Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGÚR 12. FEBRÚAR 1979. Enn settar takmarkanir á rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi: Sjómenn hætta veiðum í mótmælaskyni „Á morgun rær enginn hinna 40 rækjubáta héöan og óvíst er hvenær við hefjum róðra, það veltur verulega á því sem kemur út úr viðræðum sendinefndar okkar við sjávarútvegs- ráðherra á morgun. Undir hinum nýju reglum, sem taka gildi á morgun, teljum við útilokað að stunda þennan útveg,” sagði Finnbogi Jónasson rækjusjómaður á Jsafirði í viðtali við blaðið í gær. Hinar nýju reglur kveða á um að aðra vikuna megi bátarnir ekki veiða nema tvo daga og hina vikuna þrjá, og mest landa þrem tonnum á viku 1 stað sex tonna áður og fimm daga úthaldi. Þetta er annað áfall rækjusjómanna og rækjuvinnslufólks við Isafjarðar- djúp á skömmum tíma. I hittiðfyrra höfðu veiðzt rúm þúsund tonn fyrir áramót, en í haust og fram til 9. jan. sl. voru allar veiðar bannaðar vegna seiða i Djúpinu. Voru því bæði sjómenn og landverkafólk meira og minna atvinnulaus þar sem frystihúsin höfðu þegar tryggt sér starfskraft og alltaf var vonazt til að úr rættist. Síðan 9. jan. hefur verið góð veiði en ofan á hinar nýju reglur bætist að nú er líka lokað 40% þess veiðisvæðis, sem bátarnir hafa fengið verulegan - atvinnuástand 80 sjómanna og fjölda land verkafólks í ólestri mánuðum saman hluta afla síns úr. Síðustu aðgerðir stjórnvalda standa i sambandi við kuldakastið undanfarið, sem leitt hefur til þess að síld hefur leitað á djúpslóð. Fyrri aðgerðirnar voru I kjöl- far rannsókna á grynnri slóð sem leiddi í Ijós of mikið seiðamagn í aflan- um. Finnbogi segir það skoðun rækjusjómanna að rannsóknirnar séu nær eingöngu framkvæmdar á stöðum sem líklegt er að slæmar niðurstöður fáist. Þannig hefðu togsýni Drafnar aldrei fengizt unnin vegna smæðar og seiðafjölda einmitt sömu dagana og heimabátar voru að koma með vinnsluhæfan afla að landi. Enda væri það augljóst hagsmunamál bátanna að koma með sem stærsta og bezta rækju til að fá sem bezt verð. -GS. Fljótt á litið gæti þarna verið á fcrðinni Volkswageneigandi, dauðþreyttur á bilastæðaleysinu i miðbæ Reykjavfkur. En þessi maður er ekki að höggva bifreið sinni leið inn i stæði i Hafnarstrætinu, heldur er hann að brjóta klaka af götunni. Klakabrikurnar á götum Reykjavikur hafa siðustu daga valdið ófáum utanikeyrslum. Níi ætti sem sagt að vera einni færri í Hafnarstrætinu. DB-mynd Hörður. „Ekki rétt að stöðva við 350 þús. tonnin” — miðað við núverandi vitneskju um loðnustof ninn segir Kristján Ragnarsson f ormaður Landssambands íslenzkra útvegsmanna „Miðað við þá vitneskju sem okkur hefur borizt um ástand loðnustofnsins þá tel ég ekki koma til mála að stöðva veiðar á loðnunni, þegar aflinn á vetrarvertið verður kominn upp í 350 þúsund tonn eins og fiskifræðingar hafa verið að gefa i skyn að þurfi,” sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna i viðtali við DB í gær. Sagði hann ekki hafa borizt neinar viðhlítandi röksemdir fyrir Joessari skoðun fræðinganna, auk þess sem þeir hafi haft alls konar fyrirvara fyrir skoðunum sínum. „Núna er aftur á móti mál málanna hvaða árangur næst úr þeim loðnugöngum, sem fundust í leiðangri rannsóknarskipsins Bjarna Sæmunds- sonar út af Vestfjörðum,” sagði Kristján. „Ef þar verður um einhvern verulegan afla að ræða er það mjög at- hyglisvert. Flotinn dreifist og aflinn ætti að geta aukizt verulega. Kristján Ragnarsson sagðist vilja benda á að til þess að geta staðið við þá samninga sem gerðir hefðu verið um sölu á loðnuhrognum þyrfti I það minnsta eitt hundrað þúsund tonn af loðnu að veiðast eftir að hrognin væru orðin nýtanleg. Væri þar meðal annars ein ástæðan sem hann sæi fyrir að ekki kæmi til mála að stöðva loðnuveiðar við 350 þúsund tonna' mörkin. Hann sagði að allar upplýsingar um loðnuna hefðu hingað til verið heldur losaralegar, og raunar hefðu þeir hjá LÍÚ ekki gert ráð fyrir að taka neina afstöðu til tillagna um 350 þúsund tonna hámarksafla fyrr en skýrslur hefðu borizt um árangur leiðangursins útaf Vestfjörðum. -ÓG. Gatnagerð í Blesugróf inni Albert Guðmundsson og Sigurjón Pétursson voru fremstir í hörðum umræðum á fundi með íbúum Blesugrófar, sem haldinn var á fimmtudagskvöld. Rætt var um skipulagsmál þessa gamla borgarhverfis, meðal annars gatnagerð þar. Sigurjón taldi að ekki yrði hægt að breyta framkvæmdaá- ætlun