Dagblaðið - 15.02.1979, Page 2

Dagblaðið - 15.02.1979, Page 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. 2 Marinusi nafnlausa svarað: Rætin skrif um rækjusjómenn Rækjusjómaður skrifar: 1. febr. skrifar öfundsjúkur maður grein í Dagblaðið með fyrirsögn með stærsta letri: „Að heimta 20% skatt- friðindi fyrir menn með 1.5 milljónir á mánuði”. Ég hringdi í fréttastjóra Dagblaðsins og vildi fá að vita um rétt nafn greinarhöfundar, hann kvað það -ekki hægt en taldi að yfirleitt tækju nú ekki margir mark á greinum sem skrifaðarværu undir dulnefni. Ég held að því miður taki margir svona upp- slátt trúanlegan og telji þetta staðreynd. Af flestum stéttum þjóð- félagsins er hægt að slá upp slíkum dæmum ef lítt er skeytt um sannleik- ann eins og þarna er gert. Vesalingur þessi beinir þarna illsku sinni að rækjusjómönnum og mér finnst, við Isafjarðardjúp, þvi nefnd eru 5 tonn á viku sem ég held að ekki séu í gildi nema hér. Það er rétt að 6 tonna há- marksafli er hér á hvern bát á viku, fátt annað í þessari rætnu grein er rétt. Um ákvörðun verðlagsráðs ætla ég ekki að fjalla hér en ætla að þaö hafi rök fyrir sínum gjörðum. Maðurinn telur rækjumenn lítið þurfa að hafa fyrir sínum launum. En sannleikurinn er sá að hver sjóferð tekur frá 12 og upp í 18 klst. miðað við að ekkert komi fyrir sem oft vill þó verða. Ég held að þessi náungi ætti að kynna sér betur hagi þessara manna og sjómanna yfir- leitt áður en hann beinir vonzku sinni næst að sjómönnum. í hans augum virðast þeir miklir óþurftarmenn í þjóðfélaginu, það sé nú munur en opinberir starfsmenn. Ég hef ráð á því og vil hér með bjóða náunga þessum með í eina sjó- ferð á rækju í viðunandi veðri, ef hann hefur kjark til að gefa sig fram, þó ég Dreifingarklúbbur Dagblaðsins og Vikunnar. SEL Um leió og þú byrjar að bera Dagblaðið út til kaupenda á höfuöborgarsvæöinu, eða selja annaö hvort Dagblaðiö eða Vikuna gerist þú félagi í Dreifingarklúbbi DB og Vikunnar. Fyrir það færð þú að sjálfsögóu þín laun, en auk þess skorar þú mörk í dreifingarkeppn- inni standir þú þig vel. Fyrir mörkin sem þú skorar færðu viður- kenningarseðil. Seðlunum safnar þú og þegar þeir eru orðnir nógu margir skiptir þú á þeim í afgreiðslu blaöanna og þeim verð- launagrip sem þú kýst þér úr sýningar- skápnum. Hér á myndinni sérðu nokkra af verðlauna- gripunum, en þeir eru miklu, miklu fleiri. Komdu á afgreið§luna í Þverholti 11, líttu í verðlaunaskápinn og fáðu þetta allt saman útskýrt frekar. Þórunn, Júlía eða írena segja þér allt sem þú þarft að vita ætlir þú að dreifa Dagblaðinu, en Anna eöa frena ef þú ætlar að selja Vikuna. Afgreiðslan er í Þverholti 11, rétt hjá Hlemm- torgi. id/iD i n telji að sá sem er svo vesæll að þora ekki að setja sitt rétta nafn undir það sem hann skrifar í blöð sé ekki nýtur til neinna starfa á sjó. Ef vesalings Marinus tekur boðinu er ég viss um að hann fræddist um margt, sem hann ekki þekkir nú, en hann gæti misst af sjónvarpsfréttum þann dag. Um verðið á rækjunni er það að segja að meginhluti rækjunnar sem kemur á land um þessar mundir hér við Djúp, er á kr. 150 kg og aflinn frá einu tonni upp í 6 tonn yfir vikuna. Nú ætti Marinus að geta reiknað hlut þeirra manna sem fiska 1 tonn yfir vikuna og kannski minna, sem getur komið fyrir, því góður sýnist hann vera í margföldun. Nú er ástandið 1 rækjuveiðunum hér við Djúp þannig að til stendur að hætta þeim og gæti þá þessi náungi glaðzt á ný. Eitt er nú að fleiri vikurnar úr árinu eru laun þessara manna lítil sem engin og myndi Marinusi og mörgum öðrum þykja þau lúsarlega lág ef sjálf- ur hefði. Hitt er rétt, sem betur fer, að ef vel fiskast getur hlutur orðið góður, sumar vikurnar, sérstaklega á rækj- unni, þar sem skiptin eru þannig frá gamalli tið en standast ekki á nýjum og dýrum bátum. Óvissan og öryggisleysið í rækjuveiði er orðið slíkt, að ekki er hægt við að búa mikið lengur og þætti örugglega mörgum með föstu launin óþolandi, þó að þau séu að vísu ekki alls staðar há. Skattfríðindakónga kallar maður þessi sjómannastéttina alla. Ekki ætla ég að svara því að þessu sinni en bið hann að hugleiða, áður en hann skrif- ar næst, á hverju íslenzka þjóðin lifir og ekki eru það sjómenn sem hæst hrópa um fríðindi og aðrar kröfur í þessu þjóðfélagi okkar. Sigurjón Hallgrímsson fsafirði. Hvar er mittis- belta- drykkja stunduð? — Jón Hjaltason í Oóali krafinn svars Jóhannes Björgvinsson dyravörður í félagsheimilinu i Stykkishólmi hringdi: „Jón Hjaltason, eigandi veitinga- hússins Óðals í Reykjavík, sagði í þættinum Kastljósi í sjónvarpinu á föstudaginn var að unglingar á aldrin- um 13 til 15 ára stunduðu mittisbelta- drykkju (þ.e. hefðu flösku 1 beltinu) í félagsheimilum úti um land. Ég vil mótmæla þessu,” sagði Jóhannes. Hann sagði að í Stykkis- hólmi kæmust krakkarnir aldrei yngri en sextán ára inn í félagsheimilið. Sama sagði hann að gilti í félagsheim- ilum á Snæfellsnesinu. Jóhannes sagðist eindregið óska þess að Jón Hjaltason nafngreindi þau félagsheimili sem hann heföi átt við þegar hann kom fram í Kastljósþætt-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.