Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979. 9 li/lál Skúla á Laxalóni írannsókn hjá Alþingi: Fyrsta einingin í fæðingu á Reykjavíkurflugvelli í gær. Flugmálastjórn: Raðsmíðar flugstöðvar DB-mynd: R.Th. Nú er Flugmálastjórn að láta smiða fjórar litlar flugskýlisbyggingar sem væntanlega verður dreift á fjóra flug- velli innan tiðar, Norðfjörð, Blönduós, Suðureyri og Stykkishólm. Hús þessi eru aðeins 24 fermetrar og hugsuð til að bæta úr brýnustu nauðsyn nú. Eru þau byggð eftir ákveðnum staðli. Þannig má i fram- tiðinni bæta við eins einingum eftir þörfum án verulegrar fyrirhafnar við aðsameina þær. Að sögn fulltrúa Flugmálastjórnar er þetta gert i tilraunaskyni, en mælist þetta vel fyrir verður haldið áfram á þessari braut. -GS. Margir mánuðir til málaloka „Það er nánast ómögulegt að segja hvenær línur í þessu máli fara að skýrast, annir hafa verið miklar og eins eru margir hlutir óljósir í þessu sambandi,” sagði Ingvi Ebenhartsson, forseti bæjarstjórnar Selfoss, í viðtali við Dagblaðið, um viðræður þær sem nú eiga sér stað milli sýslunefndar Ár- nessýslu og Selfosskaupstaðar um skiptingu sameiginlegra eigna þessara aðila. „Verið er að vinna úr gögnum sem borizt hafa frá sýslunefndinni." Hjá endurskoðanda Selfoss- kaupstaðar I máli þessu fengust þær upplýsingar að trúlega liðu margir mánuðir þar til samningar um málið væru um garð gengnir, enda í rnöre hornaðlíta.” Tólf af þrjátíu á námskeið Tólf rithöfundar hafa nú verið valdir úr hópi 30 umsækjenda um |námskeið i handritagerð fyrir sjónvarp. l er námskeiðið fram dagana 3.-17. marz og að því loknu verða sex þátttakenda valdir úr hópnum til þess að vinna handrit fyrir sjónvarpið. Þessir rithöfundar komust að: Agnar Þórðarson, Ása Sólveig, Böðvar Guðmundsson, Davíð Oddsson, Gísli J. Ástþórssón, Guðlaugur Arason, Herdis Egilsdóttir, Jónas Guðmunds- son, Pétur Gunnarsson, Steinunn Sig- urðardóttir, Þorsteinn Marelsson og Örnólfur Árnason. -HP. Þrátt fyrir yf irskeggið Þeir voru margir stællegir, ungu herramennirnir í miðborginni í gær — eins og t.d. þessi, sem þrátt fyjrir yfir- skeggið og hermannabúninginn gat ekki stillt sig um að fá sér stóran brjóstsykur. DB-mynd: Hörður. aragrua spuminga — gætum við haft 18milljarða kr. tekjuraf fiskeldi? spyr Verzlunarráð íslands íbréfi tilAlþingis Skúli Pálsson og starfsmaður hans við bílhlass af regnbogasilungi sem hann varð að henda, þar sem þessi fiskur má ekki koma á íslenzkan markað. -DB-mynd: RagnarTh. Allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis ákvað á fundi sínum snemma vetrar að rannsaka á eigin spýtur mál Skúla Pálssonar á Laxalóni og fiskeldi á íslandi. „Siðan sú ákvörðun nefnd- arinnar var tekin hafa verið haldnir 5 eða 6 fundir þar sem leitað hefur verið svara hjá einstaklingum og embættis- mönnum við aragrúa spurninga málið varðandi,” sagði Vilmundur Gylfason formaður nefndarinnar, i viðtali við fréttamann DB i gær. ,,Á mánudaginn verður síðasti fundurinn sem nefndin leitar svara hjá embættismönnum er málið þekkja,” sagði Vilmundur, „og í þeirri viku eða Aðgerðir f olíu- kreppunni — olíugjald lagt á en útflutn- ingsgjald lækkað Ríkisstjórnin reynir að mæta hinna miklu olíuverðhækkun fiskiskipaflotans með aðgerðum, án þess að stofnað sé til niðurgreiðslna á olíu eða sjóðakerfi sjávarútvegsins stækkað. Frumvörp eru komin fram á þingi um lækkun útflutningsgjalds og álagningar tímabundins olíugjalds, sem