Dagblaðið - 15.02.1979, Page 6

Dagblaðið - 15.02.1979, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. Bandaríkin: Lýsa ábyrgð á hendur Sovétmönnum vegna falls sendiherrans —segja Sovétmenn hafa verið ráðgjafa lögreglunnar í Afganistan er ráðizt var gegn mannræningjunum Bandaríska stjórnin mótmælti í gær- kvöldi harðlega við Sovétstjórnina þeim þætti sem hún ætti í dauða bandaríska sendiherrans Adolph Dubs Adolph Dubs sendiherra Bandarikj- anna I Afganistan var drepinn af mannræningjum, sem vildu skipta á honum og þrem féiögum þeirra sem eru i fangelsi þar i landi. i Afganistan, sem skotinn var til bana i fyrrinótt. Fullyrt er að I það minnsta fjórir fulltrúar frá sovézka sendiráðinu hafi verið viðstaddir og veitt afgönsku lögreglunni ráð, þegar ráðizt var á mannræningjana, sem höfðu sendiherrann í haldi. Bandarikjamenn segja að meðal Sovétmannanna, sem viðstaddir voru hafi verið öryggisfulltrúi sovézka sendiráðsins. Bandaríkjamenn hafa mjög gagn- rýnt afgönsk yfirvöld fyrir aö ganga ekki að kröfum ræningjanna og i við- tali, sem settur utanríkisráðherra Bandaríkjanna Warren Christopher átti við sendiherra Sovétríkjanna í Washington, Anatoly Dobrynin í gær- kvöldi, sagði hinn síðarnefndi, að bandarísk stjórnvöld væru hneyksluð á framkomu Sovétmanna í þessu máli. Teldi Bandaríkjastjórn að Sovétmenn ættu stóran hlut í ábyrgðinni á dauða bandariska sendiherrans. Sovétríkin munu hafa sent þúsundir af ráðgjöfum til Afganistan eftir að Mohammad Tarakki komst til valda í april 1978. Er sá sagður hallast mjög að marxisma. Ekki mun hafa munað miklu að nokkrir Bandaríkjamenn féllu, er skæruliðar réðust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Teheran i lran. Sagði William Sullivan, sendiherra Banda- rikjanna i Teheran og hans fólk slapp nautnlega úr höndum skæruliða. sendiherrann William Sullivan, að ef hermenn Khomeinys hefðu ekki komið andartökum siðar hefði getað fariðilla. Einn bandarískur fréttamaður féll í Teheran fyrir tveim dögum. Var hann ásamt fleiri fréttamönnum við glugga á hóteli einu í Teheran. Féll hann fyrir byssukúlu er hann teygði sig út um glugga. Fréttamaðurinn hét Joe Alex Morris jr. 51 árs að aldri. Hann var starfandi hjá blaðinu Los Angeles Times. Joe Alex Morrís jr., bandaríski blaða- maðurinn, sem féll fyrir byssukúlu í Teheran. Hjartalæknir- inn orðinn poppsöngvarí Christian Barnard, hjartaskurðlækn- sem ber nafn læknisins og er ætlaður til irinn frægi frá Suður-Afríku, mun á aö styrkja rannsóknir á hjartasjúkdóm- næstunni koma fram í nýju hlutvekri. um- Læknirinn, sem frægur er fyrir hjarta- Barnard, sem einnig leikur undir á skurðaðgerðir, hefur sungið nokkra píanó, syngur lög sem heita nöfnum eins hjartnæma ástarsöngva inn á plötu, sem °8 Syngdu með mér og Veittu mér ást brátt kemur út. Allur ágóði rennur i sjóð Þma- Italía: Endurbæta á Síðustu kvöldmáltíðina ltalir ætla að verja jafnvirði um það Margar viðgerðir hafa farið fram á verk- bil tvö hundruð milljóna islenzkra króna inu í gegnum aldirnar en með mjög mis- til aðlagfæra hiðþekkta málverk Siðasta jöfnum árangri. Verkið, sem er freska. kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci. vargertárið 1497. fl A/ffiO Allar vörur