Dagblaðið - 14.02.1979, Side 7

Dagblaðið - 14.02.1979, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979. 7 Má komasthjá olíu- kreppu ef vinnsla hefst skjótt f íran Oliusérfræðingar í London telja að komast megi hjá endurtekinni olíu- kreppu í heiminum ef hin nýja rikis- stjórn í Iran bregður við skjótt og kemur olíuvinnslu þar í landi aftur af stað. Telja þeir að endurreisn olíu- iðnaðarins hljóti að verða mikilsverð- asta fnál hinnar nýju stjórnar. Á ann- an hátt verði efnahag landsins ekki komið á réttan kjöl. Olía er eina útflutningsvara írans sem einhverju nemur. Sérfræðingarnir telja þó að næstu tólf mánuði muni samdráttur i hráolíuframleiðslu heims- ins nema um það bil 6%. Þeir reikna með að olíuframleiðsla írana geti náð þrem milljónum fata á dag við enda þessa árs. Er það um það bil helmingur þess sem framleitt var fyrir verkföllin og óeirðirnar sem hófust í haust. James Schlesinger, orkuráðgjafi Carters Bandarikjaforseta, sagði í gær að kommúnistar og aðrir óeirðaseggir réðu nú málum við íranskar oliustöðv- ar og gætu haft í hendi sér hvort olíu- vinnsla gæti hafizt þar á ný. Færi svo að mikill dráttur yrði á að vinnsla hæfist aftur væri jafnalvarleg olíu- kreppa og á árunum 1973 og 1974 fyrirsjáanleg. íran var áður annað stærsta oliuút- flutningsland heimsins. Schlesinger sagði í gær að hann væri efins i að olíuútflutningur írans yrði nokkurn tíma jafnmikill og í tíð keisarans. Þegar arabaríkin stöðvuðu olíusölu til Vesturlanda i árunum 1973 og 1974 var meðal annars gripið til þeirra ráða að loka bensínstöðvum í Bandaríkjun- um og víðar á sunnudögum. Jafnvel var gripið til þess að leyfa bifreiðaeig- endum aðeins að kaupa bensín annan hvern dag. Henry Jackson, öldungadeildar- þingmaður og formaður orkumála- nefndar þingsins, boðaði fyrir nokkrum dögum að ekki yrði hægt að komast hjá skömmtunaraðgerðum á bensíni á naKtunni. Sagðist hann bú- ast við að bensín mundi hækka upp í einn dollara fyrir gallonið (3,8 litrar). Ef svo fer verður það um það bil 50% verðhækkun. Bandaríkjamenn eru nú sagðir vinna að því öllum árum að ná eðli- legu sambandi við hina nýju stjórn í íran. Ástæðan fyrir þvi er ekki ein vörðungu olíumálin heldur er vinsam leg afstaða stjórnarinnar i íran mikil- væg fyrir Bandaríkin vegna legu lands- ins. jStjórn Bazargan forsætisráðherra sem Khomeiny trúarleiðtogi skipaði virðist traust f sessi og heldur fyrsta fund sinn i dag. Eitt fyrsta verk hennar mun verða að fá þá skæruliða sem með henni hafa starfað til að skila vopnum sinum. Á mynd-j inni sést þar sem hópur stuðningsmanna Khomeinys, bæði hermenn og óbreyttir, biða eftir að taka á móti herdeild 'ggri keisaranum, f vigi f Teheran. mm SB& 4 Cartcr heimsækir Mexíkó Jimmy Carter forseti Bandaríkjanna kemur í dag til Mexíkó í opinbera heim- sókn. Bandarikjamenn renna hýru auga til oliulinda þar I landi en talið er að olía i Mexíkó sé mun meiri en í Saudi- Arabíu, sem til skamms tíma var talin olíuauðugasta ríki heims. * Svo virðist sem stór hluti höfuðborg- arinnar í Chad í Mið-Afríku sé á valdi uppreisnarmanna. Þessi fyrrum franska nýlenda hefur logað í bardögum siðustu sólarhringa. Franskt herlið í landinu hefur tilkynnt að það muni ekki skipta sér af innanlandsóeirðum. Erlendar fréttir ■Mb. Þristur VE-61 er til sölu. Báturinn sem er 55 tonn er smíðaður í Danmörku 1956 — en endurbyggður 1974. 1 bátnum er: 425 hestafla Caterpillar frá 1976 10 hestafla Buch Ijósavél 64 mílna Decca radar frá 1974 6 tonna trollspil frá Héðni frá 1974 Stýrisvél frá Sharp 1974 Dýptarmælir og fisksjá frá Koden 1974 \sdic fyrir þurran pappír frá Simrad Koden Ijósmiðunarstöð Linuspil Skuttog var sett á bátinn fyrir þremur árum. Báturinn selst á matsverði, eða því sem næst, og getur útborgun verið algjörlega i lágmarki ef um góðar tryggingar er að ræða. Báturinn getur verið til afhendingar strax. EIGNAVAL SF. SUÐURLANDSBRAUT10. GRÉTAR HARALDSSON HRL. SÍMAR 85650 OG 85740 , EIGNAVAL auglýsirfasteignir Brekkugerði — einbýlishús: Höfum í einkasölu stórglæsilegt einbýlishús við Brekkugerði. Húsið er á 2 hæðum, samtals að gólffleti 340 mJ. Falleg rækt- uð lóð, einstakt útsýni. Möguleiki er að útbúa litla íbúð á neðri hæðinni með sérinngangi. Garðabær — eldra einbýlishús: Húsið, sem er forskalað, er hæð og ris. Húsið er töluvert endurnýjað og er um 180 m' að gólffleti. Stór falleg lóð með miklum trjágróðri. Verð 22 millj. Möguleiki á að taka litla íbúð upp í hluta kaupverðsins. Hraunbær — 3ja herbergja góð íbúð á 3. hæð. Bein sala eða skipti á 4ra herbergja íbúð i sama hverfi. Kóngsbakki — 3ja herbergja íbúð með sérþvottahúsi, skipti mögulega á stærri ibúð. Krummahólar — 3ja herbergja mjög góð ibúð í háhýsi. Bein sala eða skipti á stærri eign. Arnarnes — sjávarlóð 1250 m' sjávarlóðá norðanverðu Arnarnesi. Án efa sú bezta á markaðinum. Arnarnes — 1650 m2 lóð við Hegranes, verð aðeins kr. 5 milljónir. EIGNAVAL SF. SUÐURLANDSBRAUT10. GRÉTAR HARALDSSON HRL. SIGURJÓN ARISIGURJÓNSSON BJARNI JÓNSSON SÍMAR 33510 - 85650 -85740

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.