Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979.
>ttir
Bþróttir
Iþróttir
iþróttir
m. varði 5 víti - Valur
i FH með 4 mörkum
II markvarsla lagði grunn að sigri Vals á FH í Haf narfirði í gær. Úrslit 20-16
þá vel í marki FH. Magnús Ólafsson
Vals. Staðan var þá 7-6 fyrir FH og
Brynjar byrjaði strax á að verja með
glæsibrag. FH-ingum urðu hins vegar á
hin furðulegustu mistök — köstuðu
knettinum hvað eftir annað út af og leik-
urinn var mjög slakur hjá þeim á þess-
um kafla. Valsmenn gengu á lagið og
skoruðu næstu sex mörk. Breyttu stöð-
unni 112-7 og sigur þeirra var i höfn. Öli
Ben. kom nokkrum sinnum inn á til að
verja viti — og það gerði hann af hreinni
snilld. Varði fimm viti í allt — tvö frá
Geir og eitt frá Viðari, annað frá Janusi
og hið þriðja frá Guðmundi Árna. Það
var þýðingarmikið fyrir Valsmenn þvi i
lokin sigruðu þeir með fjögurra marka
mun. Að visi vörðu markverðir FH tvö
vitaköst í leiknum — en vitaköstin réðu
þó miklu um úrslitin.
Þetta var átakaleikur en ekki að sama
skapi vel leikinn. Varnarleikur Vals þó
yfirleitt sterkur — en sóknarleikurinn
mjög einhæfur oftast. Þó sáust góðir
sprettir hjá Jóni Pétri, Bjama Guð-
mundssyni og Steindóri Gunnarssyni en
þó of fáir hjá meistaraliði. FH hafði í
fullu tré við Valsmenn lengstum —
nema lokakafla fyrri hálfleiks. Þá stóð
ekki steinn yfir steini í leik liðsins. Ótrú-
legar villur — vörn engin — það svo að
Valsmenn gátu oftast gengiö einir að
vitateig FH og skorað að vild. Ég man
varla eftir því gegnum árin að hafa séð
leins hroðalegan leikkafla hjá FH.
| Framan af benti fátt til þessa hruns
FH. Leikurinn mjög jafn fyrsta stundar-
fjórðunginn og FH-ingar skoruðu yfir-
jleitt á undan. Allar jafnteflistölur upp í
|6-6 og Valsmenn aðeins einu sinni yfir,
5-4, eftir að Óli Ben. hafði varið fyrsta
víti sitt í leiknum. Valsmenn brunuðu
lupp og Bjami Guðmundsson skoraði.
Sæmundur Stefánsson kom FH i 7-6 og
Brynjar Kvaran kom í mark Vals. Hann
látti hreint út sagt stórkostlegan leik —
Ivarði hin ótrúlegustu skot FH-inga,
einkum í síðari hálfleiknum. Steindór
Gunnarsson jafnaði fyrir Val i 7-7 og
jsíðan náði Valur i annað skipti forustu í
lleiknum með marki Jóns H. Karlssonar.
Á eftir fylgdu fjögur mörk Vals og jafn-
vel leikreyndustu mönnum FH eins og
Viðari Símonarsyni urðu þá á hinar
furðulegustu skyssur. Ekki heil brú í leik
;FH, og þó voru leikmenn liðsins vel
Istuddir af um 800 áhorfendum. Mikið
hrópað í íþróttahúsinu. Staðan í hálfleik
! 13-8 fyrir Val og það virtist nánast'
iformsatriði að Ijúka leiknum.
j En FH-ingar komu ákveðnir til leiks í
jsíðari hálfleik og byrjuðu strax að saxa á
Óli Ben. — varði fimm vitaköst.
forskot Vals. Skoruðu þrjú fyrstu mörk
hálfleiksins og Sverrir Kristinsson varði
hafði verið slakur í fyrri hálfleiknum.
Sóknarleikur Vals í algjörum molum og
það var ekki fyrr en eftir 12 minútna leik
að Valur loks skoraði mark. Fyrirliðan-
um Stefáni Gunnarssyni var þá farið að
leiðast þófið — brauzt upp á sitt ein-
dæmi gegnum vörn FH og skoraði með
föstu skoti. Einstaklingsframtak, en
áður hafði Valsmönnum mistekizt allt.
Gátu meira að segja ekki skorað þótt
þeir væru einum fleiri. Geir vísað af leik-
velli.
En þegar ísinn var loksins brotinn
fylgdu fleiri Valsmörk i kjölfarið. Viðari
vísað af velli — og Valsmenn komust í
16-11 með mörkum Jóns Péturs, víti, og
Bjarna. Þá fengu FH-ingar tvö víti í röð
og Óli Ben. kom í markið. Varði fyrst frá
Geir með glæsibrag — síðan frá Janusi
og þar fór síðasti möguleiki FH-inga til
að ógna sigri Vals. Aðeins tíu minútur
eftir og fimm marka munur Val í hag
,var hinum leikreyndu leikmönnum liðs-
ins nóg veganesti. Litlar sveiflur í
markaskoruninni það sem eftir var leiks-
ins. Fjögurra til fimm marka munur Val
í hag og þýðingarmikil stig i höfn, þó það
sé nú ekki mikið afrek að vinna FH eins
og liðið leikur í dag. Það var lika um-
hugsunarefni fyrir FH-inga hvernig víta-
köstin fóru flest — en á lokaminútunni
gerði Guðmundur Magnússon sér lítið
fyrir og skoraði af öryggi úr viti hjá Óla
Ben.
