Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979. I Utvarp Sjónvarp f Lmnenition MYKDLISTARÞÁTTUR - útvarp í kvðld kl. 22.55: Gestur og Rúna í myndlistarþætti sinum í kvöld ræðir Hrafnhildur Schram við hjónin Gest Þorgrímsson og Sigrúnu Guðjónsdóttur um leirkeragerð o.fl. Þetta eru óvenjuhugguleg og sam- hent hjón. Bæði áttu þau muni á sýning- unni Líf i leir (henni lauk í gær) en oft vinna þau bæði að sama hlutnum og það er þá gjarna svo að hann mótar formið en hún skreytir. En stundum segjast þau varla vita hvort hefur gert hvað. Þeirra bíður nú geysimikið verkefni: sumsé að skreyta áttatiu metra langan vegg inni í Laugardal. En þótt Gestur og Rúna séu samhent standa þau vel fyrir sínu sem ein- staklingar. Sigrún er nýorðin formaður FlM og Gestur er lektor við Kennaraháskólann. Hún hefur oft unnið verðlaun fyrir postulínsmuni sína og hann hefur oft verið á undan öðrum með ýmsa til- raunastarfsemi. Á sínum tíma tók hann þátt í samsýn- ingu framúrstefnuhópsins Linien 2 i Kaupmannahöfn. Þeir fengu inni • á kránni Tokanten og var þetta umtalaður listviðburður. Gestur varð einnig fyrstur manna til að búa til samsetta útvarps- þætti. Til þess þurfti að fá leyfi til að klippa niður segulbönd en fyrstu árin var bannaö að leika sér þannig með þessa merkilegu borða. Nú eru samsettir þættir orðnir vinsæl- asta efnið í útvarpinu og i þeim allra vin- sælasta, 1 vikulokin, var fyrra laugardag einmitt rætt við Gest um þessar fyrstu tilraunir. - IHH SÍfeiÉ YFIR 5000 BÍLAR Á 3 árum hafa selzt yfir 5000 LUMENITION kveikjur á íslandi. Þetta væri óhugsandi, nema ánægðir kaupendur hefðu mælt með ágæti búnaðarins. Hefur þú kynnt þér kosti LUMENITION platinulausu kveikjunnar? HABERG ht Ifunni 3e*Simi 3*33*45 Gestur og Rúna i göðu skapi, liklega nýbúin að búa til einhvern fallegan hlut sem þau eru ánægð með. Nema þau séu bara að leika sér. SKÝJAÐ LOFT—sjónvarp íkvöld kl. 21.00: ÞEGAR KARLINN FER AÐ YNGJA UPP Vinsœlustu herrablöðin BOUhOsio Laugavegé 178 - Sími 86780 í kvöld verður flutt brezkt sjónvarps- leikrit í islenzka sjónvarpinu. Nefnist það Skýjað loft og er eftir Paul nokkurn Jones. Leikritið greinir frá hjónunum Katy og Russell Graham sem gift hafa verið í 7 ár. Hjónabandið gengur ekki sem bezt og Russellfer að stunda drykkju á krá I nágrenninu. Þar hittir hann unga stúlku og þau fara að vera saman. Þó hann segi stúlkunni að hann sé giftur lætur hún það ekki á sig fá og þau halda áfram að hittast. Þegar karl hættir að koma heim á þeim tima sem „pubinn" lokar fer eiginkonuna að gruna margt. Aðalhlutverkin i leikritinu leika þau Diane Fletcher, Charles Keating og Irene Richard. Leikstjóri er John Keye Cooper. Þýðandi leikritsins er Óskar Ingimarsson. -DS. Charles Keating leikur Russell Graham Útvarp i Mánudagur 12. febrúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. I3.20 Lilli barnatíminn: „Að cignast systkini”. Unnur Stefánsdóttir sér um tímann. M.a. verður talað við Irpu Sjöfn Gestsdóttur sem nýverið hefur eignast systur. 13.40 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Hítsið og hafið” eftir Johann Bojer. Jóhannes Guðmundsson þýddi. Gísli Ágúst Gunnlaugsson les (131. 15.00 Miðdeglstónleikar: íslenzk tónlist. 16.00 Fréttir. fregnirl. Tilkynningar. (16.15 Veður- llCglllll. 