Dagblaðið - 15.02.1979, Síða 3

Dagblaðið - 15.02.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. Olíumalarmálið: HATT REITT TIL HOGGS í ÚRRÆÐALEYSISÍNU Gissur Jörundur Kristinsson Kópavogi, skrifan Stundum grípa menn til óyndis úrræða í örvinglan. Átakanlegt dæmi um slíkt atferli sáu menn á forsíðu Dagblaðsins mánudaginn 5. febrúar sl. Richard Björgvinsson viðskipta- fræðingur og bæjarráðsmaður vegur þar að formanni bæjarráðs Kópavogs fyrir að hafa tekið ákvörðun um að lána ríkisstofnun, þ.e. Vegagerðinni, 1000 tonn af oliumöl, í eign Kópa- vogs, gegn greiðslu í sama. 1 þessu sambandi er rétt að varpa fram og svara nokkrum spurningum. Þurfti Kópavogur á þessari oliumöl að halda vegna eigin framkvæmda? Nei. Var þá ekki sjálfsagt að sýna þá greiðasemi að lána Vegagerðinni þetta magn gegn greiðslu í sama magni af nýju og þar af leiðandi betra efni? Jú. En hvað var þá að? Jú, það var formgalli. Rétt hefði verið að leggja málið fyrirfram fyrir bæjarráð. Að öðru leyti var um sjálfsagðan hlut að ræða. Og var þá sjálfsagt að reiða hátt til höggs og láta höggið ríða, fyrir neðan beltisstað. Á sl. kjörtímabili var Richard Björg- vinsson aðalforingi Sjálfstæðis- flokksins sem þá var með 4 bæjarfull- trúa og var valdamesta aflið í meiri- hlutasamstarfi. Hvernig til tókst má best sjá af viðbrögðum hanseigin flokksmanna. Þeir höfnuðu honum á eftirminni- legan hátt i prófkjöri til alþingiskosn- inga og vildu heldur ganga i þrennu lagi til bæjarstjórnarkosninga en leggja nafn sitt við hans. Þegar athugaður er viðskilnaður f.v. meirihluta t.d. í skuldasöfnun, handahófslegum framkvæmdum og fjárhagsáætlun fyrir sl. ár kemúr i Ijós að 420 milljónir vantaði á að endar næðu saman. Skiljanleg er afstaða þeirra sjálf stæðismanna sem vörpuðu sér fyrir borð, sumir hverjir ósyndir, frekar en una við forystu og framavonir við- skiptafræðingsins Richards Björgvins- sonar. Menn bregðast misjafnlega við ósigri. Sumir vaxa, aðrir smækka. Sá meirihluti sem fer með stjórn bæjarfélagsins í dag hefur markvisst unnið við að rétta hag bæjar- félagsins. Án háváða og fyrirgangs. Björn Ólafsson form. bæjarráðs hefur haft forystu um að leysa hnúta oggreiða úrflækjum. Maður hefði frekar ætlað að Richard væri Birni þakklátur fyrir að afmá förin og þrifa til í fletinu. En það er öðru nær. t staðinn reiðir hann til höggs og vegur að velgerðar- mannisinum. Ég vona að Richard liti yfir eigin feril I bæjarmálum Kópavogs sjálfs sín vegna. Að lokum þetta. Dagblaðið er mjög áhrifamikill fjölmiðill og þvi verður að gera kröfu til að það taki ekki hvaða ælu sem er og þenji hana yfir 5 dálka á forsíðu. Þegar maður eins og Richard á í hlut er auðvelt að ráða í hvaða hvatir liggja að baki. Þaö er hagstætt aö verzla í Mamt&borq takið popp- þætti í nætur- útvarpi Næturótvarpssinni hringdi: Húrra fyrir þremenningunum sem stungu upp á næturútvarpinu. Það var kominn tími til að einhver tæki af skarið. Mig langar hins vegar til að koma með örlitla viðbót við þær hug- myndir sem fram eru komnar. í viku hverri eru gerðir og sendir út talsvert margir tónlistarþættir hjá út- varpinu. Þó að meirihluti þjóðarinnar heyri vafalaust þessa þætti eru þeir þó ófáir sem missa af þeim fyrir einhverra hluta sakir. Mig langar því til aö gera það að tillögu minni að Popphornin, Vinsælustu popplögin, Lög unga fólks- ins, og hvað þeir nú heita allir þessir þættir, verðir endurteknir á nóttunni. Það léttir nokkuð á dagskrárgerðar- mönnunum sem sjá eiga um að hafa ofan af fyrir fólki á nóttunni. Hlust- endahópurinn yrði vitaskuld sá sami að nokkru leyti en hvað er á móti þvi að heyra góðan poppþátt tvisvar? Endur- DB-mynd Hörður * aiifea ^agL & .. mms* Deilt er um þá ráðstöfun formanns bæjarráðs Kópavogs að lána Vegagerðinni oliumöl. Raddir lesenda Spurning dagsins Telurðu að ríkis- stjórnin sé að falla? Sigurleifur Tómasson, atvinnulaus: Nei, ég held ekki. Þetta eru góðir menn og ég vona að þeir nái að halda þessu saman. Axel Björnsson: Nei, ég tel það ekki af því að ég er bjartsýnismaður eins og allir ráðherrarnir segjast vera, og ég glotti líka eins og ráðherrarnir. Axel Ketilsson verzlunarmaðun Nei, ég held ekki. Þeim þykir of vænt um stólana. Annað mál er svo hvort ég sé ánægður með ríkisstjórnina. Krístin Pálsdóttir verkakona: Ætli hún séekki löngu fallin. Haraldur Blöndal lögfræðingun Vinstri stjórnir falla aldrei fyrr en þær eru búnar með gjaldeyrisvarasjóðinn. Þess vegna fellur þessi ríkisstjórn ekki fyrr. Sigurður Berndsen matsveinn: Já. Er það ekki? Það væri ekki verra.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.