Það fer ekki á milli mála að það var
markvarzlan, sem bjargaði sigri Vals i
þessum leik. Brynjar hefur sjaldan varið
með eins miklum glæsibrag — og þá var
þáttur Óla Ben. ómetanlegur fyrir liðið,
þó ekki væri hann sjálfum sér líkur í
markvörzlunni fyrsta stundarfjórðung-
inn. Hins vegar var þetta í heild ekki
góður leikur hjá Valsliðinu enda erfitt
að leika í Hafnarfirði gegn FH. Jón
Pétur var harður í markaskoruninni og
glæsisprettir hjá Bjarna vöktu verð-
skuldaða athygli. Varnarleikur FH var
oft sæmilegur — barátta í vörninni —
en merkilegt hvað sóknarleikurinn
staðnaði eftir góða byrjun. Meira að
segja Geir náði sér ekki á strik enda vel
gætt — en Guðmundur Árni Stefánsson
var snjallastur FH-inga. Átti einn sinn
bezta leik með liðinu — en það er greini-
legt að FH stefnir niður á við.
Mörk Vals skoruðu Jón Pétur 8/3,
Bjarni 4, Steindór 4, Þorbjörn Guð-
mundsson 2, Jón Karlsson og Stefán eitt
hvor. Mörk FH skoruðu Guðmundur
Árni 6, Geir 4/3, Guðmundur Magnús-
son 2/1, Valgarður Valgarðsson, Krist-
ján Arason eitt hvor, og Sæmundur
Stefánsson tvö. Dómarar voru Gunnar
Kjartansson og Ólafur Steingrímsson.
Þeir dæmdu 9 vítaköst á Val — fimm á
FH. Fjórum leikmönnum FH var vikið
af velli í tvær mín. hverjum og einum
Valsmanni.
- hsím.
Loksins sigraði Sten-
mark í svigkeppninni
— Hlaut tvöfaldan sigur í stórsvigi og svigi í Are
íSvíþjóð um helgina
Ingemar Stenmark sigraði örugglega I
svigkeppni heimsbikarsins i Are i Svf-
þjóð i gær. Náði bcztum brautartima i
báðum umferðum eins og i stórsviginu á
saman stað daginn áður. Hann jók stiga-
tölu sina samanlagt um fimm stig —
hefur nú 149 stig og getur mest náð 150
stigum nema hann taki þátt f brunkeppni
með árangri. Stenmark er aðeins f þriðja
sæti samanlagt — 32 stigum á eftir Peter
Liischer, Sviss, sem er efstur með 181
stig. Annar er Phil Mahre, USA, með
155 stig en eftir að stigaútreikningum
var breytt sl. haust var Phil Mahre talinn
sigurstranglegastur f keppninni f vetur.
1 fyrri umferðinni í Are í gær keyrði
Stenmark hina 600 metra braut — fall-
hæð 160 metrar — á 45.46 sek. og var
vel á undan bandarísku tviburunum Phil
og Steve Hamre. Þeir voru jafnir i öðru
sæti á 46.03 sek. en fjórði var Phillip
Hardy, Frakklandi, á 46.21 sek. Hann
var með beztan brautartima í efri hluta
brautarinnar. Fékk þar 20.44 sek.
17/100úr sekúnduá undanStenmark.
í síðari umferðinni náði Stenmark
aftur beztum tíma 50.31 sek. Brautin
var þá aðeins lengd og kappinn frægi
Gustavo Thöni kom næstur Stenmark á
50.34 sek. Færist við það upp í þriðja
sæti. Sigurður Jónsson frá lsafirði átti að
taka þátt í keppninni. Ekki var minnst á
hann í fréttaskeyti Reuters og hann var
ekki meðal tuttugu beztu.
Úrslit urðu þessi:
1.1. Stenmark, Sviþjóð, 1:35.77
2. Phil Mahre, USA 1:36,67
3. G. Thöni, Ítalíu, 1:36.78
4. SteveMahre, USA, 1:37.12
5.0rlainsky, Austurr. 1:37.37
6. P. Popangelov, Búlg., 1:37.48
7. Piero Gros, Ítalíu, 1:37.57
8. T. Jakobsson, Svíþjóð, 1:38.02
9. H. Gstrein, Austurríki, 1:38.21
10. HansEnn, Austuríki, 1:38.25
Heimsmet og meistaramóts-
met í öllum skautahlaupum
- Ótrúlegir yfirburðir Bandaríkjamannsins Eric Heiden í heimsmeistaramótinu
Bandaríski skautahlauparinn Eric
Heiden, sem aðeins er tvftugur að aldri,
hafði hreint ótrúlega yfirburði f heims-
meistarakeppninni f skautahlaupum, sem
háð var I Osló um helgina. Sigraði f
öllum hlaupunum fjórum — setti nýtt
heimsmet samanlagt og fjögur meistara-
mótsmet. Heiden var heimsmeistari
þriðja árið f röð og eftir keppnina i Osló
tilkynnti hann, að hann mundi nú hætta
keppni.
