Dagblaðið - 17.02.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979.
Nýlistasafniö kynnt
15
N
Fyrir tæpum tveim árum var hér
sett á laggirnar ný listastofnun er
nefndist Nýlistasafn og var þá kynnt í
fjölmiðlum. Markmið hennar var
margþætt, m.a. að bjarga frá glötun og
skrásetja verk yngri manna, íslenskra
sem erlendra sem hér hafa verið á sýn-
ingum undanfarin 20 ár eöa svo og
aðrar listastofnanir hafa ekki gefið
gaum. Einnig var þessu safni ætlað
það hlutverk að vera miðstöð nýjustu
strauma og tilrauna í islenskri list og
stuðla að opinberri umræðu og kynn-
ingu á nýjustu listastílum og vanmetn-
um tímabilum i listum. Frá stofnun
hafa meðlimir, sem nú eru 26, unnið
að því að skrásetja safnið og bæta við
það, en samkvæmt skipulagsskrá eru
meðlimir skuldbundnir til að láta af
hendi rakna eitt listaverk árlega og á
það að tryggja eðlilega endurnýjun
safnsins.
Gríðarlegar
eignir
Til þess að kynna starfsemina var
nú í vikunni efnt til lokaðrar kynning-
arsýningar á verkum í eigu safnsins i
Ásmundarsal. Þar kom í Ijós að eignir
þess eru gríðarlegar, bæði af verkum
og alls kyns rituðum heimildum um ís-
lenska og erlenda list. Sögðu aðstand-
Myndlist
endur að safnið hefði getað fyllt Kjar-
valsstaði og meira til, hefði það sýnt
verk sín þar. T.d. á það um 450 verk
sem ekki var hægt að sýná sökum þess
að þau þarf að ramma inn. Er Ijóst að
hlaupa þarf undir bagga með þessari
stofnun á einhvern hátt til þess að hún
fái gegnt hlutverki sínu sem er á allan
hátt nauðsynlegt í menningarþjóðfé-
lagi.
Á kynningarsýningunni voru verk á
öllum veggjum, á borðum og i gler-
kössum og svo niður á næstu hæð.
Hér er vart tími til þess að fjalla um
eignir safnsins i smáatriðum, en þar er
margan skemmtilegan gripinn að
finna. Safnið á t.d. verk eftir Beuys,
Vostell, Richard Hamilton, Dorothy
Iannone og svo Diter Rot, en fari sem
horfir má ætla að það muni brátt eiga
eitt besta einkasafn í Evrópu á verkum
þessa þýska galdrakarls.
Hangandi taska
Það er t.d. stórmerkilegt að sjá
naglaverk eftir Diter sem gert er
mörgum árum á undan Zeró stefnunni
þýsku og nagla-manninum Uecker.
Diter á einnig mikið hljóðfæri sem
virkar á lyktar-prinsipi, en nú er lítið
orðið eftir af þeim ilmi.
Ekki er síður gaman að skoða
gömul verk nokkurra íslenskra lista-
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Hörður Agústsson og J6n Gunnar Árnason við verk Diter Rots, Lyktarpipurnar.
manna af yngri kynslóðinni. T.d. á
Kristján Guðmundsson þarna merki-
lega hangandi „tösku", uppfulla af alls
kyns föngum, Guðbergur Bergsson á
fyndin verk og nýjar hliðar koma í Ijós
á mörgum öðrum. En rækileg umfjöll-
un um eignir safnsins verður að bíða
betri tíma og umfangsmikillar yfirlits-
sýningar.
Safnið er enn á hrakhólum hvað
húsnæði snertir. Geymslur hefur það
tekið á leigu, en alla sýningaraðstöðu
skortir enn sem komið er. Aðstand-
endur segja að framtíðarverkefni verði
að gera reksturinn sem fjölbreytileg-
astan hvað varðar sýningarhald og
fyrirlestra víða um land.
Fullkomin
spjaldskrá
Ætlunin er einnig að koma á fót
bókasafni og fræðimönnum, lista-
mönnum og listnemum verði gefinn
kostur á að notfæra sér þær heimildir
er fyrir liggja. Brýnasta verkefnið
segja þeir að sé að koma upp fullkom-
inni spjaldskrá með litskyggnum af
öllum listaverkum sem safninu berast.
Hefur stofnun safnsins þegar vakið
nokkra athygli erlendis og hafa borist
óformlegar fyrirspurnir frá erlendum
aðilum um möguleg sýningarskipti
milli íslands og annarra landa. Von-
andi tekst þessu ágæta fyrirtæki að
vinna það verk sem það hefur ætlað
sér.
