Dagblaðið - 14.02.1979, Qupperneq 1
íriálst
úháð
dagblað
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAROG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022.
I
!
5. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRtlAR 1979 — 38. TBL.
„Hart er i ári,” hugsaði kisi, þegar hann rölti í gser frá Alþingishúsinu suður klakabrynjað Templarasundið, „efnahagstil-
lögur Ólafs óaðgengilegar og ég tala ekki meira við þessa menn” — en þó ber hann skottið að alþingismanna sið, auðvelt er
að grípa I það, snúa honum og lokka til baka með loforði um volga mjólkurskál eða nýjar efnahagstillögur.
Ekki berum við kennsl á köttinn en miðað við stjórnmálastöðuna nú mun hann liklegast tilheyra Alþýðubandalaginu.
-GS/DB-mynd R.Th.
..... ..........
Verðlaunahaf inn í getraunaleik DB og Vikunnar
„Hvað veiztu um tónlist?”
Dreymdi tvisvar
fyrir því að hún
myndi sigra
-sjáPOPPábls. 15
Safamýrarmálið:
48 manns í yf irheyrslu
— en fátt eða ekkert nýtt komið fram
Alls hafa 48 menn og konur verið
yfirheyrð í sambandi við Safamýrar-
málið svonefnda. Pilturinn, er var hjá
Sunnu Hildi Svavarsdóttur, er lögregl-
an var kvödd í Safamýrina hina ör-
lagaríku nótt, heldur fast við sinn
fyrsta framburð. Neitar hann afdrátt-
arlaust að hafa barið stúlkuna, en
viðurkennir að hafa hrint henni.
Þeir sem yfirheyrðir hafa verið voru
á einhvern hátt í samvistum við
Sunnu Hildi og piltinn, sem enn situr í
gæzluvarðhaldi, kvöldið áður og um
nóttina er atburðirnir gerðust.
Njörður Snæhólm yfirlögreglu-
þjónn sagði að verið væri að ganga frá
málsskjölum, sem siðan færu til sak-
sóknara. -ASt.
-----------------------------\
Vinna lögð á vogarskálar
— kjallaragrein Konráðs G. Eggertssonar um
rækjuveiðar á innfjörðum — bls. 11
„Átak í orkusparnaði”
— sjá bls. 8
Engin ástúð
í einkastríðinu
Einkastríð Olafs Ketilssonar við
yfirvöld heldur áfram. Skólanemendur
virðast heldur vilja fara með Ólafi en
Sérleyfisbllum Selfoss, sem fengu sér-
leyfið til Laugarvatns eftir að það var
tekið af Ólafi. Ólafur þarf nú hópferðar-
leyfi fyrir hverja ferð, en fær það leyfi
ekki alltaf að sögn Steinþórs Ólafssonar
eftirlitsmanns.
Á mánudagskvöld fór Ólafur með
þrjá fulla bíla til Laugarvatns og kom
eftirlitsmaöurinn þá á vettvang þar sem
hann taldi um klárt lögbrot að ræða.
Hér má sjá þá Steinþór og Ólaf fyrir
framan einn bíla Ólafs og virðist svo sem
eitthvað annað en ástúð skíni úr augum
þeirra.
- JH / DB-mynd Ragnar Th.
ífnahagsfrunivarí>
Ólafs — sjá bls. 5
Ekkert sam-
komulag
á næstunni
— segir Ragnar
Mjög
hlynntir
frumvarpinu
— segir Benedikt
Venjuleg
látaíæti
— segir Ellert
Getur tekið
breytingum
— segir Ólafur
15-20% HÆKKUN OLIU
IÞESSUM MANUÐI
„Væntanleg fyrsta hækkun á olíu
og bensíni mun nema 15—20% og
skella yfir fyrir enda þessa mánaðar,”
sagði Svavar Gestsson viðskiptaráð-
herra í viðtali við Dagblaðið í morgun.
„Það eru þó hreinir smámunir í
samanburði við það, sem á eftir
kemur.”
Svavar sagði, að nefnd sú, sem
skipuð hefði verið fulltrúum þriggja
ráðuneyta, sjávarútvegs, iðnaðar- og
viðskiptaráðuneyta, hefði skilað tillög-
um sinum á ríkisstjórnarfundinum i
gærmorgun.
„Það var ákveðið, að leyfa þeirri
hækkun, sem er i kerfinu að koma
fram, og að ekki þyrfti að grípa til
niðurgreiðslna á olíum ennþá,” sagði
Svavar. „Þetta bitnar hvað harðast á
útgerðinni og á þeim, sem kynda með
olíu og í þvi sambandi má benda á, að
olíustyrkur var hækkaður um 50%
um áramótin. Við glimum hins vegar
við mikinn vanda og höfum rætt
möguleikana á því að ákveða krónu-
tölu i skatt af bensíni, en ekki prósentu
eins og verið hefur.”
- HP
— smamunir
miðað við
það semáeftir
kemur, segir
viðskipta-
ráðherra