Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979. Þeir byggja stórt í Ameríkunni: 25 \ Empire State ruggar í vindstrekkingnum ASGEIR TÓMASSON skemmtun gests frá íslandi að finna bygginguna hristast i vindinum. Það gefur nefnilega augaleið að ein af hæstu byggingum heimsins tekur á sig mikið veður. Empire State er hvorki meira né minna en 448 metrar á hæð. Þá er meðtalið 67 metra hátt sjónvarpsmastur á toppnum. Það þjónar velflestum sjónvarpsstöðvum New York og nágrannaríkjanna, auk þess sem nokkrar útvarpsstöðvar not- færa sér það. Gestir Empire State komast aftur á móti ekki hærra en 381 metra upp í loftið. Til að komast þangað upp standa þeim til boða 73 lyftur sem þjóta upp og niður á miklum hraða. Göngugarpar geta sennilega fengið að þramma upp stiga hússins. Þeim skal þó bent á til viðvörunar að frá götu- hæðinni og upp á 102. hæð eru sam- tals 1860 þrep. Til samanburðar má geta þess að kirkjutröppurnar á Akur- eyri eru rúmlega eitt hundrað talsins. Þegar byggingu Empire State var lokið þann 1. maí árið 1931 var hún hæsta mannvirki í heimi. Það var ekki fyrr en í nóvember 1954 sem hærra mannvirki var reist, KWTW-sjón- varpsmastrið i Oklahoma í Bandarikj- unum. Síðan þá hafa sjónvarpsmöstur ávallt átt hæðarmetið. Hið hæsta í heimi þessa stundina er í Plock í Pól- landi og mælist vera 646,38 metrar. En skýjakljúfarnir hafa einnig farið hækkandi síðan á fjórða áratugnum. Nú er svo komið að tveir slikir gnæfa hærra en Empire State í New York. Sears-húsið I Chicago er hæst, 443 metrar á 110 hæðum. Að meðtöldum Metrar 450 400 350- 300 250 200 150 100 50 - tveimur sjónvarpsmöstrum á toppnum er það 548.5 metrar á hæð. Það fer því ekki á milli mála að þeir byggja stórt i Amerikunni. -ÁT Eiffelturninn Chrysler- byggingin Standard Oil John Hancock Center Empire State byggingin World Trade Center Sears-turninn Hæstu byggingar I heimi að sjónvarpsmöstrunum frátöldum. Hæstur allra er Sears-turninn i Chicago. A eftir honum koma World Trade Center og Empire State í New York. Lifandi Toppurinn. Bose gerö 901 Hannaöur tll að skila öllum víddum lifandi tónlistar og veita mestu hugsanlegu hlustunaráneegju. Níu samhæfðir hátalarar í hvorum kassa skila tærum hátónum og kraftmiklum bassatónum. Hljóðiö endurkastast eftir ákveðnu kerfi, er skapar meiri tilfinningu fyrir rými en nokkur annar hátalari. Kassinn er hannaður á sérstakan hátt, er gerir Bose 901 mögulegt aö framleiöa bassa, sem er sérstakur miðaö við hátalara í venjulegum kössum. Sérsmíðaðir hátalarar með hárri nýtni, framleiöa stórkostlegt hljóð án þess að þörf sé fyrir stóra dýra magnara. Hlustið á Bose 901, þá er auövelt að gleyma því aö þú sért að hlusta á hátaiara. Tónlistin veröur aöalatriöiö. Eins og þú værir að hlusta á hana í fyrsta skipti. Lifandi. Aliar nánari upplýsingar um þessa frábæru hátalara fáiö þiö í verslunum okkar: heimiíislæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Sértu ekki nákvæmiega viss um hvaða skrifstofu I Empire ’Staté þú ætiir að heimsækja er eins gott að vera snemma á fótum. Það tekur nefnilega drjúga stund að finna rétta staðinn. Úr anddyri Empire State byggingarinnar. Gerð 301. Hátalari, sem hentar í bókahillu en fyllir stofuna með tónlist. Lítill en hljómmikill. Eins og allir aörir Bose hátalarar notar gerö 301 endurkast frá veggjum til að framkalla opið, víðáttumikið hljóð. Endurkastsstillir aölagar hljóm- burðinn þinni tónlist og þinni stofu. Þú færð mikið, eðlilegt hljóð, sem þú býst ekki við frá hátalara í þessum verðflokki. Það er engin tilviljun aö þessi hátalari er sá mest seldi í heimi. Líkara Ef þú vilt hljóö, sem er enn líkara lifandi tónlist, reyndu gerð 501. Hátalarinn stendur á gólfi og framleiðir bassa, sem fær veggina til að nötra. Hátalararnir eru ekki eins en hannaðir þannig, að þeir vinna saman við að skapa frábæra stereotónlist með mikilli fyllingu. Og þú getur notað endurkastsstilli til aö aðlaga hljóminn að stofunni þinni. Líkast Líkast lifandi tónlist er gerö 601. Sex hátalarar í hvorum kassa eru nákvæmlega staösettir til að fylla herbergið með hreinni, nákvæmri tónlist. Þessi staðsetning veldur því, að gerö 601 gefur einstaklega raunverulega tónlist. Víddarstillir gerir mögulegt að aölaga hljóm- eiginleikana að stofunni þinni. Gerö 601 skilar lifandi tónlist betur en nokkur annar hátalari. Nema einn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.