Dagblaðið - 15.02.1979, Page 15

Dagblaðið - 15.02.1979, Page 15
Íshokkí aftur stundað — en aðstaðan setur . mönnum takmörk Við búum á Íslandi, landi elds og isa er oft sagt, en þrátt fyrir það hafa ýmsar vetrariþróttir átt erfitt uppdráttar hér, skiðaiþróttin og skautar. Aðstöðuleysið hefur mjög háð mönnum en á undanförn- um árum hafa skiðamenn litið bjartari augum til framtiðarinnar. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um skautaáhugamenn. Jú, Tjörnin og Melavöllurinn eru enn í fullu gildi og það er alveg ágætt, en enn eitt árið hafa áætlanir um skautahöll verið settar á hakann. Ishokkí er gífurlega vinsælt í öllum norðlægari löndum nema á íslandi. Sjálfsagt er ekki um að kenna ájjugaleysi eða að íshokkí iiggi illa fyrir ökkur. Heldur miklu fremur að aðstöðu- le'ysiö hefur veriö algjört. Þó eru áhugamenn um íshokkí á Akureyri og í Reykjavík, sem ekki láta deigan siga. Þeir á Akureyri eru þó betur settir, að því leyti að þeir hafa ramma í kring um völlinn sinn. Slíku láni eiga Reykvíkingar ekki að fagna. Aðstöðu- leysi íshokkísins vestur á Melavelli er al- gjört og því kom sigur þeirra gegn Akur- eyringum á óvart. En áreiðanlega yrði íshokkí vinsælt hérlendis sem í ná- grannalöndum okkar, væri einungis lá- marksaðstaða fyrir hendi. SKÍ-stjarnan. Áfangamerki SKÍ. SKÍ-merkið. Gerd Muller, vill nú hætta. Gerd Muller vill hætta nú þegar Gerd Mtiller, einn skæðasti marka- skorari allra tima, hefur skrifað félagi sínu, Bayern Munchen, og boðizt til að hætta, nú þegar. Bayern mun ákveða i næstu viku hvort félagið iáti Muller fara en hann hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna i vor. Orðrómur er uppi um að Gerd Muller hyggi á að fara til Bandaríkjanna í fót- spor félaga síns, Franz Beckenbauer. Beiðni Muller um að fá að fara frá félaginu nú þegar kom verulega á óvart í V-Þýzkalandi. Gerd Muller hefur nánast unnið til alls, sem knattspyrnumann dreymir um. Hann hefur leikið 62 landsleiki — og skorað 68 mörk en slikt er nánast eins- dæmi í heiminum. Hann skoraði sigur- mark V-Þjóðverja er þeir unnu heims- meistaratignina í Munchen 1974. Dæmigert Mullermark þar sem hann nýtti sér tækifæri eins og elding. Hann vann með félagi sínu, Bayern Munchen, v-þýzku meistaratignina fjórum sinnum. Hann varð fjórum sinnum v-þýzkur bikarmeistari, hann varð þrívegis Evrópumeistari félagsliða og einu sinni vann Bayern Munchen Evrópukeppni bikarhafa. Nú þykir ljóst að ferill þessa snjalla leikmanns i^V-Þýzkalandi sé á enda — einhvers mesta knattspyrnu- manns allra tima. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. SKÍ af stað með skíðatrimm — þar sem almenningi gefst kostur á að vinna til eigin verðlauna Skiðasamband Íslands hefur sett á laggirnar umfangsmikið skiðatrimm þar sem íslendingum gefst kostur á beinlínis að keppa við sjáifa sig. Fyrst um sinn verður aðaláherzla lögð á skiðagöngu og svig en framkvæmd hins nýja skiða- trimms verður i höndum skiðaráða og skiðafélaga á hinum ýmsu stöðum á land- inu. Skíðasambandið gengst fyrir skíða- trimminu fyrir forgöngu ÍSÍ, sem á undanförnum árum hefur unnið að út- breiðslu iþrótta fyrir almenning — trimmið svokallaða. Það hefur verið gert á margvíslegan hátt en árið 1977 ákvað ÍSÍ að feta nýjar brautir, reyna að gera sérsamböndin virkari í trimminu. Og skíðasambandið reið á vaðið — hefur byggt upp athyglisvert kerfi, að norskri fyrirmynd þar sem einstaklingurinn keppir við sjálfan sig og gefst kostur á að vinna til verðlauna ef svo má að orði komast sem hann að vísu verður að auka sjálfur. Skíðasambandið er nú að fara af stað með skíðatrimmið. — Efnt verður til sérstaks trimmdags fljótlega og farið verður í fjöldagöngur á skíðum. Það verða í sjálfu sér engar kvaðir í sambandi við skíðatrimmið. Hver og einn getur hagaö æfingum sínum að vild, eins og honum hentar. Merki verða gefin út — „verðlaunamerki”. Þessi merki getur fólk keypt þegar það hefur náð áfanga — en markmiðið er að fólk hafi að einhverju að stefna. Þegar einum áfanga er lokið þá tekur hinn næsti við. Fyrirmyndin er norsk og í Noregi er þetta fyrirkomulag gífurtega vinsælt. í upphafi verða gefin út þrjú merki. Þar er fyrst „SKÍ stjarna”. Silfurlitað barmmerki, snjókristall með stöfum SKÍ í. Til að vinna til SKÍ-stjörnunnar eru ekki gerðar miklar kröfur. Merkið á að gefa til