Dagblaðið - 15.02.1979, Síða 8

Dagblaðið - 15.02.1979, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. Jóhann H. Jónsson bæjarfulltrúi Kópavogi: [ Bjarga þarfOlíwnöl hf. — en skipta um stjórn fyrirtækisins Fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Kópavogs björguöu for- manni bæjarráðs, Birni Ólafssyni, einum þriggja fulltrúa Alþýðubandalags, frá vantrausti á síðasta bæjarstjórnarfundi. DB ræddi í gær við Jóhann H. Jó^s- son bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins og spurði hann um tillöguna og viðskipti Kópavogsbæjar og Olíumalar hf. „Það er erfitt að segja af eða á um það hvort Björn Ólafsson hefur farið út fyrir verksvið sitt, með oliumalarláninu. Það er algengt í viðskiptum að lána efni og ég hef aldrei verið hræddur um að við fengjum ekki olíumölina til baka. Olíu- möl hf. hefur nú lagt fram tryggingu fyrir olíumalarláninu. En það var ekki rétt að farið við lán- veitinguna og það viðurkennir Björn. Þar er aðeins um mannleg mistök að ræða sem réttlæta ekki beinlínis van- traust. En nú er fengið veð í vél hjá Olíumöl hf., sem metin er á 80 milljónir króna, en olíumalarskuldin er metin á 16—20 milljónir króna. Ég tel að það megi til með að bjarga Olíumöl hf.,” sagði Jóhann. „Þetta er mjög þarft fyrirtæki. En það verður ekki gert af neinu viti nema ríkið komi inn sem stór hluthafi, annað hvort Vega- gerðin eða Framkvæmdastofnun. Þetta fyrirtæki hefur komið sér upp blöndun- araðstöðu, sem er mjög mikilvæg sveit- arfélögunum sem að fyrirtækinu standa og ekki síður rikinu. En það má segja að það séu óeðlileg vinnubrögð hjá stjórnarformanni Olíu- malar hf. að halda ekki aðalfund í fyrir- tækinu í tvö og hálft ár og ég er hissa á formanninum, Ólafi G. Einassyni alþingismanni, að gera slíka skyssu. Það má auðvitað segja að bæjarstjórn hefði getað ályktað um aðalfundinn og reynt þannig að hafa áhrif á gerðir stjórnarformannsins. Viðskipti Kópavogsbæjar viðOlíumöl hf. eru alveg skýr og þar eru engin vafa- atriði. Það er misskilningur hjá Helgu Sigurjónsdóttur bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins sem heldur því fram í DB I gær að svo sé og hafi verið í langan tíma. Það er að vísu galli að hafa þurft að geyma birgðir Kópavogsbæjar á at- hafnasvæði Olíumalar hf. og um tíma var deilt um eignarrétt á tæplega 500 tonnum en I dag er ekki ágreiningur um það magn. Olíumöl hf. hefur samþykkt að greiða Kópavogsbæ það magn, auk þeirra rúmlega 1400 tonna sem fyrir- tækið fékk lánað. Það er vilji okkar framsóknarmanna að aukið verði við hlutafé Olíumalar hf., en ekki er óeðlilegt miðað við það sem á undan er gengið að skipt verði um stjórn fyrirtækisins.” -JH. Steingrímur Steingrfmsson varabæjarfulltrui í Kópavogi: Ekkert vit í að auka hluta- fé hjá gjaldþrota fyrirtæki „Eftir þessa atkvæðagreiðslu tel ég að Bjöm Ólafsson sé siðferðilega fallinn,” sagði Steingrímur Steingrimsson vara- bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópa- vogi. „Það er ekki venja að menn taki þátt i persónulegu kjöri og bjargi þannig sjálfum sér. En hér er fyrst og fremst um innanflokksmál hjá Alþýðubandalaginu aðræða. En í þessu olíumalarmáli er íhaldið með skollaleik. Það var í meirihluta síð- asta kjörtímabil í Kópavogi og ber ábyrgð á þeim viðskiptum sem þá áttu sér stað við Olíumöl hf. Og stjórnarfor- maður Olíumalar hf. er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hann heldur ekki aðalfund í Oliumöl hf. á þriðja ár. En siðan tengist Björn Ólafsson þessu öllu. Hann er aðaleigandi Mats hf. sem sá um eftirlit með öllum eignum Kópa- vogsbæjar á meðan Sjálfstæðisflokkur- inn var í meirihlutaaðstöðu. Hann átti því að vita hvemig öll mál gagnvart Olíumöl hf. stóðu. Það kostar skattgreið- endur í Kópavogi fleiri hundruð milljóna að koma þessu fyrirtæki afturí lag. Það þarf að koma þessum málum á hreint og Alþýðuflokkurinn sér enga á- stæðu til þess að gefa neitt eftir i þeim málum. Minnzt hefur verið á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins frá fyrri stjórn, en þar er ábyrgð Framsóknarflokksins einnig jafnmikil. Ég sé ekki að grundvöllur sé fyrir hlutafjáraukningu I fyrirtækinu í dag. Fyrst þarf að koma málum í lag. Þaö er ekkert vit í þvi að auka hlutafé hjá gjald- þrota fyrirtæki.” -JH. A m £ M? vidéo KONSERT Penthúsió VERÐUR MEÐ KAFFI Á BOÐSTOLUM Munið söfnunina GLEYMD BÖRN '79„ giro nr. 1979-04 Hall&©atcs OG FLEIRI HEIMSFRÆGIR LISTAMENN FORGOnOI CHIID79 ,80»1 J Mickie er hress og kátur * GOD MÚSIK ★ GÓD STEMNING Árni Þórarinsson blaðamaður, annar tveggja væntanlegra ritstjóra Helgar- póstsins, sem ætlað er að komi út ekki sfðar en i apríl. DB-mynd: Bj. Bj. Nafn komið á nýja vikublaðið: „Helgarpóstuvinn” — gefið út af sérstöku útgáf ufélagi en í rekstrartengslum við Alþýðublaðið „Það er ekki rétt sem fram kom hjá Árna Gunnarssyni í útvarpinu i fyrra- dag að hið nýja vikublað sem er i bígerð væri helgarblað Alþýðublaðsins,” sagði Bjarni P. Magnússon, formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins og væntanlegur starfsmaður hins nýja vikublaðs sem hlotið hefur nafnið Helgarpósturinn. „Það verður sér ritstjórn á Helgar- póstinum algerlega óháð Alþýðu- flokknum og Alþýðublaðinu. En þar sem fjársterkir aðilar standa ekki að hinu nýja blaði er rekstrarkostnaður Alþýðublaðsins og hins nýja blaðs sameiginlegur. Til þess að lenda ekki í sömu vandræðum með prentunina á Helgarpóstinum og Dagblaðið lenti í í Blaðaprenti var farið bil beggja og Alþýðublaðið gefur blaðið út. Þar verður nánast sama form á og jiegar Reykjaprent gaf út Alþýðublaðið. Einnig er eðlilegt að Alþýðublaðið njóti samninganna líka og þvi er meiningin að Helgarpósturinn verði borinn áskrifendum Alþýðublaðsins. Að öðru leyti er engin samtenging þar á milli. Ritstjórar Helgarpóstsins, Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigur- pálsson, gengu hart eftir þvi að Helg- arpósturinn yrði ekki flokksblað. Flokkstjórn Alþýðuflokksins sam- þykkti það. Alþýðuflokkurinn getur því sætt gagnrýni í hinu nýja blaði til jafns við aðra. Ritstjórarnir hafa fullt frelsi og sitja heldur ekki þingflokks- fundi Alþýðuflokksins eða gegna öðrum skyldum, sem Alþýðublaðsrit- stjóri gegnir. „Ekki er endanlega Ijóst um út- komutíma,” sagði Bjarni, „en vonazt er til að það verði ekki síðar en í apríl. Helgarpósturinn verður dálítið öðru visi en dagblöð. Áherzla verður lögð á menningarmál og e.t.v. fréttaskýring- ar, en ekki almennar fréttir. Farinn verður millivegur milli dagblaða og timarita. Gjaldskrá Blaðaprents er orðin Alþýðublaðinu mjög óhagstæð, þar sem það er aðeins fjórar síður. Þessi viðbót bætir það ástand. Það er ekki rétt sem fram kom í Morgunblaðinu nýlega að prentun Alþýðublaðsins væri Blaðprenti óhagstæð, heldur öfugt. Menn hafa tekið málaleitan um prentun Helgarpóstsins vel. Ég fór á fund Blaðprents í síðustu viku og skýrði frá hugmyndum um blaðið. Fundur í Blaðprenti verður væntan- lega haldinn í næstu viku þar sem for- maður stjórnar er nú erlendis.” „Við reynum að tryggja okkur gegn flokkspólitík,” sagði Árni Þórárinsson annar ritstjóra hins nýja blaðs. Það verður ekki flokkspólitískur leiðari í blaðinu og að því stendur sérstakt út- gáfufélag, en útgáfan er fjármögnuð af Alþýðuflokknum.” -JH. Hellissandur: Mjólkin undin upp úr kæliskápunum íbúar á norðanverðu Snæfellsnesi eru nú orðnir langþreyttir á því að fá sífellt lekar mjólkurfernur. Mjólkin berst frá mjólkurbúinu i Búðardal, en að sögn fréttaritara DB áHellissandi eru pökkunarvélar búsins nánast ónýtar. Menn þurfa því að standa i því oft á dag að hreinsa mjólk úr kæliskápum sínum. Mjólkin er seld I kaupfélaginu áHellissandiog þar þarf að vinda upp mjólk í fleiri fötur á dag. Hafsteinn/JH. Er Sjálfstæðisf lokkurinn farinn að smyrja kosningavélina? Lokaf undur um skattamálin íValhöll á mánudaginn Skattamálafundir hverfafélaga Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn mánudag voru fjölsóttir. Lokafundur um þennan málaflokk verður haldinn næstkomandi mánudag í Valhöll. Almennar umræður, sem fram fóru á eftir framsöguræðum, sýndu ótvíræðan áhuga og báru jafnvel sumar vott um að byrjað væri að smyrja kosningavélina. Framsögumenn á 5 hverfafundum skiptu þannig með sér verkum að á hverjum fundi fjallaði annar tveggja framsögumanna um skattamálastefnu Sjálfstæðisflokksins en hinn um hinn faglega og tölulega þátt. Samanburður var gerður á skatta- stefnu Sjálfstæðisflokksins annars veg- ar og vinstri flokkanna hins vegar. Framsögumenn á fundinum voru Björn Þórhallsson, Ólafur G. Einars- son, Sveinn Jónsson, Sigurgeir Sig- urðsson, Þorvarður Elíasson, Eyjólfur K. Jónsspn, Valdimar Ólafsson, Matthías Á. Mathiesen, Árni Árnason og Lárus Jónsson. Á lokafundinum um skattamálin i Valhöll næstkomandi mánudag verða þeir framsögumenn Birgir Isleifur GunnarssonogEllertB. Schram. BS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.