16.20 Popphorn: Þorgeir Ástvaldsson kynnir. 17.20 Framhaldsleikrit bama og unglinga: „Kalli og k6” eftir Anthony Buckeridge og Nils Reinhardt Christensen. Áður útv. 1966. Leikstjóri: Jón Sigurbjömsson. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikendur í fimmta og siðasta þætti sem nefnist Snjókötturinn hræði- legi: Borgar Garðarsson, Jón Júliusson, Kjartan Ragnarsson. Ámi Tryggvason, Guð- mundur Pálsson, Valdemar Helgason og Valdimar Lárusson. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19*35 Daglegt mál. Ámi Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40'Um daginn og veginn. Ámi Bergur Eiríksson framkvæmdastjóri talar. 20.00 Lög unga fólksins. Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.10 Á tíunda tímanum. Guðmundur Ámi Stefánsson og Hjálmar Ámason sjá um þátt fyrir unglinga. Efni m.a.: Leynigesturinn, fimm á toppnum, lesið úr bréfum til þáttarins o.fl. 21.55 Maria Callas syngur með Nicolai Gedda, kór og hljómsveit Parisaróperunnar atriöi úr óperunni „Carmen” eftir Bizet; Georges Prétre stjómar. 22.05 Kvöldsagan: „Hin hvitu segl” eftir Jóhannes Helga. Heimildarskálsdaga byggð á minningum Andrésar P. Matthíassonar. Krist- inn Reyr les sögulok (18). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passíusálma hefst. Lesari: Séra Þorsteinn Björnsson fyrrum frikirkjuprestur. 22.55 Myndlistarþáttur. Umsjónarmaður: Hrafnhildur Schram. Rætt við Sigrúnu Guð- jónsdóttur og Gest Þorgrímsson. 23.10 Frá tónleikum Sinfóniuhljömsveitar Íslands i Háskólabíói á fimmtudaginn var. Siðari hluti. Hljómsveitarstjóri Walter Gillesen. Einleikari: Hermann Baumann. a. Helgistef eftir Hallgrim Helgason. b. Hom- konsert nr. 1 eftir Richard Strauss. Kynnir: Áskell Málsson. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 13. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmls lög aö eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Geirlaug Þor- valdsdóttir les söguna „Skápalinga” eftir Michael Bond(l6). 9.20 Leíkfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. I i) ^ Sjónvarp Mánudagur 12. febrúar 20.00 Fréttirog veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 21.00 Skýjað loft. Breskt sjónvarpsleikrit eftir Paul Jones. Leikstjóri Joh Keye Cooper. Aðalhlutverk, Diane Fletcher, Charles Keating og Irene Richard. Katy og Russell Graham hafa verið gift 1 sjö ár og eru orðin leið á tilbreytingarlausu hjónabandinu. Russcll tekur að venja komur sínar á krá nokkra á kvöldin, og þar kynnist hann ungri stúlku. Þýðandi óskar Ingimasson. 21.50 Lakandon-indiánar. Lakandonamir í Mexíkó eru siðustu afkomendur hinna fomu maja og eru um 300 talsins. Þessi kanadiska heimildamynd lýsir daglegu lifi þeirra og sér- stæðum trúariðkunum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjömsson. 22.40 Dagskrárlok. BJÖRTU HLIÐAR VETRARINS Byrjendaskiði, 1.120 cm, verð 7.650. Skíðasett með öryggisbindingum, I. 80—90 cm, verð 22.500. Smelluskföaskór, verð 12.500. Skíði, 140—180 cm, öryggisbindingar fyrir börn og fullorðna, stafir og fl. og fl. Hjá okkur er alltaf útsala, sendum í póstkröfu. SPORMARKAÐURINN Grensásvegi 50, sími 31290. — Opið kl. 10—6. Athugið. Tökum skíðavörur í umboðssölu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.