Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 1979.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979.
13
12
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
Svíar hafa valið
í Spánarkeppnina
Sviar hafa valið landsliðið 1 handknattleik, sem
leikur i ólyrnpíu- og B-keppninni á Spáni — en sú
keppni hefst í næstu viku. Val landsliðsþjálfarans,
Bertil Andersen kom ekki á óvart, nema það, að hann
valdi Bengt Persson, 24ra ára lögregluþjón frá Malmö
í liðið. Svíar eru 1 riðli með Noregi og Búlgariu. Tvö
efstu liðin í keppninni á Spáni komast i keppni hand-
knattleiksins á ólympíuleikunum i Moskvu næsta ár.
Sjö efstu liðin í siðustu heimsmeistarakeppni tryggðu
sér þann rétt á HM i Danmörku fyrir ári — en auk
þess leika í Moskvu lið frá Asíu, Afriku og Ameríku.
Samtals 12.
Sænska landsliðið verður þannig skipað á Spáni:
Markverðir: Claes Hellgren, Heim, Göran Haby,
Redbergslid, og Thomas Gustavsson, Heim.
Aðrir leikmenn: Lars-Göran Jonsson, Kristianstad,
Basti Rasmussen, Ystad, Lars Norgren, AIK, Bo
Andersson, Eskilstuna, Bengt Hansson, Göran
Bengtsson, Lars-Börje Hasselberg og Jörgen Abra-
hamsson, allir Drott, Ingemar Andersson og Thomas
Augustsson, Heim, Bengt Hakonsson og Bo Persson,
Vikingarna auk Bengt Persson, Malmö.
Uli Hoeness
stjóri Bayern
Bayern Miinchen hefur ráðið einn þekktasta knatt-
spyrnukappa Vestur-Þýzkalands sem framkvæmda-
stjóra frá og með 1. júll að telja. Það er Ule Hoeness,
fyrrum leikmaður félagsins á veldistímum þess fyrír
nokkrum árum. Hoeness varð heimsmeistarí i liði
Vcstur-Þýzkalands 1974 og lék í allt 31 landsleik.
Stjörnukvöld í
Laugardalshöll
Það verður stjörnukvöld i Laugardalshöll i kvöld —
og hámarkið i íokin verður keppni milli bandarísku
körfuknattleiksmannanna, sem leika hér á landi og
islenzka landsliðsins f körfuknattleik.
Ómar Ragnarsson verður með stjörnulið sitt á
ferðinni — iþróttafréttamenn leika við íslandsmeist-
ara Vals i innanhússknattspyrnu, þar sem eitthvað
verður gert til að hefta Valsmenn. Vftakeppni verður i
körfunni milli islenzkra og bandariskra leikmanna —
Halli og Laddi koma öllum i gott skap, og margt ann-
að verður á dagskrá, sem gleðja mun augað. Stjörnu-
kvöldið hefst kl. 20.00.
Sex mörk Sigga
Helsingborgar-liðin Vikingarna og Olympia gerðu
jafntefli 17-17 í innbyrðisviðureign sinni i Allsvenskan
i handboltanum. Sigurður Sveinsson átti stjörnuleik
með Olympia. Skoraði sex mörk og var markhæstur í
leiknum. Sannkölluð skotsýning hjá honum, skrifuöu
sænsku blöðin. Þá kom mjög á óvart að Ystad vann
efsta liðið Heim 25-21 i Ystad. Heim hefur nú þriggja
stiga forustu eftir 18 umferðir.
Nordquist til USA
Fyrirliði sænska landsliðsins i knattspyrnu, Björn
Nordquist, sem leikið hefur fleiri landsleiki i knatt-
spyrnu en nokkur annar, mun leika með bandariska
liðinu Minnesota Kicks i framtiðinni. Gerði samning
til 2ja ára. Árslaun um 15 milljónir isl. króna auk
bónusa.
Lézt eftir keppni
Í5000 m hlaupi
Ungur hlauparí i Filippseyjum lézt eftir að hafa
orðið i fimmta sæti i 5000 metra hlaupi i keppni i
Mindanao — 800km fyrír sunnan Manila á Filippseyj-
um. Keppnin var f siðustu viku og hlauparínn Madim
Tambada féll i miðju hlaupi. Hann stóð á fætur og hélt
áfram og lauk hlaupinu. Þegar hann var kominn yfir
marklínuna missti hann meðvitund — var f skyndi ekið
á sjúkrahús en aliar tilraunir til að bjarga Iffi hans mis-
tókust.