á ™ stórlækkuðu verði — T.d. herramokkasínur úr leðri á kr. 5.500. — Einnig kventöfflur á kr. 6.000. — Frúarskór með innleggi á kr. 5.000. Margar tegundir á kr. 1.500 - 3.000. £1^^ ver j haerra en 7 þús. kr. Lopez mexíkóforseti skorinorður við Carter Þótt verkföll hafi nú um langa hríö hálflamað allt daglegt llf I Bretlandi heldur hið daglega hundalif samt áfram. Hundasýning var haldin um helgina f Londou og tóku þátt f henni um átta þúsund hundar. Fyrstu verðlaun fékk Kerry-bluc terríer- inn Callaghan frá Leander. Hér sést hann faðma eiganda sinn, Wendy Streatfield, en verðlaunagripinn má sjá fremst á myndinni. Jose Lopez, forseti Mexíkó, gerði Jimmy Carter, forseta Bandaríkjanna, það mjög vel ljóst í ræðu við móttökuat- höfn við komu þess síðarnefnda til Mexíkó að stórabróðurhlutverki Banda- ríkjanna væri lokið í samskiptum ríkj- anna. Bandaríkjaforseti, sem meðal ann- ars hyggst ræða olíuviðskipti í framtíð- inni, svaraði fáu en tók fram að stund- um hefði skort á skilning í samskiptum Bandaríkjanna og Mexíkó. Talið er að olíulindir i Mexíkó séu einhverjar þær auðugustu í heiminum i dag. Erlendar fréttir Kúpuflótta- mennirnir sekir um að myrða utan- ríkisráðherra Chile Tveir flóttamenn frá Kúbu hafa verið fundnir sekir um að hafa myrt Orlando Letelier fyrrum utanríkisráðherra Chile og aðstoðarmann hans í Bandaríkjunum árið 1976. Varsprengju komiðfyrir í bif- reið þeirra. Kúbumennirnir tveir eru taldir hafa unnið verkið af frumkvæði og beiðni leyniþjónustu Chile. Eru þeir samtals taldir sekir um tíu morð og eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsisvist. Susan Ford gift lífverði sínum Susan Ford, dóttir Gerald Ford fyrr- um forseta Bandaríkjanna, gekk að eiga Charles Vance, 37 ára gamlan leyni- þjónustumann, á laugardaginn var. Athöfnin fór fram í Kaliforníu og voru um það bil þrjú hundruð manns við- staddir. Meðal gesta voru Frank Sinatra og Zsa Zsa Gabor. Susan hefur fram að þessu stundað ljósmyndun og einnig unnið sem módel í sjónvarpsauglýsing um. Hjónakornin munu búa í Los Ange- les þar sem eiginmaðurinn starfar. Þau munu nú vera á brúðkaupsferð á ókunn- um stað. Susan og Charles kynntust þegar hann var í öryggisverði Hvíta hússins. Ákært í Guyana sjálfs- morðsmálum Larry Layton, einn félaga í trúflokki Jim Jones, sem hafði stöðvar sínar í Guyana í Mið-Ameríku, mun á mánu- daginn kemur verða leiddur fyrir rétt í Georgetown og ákærður fyrir að hafa myrt Leo Ryan, bandariska öldunga- deildarþingmanninn og fjóra aðra landa hans. Gerðist þetta hinn 18. nóvember, þegar fimmmenningarnir voru að yfir- gefa Guyana eftiraðhafa kannað ástand í búðum trúflokksins. Eftir þessi morð réði Jim Jones, leiðtogi hópsins, sér bana og leiddi rúmlega níu hundruð manns með sér i dauðann. Gerðist það annað- hvort með fjöldasjálfsmorðum eða meiri eða minni hótunum. Aðeins nokkrir þeirra sem í búðunum voru komust und- an. Hermennirnir lentu í snjóskriðu Þrjátíu austurrískir hermenn urðu fyrir snjóskriðu nærri Innsbruck í gær. Voru þeir við æfingar ásamt níutíu félögum sínum í fjöllunum. Flestum tókst að losna undan snjófarginu en vitað er um i það minnsta tvo, sem fórust.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.