Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 14
,14. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979. Peugeot 504 ðrg. 1977 station Þessi stórglæsilegi Peugeot 504 station árg. 1977 er vinrauður og ek- inn 18 þús. km. Vill skipta á nýlegum amerfskum bil, má vera dýrari. Það er leitun að svona fallegum bil. Tilvalinn til að ferðast á um alla Evrópu i sumar. Til sýnis á staönum. Ilj í liliiiiii i ! iii! ■ |i i Iglil ^..,^111 jjiuy nijji, L.ig.l.Mgin.|i: BJLAKALIP SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 Sjómenn Útgerðarmenn Smíðum hvers konar vindur og spil í minni fiski- báta, svo sem: línu- og netaspil, löndunarspil, rópaspil, bómusvingara. Bjóðum ennfremur: Teleflex vökvastýri og Benmar sjólfstýringar á mjög góðu verði. SJOVELARHF. KÁRSNESBRAUT102 - SÍMI43802. Einstaklingar og félagasamtök Höfum fyrirliggjandi timbur einbýlis- og sumarhús af öllum stærðum og gerðum. Vanir menn sjá um uppsetn- ingu og frágang ef óskað er. Kynnið ykkur verð og gæði. STOKKAHÚS? Klapparstíg 8 105 Reykjavík Sími 91-26550. Vegurinn um Þorlákshöfn til Vestmannaeyja A undanförnum árum hefur orðið ör fólksfjölgun i Þorlákshöfn og eru íbúar staðarins nú liðlega 1000. Þegar talað er um samgöngumál Þorláks- hafnar hljóta Vestmannaeyjar óhjá- kvæmilega að koma inn í myndina því sem kunnugt er hóf nýi Herjólfur reglubundnar siglingar milli þessara staða seinni part ársins 1976. Með til- komu skipsins var brotið blað í sam- göngumálum Eyjamanna og hafa flutningar á fólki og bifreiðum stór- aukizt á þessu tímabili, svo og vöru- flutningar. Á síðasta ári flutti skipið 40.367 farþega í 350 ferðum sem skipið fór, eða um 115 manns að meðaltali í ferð. Þá voru fluttar með skipinu 9027 bifreiðir og 8130 tonn af ýmsum varningi. Sá akvegur sem tengir Þorlákshöfn og Vestmannaeyj- ar við Stór-Reykjavikursvæðið er Þrengslavegurinn en hann hefur um árabil veriö heldur leiðinlegur yfir- ferðar sem kunnugt er. Þessi vegur var þó í upphafi undir- byggður fyrir varanlegt slitlag og þvi má bæta hér við að þetta er sennilega fyrsti vegarkaflinn á íslandi sem byggður var á þennan hátt. Á síðustu Kjallarinn Guðmundur Sigurðsson skrifstofustjóri ekkert láta í sér heyra opinberlega um þetta lélega vegasamband. En kannski er skýringin sú að þeir eru að bíða eftir —------------rThXunórun aö V estmanna^,tta Ifetega vegasa_ hPriesa“l"'>e ------------- tveimur árum var svo ráðizt í að ýta veginum saman, þ.e. mjókka hann verulega, með ærnum tilkostnaði. Á köflum er vegurinn svo mjór að hann verður að teljast varasamur þegar stórar bifreiðir þurfa að mætast, sér- staklega þegar hálka er. Mjög stórir flutningavagnar eru notaðir í sambandi við Herjólf og hafa þeir stundum átt í erfiðleikum á vegin- um, m.a. Ienti einn svo illa út af full- hlaðinn á siðasta ári að mörg stórvirk dráttartæki þurfti til að ná bifreiðinni upp og tók það nokkrar klukkustundir með miklum kostnaði. Óneitanlega vekur það undrun að frammámenn í Vestmannaeyjum skuli að eitthvað heyrist frá þeim fjórmenn- ingunum sem þeir eiga á Alþingi 'lslendinga. En búast má við að sú bið geti orðið löng því að á Alþingi virðast vinnubrögðin þvi miður oft þannig að stóru málin eru lögð til hliðar en aftur á móti fengizt við ýmis minni háttar mál af miklum eldmóði. Því er hér með skorað á þingmenn Suðurlandskjördæmis að þeir fylgi eftir I sameiningu, þegar vegaáætlunin kemur til endurskoðunar, að bundið slitlag verði sett á veginn um Þrengsli til Þorlákshafnar og sé miðað við að framkvæmdum ljúki á árinu 