Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979. 15 N Ár barnsins: Yfirlýsingar og efndirnar Þá er ár barnsins runniö upp, ber því að fagna. Vafalaust tekst málsmet- andi framámönnum okkar marg- hrjáða samfélags að finna upp á ein- hverju sem minnir þá sjálfa á tilvist þessa alltof hógværa þjóðfélagshóps. Ekki dettur mér í hug að efast eitt augnablik um það að þess verður leit- að langt yfir skammt, enda ekki við því að búast að augun sjái það sem nefihu er næst. Um hvað er svo maðurinn eiginlega að tala? spyr lesandi minn ugglaust. 1 okkar alræmda jafnréttisþjóðfélagi þar sem hlutleysi og stéttajöfnuður ríður opinberum húsum og allir hafa allan rétt til alls hverfur hin raunveru- lega staða mannsins — réttarfarsleg, menntunarleg og félagsleg — á bak við vígorð stjórnmálaflokka og stagl flokksmálgagna og annarra fjölmiðla. Raunin er reyndar sú að burtséð frá þvi að vera stéttskipt er þjóðfélag okk- ar illilega lagskipt. Þar mynda börn eitt lagið, unglingar annað, heilbrigt fullorðið fólk þriðja, aldraðir og ör- yrkjar fjórða og við bætast ýmsir minnihlutahópar sem mynda skrautið á kökuna. Það afl sem mestu ræður og stjórnar reyndar öllu í þessu lagköku- þjóðfélagi er svo reyndar þriðja lagið, heilbrigða fullorðna fólkið sem situr á Alþingi og í ríkisstjórn og ráðuneyt- um, skipar stjórnir félaga, nefndir og ráð, er í stjórnum sveitarfélaga o.s.frv. Viðhorfin til stjórnunar þjóðfélagsins mótast því óhjákvæmilega af þörfum og áhugamálum heilbrigðs miðaldra manns, — gjarna karlmanns, alþjóð veit hlut kvenna í stjórn lands og sveitarfélaga. Útkoman blasir við: Til að reyna að bera eitthvað úr býtum rísa „hagsmunahópar”, „minnihluta- hópar", „þrýstihópar” o.s.frv. til ýmiss konar aðgerða, mótmæla og kröfu- gerða sem veröld hins heilbrigða, full- orðna manns varðar ekkert um. Það vantar bara einn hagsmunahóp í lest- ina. Hóp, sem varla getur talist minni- hlutahópur, en verður þó skiljanlega seint þrýstihópur. Jú, það eru blessuð börnin sem ég á við. Þar sem ég hef sjálfur fengist við kennslu og uppeldismál hlýtur mér að vera hugleiknast það réttlæti sem þjóðfélagið fremur á skólaskyldum börnum, enda hefjast bein afskipti hins opinbera af börnum fyrir alvöru er þau komast á þann aldur. Við skul- um nú huga dálítið að þvi hvernig það hús er byggt sem kallast grunnskóli á Islandi. Stjórnarskrá lýðveldisins íslands segir stuttaralega i 71. grein að þegar foreldrarnir hafi ekki lengur ráð á að mennta börnin sín taki almannafé við. Til að sýna svo dálítið góðan vilja í þessu máli og öðrum erum vér íslend- ingar aðilar að Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem í 26. grein fer fögrum orðum um rétt manns til menntunar. Kórónan á sköpunar- verkið er síðan blessuð grunnskólalög- in okkar sem segja ýtarlega í 2. gr. hvernig grunnskólinn á að gera fyrir- myndarborgara úr hverju einasta barni á islandi. Ekki þarf að minna á það að auðvitað er allt þetta samþykkt og blessað í bak og fyrir af heilbrigða fullorðna hópnum, sem minnst var á og þykir þetta allt svo mikið gott og göfugt, enda naut sá ekki allrar þeirrar menntunar sem lög bjóða börnum hans uppá. Við skulum áður en lengra er haldið staldra ögn við tvo litla pésa sem mér bárust í hendur rétt i þessu. Annar er auglýsing fyrir alþjóðaár barnsins, hinn er sá sem máli skiptir í þessu til- viki: yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þar er m.a. viðurkennd forsendan fyrir því sem ég hef áður minnst á í þessu skrífi; að vegna likamlegs og andlegs þroska- leysis eru börnin háð forsjá fullorð- inna og mynda því seint virkan þrýsti- hóp. Þar stendur lika margt annað. 