kynna, að handhafi þess sé byrj- aður í skíðatrimmi. Einfaldlega að vera byrjaður á skíðaæfingum í göngu, svigi eða stökki. Ekki er krafizt neinna ákveð- inna afreka. Þá er áfangamerki SKÍ. Það er einnig barmmerki, skíði I kross með snjókristal þar sem þau skerast. Þau eru úr bronsi, silfri og gulli. Til að vinna sér rétt til áfangamerkis SKÍ þurfa menn að „safna” kílómetrum, léggja að baki ákveðnar vegalengdir í göngu, svigi eða stökki, samkvæmt reglum. Til að vinna til áfangamerkisins þá er þessa krafizt og miðast þetta við eitt ár: Brons Silfur Gull ðáraog yngri 10 km 15 km 30 km 9-10 ára 15 km 25 km 50 km ll-13ára 25 km 50 km 100 km 14-55 ára 50 km 75 km 150 km 56ára og eldri 25 km 50 km 100 km Þetta á við um gönguna, til að vinna til áfangamerkisins i alpagreinunum, þá gildir lengd brekkunnar, sem farin er. Þátttakendur skrá fengna kílómetra á sérstakt kort, áfangakort SKÍ, sem SKÍ gefur út. Þar eru dálkar fyrir dagsetning- ar, hvert gengið er og fyrir fjölda kíló- metra. Þessu korti, sem verður að vera undirskrifað af öðrum er síðan fram- visað til skíðaráðs eða skíðafélaganna á staðnum til að fá keypt viðkomandi merki, sem árangur gefur tilefni til. Nota má kortið i 5 ár, eða þar til það er útfyllt. Þátttakandi fær siðan nýtt kort til nýs áfanga. En lokatakmark er afreks- bikar SKÍ, en slíkan bikar er ekki hægt að vinna fyrr en eftir 25 ára þátttöku. Af þeim þremur merkjum, sem í upp- hafi eru gefin út er svo SKÍ merkið, barmmerki með stöfum SKÍ. Það er gert úr bronsi, silfri og gulli og selt eins og hin merkin. Það er veitt fyrir þátttöku í almenningsmóti í göngu eða svigi og er gert ráð fyrir að lágmarksárangri sé náð. Öllum er heimil þátttaka í þessum mótum, að því tilskyldu að góður undir- búningur í skíðaíþróttinni hafi átt sér stað hjá viðkomandi. Mót jjessi er ráð- gert að halda fyrir almenning á öllum skíðastöðum landsins, nokkrum sinnum á ári hverju. Að loknu SKÍ merkinu þá er stefnt að veggskiidi úr bronsi, silfri og gulli — þannig tekur eitt markmiðið við af öðru og lokatakmarkið er afreksbikar SKÍ eftir 25 ára þátttöku. Þetta nýja fyrirkomulag SKÍ er ákaf- lega viðamikið en veitir almenningi ákveðið takmark. í Noregi er þetta gífur- lega vinsælt enda skíöaíþróttin þar ákaf- lega vinsæl meðal almennings. Fulltrúar SKÍ víðs vegar um landið munu gefa allar nánari upplýsingar um skíðatrimmið, sem nú er verið að hleypa af stokkunum. Ipswich keypti Frans Thyssen — frá Twente Enchede Ipswich Town hefur keypt hollenzka iandsiiðsmanninn Frans Thyssen frá Twente Enchede fyrir 200 þúsund pund. Bobby Robson hefur verið á hælunum á Thyssen siðustu vikurnar og það var loks i gær að Tobson tókst að ganga frá kaupunum. Thyssen gengur í lið með félaga sínum, Arnold Muhren en þeir'voru saman hjá Twente. Þeir munu leika á miðjunni fyrir Ipswich. Bobby Robson hefur verið á höttunum eftir góðum leik- i manni til að fylla skarð það er Brian Tol- bot skildi eftir sig er hann fór til Arsenal fyrir 400 þúsund pund. Vetrarhörkurnar settu í gærkvöld enn mark sitt á ensku knattspyrnuna. Fjöldi leikja átti að fara fram en aðeins tveir voru leiknir. Enn einu sinni varð að fresta viðureignum Úlfanna og New- castle og WBA og Leeds. Tveir leikir fóru hins vegar fram í 4. deild og úrslit urðu: Torquay—Bradrod, 1—2. Wigan—Wimbledon, 1—2. SKÍÐASAMBAND ÍSLANDS Á fullu i ishokki á Melavellinum. Hvenær skyldi fshokkf slá i gegn á íslandi? DB-mynd Bjarnleifur. Þá var annar kunnur kappi i fréttum á Englandi f gær, Geoff Hurst, fyrrum enskur landsliðsmiðherji en hann skor- aði þrjú mörk i úrslitaleik Englendinga og V-Þjóðverja f Lundúnum 1966. Eini maðurinn sem hefur afrekað það. Hann er nú efstur á óskalista Peterborough og mun ræða við forráðamenn Peter- borough um að taka við félaginu sem nú er f 20. sæti f 3. deild. Hann hefur undan- farin þrjú ár verið framkvæmdastjóri Telford. Maraþon- knattspyrna íMosfellssveit Á sunnudag ki. 14 hefja 8 ungir Mos- fellingar maraþonknattspyrnu. Tilgang- jur þeirra er annárs vegar að safna fé til tækjakaupa við fþróttahúsið að Varmá og hins vegar að slá Íslandsmetið i mara- þonknattspyrnu. Hagnaður keppninnar rennur óskipt- ur til tækjakaupa og hyggjast strákarnir ganga i hús og safna áheitum sem eru 200 krónur fyrir hverja klukkustund.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.