Haukar hlutu bæði stigin gegn Fylki
Haukar yfirgáfu fallliðin fyrir fullt og
allt i 1. deildinni f handknattleiknum,
þegar þeir sigruðu Fylki f fjörugum leik f
fþróttahúsinu i Hafnarfirði f gærkvöld,
23—21. Það var oft mikil spenna en
gæðin voru ekki að sama skapi alltaf
mikil. Haukar eru f fimmta sæti i deild-
inni með 10 stig — fimm stigum á undan
liðunum, sem koma næst á eftir, Fylki og
ÍR. HK rekur svo lestina með fjögur
stig. Fallbaráttan verður þvf milli þess-
ara þriggja liða.
Lokakafli leiksins í gær var tvísýnn —
og þá urðu Fylkismönnum á ýms mis-
tök, eins og svo oft áður undir lok leikja,
svo Haukar stóðu uppi sem sigurvegar-
ar. Taugar nýliðanna úr Árbænum hafa
oft gefið sig þegar mest hefur á reynt á
lokamínútunum. Eins var I gær. Jafnt
var 19—19 og um tíu mínútur eftir af
leiknum. Þá tókst Haukum að skora tvö
mörk — annað fyrir mikinn klaufaskap
Fylkis og þeim fengna hlut héldu Hauk-
ar til loka, 21—19. Bæði lið skoruðu tvö
mörk það sem eftir lifði leiksins og úrslit
því 23-21.
Framan af virtist sem Haukar ætluðu
að tryggja sér öruggan sigur — léku þá
af öryggi hins sterka. Haukar komust í
7—4 en þá datt allur botn úr leik liðsins.
Fylkir gekk á lagið og skoraði næstu
fimm mörk og staðan breyttist í 9—7
fyrir Fylki. En lokakafla hálfleiksins
réttu Haukar sinn hlut á ný. Jöfnuðu og
komust síðan yfir. Staðan 11—10 fyrir
Hauka. Slakur árangur Fylkis lokakafla
hvers hálfleiks hefur verið afgerandi
fyrir liðið í keppninni, leikmenn ekki í
nógu góðri æfingu til að leika á fullu
heilan hálfleik — og einnig byggist þetta
að nokkru á því, að félagið hefur ekki
nægilegt mannaval. Slappleiki, þegar
þreyta sezt í lykilmenn liðsins.
Síöasti hálfleikur var lengstum mjög
jafn. Allar jafnteflistölur sáust á ljósa-
töflunni upp í 19—19. Þá komu mörkin
tvö, sem færðu Haukum sigur.
Mörk Hauka í gær skoruðu Hörður
Harðarson 7/5, Ingimar Haraldsson 5,
Andrés Kristjánsson 5/3, Árni Sverris-
son 3, Ólafur Jóhannesson 2/1 og
Stefán Jónsson. Mörk Fylkis skoruðu
Sigurður Símonarson 5, Einar Einarsson
5, Magnús Sigurðsson 3/2, Halldór Sig-
urðsson 3, Gunnar Baldursson 3, Einar
Ágústsson og ögmundur Kristinsson.
Á eftir þessum leik léku Haukar og
Valur í 1. deild kvenna. Haukastúlkurn-
ar unnu þar heldur óvæntan sigur, 17—
14, í allskemmtilegum leik — en Vals-
liðið er þó ekki hið sama og áður.
Óvenjuhá markaskorun í kvennaleik og
framan af var jafnræði með liðunum.
Síðan sigu Haukastúlkurnar framúr —
vel hvattar af áhorfendum. Komust í
7—4 — síðan 10—6. Valsstúlkurnar
gáfust ekki upp. Tókst að jafna i 13—13
en þá var púðrið búið. Lokakaflann
skoruðu Haukar fjögur mörk gegn einu
og unnu sanngjarnan sigur. Þær
Guðrún og Halldóra skoruðu mest hjá
Haukum, fjögur mörk hvor en Harpa
skoraði helming marka Vals, eða sjö.
