Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 40
GS/DB-mynd R.Th, Hott, hott á grænu... Það vakti mikla athygli vegfarenda i gær þegar sást til hests á mestu um- ferðargatnamótum landsins, gatnamót- um Kringlumýrar og Miklubrautar. Ekkert var þó athugavert við ferðalag hests og knapa, því klárinn beið á rauðu ljósi eins og hver annar unz Ijósið varð grænt og hægt var að halda áfram ferð- inni suður Kringlumýrarbrautina mót lækkandi sól. Aðhaldslögin lögð fram í morgun: „Bylting í hagstjórnarmálum7’ „Ef þetta fer i gegn, þá er á ferðinni bylting í hagstjórnarmálum,” sagði Steingrímur Hermannsson dómsmála- ráðherra í viðtali við Dagblaðið í morgun um frumvarp það, sem Fram- sóknarflokkurinn lagði fram í ríkis- stjórn í dag. „Þetta eru mikil aðhalds- lög.” Vísitölunefnd hefur enn ekki skilað áliti sinu en I frumvarpinu, sem Ólafur Jóhannesson lagði fyrir ríkisstjórnina í morgun, er gert ráð fyrir að óbeinir skattar og niðurgreiðslur fari út úr visitölunni. Þá er í þeim kafla ákvæði um stöðu viðskiptakjaravisitölu þannig, að ef viðskiptakjör versna kemur 30% af hækkuninni til frá- dráttar i verðlagsvisitölu og sagði Steingrimur að með þessu yrði verð- jöfnunarsjóður gerður raunverulega1 virkur. í kafla um ríkisfjármál er gert ráð fyrir stefnumörkun til fjögurra ára og þar er gert ráð fyrir sérstakri skattlagn- ingu verðbólgugróða. Er gert ráð fyrir eignakönnun i því sambandi og stór- auknu skattaeftirliti. Þá á að kanna arðsemi ýmissa ríkisframkvæmda og eins verður skipuð nefnd til þess að endurskoða lög um opinberar fram- kvæmdir yfirleitt til þess að tryggja sem vandaðastan undirbúning slíkra mála, en sem kunnugt er hefur þing- mönnum fram til þessa haldizt það uppi að gera tillögur um hinar og þess- ar framkvæmdir á vegum ríkisins án þess að fjárhagsgrundvöllur þeirra hafi verið grandskoðaður. Sérstaklega er fjallað um þessi mál í kafla um fjárfestingar- og lánsfjáráætl- un. Fjölmörg önnur aðhaldsákvæði eru í lögunum, m.a. um fækkun ríkisbanka, og þar fram eftir götunum. Umdeilt atriði verður eflaust að ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að ef launa- hækkanir fara upp fyrir 5% á árinu verði greiðslum þar að lútandi frestað til þess að draga úr aukningu verð- bólgu. HP Enga ákvörðun um fjárfest- ingarprósentuna 1980 Grunntónninn i umfjöllun Verka- lýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins á fundinum i gær var fyrst og fremst al-^ menn ánægja með þann árangur, sem náðst hefði í baráttunni við verðbólg- una á þeim tíma, sem núverandi rikis- stjórn hefði setið að völdum. Fundur- inn lýsti sig algerlega andvigan því að nú yrði tekin ákvörðun um fram- kvæmdaprósentu fyrir árið 1980 sem og samdrátt i rikisumsvifum það ár, eins og Alþýðuflokkurinn krefðist nú. Ljóst væri að nú lægi fyrir að skipu- leggja atvinnulífið í landinu með hlið- sjón af þeim árangri sem náðst hefði. 1 vísitölumálum þyrfti nú að sam- ræma vísitölu kaupgjalds og fram- færslu. Yfirleitt væri ekki hægt aö taka af- stöðu til efnahagsmálanna fyrr en tillögur Ólafs Jóhannessonar forsætis- ráðherra hefðu verið lagðar fram. Þar yrði fyrst að skoða fjárfestingar- og atvinnumálahugmyndir. Sérstaklega væri nauðsynlegt að gefa því gaum, hvort ráðstafanir i bar- áttunni gegn verðbólgunni stofnuðu atvinnuöryggi i hættu. Þá þyrfti að bregðast við niðurstöðunum eins og þjóðarnauðsyn krefði. -BS. frfálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 12. FEB. 1979. Sveitarstjórinn í Ölfushreppi: Erum engir „smygl- arar” — innflutningur og afgreiðsla hitaveitu- röranna með fullu samþykki fjármála- ráðuneytis en án vitundar tollsins Þorsteinn Garöarsson, sveitarstjóri i Þoriákshöfn. DB-mynd Gissur Sig. „Aðdróttanir um „smygl" á hráefni framhjá söluskatti, tolli og vörugjaldi á aðveitupipum til hitaveitu ölfushrepps, sem DB skýrði frá á laugardaginn, eru tilhæfulausar þar sem fullt samráð var haft við Fjármálaráðuneytið um af- greiðslu málsins,” sagði Þorsteinn Garð- arsson, sveitarstjóri i Ölfushreppi i við- tali við DB í gær. 1 fréttinni var talað um sveitarstjórn- ina í Þorlákshöfn, en kauptúnið er hluti ölfushrepps. Þorsteinn skýrði svo frá að innflutningur á efni, vélum og tækjum i hitaveitur lúti sérstakri tollameðferð. Skv. lagaákvæðum sé Fjármálaráðu- neytinu heimilt að lána opinber gjöld vegna hitaveituframkvæmda. Þessi heimild hafi verið nýtt með þeim hætti að öll opinber gjöld vegna hitaveitu- framkvæmda séu lánuð til 10 ára og gefi viðkomandi hitaveita út skuldabréf til jafn langs tíma. Ráðuneytið samþykkti beiðni sveitar- stjórnar Ölfushrepps i haust og var skuldabréfinu skilað til ráðuneytisins fyrir jól. Hins vegar benti Þorsteinn á áð óvíst væri með öllu að nokkurn tíma kæmi til greiðslu þessa bréfs þar sem fyrir Alþingi lægi þingsályktunartillaga um að öll opinber gjöld á efni til hitaveitufram- kvæmda verði felld niður. Varðandi skuld hreppsins við fram- leiðendur röranna, sem er 43,3 milljónir en ekki 40 eins og stóð í fréttinni, sagði Þorsteinn að vegna mikils dráttar á af- hendingu þeirra, miðað við samninga, hefðu framleiðendur fallizt á gjaldfrest til 31. maizog er skuldin því ekki gjald- fallin. Af ofanrituðu virðist því sem ekki hafið verið fullnægt formsatriðum gagn- vart Tollstjóraembættinu með þeim af- leiðingum að svo leit út sem sveitarstjór- inn hafi hafið úrvinnslu úr rörunum ófrjálsri hendi. -GS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.