Dagblaðið - 14.02.1979, Page 9

Dagblaðið - 14.02.1979, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979. 9 ’Homi Menningin magnast — nýr pulsuvagn við Laugardalslaugamar Nýr pylsuvagn var tekinn i notkun á laugardag, einn þriggja vagna sem borg- arstjóm Reykjavíkur gaf leyfi fyrir í haust. Þessi nýi vagn er við sundlaug- amar i Laugardal. Einn vagn er áður kominn á Lækjartorg og sá þriðji er væntanlegur við Sundahöfn. Eigandi vagnsins við sundlaugarnar er Tulin Johansen og ræddi Dagblaðið stuttlega við konu hans Matthildi en hún afgreiðir pylsurnár. Hún sagði að salan hefði farið prýðilega af stað um helgina, þrátt fyrir það að vagninn hefði ekki verið auglýstur. Vagninn er dansk- ur og í honum er rafmagn. Matthildur sagði að starfið i pylsuvagn- inum væri líflegt og skemmtilegt og litur hún björtum augum til sumarsins, þegar ferðum fjölgar I laugarnar. -JH. Bátasjómenn telja skuttogara hættu- legasta þorskinum Sjómenn eru ekki á eitt sáttir um það hverjir séu sekastir í því efni að koma með lélegt hráefni að landi úr veiðiferð- um, né heldur hvaða veiðiaðferðir séu hættulegastar þorskstofninum í þvi kramarástandi sem hann er nú í. Bátasjómaður hafði samband við DB vegna fréttar um margfalt aflamagn netabáta með blýteinsnet. Taldi hann aflamagn þeirra mjög gróflega ofmetið, þegar talað væri um sexfalt meira afla- magn í blýteinsnet en steinanet. Sjómaðurinn sagði að blýteinsnetin hefðu reynzt mun veiðisælli en steina- netin, einkum þegar afli væri tregur. Taldi hann nær sanni að þar munaði 25% á aflamagni heldur en þvi sem fram var haldið í frétt DB á fimmtudag. 1 uppgripaafla munaði engu á veiði- hæfninni, þvi þá lægi fiskurinn ekki eins við botn. Þá hafði vinnslustöðvarstjóri í Grindavik samband út af sömu frétt. Taldi hann afla Grindavikurbáta nú i janúar að langmestu leyti vera ufsa og lítið magn af þorski hefði borizt á land. Af ufsaafla bátanna nefndi hann dæmi um 77—88% sem farið hefðu i 1. flokk, að 8—17% hefðu farið I 2. fokk og að- eins 4—6% i þriðja flokk. Þorskafli sem borizt hefði í stöð hans fór 90% í 1. flokkog 10% i 2. flokk. Báðir vildu menn þessir halda fram að skuttogarar væru miklu hættulegri veik- burða þorskstofninum en bátaflotinn. Skuttogararnir væru gerðir út allan árs- ins hring og aldrei kæmi fram hve mikið af afla þeirra færi beint i bræðsluverk- smiðjur sem ónýtt hráefni. Þessa hefði t.d. mjög gætt hjá togurum á Norður- landi i fyrrasumar. Einnig bentu þeir á að reknetabátar kæmu oft með ónýtt hráefni að landi sem færi beint i bræðslu. -ASt. Ef þorskaf linn verður eins í ár og í fyrra: Verður hægt að stunda þorskveiðar fram íagúst? „Miðaö við sama aflamagn þorsks í ár og var I fyrra á að vera hægt að stunda þorskveiðar hér við land eitthvað fram i ágústmánuð áður en hinu nýja aflahámarki i tillögum Hafrannsókna- stofnunarinnar er náð,” sagði Ólafur Karvel Pálmason fiskifræðingur er hann benti okkur á villu í frásögn DB á mið- vikudag. í DB voru teknar tölur úr aflaskýrsl- um Fiskifélagsins i fyrra, tölur sem skráðar eru undir heitinu „Þorskafli”. Ólafur sagði að þessi skýring ruglaði marga enda ónákvæm. Undir þessum lið er átt við botnlægar tegundir fiska. Á sömu síðu í Ægi er að finna tölur sérgreindar fyrir þorsk. I lok júni í fyrra var heildarþorskaflinn 198.000 lestir. í júlílok var heildarafli ársins orðinn 248.000 lestir og í ágústlok 270.000 lestir. Það hefur því verið um verzlunar- mannahelgina i fyrra sem búið var að veiða þær 250 lestir sem Hafrannsókna- stofnunin telur nú að setja þurfi há- markið við í ár. Dæmið lítur því ekki alveg eins illa út og frétt DB gaf til kynna, þ.e. að aflamagninu yrði náð í maílok. Hins vegar hefur aflinn til þessa í ár verið betri en í fyrra, svo hugsazt getur að aflahámarkinu nú verði náð fyrr en ef afli verður með sama hætti og í fyrra. -ASt. Dagskammtur fyrir þessa PHIIjCO þvottavél! a(og hún þvær það!) Tíu manna fjöl- skylda þarf aö eiga trausta þvottavél, sem getur sinnt dag- legum þvottaþörfum fjölskyldunnar. Þessi tíu manna fjölskylda sést hér á myndinni meö dag- skammt sinn af þvotti. Og þeíta þvær Philco þvottavélin daglega, mánuðum og árum saman. Þvottavél, sem stenst slíkt álag ; þarfnast ekki frekari i meömæla. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Þvottavél í þjónustu tíu manna fjölskyldu veröur líka aö vera sparsöm. Philco þvottavél tekur inn á sig bæöi heitt og kalt vatn, sem sparar raf- magn og styttir þvottatíma. Philco og fallegur þvottur fara saman.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.