Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 34

Dagblaðið - 12.02.1979, Blaðsíða 34
34 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979. Leiklistarskóli Islands: Förðunar- og hárkollu- meistari í heimsókn „Það er ekki sama hvort þú gengur á fund bankastjóra í óburstuðum skóm og frakka, sem lítur út eins og þú hafir sofið í honum, eða í vel pressuð- um jakkafötum með fallega hnýtt bindi,” segir föröunar- og hárkollu- meistarinn Kaj Grönberg sem undan- farið hefur haldið námskeið fyrir nemendur í Leiklistarskóla íslands. „Og þegar fólk á að koma fram í sjón- varpinu útbýr það sér alltaf eitthvert gervi, með hárgreiðslunni, hvernig þeir snyrta skeggið, ef þeir eru karl- menn, farða, laginu á gleraugunum sínum,” heldur hann áfram og segir að frá þvi manneskjur fyrst urðu til hafi þær notað farða, grímur og klæðnað ýmist til að galdra með, eða dulbúast, eða undirstrika stéttaskiptingu. í upphafi tengt göldrum Hann var hér ekki lengi, tvær vikur Já, smelltu bara af, göða — en þú nærð ekki mynd af mér eins og ég er — þvi ég er búin að fela mig bak við grimu . i. i l\IJÍL\\ KYNNIR NÝÚTKOMNA HLJÓMPLÖTU BEE GEES Loksins er platan fullunnin! Platan sem sem GIBB brœóurnir hafa verið að vinna að í eitt ár. Við kynnum þessa vönduðu plötu í kvöld, aðeirts viku eftir að hún kemur út í U.S.A En hvað veröldin sem við lifum I er litil... held ég, en nemendurnir voru mjög hrifnir af honum. Hann kenndi þeim undirstöðuatriði i förðun og auk þess heilmikið um sögu þeirrar listar að skapa sér gervi. Blaðamenn mættu i síðustu kennslustundina. Þá áttu krakkarnir að vinna frjálst og sýna árangurinn af námi sínu. Það voru fyrstu-bekkingar sem við hittum. Erla Björg, Pálmi, Sólveig, Ragnheiður, Kjartan, örn og Ellert beittu hugmyndafluginu. Krakkarnir sögðust hafa farið einn daginn út í pylsuvagninn i Austur- stræti, öll máluð eins og hauskúpur. Þau fengu afgreiðslu þótt svipurinn á afgreiðslukonunni væri dálitið undar- legur á meðan hún var að rétta þeim pylsurnar. „Við vorum að hugsa um að halda áfrani upp í ráðuneyti til að undirstrika að skólinn er í svelti af hálfu hins opinbera,”sögðukrakkamir. Pétur Einarsson skólastjóri taldi baga- legast að geta ekki ráðið fasta kennara. Hann hefur leyfi fyrir þremur en fær ekki peningana. Við tökum förðunarmeistarann tali og hann hefur margt að segja. „1 eldgamla daga settu veiðimenn á sig grímur úr dýraskinni til að blekkja veiðidýrin. Ekki löngu síðar urðu grímur og andlitsmálning fastur liður í trúarathöfnum margra frumþjóða og notaðar af mörgum galdramönnum. Með því að breyta útliti sinu gátu þeir losað sig úr viðjum mannlegra tak- markana og komizt upp á yfirnáttúr- legt plan. Alla tíð síðan hefur andlitsförðun — og klæðnaður — verið notaður af mönnum til að ná ákveðnum áhrifum. En hún hefur breytzt I sífellu. Jafnvel slikt undirstöðuatriði sem hvað væri kvenlegt, hvað karlmannlegt.” Það kemur fram að förðunarmeist- arinn og snyrtifræðingarnir eiga ýmis- legt sameiginlegt en þó greinir þá á. Báðir reyna að breyta útliti mann- eskjunnar til að auka áhrifamátt hennar. „En við gerum fólk fallegt, þið gerið það ljótt,” segja snyrti- fræðingarnir. Leikhúsmaðurinn vill ekki fallast á það og segir að allar þær rándýru málningarvörur, sem kvenfólk makar framan í sig, sé geryi sem þær séu neyddar inn í af þjóðfélagi sem kúgar þær. „Hafa ekki karlmenn málað sig á einhverjum timum veraldarsögunn- ar?” spyrjum við. „Jú, frönsku aðalsmennirnir gengu ilmandi og farðaðir um hallarsalina en þá voru þeir hnignandi stétt og loks allir hálshöggnir í byltingunni. Þeir máluðu sig til að villa á sér heimildir og telja umhverfinu trú um að þeir ættu meira undir sér en raun bar vitni.” Hárið - stutt og sítt Kaj Grönberg var hér svo stuttan tima að hann gat ekki veitt tilsögn í annarri aðalgrein sinni. Hann er nefnilega hárkollumeistari. Llfið er miklu margbrotnara en við höldum — á því eru ótal spegilfletir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.