Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 16
16 r DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRUAR 1979. Tók þátt í fyrstu upp f ærslunni á Sköpun- inni í Steindórsskál- anum 1939 ,— rætt við Jóhannes Arason útvarpsþul Jóhannes Arason útvarpsþulur, sem sennilega hefur eina velþekktustu rödd landsins, hefur sungiö meö Söngsveit- inni Fílharmoníu í fjölda ára og tók þátt i fyrstu uppfærslunni á Sköpuninni árið 1939 undir stjórn Páls Ísólfssonar, þá nítján ára bassi í karlakórnum Kátir félagar. Við hittum Jóhanne? á æfingu i Há- skólabiói siðastliðinn laugardag og báðum hann að rifja upp þá daga er Sköpunin var frumflutt. — Þá þarf ég að fara aftur til ársins 1939 og rusla þar i minningum, varð Jóhannesi að orði. — Frá þeim tíma er margs að minnast, þá gekk mikið á, þjóðir í Evrópu farnar að striða. Lætin byrjuðu fyrst í september '38 þegar Þjóðverjar réðust á Pólverja, þá fór margt af stað, ýmist til góðs eða ills, sem áður var kyrrt, stöðugt eða ekki til. Þá kostaði sterlingspundið tuttugu og tvær krónur og fimmtán, en þetta ár hóf það göngu sína niður á við. Síðan hefur engin gengisskráning festst mér í minni. Voru þetta ekki merkileg ttmamöt? — Það má segja að á þessu ári hafi að ýmsu leyti orðið vatnaskil eða straum- hvörf í íslenzku þjóðlífi. Handan viö stríðiðergamli tíminn. Uppfærsla Sköpunarinnar var eitt af því sem bar einna hæst í listum og menningarlífi þessa árs hér á norður- slóðum. Þetta var geysimikið og merkilegt átak miðað við aðstæður. Þetta var í fyrsta skipti sem flutt var óratoría á Íslandi, og þar af leiðandi stærsta tónverk sem borið var á borð landans. Það var sextíu manna kór og þrjátíu manna hljómsveit sem tóku þátt i flutningnum, þannig að ekkert samkomuhús var nægilega stórt fyrir þessa uppfærslu. Þá var brugðið á það ráð að breyta bílaskála Steindórs í tónleikasal, og rúmaði hann tvö þús- und áheyrendur, og komust færri að en vildu, Háskólabió rúmar eitt þúsund manns, og þykir gott að þar sé húsfyllir. Það var alveg stórkostlegt að taka þátt í þessu. Það vill svo vel til að ég á söngleikaskrá þessara hljómleika og þykir mörgum ákaflega forvitnislegt að skoða þessa skrá, t.d. að fara yftr nöfn þeirra sem tóku þátt í þessu, ævintýri. í hópi söngfólksins er ég einn sem enn þrjózkast og er með í þriðja sinn, en í hópi hljóðfæraleikaranna eru þeir TÓNLISTARFÉLA6IÐ 3. HLJÓMLEIKAR mánudaginn 18. desember 1939, klukkan S'/i sd. ( BIFRE1ÐASKÁLA STEINDORS VID SEUL.ANDSSTIQ „s.itdPB«ri»" Ot-atoiiinii diJi ,IOSi:i'II IIAYIIX lHamlriður Itúr k.'.r l'.'-iili-iK.f.ÍBp-ÍM- iif .Kdiir Irinpir. ¦ • ¦ j.".... ... i, ltrvk]*vikur Kljún......II: l'i'ill ÍMÓIfxMoii Jóhannes Arason útvarpsþulur tók þátt í frumflutningi Sköpunarínnar í bilaskála Steindórs, sem rúmadi 2000 manns f sæti árid 1939. DB-mynd Kristján Ingi. i.,.i ir lllM»-W t-m..... Tönleikaskráin fríi árinu 1939 sem Jöhannes talar um. fimm sem eru í hljómsveitinni enn í dag. Það eru þeir Sveinn Ólafsson, Þorvaldur Steingrímsson, Skafti Sigþórsson, Indriði Bogason og Jóhannes Eggertsson. Nú, svo er þarna efstur á blaði Björn Ólafsson fiðluleikari, ég man að- Björn var þá nýkominn heim eftir stór- glæsilegan námsferil í útlöndum. Nú hefur |>u sungið 1 mörgum stór- um kórverkum i gegnum árin, er þér nokkurt sérstakt verk efst i huga? — Já, skýlaust Messias eftir Handel og það verk sem hér um ræðir, Sköpunin, annars er erfitt að gera upp ámilli. Að lokum, hefur þú nokkuð hugað að hætta að syngja á næstunni? — Veit ekki, mér hefur mistekizt að hætta i nokkur ár, og nú er „Níunda" framundan, ha! -KIE.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.