Dagblaðið - 15.02.1979, Side 5

Dagblaðið - 15.02.1979, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. 5 kirkjuna” — segirsr. Jónas Gíslason dósent „Á lslandi er fullt trúarbragðafrelsi, 'en ekki algjört trúarbragðajafnrétti. Eitt trúfélag, evangelisk-lúthersk kirkja, hefur algjöra sérstöðu, þar sem hún er skv. stjórnarskránni þjóðkirkja Islands, sem rikisvaldinu er skylt að styðja í starfi. Þessu tvennu, trúarbragðafrelsi og trúarbragöajafnrétti, má ekki blanda saman,” sagði sr. Jónas Gíslason, dósent við guðfræðideild HÍ. „Til þessarar skipanar mála liggja fyrst og fremst sögulegar orsakir. Þessi samleið trúfélags og ríkis nær fram til upphafs byggðar á íslandi. Ásatrúin skipaði þennan sess með norskum land- nemum hérlendis, enda þá ekki aðrir gjaldgengir til áhrifa og valda hér en iðkendur hennar. Við kristnitöku varð ásatrú að víkja fyrir kristinni kirkju undir stjórn páfans í Róm. Siðbreyting varð um 1550, er evangelisk-lúthersk kirkja varð þjóðkirkja skv. konungsboði, Sú skipan stendur enn. Þá má deila um hvort þessi skipan sé eðlileg. Mörgum finnst að vonum að öll trúfélög ættu að sitja við sama borð í þessum efnum. Hitt má til sanns vegar færa, meðan 92% þjóðarinnar heyra til einu og sama trúfélagi, að viðbættum 5% sem heyra til fríkirkju, sem játar sama kenningargrundvöll, þá sé ekki ó- eðlilegt að um sérstakt samband þess sé að ræða við ríkisvaldið. Ef veruleg breyting yrði á þessu væri sjálfsagt og eðlilegt að taka þessa skipan til endur- skoðunar. Það má deila um hver yrði afleiðing þessa aðskilnaðar. Ætla verður að eðlileg þjónusta við meðfædda trúarþörf manna yrði erfiðleikum bundin í strjálustu byggðum landsins, þar sem fá- Sr. Jónas Gislason dósent. menni gjörir ókleift að halda uppi eðlilegri þjónustu á þessu sviði sem og öðrum, án einhvers stuðnings sam- félagsins. Mundi kirkjan græða eða tapa á þessum aðskilnaði? Enn er erfitt að svara. Sennilega bæði og. Kirkjan mundi tapa að því leyti að tengsl hennar við strjálbýlustu héruð landsins yrðu verulegum erfiðleikum bundin. Á hinu er litill vafi að það myndi á ýmsan hátt efla kirkjuna, ef hún yrði alfarið að standa á eigin fótum. Hún mundi höfða meira til ábyrgðartilfinningar meðlima sinna og safnaðarstarf mundi blómgast að mörgu leyti. Á að aðskilja ríki og kirkju? Erfitt er að svara spurningunni með já eða nei. Meðan yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar heyrir kirkjunni til og meðan kirkjan fær að ráða innri málum sínum og kenningu í friði sé ég ekki brýna ástæðu til breytinga. En verði breyting á öðru hvoru þessar atriða er sjálfsagt rétt og skylt að taka málið upp til alvarlegrar íhugunar. Sýnist mér ósýnt hvor aðilinn mundi tapa meiru á sambandsslitum. Þó held ég að það yrði ríkið, því að vandséð er hvernig ríkið gæti komizt hjá því, beint eða óbeint, að fullnægja trúarþörf þegnanna eins bg öðrum fruinjDörfum þeirra. Sé ég ekki að það hafi neins staðar á jarðkringlunni tekizt til þessa, þótt víða hafi verið reynt.” -GAJ- leysa böndin? I grein sem dr. Einar Sigurbjörns- son, prófessor við guðfræðideild Há- skóla Islands, skrifaði í dagblaðið Tímann nýlega er vakin sú spurning hvort tímabært sé að aðskilja ríki og kirkju. Segir dr. Einar að þróun þjóðfélagsmála á íslandi frá gildistöku stjórnarskrárinnar hafi orðið í átt ’til fjölhyggju. 