Halldór Halldórsson:
Mikill áhugi er nú á ísknattleik I Reykjavik og undanfarnar vikur og mánuói hefur mátt sjá margan knáan kappann leika listir sinar á skautasvellinu — og fastar æfingar
-ru f fshokkey hjá Skautafélagi Reykjavfkur á Melavellinum gamla, góða. Bjarnleifur Ijósmyndarí leit þar við f gærkvöid og tók þá myndina að ofan af görpum Skautafé-
lagsins. Þeir komu vissulega á óvart norður á Akureyrí — unnu stórsigur á Akureyringum, sem hafa veríð ókrýndir konungar f fshokkey hér á landi hingað til.
Hvar liggur meinið hjá Breiðabliki?
Mjög fannst mér það táknrænt fyrir
störf flestra stjórna knattspyrnudeilda
Breiðabliks, sem ég þekki til, yfirlýsing-
in f Morgunblaðinu 2. febrúar sfðastlið-
inn. Þar segir, að nýskipuð stjórn knatt-
spyrnudeildarinnar hafi útvegað þjálfara
fyrir meistaraflokk félagsins cg mátti á
þvf skilja að allir hlutir væru nú komnir f
stakasta lag. Röð og regla á öllu — ja,
jú, að vfsu vantaði að útvega þjálfara
fyrír alla yngri flokkana. En það er nú
kannski ekki eins áríðandi, eða hvað?
Yngri flokkarnir verða að skipa miklu
hærri sess hjá íslenzkum félögum en þeir
gera í dag. Við vitum vel að þessir
drengir eru flestir verðandi meistara-
flokksmenn og ber að undirbúa þá miklu
betur en gert er fyrir stærri átök og það
tekst bara með góðri kennslu uppvaxtar-
árin.
Uppbygging 1 molúm
Það sem gerðist hjá Breiðabliki sl.
keppnisár er að uppbygging undanfarin
ár hefur brugðizt hrapallega. Ekki hefur
tekizt að laða fram hæfa einstaklinga til
að fylla upp i skörð meistaraflokksins og
einnig af sömu orsökum hefur sam-
keppnin um stöður í liðinu ekki verið
fyrir hendi. Slíkt er bagalegt hverju fé-
lagi eins og berlega kom fram hjá Breiða-
bliki sl. ár.
Það er lífsnauðsyn hverju knatt-
spyrnufélagi aö byggja upp á eðlilegan
hátt, — myndist gap eins og í fyrra hjá
Breiðabliki, er ekki von á góðu. Það var
hreinlega skortur sl. ár á nógu góðum 2.
flokks-mönnum til uppfyllingar, leik-
mönnum með einhverja leikreynslu og
getu til að taka við. Það er ekki nóg bara
að vera ungur — getan verður að vera
fyrir hendi.
Greinilegt er, að 2. flokks-mönnum fé-
lagsins hefur ekki verið gefinn möguleiki
á nógu mörgum leikjum með meistara-
flokki undanfarin ár. Allur undirbúning-
ur yngri leikmanna, sem eru að hefja
sinn meistaraflokksferil, þarf að vera
miklu betri en hefur tíðkazt hjá Breiða-
bliki. Meistaraflokkur er jú sá flokkur,
sem allir piltar eru að keppa að — og all-
ur æfingaferill pilts gegnum flokkana á
að miða að því að skapa sem hæfastan
meistaraflokksmann — það er lokatak-
markið. Þar kemur í ljós hvort vel hefur
verið unnið.
Það kom berlega í ljós hjá Breiðabliki
sl. ár að illa hafði tekizt til í þessum
efnum.
Nánara samstarf
þjálfara
Nauðsynlegt er að gott samband sé
milli þjálfara flokkanna þannig, að
góður grundvöllur skapist til að hægt sé
að samræma sem bezt alla þjálfun og
aðra uppfræðslu. En ekki eins og nú —
menn talast ekki við: Hver er að bauka í
sínu horni, uppfullir af áhuga um að
reyna að ná í það minnsta í einn bikar
fyrir sinn flokk, sem er náttúrlega tak-
mark út af fyrir sig. En hræddur er ég
um að sú glýja, sem menn fá í augun af
þessum skínandi verðlaunagripum, bindi
Halldór Halldórsson.
þjálfara yngri flokkanna við sitt starf.