V
SKILIÐ OKKUR NÁTTÚRUNNI
Um bókmenntir og vistf ræði
„Guð skóp landslagið en mann-
eskjan borgina,” skrifaði enski rit-
höfundurinn Cowper fyrir næstum
200 árum. En mörgum áratugum
áður hafði hinn franski hugsuður
J.J. Rousseau þegar reifað þá hug-
mynd. Án þess að hafa fundið fyrir
fnyknum og kolarykinu frá Birming-
ham eða Manchester hóf hann að
hvetja fólk „til baka, til náttúrunn-
ar”. Þetta hefur verið viðkvæði
margra rithöfunda síðan, meðan les-
endur þeirra kúldrast í stórborgun-
um, umvafðir reykjarmekki.
í dag heita náttúruljóð ekki
lengur þvi nafni, heldur vistfræði-
ljóð, — sem gæti bent til þess að
skáldin ættu nú í vandræðum með að
finna nokkra náttúru til að yrkja um.
Hún er nefnilega að hverfa í mengun
og rányrkju. Spyrja mætti hvort nátt-
úruljóð nútímans séu til einhvers
brúkleg, eða hvort þau hverfi lesand-
anum úr huga á leið út í náttúruna,
eins og títt er með rómantískan kveð-
skap.
Handbók
Hafi lesandinn áhuga á því að
sleppa skáldskap og fræðast rækilega
um ömurlegar framtíðarhorfur
manns og náttúru, þá mæli ég ein-
dregið með því að fólk venji sig á
daglega eða vikulega skammta af
„Ökolögisk handbog” eftir Niels
Munk Plum sem út kom árið 1977.
Bókin er nefnilega sneisafull af upp-
lýsingum, vel rökstuddum en jafn-
framt óþægilegum, m.a. um meng-
unina sem er að gera út af við okkur
og hina vaxandi rányrkju á auðlind-
um jarðarinnar sem nú á sér stað.
Einnig er fjallað um hina sjúklegu og
næstum ómanneskjulegu trú á fram-
leiðslu- og neysluaukningu á ári
hverju — og hvernig stjórnmála-
mennirnir, hvar í flokki sem þeir
standa, loka augunum af hræðslu við
staðreyndir. Þær staðreyndir eru; að
verði ekki hætt nú þegar að framlciða
gjörsamlega ónauðsynlega hluti sem
menga allt okkar líf þá verður vart
langt liðið á næstu öld þegar engin
náttúra verður til fyrir skáld að
skrifa um og ekkert fólk til að lesa
það sem þau skrifa.
Framleiðsludýrkun okkar mun þá
hafa bundið enda á allt líf á jörðinni.
Handbók Plums inniheldur almenna
þekkingu af bestu gerð. Sjálfur er
höfundurinn verkfræðingur og fyrir
allmörgum árum lagði hann þekk-
ingu sína í hugmyndabanka sem
hefur það að markmiði að ,,lána” al-
menningi upplýsingar, bæði gagnrýn-
ar og þjóðfélagslega nytsamlegar.
Þessi bók var ekki eins umtöluð og
„Oprör fra midten” en í þjóðfélags-
umræðu komandi ára kemur hún ef-
laust að meira gagni.
Refilstigir
og nýir vegir
„Tekur eiturflóðið við af okkur?”
spyr Thorkild Björnvig í Ijóðinu Erf-
inginn sem er í ljóðabókinni „Delfin-
en” frá 1975. I þessari bók svo og í
ljóðasafninu „Morgenmörke” frá
1977 lætur Björnvig i ljós áhyggjur
yfir framtíð manns og heims, af
eins mikilli sannfæringu og Munk
Plum. í „Miljödigte” sem er jafn-
framt undirtitill „Delfinen” , svo og í
þeim greinum og fyrirlestrum sem
Björnvig hefur látið frá sér fara, sést
að höfundur hefur sett sig vandlega
inn i skoðanir sérfræðinga í um-
hverfismálum. En þegar hann yfir-
færir vitneskju sína í ljóðrænt form
er hann ekki ávallt auðlesinn.
Hann ýtir við lesandanum og reynir
að fá hann til að finna til samsemdar
með allri sköpuninni. Við eigum að
finna til ástúðar og ábyrgðar gagn-
vart náttúrunni, þannig að „augað, í
stað þess að kljúfa og búta sundur,
liði græðandi yfir trjábörk, skel,
fjöður, skinn og húð og skilji hvernig
veröldin er samsett, lið fyrir lið”.
Sjálfur býr Björnvig á Samsö við
Danmerkurstrendur, þar sem enn er
ferskt loft að finna.