1 7. grein: „Barnið á rétt á að fá mennt- un.” „Samfélagið og yfirvöldin skulu leggja sig fram til þess að barnið fái notið þessa ré'ttar síns.” 1 9. grein: „Barnið skal verndað gegn hvers Friðrik Guðni Þórleifsson paradís er glötuð. Fjölmenn byggðar- lög úti á landi eru þjökuð af kennara- skorti þó að höfðatala íslendinga með réttindi til starfans ætti að nægja til þess að skipa í hverja stöðu. Á meðan mönnum, sem e.t.v. réttinda- og kunn- áttulausir tyggja bóklegar greinar í börnin sem vita síðan hvaða fljót renna um Asiu en kunna hvorki að draga línu né syngja tón. Kostnaður við alla umframkennslu er of mikill fyrir litið sveitarfélag, um sameiningu- skólahverfa er svo varla að ræða vegna hrepparígs og kostnaðar við samgöngur, heimavistarskólar eru hverfandi. Og þá hljótum við að spyrja á grundvelli 9. greinar yfirlýsingar SÞ um réttindi barnsins: Er nokkur eðlis- munur á þvi að græða á barninu og spara á baminu? Það alvarlegasta í dæminu er þó að skóli sem leggur nær einhliða stund á bóklegar greinar, lætur verkmenntir, listir og líkamsrækt sitja á hakanum og er þar að auki styttri í árinu en þétt- býlisskólinn sem kennir allt sam- kvæmt námsskrá, skilar frá sér ein- staklingum, sem hafa lakari þjálfun og undirbúning og eru verr í stakk búnir til framhaldsnáms en nemendur þétt- býlisskólans. Það verða þvi forréttindi kaupstaðanna i landinu að ala upp ^er 8'0,uð' - konar aðgerðum, grimmd eða mis- notkun. Það skal aldrei haft að féþúfu I neinum skilningi.” í 10. grein: „Barnið skal verndað fyrir hvers konar vanrækslu sem kann að ýta undir mismunun vegna kynþáttar, trúarbragða eða annars.” Gerum nú samanburð á lögum, reglum og samþykktum, sem íslenska lýðveldið hefur lagt blessun sína yfir, og stöðu barnsins í þjóðfélaginu, einkum gagnvart menntun. Kemur þá umsvifalaust i ljós hvert leita skyldi að viðfangsefni íslenskra stjórnvalda á barnaári: Að gera allt sem þar fagurt stendur að raunveruleika. Hvaða bull, segir lesandi minn, það erekkert að. Látum okur nú sjá, sagði sá blindi. Sjöunda grein yfirlýsingar SÞ um rétt- indj barnsins að viðbættum mannrétt- indayfirlýsingu, stjórnarskrá og grunnskólalögum ættu að duga til þess að hér væri paradís á jörðu í uppeldis- málum. Hin gífurlega vanræksla al- mennings og stjórnvalda á fram- kvæmd þessara laga veldur því að sú þéttbýlli stöðum tekst að halda uppi sómasamlegri og oft lýtalausri kennslu i verklegum greinum, íþróttum og list- um, verða slíkar greinar víða algerlega útundan I litlum dreifbýlisskólum. Helsta úrlausnin er að fá laghent fólk I sveitinni til að kenna tökin á hamri og nál og láta kirkjuorganistann spila undir söng einu sinni í viku. íþróttir verða svo nær útundan. Það hræmu- legasta er að ástandið er oftast nær að kenna þeim sem halda um stjómvöl- inn heima í sveitinni. Þó svo að ein- hverjir væru nú tiltækir til að