Eitt er öruggt að rangt er að staðið í
þjálfun á yngri aldursflokkunum. Ef
skilja má yfirlýsinguna í Mbl. rétt kemur
nýja stjórnin ekki auga á þetta. Þar má
lesa milli línanna. „Við erum sko í öllu
með á nótunum eins og hingað til.
Meistaraflokk er nefnilega borgið.”
Hvílík fásinna. Meistaraflokk er aldrei
borgið fyrr en unglingaþjálfun og öll
uppbygging er í betra lagi en tiðkast hjá
Breiðabliki. Svo mætti eflaust segja um
fleiri félög á Islandi.
Hver er tilgangur
unglingaþjálfunar?
Miklu meiri vinnu þarf að leggja í
þjálfun á yngri leikmönnum en gert er
og þar ríður á að nota hvern tima til
kennslu og aftur kennslu þann alltof
stutta tima, sem afmarkaður er til
þessara starfa. Tækjabúnaður og önnur
aðstaða þyrfti að vera allt önnur og betri
en nú tíðkast. Við hinir fullorðnu
verðum að gera okkur betur grein fyrir
því hver tilgangur unglingaþjálfunar er
— og svari hver fyrir sig.
Stjórnleysi 1978
Stjórn knattspyrnudeildar verður að
starfa af víðsýni. Stjórnsemi getur ráðið
úrslitum. Heimsins bezti þjálfari getur
litlu áorkað ef grundvöllurinn er ekki
góður til framdráttar. Þegar stjórn
knattspyrnudeildar getur ekki staðið
með þjálfara og stutt við bak hans í
starfi er ekki von á góðu. Það var
reynsla mín þann stutta tíma, sem ég
starfaði hjá Breiðabliki sem þjálfari
meistaraflokks í byrjun árs 1978. Um
mánaðamótin janúar-febrúar varð ég að
láta af störfum vegna óviðunandi
ástands leikmanna og glundroða stjórn-
arinnar.
Skýrslu um hið slæma ástand gaf ég
þáverandi stjórn þann 9. febrúar 1978.
Varaði ég þar við þeirri hættu sem fram-
undan væri. Sú viðvörun var vissulega á
rökum reist eins og síðar kom í Ijós á
keppnistímabilinu. Sú skýrsla hefur
hvergi komið fram ennþá — ekki einu
sinni á aðalfundi knattspyrnudeildarinn-
ar. Allir sjá að slíkt getur ekki gengið.
Meiri reglu verður að hafa eigi hlutirnir
að takast.
í hópíþróttum verður að vera viss agi
og gott skipulag svo leikmenn hafi eitt-
hvað markvisst að fara eftir. Leikmenn
Breiðabliks eru í raun engu frábrugðnir
leikmönnum annarra liða hvað varðar
metnað og vilja til að ná árangri. Stjórn-
in brást I sínu starfi — á því leikur eng-
inn vafi. Þannig kemur það mér fyrir
sjónir að minnsta kosti.
Góður ef niviður
Margar ánægjustundir hef ég átt með
Breiðabliksmönnum og ég vil veg
Breiðabliks sem mestan. Þess vegna er
svolítið ergilegt að horfa upp á þessi slæ-
legu vinnubrögð varðandi unglingaþjálf-
unina og aðra uppbyggingu innan fé-
lagsins, sem auðvitað bitnar alltaf síðast
og ekki sízt á meistaraflokknum.
I Breiðabliki eru margir efnilegir,
ungir knattspyrnumenn, sem gætu hafið
nafn félagsins til vegs og virðingar. En
án réttrar handleiðslu forustunnar ná
þessir piltar ekki að verða afreksmenn í
íþróttinni.
Vonandi beitir hin nýja stjórn knatt-
spyrnudeildarinnar sér af alefli, því
mikið er í veði að vel takizt.
Og ég óska Breiðabliki alls hins bezta í
framtíðinni.
Halldór Halldórsson,
knattspyrnuþjálfari.
Liverpool á ný í efsta sætið
— Sigraði Birmingham í gærkvöld með 1-0 og Arsenal skauzt upp í annað sæti ef tir sigur á QPR
Evrópumeistarar Liverpool nýttu
fyrsta tækifæri til að komast á toppinn á
ný í 1. deildinni ensku — sigruðu i gær-
kvöld neðsta liðið í deildinni, Birming-
ham, með 1-0 á Anfield i Liverpool.