Eyjaskeggjar
Rithöfundurinn Vagn Lundbye býr
einnig á smáeyju, Langeland. í skáld-
sögu sinni „Tilbage til Anholt”, sem
lögð var fram fyrir hönd Danmerkur
í sambandi við bókmenntaverðlaun
Norðurlanda í ár, skrifar hann um
aðra og smærri eyju. Heiti bókarinn-
ar ber vott um blending barnslegrar
alvöru og íróníu, — og minnir okkur
kannski á.það að þegar rithöfundur-
inn heimsótti Norræna húsið fyrir
tveim árum, hafði hann fléttað hár
sitt sem Indíáni til að láta i Ijós fyrir-
Norrænar
bókmenntir
PeterSöby
Kristensen
litningu sína á Evrópumönnum og
samúð með íbúum fjórða heimsins. í
skáldsögu Lundbyes segir frá Jónasi
sem kemur til Anholt til að grennslast
eftir afa sínum. Jónas veit að aldar-
fjórðungi áður hafði afinn strandað
við Anholt eftir Grænlandssiglingu
og siðan horfið sporlaust. Um sama
leyti er lögreglan að leita að græn-
lensku stúlkunni Naju sem einnig
virðist hafa horfið skyndilega. Á
Anholt hittir Jónas Rollu-Jens sem
kemur frá Kristjaniu. „Kristjanía er
staður þar sem maður lærir það um
samfélagið sem samfélagið sjálft
virðist hafa gleymt,” segir Rollu-
Jens. Á eyjunni Anholt geta menn
hins vegar orðið sér úti um fróðleik
um mannssálina og náttúruöflin. Og
þar verður mönnum einnig Ijóst að
„vesöld fer vaxandi í veröldinni.
Hungur, mengun, þjóðamorð”.
Vagn Lundbye reynir að nota
spennu sakamálasögunnar til að
benda á manngildi og heilbrigða nátt-
úruskynjun hins kyrrláta bændasam-
félags. Hann reynir einnig að sjá ein-
hverja von i framtíðinni. En því
miður eru það ekki margir í iðnaðar-
hverfum stórborganna sem lesa
bækur hans.
Franitíðarskáldsaga
Bjarne B. Reuter hefur áður skrif-
að bækur fyrir börn og unglinga,
m.a. „Zappa” sem lýsir á raunsæjan
hátt uppvexti fjögurra unglinga í út-
borg Kaupmannahafnar í byrjun
sjötta áratugarins, þegar velmegunin
er smátt og smátt að unga út ofbeldi,
offramleiðslu og einmana börnum.
Skáldsaga hans fyrir fullorðna,
„Slusernes Kejser” frá 1978, er fram-
tiðarverk af hefðbundinni gerð
og segir frá nokkrum þeirra sem lifa
af kj arnork usty rj öld.
Það er helst tvennt sem er eftirtekt-
arvert við þessa bók. í fyrsta lagi
lætur höfundur að því liggja að sið-
menningin hafi ekki tortímst vegna
stríðs og sprengjuregns. Sprengjun-
um beita vitstola stjórnmálamenn og
hershöfðingjar í dauðans ofboði eftir
að samfélagið hefur hrunið saman af
vistfræðilegum orsökum. í öðru lagi
er spenna bókarinnar byggð upp á
valdabaráttu og togstreitu um ferskt
og hreint vatn. Sú barátta gengur í
raun út á það að beita ekki vopnum,
heldur mannlegri útsjónarsemi og
eiginleikum. í baráttunni læra menn
að meta og hagnýta náttúruna, án
þess að misbjóða henni. Eins og allar
góðar hrollvekjur um framtíðina,
fjallar bókin einnig um það hvernig
við getum komið i veg fyrir að allt
fari í hundana. Bókin er spennandi
afiestrar og hún er alls ekki að telja
okkur trú um það að með því einu að
gefa náttúrunni mannlegt yfirbragð,
munum við standast alla storma sem
á okkur kynnu að dynja. Hún reynir
að útskýra fyrir okkur hvernig
árekstrum og sjálfselsku mannanna
er háttað. Boðskapur hennar er, að
þrátt fyrir mismunandi viðhorf, geti
manneskjan lært að leysa allan
ágreining, með samvinnu og sam-
stöðu. f því felst einnig að umgangast
náttúruna á nærfærinn hátt, svo
hennar verði notið enn um sinn.
Bjarne B. Reuter lýsir því óhugn-
anlega skýrt hvernig sú siðmenning
sem við þekkjum leggst í eyði um
næstu aldamót, — eftir u.þ.b. 20 ár.
Að því leyti eru þeir á sömu línu,
hann og Niels Munk Plum. Hafi þeir
rétt fyrir sér, erum við rétt um það bil
að súpa seyðið af því að hafa látið
forheimskun og hugsunarleysið ráða
ferðinni. Heimskan stefnir enn
ótrauð á framleiðsluaukningu og
meiri neyslu. Erfitt er að segja hvort
hægt er að nota bókmenntir til að
koma vitinu fyrir stjórnmálamenn
hvað þetta snertir og kannski er enn
erfiðara að segja til um hvernig bók-
menntirnar eiga að gera slíkt.
Kannski verðum við enn á lífi eftir 25
ár og getum þá lagt orð í belg.