Dagblaðið - 17.02.1979, Side 24
Lifrarpylsa DB-mynd Bj.Bj.
Lystug
nýlist
Þetta óvenjulega myndverk var á ný-
listasýningu Nýlistasafnsins í Ásmund-
arsal í Reykjavík og mun ekki hafa sér-
stakt nafn. Eins og lesendur sjá er þetta
lifrarpylsukeppur með spakmæli eftir
R. South, enskan guðfræðing sem uppi
var fyrir mörg hundruð árum. Mynd-
verkið er eftir Kristján Guðmundsson.
Póstur og
sími hækka
um 12%
Póst- og símaþjónusta hækkar um
12% á næstunni — simagjöldin frá og
með næsta þriðjudegi, póstgjöld 1.
marz.
Helztu breytingar á símagjöldum eru
að stofngjald hækkar úr 41.000 i
46.000, hvert umframskref úr 15
krónum í 17 og afnotagjald af heimilis-
síma úr 6.900 krónum á ársfjórðungi í
7.700 krónur. Þessi gjöld eru öll án
söluskatts, þannig að óhætt er að bæta
við 20%, eins og venja er þegar Póst-
og símamálastofnunin gefur upp verð.
öll önnur símaþjónusta hækkar í sam-
ræmi við þetta.
Þá hækkar póstburðargjald fyrir al-
mennt 20 gramma bréf úr 80 kr. í 90 kr.
og burðargjald fyrir prentað mál i
sama þyngdarflokki úr 70 krónum i
áttatiu.
-ÓV.
Ákaf
Range Rover, gljáandi og nýlegur,
lenti út af vegi skammt fyrir ofan brúna
á Korpu um þrjúleytið í gær. Öku-
maður var einn á ferð og missti hann
stjórn á bílnum vegna veðurs og svipti-
vinds. Var billinn á leið í átt til
Reykjavíkur en lenti út af hinum megin
vegarins. Þar hvolfdi bilnum og stað-
næmdist í leysingapolli um hálfs metra
djúpum og fór ökumaður á kaf í það
leysingavatn.
Ökumaðurinn var ómeiddur en
blautur en bíllinn svolítið skemmdur.
-ASt.
„ Víkingasveit”
í Reykjavíkur-
lögreglu C stakri þjálfun ]
Myndirnar eru teknar í nýja grinda-
turninum á æfingasvæði lögreglunnar.
Hann er til margra æfinga nytsam-
legur. Við fengum ungan mann —
kannski verðandi lögreglumann — tilW.
að klifra í honum. DB-myndir. v
Áform eru uppi um mjög aukna
þjálfun lögreglumanna í Reykjavik og
hefur nú verið valin sveit 36 manna sem
mun hefja auknar æfingar í Laugar-
dalshöll og íþróttahúsi KR, auk þess
sem þjálfun fer fram á æfingasvæði
lögreglunnar á Seltjamarnesi. í þessari
36 manna sveit era einungis reyndir
lögreglumenn og segja sumir þeirra
yngri, sem ekki voru valdir, að þarna sé
verið að mynd einhverja „súpersveit”.
Óskandi væri að lögreglan eignaðist
góða „víkingasveit” sem kannski fengi
þjálfun í viðureign við það sem er nú
daglegt brauð í útlöndum og ekki svo
óhugsanlegt hér, eins og t.d. flugvéla-
ræningja, árásarmenn á sendiráð svo
eitthvað sé nefnt.
Fyrsta skrefið var að þrekprófa sveit-
ina. Stóðust flestir það próf með
ágætum en útkoman varð þó ekki al-
mennt eins góð og skyldi. Á grundvelli
þess eru æfingar auknar með aukinni
og bættri aðstöðu, bæði úti og inni.
Sérstök æfingaaðstaða ef að skapast
til æfinga á björgun manna úr sjó og
vötnum, t.d. úr höfninni. Einn liður
þjálfunarinnar er notkun nýrra tækja
við slíka björgun.
Þá er risinn nýr grindaturn á úti-
svæði Iögreglunnar sem nýta má til
margs konar æfinga.
Allir hljóta að fagna aukinni þjálfun
lögreglumanna og vonandi myndast
fijótt slík „vikingasveit”, sem í upp-
hafi var ýjað að, sem hæf er til að
mæta vanda sem ekki hefur verið dag-
legt brauð hér en gæti orðið fyrr en
nokkurn grunar. -ASt.
Eskif jöröur:
Fundarauglýsingar týndust
í álnavörudótinu f„Pöntó”
Þeir Karl Steinar Guðnason og Vil-
mundur Gylfason efndu til opins
fundar í Valhöll á Eskifirði sl. sunnu-
dag. Sjö manns mættu á fundinum.
Þeir náðu sem sé ekki postulatölunni
tólf.
Það er trú mín að fjölmenni hefði
verið á fundinum ef fólk hefði vitað um
hann. En alþýðuflokksmenn hér eru
ekki að hringja í fólk til að láta vita af
komu svo tiginna manna heldur aug-
lýstu þeir á smámiðum innan um álna-
vörudót í „Pöntó” og ein smáauglýs-
ing var á hraðfrystihúsinu, svo lítil að
enginn tók eftir.