borgarinnar fyrir þetta ár meö tilliti til framkvæmda i hverfinu þótt þeirra væri þörf. Albert Guðmundsson lofaði aö koma á framfæri tillögu í borgar- stjórn um úrbætur I hverfinu og bar síðan fram svofellda tillögu ásamt Birgi ísleifi Gunnarssyni í umræðum um framkvæmdaáætlun borgarinnar. „Við undirritaöir gerum það að til- lögu okkar að endurskoðuð verði framkvæmdaáætlun sú, sem eftir stendur, þegar tillögur gatnamála- stjóra um niðurskurð á framkvæmda- árinu hefur hlotiö afgreiðslu í borgar- ráði og áður en hún kemur til sam- þykktar I borgarstjórn, með það i huga, að hafist verði handa um fram- kvæmdir um aukið umferðaröryggi fyrir íbúa Blesugrófarhverfis, og hafist verði handa um verklegar fram- kvæmdir við varanlega gatnagerð þar á þessu ári, til dæmis við Stjörnugróf, en sú gata mun liggja vel við fram- kvæmdum. Þetta gamla borgarahverfi er nú fullskipulagt og ibúar þess telja það réttlætismál, að næstu gatnagerðar- framkvæmdir verði í þeirra hverfi, og á undan þeim nýju hverfum, sem ráð- gert er að vinna í á þessu ári.” Tillögunni var vísað til meðferðar framkvæmdaráðs borgarinnar. -BS. Þingeyri: Viðbótin gleður hjörtu karlpen- ingsins — Stúlkur frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og S-Af ríku Mikil atvinna hefur verið á Þingeyri undanfarið og i janúar bárust um 500 tonn að landi. Það er um 200 tonnum meira en menn muna nú síðustu ár i þessum mánuði. Með hinni miklu at- vinnu hefur menningarlifið einnig blómstrað með hefðbundnum kóræf- ingum og þorrablótum. Þingeyringum til aðstoðar á ver- tíðinni er ungt og friskt fólk frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður- Afriku. Þrír strákar eru i hópnum og afgangurinn stúlkur og er varlega sagt að stúlkurnar gleðji hjörtu karlpen- ingsins á Þingeyri. Útlendingarnir eru á aldrinum 21—26 ára, og er þrennt frá Suður-Afriku, fimm frá Nýja-Sjá- landi og afgangurinn frá Ástraliu. Það stendur fréttaritara DB á Þing- eyri, Páli Pálssyni nærri að lofa þessar áströlsku stúlkur, þar sem hann er giftur einni, en þau hafa verið gift i þrjú ár. Páll sagði að þau hefðu sýnt fordæmi með þessari giftingu en nokkuð væri um óvigða sambúð Islendinga og erlends fólks sem hefði komið til vinnu á Þingeyri. Páll sagði að útlendingar hefðu alla tið sótt mikið til Þingeyrar. Banda- ríkjamenn hefðu stundað lúðuveiðar á árunum 1880—1914 og þá verið tíðir gestir á Þingeyri. Þá hefðu Frakkar verið mikið á Þingeyri á skútu- timanum og síðan hefðu brezkir togaramenn verið tíðir gestir þar allt fram að þeim tíma er landhelgin var færð út í 200 mílur. Nefndi Páll sem dæmi að árið 1970 hefðu 12 brezkir togarar legið samtímis við bryggju á Þingeyri. Þá hafa brezkir togarakallar verið jafnmargir á Þingeyri og íbúar plássins. -PP/JH. Seyðisfjörður: Endurnýjun fisk- vinnsluhúsa veldur atvinnuleysi Talsvert atvinnuleysi hefur verið á Seyðisfirði að undanförnu vegna yfir- standandi breytinga og endurbóta á fiskvinnsluhúsunum þar. At- vinnuleysið hefur verið mest meðal útivinnandi húsmæöra. I desember sl. var hafizt handa við breytingar og endurnýjun Fisk- vinnslunnar hf. og hafa togararnir tveir siglt með afla sinn til Englands siðan. Gullbergið hefur siglt þrisvar en Gullverið tvisvar. Gullverið lagði upp afla á Seyðisfirði á miðvikudag, en honum var umskipað í annað skip sem leigt var til að sigla með aflann svo togarinn tefðist ekki frá veiðum. Miklar breytingar haf verið gerðar á ísbirninum (áður Haföldunni). Er verksmiðjan nú komin í fullan gang og gengur vel, skv. upplýsingum fram- kvæmdastjóra hússins. Löndunar- og útskipunarbúnaður verður þar kom- inn í gagnið áður en langt um líður. Nær eingöngu hefur verið unnið við loðnu á Seyðisfirði síðan um ára- mót. Frekar litlu hefur verið landað í Norðursíld, enda er annar báturinn í stórri yfirhalningu og hinn missti nótina í fjarðarmynninu. Þar er þó búið að frysta um 40 tonn af loðnu og átján til viðbótar eru í vinnslu. Alls er búið að landa 21.500 tonnum af loðnu hjá SR og 10.827 tonnum hjá Isbirninum. JÓV/JG, Seyðisfirði. 150 skólanemar í heimsókn — og engin vandræði eða erfiðleikar Þó 150 fjölbrautskólanemar úr sáttir við atburðarás helgarinnar. Keflavik kæmu i heimsókn til Akra- „Svona á þetta að vera,” sagði lög- ness um helgina fóru engin mál úr reglumaður sem DB hafði tal af. skorðum og lögreglumenn voru vel -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.