Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979. I Iþróttir Iþróttir 19 Eþróttir Iþróttir i Hörður Gunnarsson afhendir Hjálmi skjöldinn eftir glimuna. DB-mynd Hörður Óvæntur sigur KA áKR-ingum — í 2. deild í handknattleik á laugardag KA frá Akureyri kom mjög á övart á laugardag með þvi að sigra KR — efsta liðið í 2. deild — örugglega, 28-22, í Laugardalshöll. öruggur sigur og sann- gjarn en greinilegt að KR-ingar hafa van- metið KA, þvi KR náði aldrei svipuðum leik og gegn Ármanni á dögunum. KA lék skynsaman handknattleik og þeir Jón Árni Rúnarsson og Alfreð Gíslason beinlínis skutu KR á bólakaf. Þeir skoruðu hvor um sig niu mörk og lögðu grunn að öruggum sigri KA. Norðanmenn höfðu yfir i leikhléi, 13-11, og í siðari hálfieik jók KA yfirburði sína. Það er greinilegt að undir stjórn Birgis Björnssonar, fyrrum formanns landsliðs- nefndar HSÍ, er KA að ná sér á strik en gengi KA í vetur hefur verið skrykkjótt. Þrátt fyrir ósigur er staða KR nú sterk- ust í 2. deild — og þar geta KR-ingar þakkað óvæntum ósigri helztu andstæð- inga sinna, Ármanns, gegn Stjörnunni í Garðabæ. Ef til vill hafa þeir þá álitið sigur í 2. deild nánast vísan — slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Stjarnan opnaði 2. deild upp á gátt — með sigri gegn Ármanni í Garðabæ Stjarnan, Garðabæ sigraði övænt Ár- mann 19—18 i 2. deild islandsmótsins i handknattleik á föstudagskvöldið. Þessi óvæntu úrslit beinlinis opnuöu 2. deildina upp á gátt — nú eiga öll lið i 2. deild utan Leiknir möguleika á tveimur efstu sæt- unum i 2. deild — svo jöfn er baráttan. KR er í efsta sæti — hefur tapað fæst- um stigum, 6 — en Þróttur, Þór Akur- eyri hafa tapað sjö stigum, Ármann, Þór, Eyjum hafa tapað 8 stigum og KA og Stjarnan 10 stigum — slík er baráttan i 2. deild. Ármann náði undirtökunum gegn Stjörnunni í Garðabæ I fyrri hálfleik. komst i 7—4. En staðan í leikhléi var 10—10. í síðari hálfleik náði Stjarnan undirtökunum, komst í 17—14 og þegar mínúta var eftir, 19—16 — mest fyrir mjög góðan leik Birkis Sveinssonar í markinu. Ármann náði að minnka mun- inn í eitt mark — en sigur Stjörnunnar var i höfn, 19—18. Eyjólfur skoraði mest fyrir Stjörnuna, 8 mörk en þeir Pétur Ingólfsson og Björn Jóhannsson 5 mörk hvor fyrir Ármann. Ármann gekk á lag- ið í síðari hálfleik — ef tir að KA haf ði yfir í leikhléi. Armann sigraði 24-18 Ármann styrkti stöðu sina i 2. deild með sigri gegn KA i Höllinni i gær, 24— 18. En sigur Ármanns var alls ekki jafn auðveldur og tölurnar bera með sér — i fyrri hálfleik hafði KA undirtökin, var betra liðið, og I leikhléi hafði KA yfir, 9—7. Það virtist þvi stefna i óvænt úrslit, rétt eins og daginn áður er KA sigraði efsta liðið i 2. deild, KR. En Ármenning- ar tóku öll völd i sínar hendur i siðari hálfleik, leikur KA beinUnis hrundi og 'þvi sigur Ármanns, 24—18. Ármann náði þvi sér á strik eftir hið óvænta tap gegn næstneðsta liðinu i 2. deild, Stjörnunni á föstudag. Þeir Pétur Ingólfsson, Friðrik Jóhannsson og Þrá- inn Ásmundsson lögðu grunn að örugg- um sigri Ármanns. 1 markinu varði Ragnar Gunnarsson vel — sóknarmenn KA áttu mjög i vök að verjast. Þá og náðu varnarmenn KA ekki að koma nógu vel út á móti skyttum Ármanns, þeim Friðriki og Pétri. En mörg voru þau skotin er ekki hefðu farið inn hjá markvörðum 1. deildar — slik var mark- varzlan hjá KA í síðari hálfleik. Ármann náði að jafna, 9—9, eftir að KA hafði haft yfir, 9—7 í leikhléi. Og Pétur Ingólfsson kom Ármanni yfir, 11—10. Eftirleikurinn var næsta auðveld- ur, að visu jafnt, 13—13, en Ármann komst í 15—13, síðan 19— 15 og örugg- ur sigur í höfn, 24—18. Baráttan í 2. deild er nú i algleymingi og öll lið utan Leiknir eygja möguleika á tveimur efstu sætunum — slik er baráttan. Hjálmur sigurvegari í 67. Skjaldarglímunni Sigraði alla keppinauta sína nema Guðmund Frey Halldórsson Hjálmur Sigurðsson, Vikverja, varð sigurvegari i 67. Skjaldarglimu Ár- manns, sem glimd var i iþróttahúsi Fella- skóla i gær. Hjálmur lagði alla keppi- nauta sina nema Guðmund Frey Hall- dórsson, Ármanni, Jafnglimi varð hjá þeim. Mótið fór mjög vel fram — og vel var glimt. Áhorfendur um 200 og margir ungir meðal þeirra en frir aðgangur var fyrir börn og unglinga á gUmuna. Hörður Gunnarsson setti gUmumótið og afhenti verðiaun i mótslok. Úrslit urðu þessi: 1. Hjálmur Sigurðsson, Víkv. 5.5 v. 2. Guðm. Freyr Halldórsson, Á, 4.5 v. 3. Sigurjón Leifsson, Á, 3.5 v. 4. Guðm. Ólafsson, Ármanni, 2.5 v. 5. HalldórKonráðsson, Víkv. 2 v. 6. -7. Ólafur Ólafsson, KR og Helgi Bjarnason, KR, 1.5 v. Það stefndi lengi vel í úrslitaglímu milli Hjálms og Guðmundar Freys en þau óvæntu úrslit urðu I síðustu glímu Guðmundar Freys að hann féll fyrir Sigurjóni. Þá var glíma Hjálms og Guð- mundar Ólafssonar skemmtileg. Þar var spurning hvort Hjálmur hefði fallið — ýmsir áhorfenda voru á því, en dómar- arnir dæmdu ekki fall. Hjálmur sigraði svoíglimunni. Glímustjóri var Ólafur Guðlaugsson en Garðar Erlendsson yfirdómari. 1» Hjálmur, til vinstri, glimir við Guðmund Frey. Jafnglimi. DB-mynd Hörður. P0STSENDUM DíkClfÍAA /f. ALLAR STÆRÐIR FRÁ KR. 2.750. Sportvöruverslun Hafnarstræti 16 simi 24520

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.