Sjálfri þótti mér leitt að vita ekki um
fundinn. Vilmundur hefur oft minnt
mig á Palla hennar Guðrúnar Helga-
dóttur sem sýndur var í sjónvarpinu
fyrst eftir að Vilmundur komst á þing.
Áður var hann í sjónvarpinu að taka
menn í gegn og fletta ofan af þeim. Þá
var hann eins og einræðisherra. Nú
síðast, er hann kom fram í sjónvarpinu
nýlega, var hann eins og þingmanni
sæmdi og mér sýndist að búið væri að
beizla hann og temja vel. Batnandi
manni er bezt að lifa. Ég harma því að
forgörðum fór tækifæri til að sjá menn
sem koma fram í svona mörgum
myndum og era óútreiknanlegir.
- Regina / ASt.
„Westrænir” menningarstraumar:
Hamborgarinn stýfður úr
hnefa í jámbrautarvagni
— á mótum Miklubrautar og Réttarholtsvegar fáist tilskilin leyfi fyrir veitingarekstrinum
Hver veit nema Reykvíkingar
kaupi innan tíðar snarl og ferðanesti
úr „drive in” járnbrautarvagni á
mótum Miklubrautar og Réttarholts-
vegar.
Á fundi borgarráðs Reykjavíkur 9.
febrúar sl. var lagt fram bréf Ásgeirs
H. Eirikssonar varðandi veitingastað
á umræddum stað og var þvi bréfi
visað til umsagnar skipulagsnefndar.
Ásgeir er eigandi pylsuvagnsins í
Austurstræti sem borið hefur á ný
danska menningarstrauma að
ströndum hinnar fornu skattlendu.
En Ásgeir lætur ekki þar við sitja.
Austlægir straumar nægja ekki þegar
til lengdar lætur og hamborgara-
menning stórveldisins i vestri er
rómuð.
Þegar Ásgeir var á ferð í Banda-
ríkjunum á liðnu sumri sá hann járn-
brautarvagna með eldhúsi og sætum
fyrir u.þ.b. þrjá tugi manna. Veit-
ingavagna þessa er hægt að fá keypta
og sagði Ásgeir í viðtali við DB að
þeir væru virkilega fallegir.
Slíkan vagn hefur Ásgeir hugsað
sér að fá sér og koma fyrir á járn-
brautarteinum á mótum Miklu-
brautar og Réttarholtsvegar, fáist til-
skilin leyfi. Gangi vel má hengja
annan vagn aftan í og byggja
brautarstöð. Þarna geta menn ekið
að vögnunum og tjáð pantanir sínar í
hátalara og siðan er allt tilbúið er þeir
komast að vögnunum.
Ásgeir sagðist vongóður um að
leyfi fengjust. Stefnubreyting hefði
orðið hjá borgaryfirvöldum með veit-
ingu leyfa fyrir pylsuvagna og nú
fengju neytendasjónarmið að ráða
ferðinni. Brautarvagnarnir kæmu þvi
i réttu framhaldi af pylsuvögnunum.
- JH
honum
frfálst, úháð dagbJað
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979.
Fontur ÞH
sleginn Ríkis
Fontur ÞH-255 við Torfunefsbryggju á
Akureyri. —Mynd: Dagur/ÁÞ.
Annað og síðasta uppboð var haldið
á Þórshafnartogaranum Fonti ÞH-255
á Húsavik í gærdag. Togarinn var sleg-
inn ríkisábyrgðasjóði fyrir 570 millj-
ónir króna en það er sama upphæð og
boðin var í togarann á fyrra upp-
boðinu.
Að sögn Sigurðar Briem uppboðs-
haldara komu ekki önnur tilboð i tog-
arann. Mættir á staðinn voru lögmenn
veðhafa og lögmaður eiganda togar-
ans.
Fontur var eign Útgerðarfélags Þórs-
hafnar. Uppboðsbeiðendur vora Fisk-
veiðasjóður íslands og Skúli J. Pálmá-
son hæstaréttarlögmaður .
Togarinn liggur nú í Akureyrarhöfn
lagtí nóvember. -JH.
Fannst særð
og hungruð í
Mosfellssveit
Gullfalleg og vel vanin tík af Lábra-
dor Cheesapeak Bay Retriever-kyni
leitaði skjóls við hús i Hlíðartúni á dög-
unum. Var hún allstygg og sýnilega'
hrædd og í uppnámi enda særð á trýni
og að því er virtist eitthvað sjúk á
vinstra auga.
Henni var veitt húsaskjól og hungur
hennar satt. Nú er hún geymd í Dýra-
spítalanum og bíður eiganda síns.
Enginn sem átt hefur slíkan hund getur
týnt honum án þess að verða var við.
Og vonandi vitjar eigandi tíkarinnar
hennar fljótt. -ASt.
yRaupíðVi
t/Siuiíd >n
fl)
TÖLVUR
* JDGT
BANKASTRÆTI8