renni til fiskiskipa. Þessi frumvörp á að afgreiða i skyndi. Fiskvinnslan á að greiða hið tíma- bundna olíugjald. Lækkun út- flutningsgjaldsins á að auðvelda fisk- vinnslunniaðgreiðaoliiigjaldið. Samkvæmt frumvarþinaskal fisk- kaupandi eða fiskmóttakandi greiða útgerðarmanni olíugjald, sem nemi 2,5% miðað við fiskverð, þegar fiskiskip selur afla í innlendr höfn eða afhendir afla sinn til víhttsIu, án þess að sala fari fram. V'rna gild- ir er skip selur afla sinn öðru skipi til löndunar í innlendri höfn. Olíugjaldið kemur ekki til hluta- skipta eða aflaverðlauna. Þegar selt er í erlendri höfn skal draga 1% olíugjald til útgerðar frá heilsöluverðmæti. Talið er fært að lækka út- flutningsgjaldið úr 6% i 5% vegna trausts fjárhags mikilsvægustu sjóðanna, sem útflutningsgjald rennur til. Jöfnunardeild afiatryggingarsjóðs átti þannig um áramót i sjóði 2,6 milljarða. Áhafnadeild afla- tryggingarsjóðs átti þá 450 milljónir og Tryggingasjóður fiskiskipa átti einn milljarð á reikningi sinum í Seðlabankanum. Ríkisstjórnin telur þessar aðgerðir duga til bráðabirgða, auk sparnaðar, en er engan veginn viss um hvort þær nægja til lengdar, verði oliuhækkunin mun meiri. -HHJ þar næstu má búast við að nefndin leggi fram tillögur sinar í málinu, annað hvort í formi lagabreytinga eða i þingsályktunartillöguformi,” sagði Vilmundur. DB fékk afrit af bréfi sem Verzlunarráð íslands sendi nefndinni. Þar fór ráðið fram á að Alþingi leitaði svara við 4 spurningum varðandi mál Skúla. 1. Hefur orðið fjárhagslegt tjón fyrir þjóðarbúið af töpuðum út- flutningi og innlendri framleiðslu á seiðum, hrognum og fóðri vegna af- stöðu og aðgerða islenzkra yfirvalda? 2. Hefur Skúli orðið fyrir fjárhags- legu tjóni í rekstri sínum vegna afstöðu og aðgerða yfirvalda. 3. Hvað hindrar að Skúli fái að færa eldi regnbogasilungs að Þórustöðum í Ölfusi? 4. Blandast viðskiptalegir hags- munir Laxeldisstöðvarinnar í Kolla- firði, þ.e. rekstrarafkoma, verð- ákvarðanir og útflutningsmöguleikar, í deilu yfirvalda og Skúla? Verzlunarráðið bendir á náttúrulega yfirburði Íslands til fiskeldis umfram önnur lönd. Segir að 1977 hafi út- flutningur Dana á ræktuðum laxi og silungi numið 14932 tonnum og á núverandi gengi sé þessi útflutningur jafnvirði rúml. 18 milljarða króna. „Næðum við sama árangri á þessu sviði og Danir gætu gjaldeyristekjur okkar af vöruútflutningi aukizt um tæp 9% ” segir I bréfinu. Leggur ráðið áherzlu á að rannsókn þessa máls verði hraðað, svo ljóst verði hvort núgild- andi lög og reglugerðir um fiskeldi standi i vegi fyrir þróun þessarar at- vinnugreinar. Vilmundur Gylfason sagði að þetta bréf Verzlunarráðs íslands hefði verið gott innlegg í rannsókn nefndarinnar og sýni spurningar þess að nauðsyn var á rannsókn þingnefndarinnar. Sjálf- stæðar rannsóknir þingmanna á ýms- um málum var eitt af baráttumálum Vilmundar og annarra krata fyrir síðustu kosningar. -ASt. Blaðafulltrúi þjóðkirkjunnar: Ráðinn f ríkirkjuprest- ur í Hafnarfirði Séra Bernharður Guðmundsson, blaðafulltrúi þjóðkirkjunnar, hefur nú verið ráðinn prestur við Fríkirkjuna i Hafnarfirði. Hyggst hann gegna báðum stöðunum fram- vegis. Verður hann settur inn í embættið á sunnudaginn. Séra Magnús Guðjónsson þjónaði Fríkirkjunni áður, jafnframt því sem hann gegndi starfi biskupsritara. Snýr hann sér nú alfarið að síðara starfinu. -GS. Leitaö svara viö

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.