uppfylla þörfina eru skólarnir iðulega svo litlir að kennslukvótinn er ekki nema handa einum, i mesta lagi tveimur. menntafólk sem svo atvinnu- og menntunaraðstöðu vegna sest að í þéttbýli. Það stefnir því að þvi að dreifbýlið verði eins konar menningar- hjálenda þar sem menntunar- og jafn- vel greindarstuðull fer sílækkandi. Og þar komum við einmitt að 10. grein yfirlýsingar SÞ um réttindi barnsins: Vanræksla á sviði uppeldis og mennt- unar ýtir undir mismunun vegna bú- setu. Það dirfist vist enginn að mótmæla því að við búum í tæknivæddu þjóð- félagi sem er í sífelldri þróun. Sam- félagshættir eru á margan hátt aðrir en þeir voru fyrir 20 árum, að ég nú ekki tali um fyrir 40 árum. Við, sem erum komin til vits og ára, verðum að gera okkur það ljóst að það er tilgangs- laust að miða menntun barna okkar við þá tíma sem ólu okkur upp, gagns- litið að horfa á nútíðina því að þjóð- félag okkar er úrelt þegar börnin okkar eru vaxin úr grasi. Við hljótum að ala stjórnendur framtíðarinnar upp til þess að takast á við vandamál fram- tíðarinnar, hvort sem það verður verð- bólga eða einhver önnur bólga sem þá ríður húsum. Og án þess að hvert ein- asta barn og unglingur á landinu sitji þar við sama borð er þetta allt mark- laust og út i bláinn. Ár barnsins verður ekkert annað en glamuryrði og loft- bóla ef framkvæmendur þess gera sér þetta ekki Ijóst. Nú er það staðreynd að öll stjórn- völd eru íhaldssöm i sjálfu sér, mis- jafnlega þó. Hægri stjórnir — ég tala nú ekki um fasistastjómir og einræðis- stjórnir svokallaðra kommúnistaríkja — sjá sér tiðum hag í því að halda menntun og upplýsingu almennings niðri i ákveðnu marki til að auðvelda sér stjórnina og tryggja sér öruggan sess. Búast mætti við því að vinstri stjórnir væru skárri, þeim væri akkur i þvi að veita betri menntun og meiri al- menningsfræðslu en hinar hægri í nafni velsældar og framfara. Því bregður mönnum illa í brún þegar sparnaðaráætlun rikisstjórnarinnar gerir ráð fyrir svo og svo miklum niðurskurði til menntamála og hátt- virtur fjármálaráðherra lýsir þvi yfir á beinni línu í útvarpi að það ætti að stytta skólaskylduna. Það hefur aldrei verið talin karlmennska að hrekkja börn og aumingja. Þvert á móti er það sómi hvers þjóðfélags að búa vel að börnum sinum og reyndar það sem ég meinti í upphafi að væri nefinu næst: Að spara í engu til þess að öll stóru fallegu orðin úr lögunum, skránum og yfirlýsingunum verði að raunveru- leika. Verði svo gert hefur ár islenska barnsins nálgast tilgang sinn. Þó að ég hafi í þessu skrifi rætt um ástandið á grunnskólastiginu má ekki gleyma forskólastigi og þætti heimila, dagvistunarstofnana og fjölmiðla í uppeldinu. Ég læt aðra um að taka það til meðferðar. En umræðan ein er ekki næg til þess að börnin okkar hugsi hlýtt til okkar um næstu áramót. Meira skal til. Káratanga28.jan. 1979, Friðrik Guðni Þórleifsson Breið snjódekk Eigum fyrirliggjandi G 60 x 14, verð 26.400, ásamt fleiri stærðum, allar á mjög hagstæðu’ verði. Gúmmívinnustofan Skipho/ti 35 — Sími31055. Hof Ingólfsstræti Nýkomið mikið úrval af nýjum hannyrða- vörum. Hof, Ingólfsstræti 1A Skóverzlun Póstsendum Kirkjustræti 8 Þorðar PGturssonar víð Austurvoii — stmí 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.