1 Iok greinar sinnar segir dr. Einar: „Annað mál er hvort þessi þjóðfélagsþróun valdi þvi ekki að söfnuðir þjóðkirkjunnar taki að ræða spurninguna um hvort tímabært sé að leysa að fullu þau bönd sem enn eru milli ríkis og kirkju. Gæti lausn þeirra banda stuðlað að því að hvor tveggja aöilanna, ríki og kirkja, gegndi hlut- verki sínu betur en hann gerir nú.” Dagblaðið hafði samband við nokkra aðila sem ætla má að láti sig þessi mál varða og spurði þá hvort þeir teldu tímabært að leysa þessi bönd. -GAJ- „Trúmál hafa verið feimnismár’ — segir Þórir S. Guðbergsson kennari „Spurning sem þessi kemur alltaf fram öðru hverju og er það ekkert nema eðlilegt og gott. Umræður um kirkjur, trúmál og þátt trúar I lífi fólks hafa alltof oft verið feimnismál meðal þjóðarinnar. Þess vegna fögnum við greinum eins og grein dr. Einars Sigur- LJÖSMYNDIR: RAGNAR TH. SIGURÐSSON „Umræðan er tímabær” björnssonar,” sagði Þórir S. Guðbergs- son, kennari. „Á þessu stigi málsins finnst mér hins vegar nauðsynlegt að upplýsa al- menning, koma af stað málefnalegum umræðum þar sem fólk fær traustar og haldgóðar upplýsingar, sem stuðli að því að það geti sjálft myndað sér skoðanir um málefni kirkjunnar. Þá fyrst getum við farið að huga að einhverjum niður- stöðum í svo alvarlegu máli sem að- skilnaður ríkis og kirkju er! -GAJ- «C" Þórír S. Guóbergsson. „Sé ekki ástæðu til að berjast fyrir þvf’ — segir Ólafur R. Einarsson formaður útvarpsráðs „Ég er fylgjandi þeirri meginreglu að Ólafur R. Einarsson, kennari og for- ríki og kirkja eigi að vera aðskilin,” sagði maður útvarpsráðs. ■|: „Aftur á móti sé ég ekki ástæðu til að H berjast fyrir þvi „principi” vegna ¥ rikjandi ástands í trúmálum íslendinga.” -GAJ- Ólafur R. Einarsson, formaður útvarps- ráðs. HÓTELBORG í fararbroddi i hálfa öid WT Notalegt umhverfi 'Nýbylgjurokkarar „Sarð raggarnir” koma fram i kvöld. Einnig Diskótekið Dísa. 18 ára aldur, persónuskil- ríki. „Myndi á ýmsan hátt ef la Samband ríkis og kirkju: Er tímabært að — segir sr. Bernharður Guðmundsson, blaðafulítrúi þjóðkirkjunnar „Þetta er flókið mál og á sér marga fleti og verður ekki afgreitt með fáum pennastrikum,” sagði sr. Bernharður Guðmundsson, nýráðinn blaðafulltrúi þjóðkirkjunnar. „Ég hef kynnzt fríkirkjufyrir- komulagi eins og i Bandarikjunum og ríkiskirkjuforminu á Norðurlöndum öll- um og mér finnast auðsæir kostir og gallar hvorutveggja. Nú virðast islenzk- ar aðstæður sjaldan falla vel að er- lendum fyrirmyndum þegar breytingar Sr. Bernharður Guðmundsson. eru áformaðar. Væri því mikill fengur að málefnalegri umræðu um málið og þá frá sem flestum sjónarhornum, til þess að auðvelda fólki og gera upp hug.sinn um þetta margslungna mál. Kirkjan sem slík hefur ekki tekið af- stöðu, hins vegar virðist nýleg álitsgjörð starfsháttnefndar kirkjunnar ganga út frá lítt breyttri stöðu. Á hinn bóginn hefur yfirstjórn kirkjunnar ítrekað reynt að létta á ýmsum skipulagslegum tengslum við rikið, t.d. óskað eftir upp- gjöri fjárreiða sem eru samantvinnaðar eftir svo langa og nána sambúð. Umræðan um hugsanleg slit þeirrar sambúðar er sem sé tímabær — mjög timabær.” -GAJ- m SÝNINGAR- SALIR Grensásvegi 3 REKKJAN NR23W Vorö m/dýnum, koH og spogfl kr. HJÓNASÆLAN NR 26 Vorö m/dýnum kr. 329.900.- REKKJAN NR23P V*rö m/dýnum kr. 304.000.- NÓTTNR24 Vmö m/dýnum kr. 231.800.- FURANR. 27. Votö m/dýnum og náttfooröum kr. 308.000.00. GRENSÁSVEGI3 SÍMI81144. ANTIK NR. 28. Vorö m/dýnum og náttfooröum kr 304.500. VENUS NR. 29. Vwð m/dýnum og nAMjwðum kr. 3M.000.0C

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.