OViNUR
Eyrarbakki:
Hér er Dagblaðið
mest selda blaðið
Fréttir um mikla útbreiðslu Dag-
blaðsins hafa vakið athygli upp á
siðkastið. Nú höfum við fengið þær
fréttir frá Eyrarbakka að Dagblaðið sé
mest selda blaðið þar. Morgunblaðið
hefur þó vinninginn i áskrifendafjölda
með 73 áskrifendur á móti 60 áskrif-
endum Dagblaðsins en Dagblaðið
gerir meira en að vinna þann mun upp
i lausasölunni. Þessi tvö blöð eru i
algjörum sérflokki hvað sölu snertir á
Eyrarbakka, þannig eru askrifendur
að Vísi aðeins 25.
Á myndinni sjáum við Hinrik
Sigurðsson, útburðarstrák DB á Eyrar-
bakka en hann selur að jafnaði um 20
blöð í lausasölu á 'dag og segist
ákveðinn i því að gera Dagblaðið að
blaði Eyrbekkinga enn frekar en orðið
er.
Þess skal getið að viða um landið
er Dagblaðið mest selda dagblaðið.
Dæmi um það má finna á Snæfells-
nesi, Reykjanesi viða og eins á Aust-
fjörðum.
MKH/GAJ
Hinrik Sigurðsson, útburðarstrákur DB
á Eyrarbakka. Hann fær daglega 85
blöð sem hann dreifir samvizkusamiega
til kaupendanna.
DB-mynd Magnús Karel.
Félag tæknimanna í
brunamálum stof nað
Félag tæknimanna í brunamálum vinna markvisst að uppbyggingu
var stofnað 3. feb. sl. og voru við brunamála og koma á samskiptum við
stofnunina mættir slökkviliðsstjórar erlenda aðila.
og eldavarnaeftirlitsmenn allsstaðar Þá er það yfirlýstur tilgangur
að af landinu. Tilgangur félagsins er félagsins að auka á öryggi íbúa
skráður í lög þess i fimm liðum: að landsins með betri brunavörnum og
auka samstarf og samstöðu félags- aukinni almennri fræðslu.
manna, beita sér fyrir fræðslu tækni- Formaður félagsins er Guðmundur
manna í brunamálum, koma upp Haraldsson, Reykjavík.
tækniskóla fyrir slökkviliðsmenn. -ASt.
I kvöld látum vió fara vel um okkur, og sjáum
og heyrum vinsœlustu listamenn heimsinsá
I þú lætur
sjá þig
Þaó veróur góó
stemning í kvöld
Mickie
Gee
hefur nú verió
án hvíldar í 372
tirna samfleytt!
URSLITAKEPPNIN ferfram í HASKOLABIO
ncestkomandi laugardag kl. 2^2 e.h.
Aógöngumiðar seldir í hljómdeild FACO
Unglingadansleikur á morgun