1980. Brúin Fyrir síðustu alþingiskosningar gengu sumir frambjóðendur jafnvel svo langt að þeir nánast lofuðu að koma brúarmálinu i höfn. í því efna- hagsástandi sem nú ríkir er vart við því að búast að hægt verði að ráðast í þessa stórframkvæmd alveg á næst- unni. Þetta vissu menn líka fyrir kosn- ingar. Fyrir nokkrum árum töldu menn að skynsamlegra væri að vinna að bygg- ingu brúar við ölfusárósa og koma þar með útgerðarstöðunum austan ár í samband við fyrirhugaða höfn hér i Þorlákshöfn, frekar en að eyða miklu fjármagni í hafnarframkvæmdir á þessum stöðum sem ekki gætu koniið að tilætluðum notum vegna hinna kunnu erfiðleika sem eru við að komast inn og út úr höfnunum á þess- um stöðum. Með þessu er ekki verið að segja að láta eigi þau hafnarmann- virki drabbast niður sem fyrir voru. Síðan bættist það við á seinustu árum að fiskibátar stækka og það þýddi að þeir urðu að hafa fasta viðlegu i Þor- lákshöfn. Þetta er staðreynd í dag og þróun þessara mála var öllum ljós sem á vildu hlusta. Þrátt fyrir þessar augljósu stað- reyndir komu fram raddir á þessum tíma, og það úr þorpunum fyrir austan ölfusá, að með smiði brúarinnar myndi fólkið úr þorpujum flytjast til Þorlákshafnar og þar með myndu þau leggjast niður. Þá geystust einnig ýmsir snillingar fram á ritvöllinn varðandi þetta mál og einn teiknaði stóra höfn á Eyrar- bakka með tilheyrandi fiskvinnslu- stöðvum og fiskimjölsverksmiðjum, þrátt fyrir að innsiglingin væri aðeins fær minni skipum við góð skilyrði. Þann vanda átti að leysa með því að dæla sandinum undan klöppunum í innsiglingunni og fella þær síðan niður eins og spilaborg. Þetta er ótrúleg saga en sönn engu að siður. Kannski á þetta'sem ég hef rakið hér að framan sinn þátt í því að brúin yfir ölfusárósa er ókomin. Og erfiðleikarnir í okkar efnahagslífi nú gætu hæglega seinkað brúarsmíðinni enn um sinn. Guðmundur Sigurðsson, skrifstofustjóri Meitilsins hf. AFTUR OFUGÞROUN í BÍLAINNFLUTNINGI — Aðeins 880 nýir bílar fluttir inn síðustu þr já mánuði 1978 Aðeins 880 nýir bílar voru fluttir til íslands síðustu þrjá mánuði ársins 1978. Nemur það um 10,5% af heildarbílainn- flutningi alls ársins. Árið 1977 voru á sama tímabili fluttir inn 1440 nýir bílar eða um 20% heildarinnflutnings nýrra bíla allt það ár og það hlutfall er talið eðlilegt. Heildarbílainnflutningurinn 1978 er, þrátt fyrir lágt hlutfall siðasta ársfjórð- unginn, þó í meðallagi og vel það. Ástæða minnkandi bílainnflutnings á þessu tímabili er rakin til lækkandi gengis og ört hækkandi bílaverðs af þeim sökum. Verði lækkun á gengi er slíkt fljótt að hlaða utan á sig þvi hluti Söngmenn Karlakór Reykjavikur óskar eftir söngmönn- um. Upplýsingar í síma 35612, 81018 og 18499. ! rikisins í nýjum innfluttum bíl er um 60% af verði hans þá er bíllinn er af- hentur kaupanda. Af bil sem kostar hér з. 5 milljónir fær þvi ríkið i sinn hlut и. þ.b. 2.1 milljón. 1974 var heildarinnflutningur nýrra bíla 508 stykki, 1975 alls 3150 bílar, 1976 4100,1977 7200 og 1978 voru fluttir inn 7466 nýir bílar. Meðaltal innfluttra nýrra bíla á tímabilinu 1971—1978 var 6400 bílaráári. Á landinu öllu eru nú um eða yfir 70 þúsund bílar. Þykir sérfróðum aö inn- flutningur megi ekki vera minni en 10% af þeim fjölda svo að ekki sé um að ræða afturför með bílaflota landsmanna. Af jressu má ætla að þróun gjaldeyris- mála og álögur ríkis á bilainnflutning hafi í för með sér lægri tekjur ríkis af bílainnflutningi en oröið hefði við eðli- lega þróun mála. - ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.