Dagblaðið - 12.02.1979, Qupperneq 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1979.
r " ...... ...
Tók þátt ífyrstu upp-
færslunni á Sköpun-
inni f Steindórsskál-
anum 1939
*— rætt við Jóhannes Arason útvarpsþul
Jóhannes Arason útvarpsþulur, sem
sennilega hefur eina velþekktustu rödd
landsins, hefur sungið með Söngsveit-
inni Filharmoníu i fjölda ára og
tók þátt I fyrstu uppfærslunni á
Sköpuninni árið 1939 undir stjórn
Páls Isólfssonar, þá nitján ára bassi i
karlakórnum Kátir félagar.
Við hittum Jóhannes á æfingu i Há-
skólabíói síðastliðinn laugardag og
báðum hann að rifja upp þá daga er
Sköpunin var frumflutt.
—• Þá þarf ég að fara aftur til ársins
1939 og rusla þar í minningum, varð
Jóhannesi að orði.
— Frá þeim tíma er margs að
minnast, þá gekk mikið á, þjóðir í
Evrópu farnar að striða. Lætin
byrjuðu fyrst í september ’38 þegar
Þjóðverjar réðust á Pólverja, þá fór
margt af stað, ýmist til góðs eða ills,
sem áður var kyrrt, stöðugt eða ekki
til.
Þá kostaði sterlingspundiö tuttugu
og tvær krónur og fimmtán, en þetta
ár hóf það göngu sina niður á við.
Síöan hefur engin gengisskráning
festst mér í minni.
Voru þetta ckki merkileg tlmamót?
— Það má segja að á þessu ári hafi að
ýmsu leyti orðið vatnaskil eða straum-
hvörf í íslenzku þjóðlifi. Handan við
stríðiðergamli tíminn.
Uppfærsla Sköpunarinnar var eitt
af þvi sem bar einna hæst í listum og
menningarlífi þessa árs hér á norður-
slóðum. Þetta var geysimikið og
merkilegt átak miðað við aðstæður.
Þetta var i fyrsta skipti sem flutt
var óratoria á íslandi, og þar af
leiðandi stærsta tónverk sem borið var
á borð landans. Það var sextíu manna
kór og þrjátiu manna hljómsveit sem
tóku þátt í flutningnum, þannig að
ekkert samkomuhús var nægilega stórt
fyrir þessa uppfærslu. Þá var brugðið
á það ráð að breyta bílaskála Steindórs
í tónleikasal, og rúmaði hann tvö þús-
und áheyrendur, og komust færri að
en vildu, Háskólabió rúmar eitt
þúsund manns, og þykir gott að þar sé
húsfyllir.
Það var alveg stórkostlegt að taka
þátt í þessu. Það vill svo vel til að ég á
söngleikaskrá þessara hljómleika og
þykir mörgum ákaflega forvitnislegt
að skoða þessa skrá, t.d. að fara yfir
nöfn þeirra sem tóku þátt I þessu,
ævintýri.
1 hópi söngfólksins er ég einn sem
enn þrjózkast og er með í þriðja sinn,
en í hópi hljóðfæraleikaranna eru þeir
T Ó N LIS TARFÉLAGIÐ
ISTAH FSÁHIO 1030-40)
3. HLJÓMLEIKAR
mdnudaginn 18. dasember 1939, klukkan Q'/i sd.
I BIFREIÐASKÁLA STEINDÓRS
VID SELLANDSSTfQ
„JSKÖrURÍIM"
mr. MítmtuM.
Orntorlnm .f.ir JONKI*ll II.VVOV
Ulandaður kiir k.'.r r.;nli,l.rfél.g-iii- »f .Kiiir félnpir.
llljúiH.velC ltr)k|avlk«r
Sljiíriiiiinli: l*iiII ÍmóKh.iiii
l(j|il.4.1 -.(nrtWir Mjrl.ii
Tónleikaskráin frá árinu 1939 sem
Jóhannes talar um.
Jóhannes Arason ótvarpsþulur tók þátt i frumflutningi Sköpunarínnar i bílaskála
Steindórs, sem rómaði 2000 manns i sæti árið 1939.
DB-mynd Kristján Ingi.
fimm sem eru í hljómsveitinni enn í
dag. Það eru þeir Sveinn Ólafsson,
Þorvaldur Steingrimsson, Skafti
Sigþórsson, Indriði Bogason og
Jóhannes Eggertsson.
Nú, svo er þarna efstur á blaði
Björn Ólafsson fiðluleikari, ég man að-
Björn var þá nýkominn heim eftir stór-
glæsilegan námsferil i útlöndum.
Nó hefur þó sungið i mörgum stór-
um kórverkum i gegnum árin, er þér
nokkurt sérstakt verk efst i huga?
— Já, skýlaust Messias eftir Handel
og það verk sem hér um ræðir,
Sköpunin, annars er erfitt að gera upp
á milli.
Að lokum, hefur þó nokkuð hugað
að hætta að syngja á næstunni?
— Veit ekki, mér hefur mistekizt að
hætta í nokkur ár, og nú er „Níunda”
framundan, ha! -KIE.
ijBBP
p—iipæpæpwi
Uppþvotta-
véi
Utanmál: HXBXD:85X60X60cm.
Afköst: 12 persónur. Fjöldi valstillinga: 5.
Hitastig við þvott og skolun: 55/65°C.
Innra hólf ór ryðfrfu stáli.
Spenna: 220/300 V. — Orka: 2800/2200 W.
Hægt er að nota heitt eða kalt vatn inn á vél-
Uppþvottatimi: Heitt vatn: 58 mín. — Kalt
vatn: 1 klst. og 25 mfn. Þurrkar með heitu
lofti.
Fáanlegf Rafhalitum.
Frystíkista
TL 300 — 300 lítra
Utanmál: HXBXL:89X61X 100,5 cm.
Frystigeta: 33 kg pr.-24 klst. Er með hrað-
frysti-hnapp og -hólfi.
Meðalþörf: 1,9 K Wh pr. 24 klst.
TL 400 — 400 lítra
Utanmál: H X B X L: 89 X 68,5 X131 cm.
Frystigeta 44 kg pr. klst.
Er með hraðfrysti-hnapp og -hólfi.
Meðalaflþörf: 2,2 K Wh. pr. 24 klst.
Fáanlegf 6 litum.
varahluta og víöyerÖarþjGrisustf?.
pwsa
Þurrkan
Tvær gerðir af tauþurrkurum, sem báðir geta
staðið á gólfi eða veríð ofan á þvottavélinni.
Þurrkbelgur er gerður ór ryðfrfu stáii. Báðar
gerðir rjófa strauminn þegar 10 mín. eru eftir,
tii að hindra að þvotturinn krypplist (krump-
ist).
Orka: 2,2 kW.
;
Kæíi
skapar
GERÐ
ZB 2500/2 TR
FástíRafha
létum
I
í Austurveri, Háaleitisbraut 68,
sími 84445 og 86035
Þvottavéi
Gerð SL 128
Þessi nýja vél er með 18 valstillingum og
uppfyllir allar hugsanlegar þvottaþarfir.
Tveir þeytivinduhraöar eru á vélinni, 800
og 400 sn. pr. mfn.
Sápuhólf er fjórskipt.
Hægt er að velja um lltið eða mikið vatn
við þvottinn til sparnaðar á orku.
Utanmál: HxBxD:85X60X55cm.
Orkuþörf: 3 kW 220/300 volt.