Dagblaðið - 15.02.1979, Page 4

Dagblaðið - 15.02.1979, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. Framsóknarmenn vilja takmarka skoðanakannanir — vilja koma í veg fyrir „eitthvað sem þjóðmálaskúmar, kauphéðnar og áróðursapparöt kalla almemíarsköðariakannanir ) Þrír þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi álykti að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir setningu laga um almennar skoðanakannanir. Þessir þrír eru Páll Pétursson, Alexander Stefánsson og Ingvar Gislason. Segir í greinargerð með frumvarpinu að reynslan hafi sýnt, „að ekki er það lýðræðislegri stjórnskipan eða eðlilegri skoðanamyndun í þjóðfélaginu til fram- dráttar að óvandaöir aðilar eða pólitísk áróðursmálgögn hafi leyfi til þess að framkvæma „athuganir”, sem þeim siðaii haldist uppi að kalla marktækar skoðanakannanir um hin mikilvægustu efni.” Telja þingmenn tvímælalaust auðvelt að hafa áhrif á skoðanir almennings með óvönduðum skoðanakönnunum, sem BAGBIAÐIB A-Kti. - MANI'D fxjálst,1 úháð tlanhlajf ______ HIISI)I)MNS||)I M< I A I).A1 (.1 ÍSINI.AIIIM. AM.KtIDM A »MHOI.TI 11.- ADAI.slMI 170)) skoðanakönnun DB: kS tórsigur A Iþýðuflokks - fylgishmn Framsóknar M |««><ni T*p luiiuiu pc/Mni uiSuhrsui nguiHwn. tanJw ul «cm tpuiða *.»u »ldu ckki A*>«Auflukkui tOknorflnkkiint Al t*ua tpufnuigunm (.'imiKfi fcmrt liimvknnfl tt» mAlu *ifl t« o* Fikmtkkn *A fk mikmn hluu if |*t* S)kl(iuctatn L A|iýAub»iuUKiiA nukkiu SpHtirð um aiktKflum. f«i ckki »ð *cfa um Samtokin Okm hfunaðimta AHWhjhamlala(i NiðufMnðut S.ata ckki .Kýtekkr 70 1)1* OkktcAnw 10) 17 U 7.7« Ef |»i' tcnt ckki ncfndu kk*t 1)5 ))3* htu. cru icfcnif uf. .ctðuf tk«mi 10 1.7« tanm« I prttcnium il t.«um 75 l)J« k .Kðaiohn tiðutiu knamngji I) )t>* AWðuflnkkuf )).!«! 1« l«J* ) famtðknarfl l).«*i)4«i )l ii% S|klfttað>n )7J*M).7l 10) I7J* Samtflkm )J*4 4JI nAnabídcAmokdn. LOK4Ð YTXiM YTÐGEKÐA að Laugavegi 28 BcntUini viðskiptavinum á Ask Suðurlandsbraut 14 sem er með spennandi nýmæli í smáréttum allan daginn Laugavegi 28 síðan eru „blásnar út í fjölmiðlum”. „Því er það brýnt að settar verði skorður við þvi að þjóðmálaskúmar, kaupahéðnar eða áróðursapparöt geti sett á svið hömlulaust eitthvað sem þau geti kallað almennar skoðanakannanir og unnið þannig sjónarmiðum sínum eða skjólstæðingum brautargengi.” -HP. Ólafur Ragnarsson ritstjóri Vísis: Rétt að setja einhverjar reglur.... „Mér finnst í rauninni mjög þarft að setja einhverjar reglur um hvemig eigi að framkvæma skoðanakannanir,” sagði Ólafur Ragnarsson, ritstjóri Vísis I viðtali við Dagblaðið. „Nefni ég þar sér- staklega ýmis atriði um framkvæmdina, hversu stórt úrtakið eigi að vera o.s.frv.”. Ólafur sagði það í rauninni furðulegt, hversu menn virtust trúa eins og nýju neti öllu sem kallað væri skoðana- könnun, enda þótt augljósir gallar væru þar á. Nefndi hann sem dæmi hlustenda- könnun Ríkisútvarpsins, þar sem byggt væri á svörum eitthvað á annað hundrað manns í 200 þúsund manna þjóðfélagi. „Það er því að mínu viti rétt að setja einhverjar reglur, en einhver ríkisrekin nefnd getur þó aldrei bannað mönnum að gera kannanir. Þeir sem eru óánægðir með niðurstöður marktækra skoðana- kannana eins og kannanirnar um síðustu kosningar, eiga að líta i eigin barm,” sagði Ólafur ennfremur. HP. Forsiða Dagblaðsins 19. júní i sumar, þegar greint var frá niðurstöðum skoðana- könnunar blaðsins um úrslit alþingiskosninga. Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins: Bara venjulegt rugl... „Þetta er bara þetta venjulega rugl í mönnum sem tapa kosningum, en kunna ekki að tapa kosningum,” sagði Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðsins um þingsályktunartillögu þingmann- anna þriggja. „Skoðanakannanir okkar eru unnar með eðlilegum hætti og hafa verið ákaf- lega marktækar. Ef þær hefðu ekki verið það hefðu niðurstöður kosninganna átt að verða aðrar, en sú varð ekki raunin. HP. Kópavogur: Allar fóstrur hætta um næstu mánaðamót Fóstrur í Kópavogi sögðu allar upp störfum 1. desember sl. eins og DB greindi frá á á sínum tíma og leggja þær niður störf i. marz nk. Nú á þriðja mánuð hefur lltið gerzt i málum fóstranna og eru þær nokkuð teknar að ókyrrast og telja bæjaryfirvöld ekki hafa sinnt þessu máli sem skyldi. Jóhanna Thorsteinsson for- stöðukona dagheimilisins við Furugrund í Kópavogi sagði að allan þennan tíma heföi enginn formlegur fundur verið haldinn í samninga- málum. Fóstrur fara fram á launa- flokkshækkanir, en fóstrur taka nú laun eftir 10. flokki BSRB. Þær fara fram á að byrjunarlaun hækki í 12. flokk, eftir eins árs starf flytjist þær I 13. flokk og eftir fjögurra ára starf I 14. flokk. 1 þessum efnum miða fóstrur sig við kennara og hjúkrunar- fræðinga. Jóhanna sagði að aðeins einn óformlegur fundur hefði verið haldinn með fóstrunum og meirihluta bæjar- ráðs. Þar hefðu bæjarráðsmenn lýst yfir velvilja sínum i málinu, en síðan hefði ekkert gerzt. Jóhanna sagði það skýrt tekið fram I reglum að bæjarráö mætti fresta hópuppsögnum í allt að 6 mánuði, enda væri það tilkynnt viðkomandi starfsmönnum eigi siðar en mánuði eftir að uppsagnirnar bárust. „Bæjarstjórn hefur því misst af þessari frestun,” sagði Jóhanna. „Og vilji þeir fá ráðherra til að fresta verk- fallinu þarf það að gerast með minnst mánaðarfyrirvara, svo þar er sömu sögu aðsegja.” „Það eina sem hefur gerzt er að bæjarstjórn hefur fengið Böðvar Guðmundsson hagráðunaut til þess að vinna að starfsmati, en það mat mun ekki liggja fyrir fyrr en í júli.” Starfsmannafélag Kópavogsbæjar er samningsaðili fyrir fóstrurnar í Kópavogi. -JH. Verða þau skilin ein eftir á ieikvöllunum og dagheimiium i Kópavogi um mánaöa- mótin? DB-mynd: Magnús Hjörleifsson. Bæjarritarinn í Kópavogi: Á ekki von á að fóstrur gangi út — launaflokksbreytingar ekki fyrr en í júlí „Það verður ekki um launaflokks- breytingar að ræða hjá fóstrunum fyrir 1. júlí,” sagði Jón Guðlaugur Magnússon bæjarritari í Kópavogi. Samningar renna þá út. Fóstrurnar vita um hug bæjarfulltrúa til þessa máls, þ.e. að þessi mál verði leiðrétt í næstu samningum. Málefni fóstranna hafa ekki verið formlega rædd ennþá, en heimildar- ákvæði eru um frestun í þrjá mánuði. Starfsmannafélag Kópavogsbæjar er samningsaðili og alveg á næstunni verða mál fóstranna rædd. Á þessu stigi á ég ekki von á þvi að fóstrurnar gangi út 1. marz nk„” sagði bæjar- ritari. Þær hafa að ýmsu leyti betri kjör hér en i nágrannasveitar- félögunum, t.d. færri börn hver og lengra sumarfrí. Þá er nýbúið að hækka forstöðukonur í 14. launaflokk, til samræmis við hækkun í Reykja- vik.” —JH.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.