Arsenal lék i vesturbæ Lundúnaborgar
við Queens Park Rangers — sigraði og
skauzt upp i annað sætið f deildinni.
Hefur betri markamun en Everton.
Liverpool hefur nú 37 stig — en Arsenal
og Everton 36 stig. Þar sem leikafjöldi
efstu liðanna i 1. deild er misjafn er raun-
hæfara að Uta á töpuð stig þeirra. Liver-
pool hefur tapað níu stigum, West
Bromwich Albion 12, Everton 14, Nott-
ingham Forest 15 og Arsenal 16.
Arsenal hefur því tapað sjö stigum meir
en Liverpool.
Hávaðarok á Anfield gerði leikmönn-
um Liverpool og Birmingham erfitt fyrir
í gærkvöld. Birmingham lék sterkan
varnarleik — oftast með alla ellefu
menn liðsins í eða við vítateig. Gallacher
og Tarantini voru þar mjög sterkir — en
þeir gátu þó ekki komið í veg fyrir, að
Liverpool skoraði. Það var á 37. mínútu.
Ray Kennedy skallaði knöttinn fyrir
fætur Graham Souness og skozki lands-
liðsmaðurinn skoraði með föstu skoti
neðst í markið. Áhorfendur bjuggust við
markaregni — efsta liðið gegn því
neðsta — en það varð ekki og frétta-
menn BBC sögðu, að Liverpool-liðið
hefði leikið langt frá sínu bezta. En
þýðingarmikil stig unnust — og það var
fyrir öllu hjá Evrópumeisturunum.
Birmingham tapaði þarna sínum níunda
leik í röð. Von liðsins að halda sæti í 1.
deild er nú mjög veik, svo ekki sé meira
sagt. Jim Smith, framkvæmdastjóri
Birmingham, sagði fyrr i vikunni að
félagið mundi ekki nota milljón sterl-
ingspundin, sem það fékk fyrir Trevor
Francis frá Nottingham Forest, til að
kaupa nýja leikmenn strax. Enginn asi í
því sambandi. Allar skuldir, um 500 þús-
und sterlingspund, greiddar fyrst, og
síðan reynt að byggja upp fyrir framtíð-
ina. Þrátt fyrir tapið i gær lék Birming-
ham-liðið betur en oftast áður á leik-
tímabilinu —. átti þó aðeins þrjú skot á
mark Liverpool.
Úrslit í leikjunum í gær urðu þessi:
1. deild
Liverpool — Birmingham 1-0
QPR — Arsenal 1-2
3. deild
Carlisle — Bury 1-2
Southend — Sheff. Wed. 2-1
4. deild
Crewe — Doncaster 2-4
Arsenal hafði yfirburði gegn QPR frá
byrjun en það tók tíma áð nýta þá yfir-
burði í mörk. Ekki fyrr en eftir rúman
klukkustundarleik að Arsenal skoraði —
og þó komu tvö mörk á fjórum mínút-
um. Fyrst skoraði David Price — siðan
Liam Brady. Fjórum mín. fyrir leikslok
skoraði Don Shanks eina mark QPR, og
liðið er í alvarlegri fallhættu. Áhorf-
endur voru rúmlega 21 þúsund.
Stjórn ensku deildakeppninnar ákvað
í gær að leikir í deildakeppninni skyldu
ganga fyrir á laugardag en þá á fimmta
umferð bikarkeppninnar einnig að fara
fram. Enn er ekki alveg öruggt hvaða lið
leika saman i nokkrum leikjum í bikar-
keppninni — en það ætti að einhverju
leyti að skýrast í kvöld. Ef ekki fást úrslit
og liðin geta af þeim ástæðum ekki leikið
í bikarkeppninnin á laugardag, leika þau
í deildakeppninni en í bikarnum á
mánudag.
Staða efstu og neðstu liða í 1. deild er
nú þannig: Liverpool 23 17 3 3 50-10 37
Arsenal 26 14 8 4 45-22 36
Everton 25 13 10 2 37-19 36
WBA 23 14 6 3 48-22 34
Leeds 27 12 9 6 49-32 33
Middlesbro 24 6 6 12 32-35 18
Bolton 23 6 6 11 29-41 18
QPR 25 4 10 11 24-37 18
Wolves 25 7 3 15 24-46 17
Chelsea 24 4 6 14 27-51 14
Birmingham 25 2 4 19 21-43 8