Eric Heiden byrjaði á því á laugardag
að hlaupa 500 metra á 38.22 sek. og
bætti meistaramótsmet sitt um 0.58 sek-
íOslóum helgina
úndur. Norðmaðurinn Jan Egil Storholt
— hinn eini, sem talinn var geta veitt
Bandarikjamanninum einhverja keppni
— varð annar á 39.03 sek.
í 5000 metra hlaupinu síðar um dag-
inn hafði hinn tvítugi Heiden frá
Madison, Wisconsin, enn meiri yfir-
burði. Sigraði á 6:59.15 min. og bætti
meistaramótsmetið um nær sjö sekúnd-
ur. Það átti Hans Van Halden, Hol-
landi, og það var 7:06.40 mín. Annar i
5000 metrunum varð Mike Wood frá
Bandaríkjunum á 7:10.93 mín. og Sjö-
brand, Noregi, varð þriðji á 7:11.22 mín.
Á sunnudag var fyrst keppt í 1500 m
hlaupi — beztu vegalengd Heiden. Þar
varð hann líka langfyrstur. Hljóp vega-
lengdina á 1:56.05 min. sem er bezti tími
hans á vegalengdinni og meistaramóts-
met. Annar varð Kay Stenshjemmet,
Noregi, á 1:59.60 min. og þriðji
Vladimir Lobanov, Sovétríkjunum, á
2:00.12 min. Heiden þurfti nú litið
annað að gera en að koma í mark í
síðustu greininni, 10000 metra hlaup-
inu, til að sigra og hljóta heimsmeist-
aratitilinn. En hann var þar einnig í al
gjörum sérflokki. Sigraði á 14:43.11
mín. og fjórða meistaramótsmetið var
staðreynd. Langfyrstur. Næstur kom
Loshkin, Sovétrikjunum, á 14:58.74
mín. og þriðji varð Yamamoto, Japan, á
14:58.93 mín. Woods varð fjórði á
14:59.03 min. og Storholt fimmti á
15:04.62 mín.
Úrslit samanlagt urðu þessi:
1. Erik Heiden, USA, 162.973
2. Storholt, Noregi, 167.805
3. Stenshjemmet, Noregi, 167.903
4. Woods, USA, 168,497
5. Loshkin, Sovét, 168.660
Olafur H.
leikur
á Spáni
„Jú, það rættist úr öllum þessum
málum svo ég get leikið með fslenzka
landsliðinu f Olympfu- og B-keppninni á
Spáni,” sagði Ólafur H. Jönsson, lands-
liðskappinn kunni f Dankersen, þegar
DB ræddi við hann f gær. Sem kunnugt
er sendi Ólafur HSÍ skeyti f sfðustu
viku, þar sem hann tilkynnti að hann
gæti ekki leikið á Spáni af persónuiegum
ástæðum.
„Ég mun tilkynna landsliðsnefnd á
morgun — mánudag — að ég geti leikið
og við Axel Axelsson munum fara héðan
frá Minden þriðjudaginn 20. febrúar.
Ættum þvf að koma sama dag til Spánar
og landsliðshópurinn að heiman,” sagði
Ólafur ennfremur.
Heimsmet
íþrfstökki
Gennady Valyukevich, tvftugur Sovét-
maður, setti nýtt heimsmet f þrístökki
innanhúss, þegar hann stökk 17.18
metra á móti f Minsk i gær. Það var
tveimur sentimetrum betra en eldra
heimsmetið var — en hinn snjalli Viktor
Saneyev, margfaldur olympfumeistari,
átti það.
Fram sigraði í
skíðaboðgöngu
Sex svcitir tóku þátt f skfðaboðgöngu
í Bláfjöllum á laugardag á vegum Fram.
Tvær sveitir voru frá Fram. Tvær frá
Skfðafélagi Reykjavfkur og tvær frá
Hrönn. Færi var þungt. Gengnir voru
þrisvar sinnum sjö kflómetrar.
Úrslit urðu þessi:
1. A-sveitFram 82.47
2. A-sveit SR 94.39
3. A-sveit Hrannar 100.33
4. B-sveitFram 108.04
5. B-sveitSR 115.00
5. B-sveit Hrannar 120.39
Halldór Matthiasson, Fram, náði
beztum brautartima 25.13 mín. Sveinn
Guðmundsson, SR, var með annan
beztan tima 28.27 min. og Páll Guð-
björnsson, Fram, þann þriðja 28.47 mín.