Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979. II N mjög síðar á þessu ári þegar full áhrif efnahagskreppunnar segja til sín. Viðskiptalífið, sem er að komast af stað á nýjan leik, ber augljós merki byltingarinnar. Efnahagslífið í rúst Efnahagssérfræðingar óttast að mörg fyrirtæki verði að rifa seglin verulega og önnur að loka fyrir fullt og allt. Það þýðir að milljónir manna missa vinnu sína. í dagblöðum er greint frá því að nú þegar séu þrjár milljónir manna atvinnulausar. Hraður bati efnahagslífsins er ekki fyrirsjáanlegur meðan hin ólíku öfl, sem stjórna byltingunni, reyna öll að móta væntanlegt stjórnarfar í íran í sína þágu. Sum öfl vilja útrýma kapítalisma, önnur vilja byggja á þeirri stefnu. Einn hópur vill koma á varanlegu lýðræði og enn annar vill ekkert af þessu. Sá meirihluti, sem vaknaði til pólitískrar vitundar með JONAS HARALDSSON byltingunni, mun að öllum líkindum vilja fylgja því sem Ayatollah Khomeini boðar. Byltingin táknar breytingu á félags- og hagkerfi fyrir suma, mannréttindi fyrir aðra, hugmynda- fræðileg og gegn stefnu vestur- veldanna að mati vinstri sinnaðra hermanna, trúarleg að mati klerkanna og blanda af öllu þessu fyrir manninn á götunni. Milljónir manna binda nú vonir sínar við hinn trúaða kraftaverka- mann, Khomeini. Þeir treysta því að hann nái tökum á ástandinu og komi málum í réttan farveg. En spurningin er:íhvaðafarveg. Khomeini hefur hug á að víkja úr sviðsljósinu. Hann mun hverfa til trúarlegrar bækistöðvar sinnar, hinnar helgu borgar, Qom, sem er um 150 km suður af höfuðborginni. Þar mun hann gegna andlegu föður- hlutverki sínu. Brottför hans frá Teheran, aðeins mánuði eftir sigurför hans er hann sneri úr 15 ára útlegðinni, færir á- byrgðina á herðar Bazargans sem stjórnar ríkinu með hjálp byltingar- ráðsins sem er leynileg samkunda manna sem stutt hafa Khomeini. Þetta byltingarráð er i litlu frá- brugðið gömlu keisarastjóminni, hvað ofbeldir snertir. Aftökur hafa verið tíðar, og t.d. sagði Bazargan forsætisráðherra frá því að hann hefði fyrst heyrt um aftökur fjögurra herforingja, er hann las um þær í dagblöðum. Trúarleiðtoginn Ayatollah Khomeini. Fer Bazargan aftur í stjórn- arandstöðu? Dr. Bazargan er 71 árs að aldri og hefur hann barizt fyrir auknum mannréttindum. Hann hefur lengi verið andstæðingur keisara- stjórnarinnar. Hann reynir nú að fá írani aftur til vinnu sinnar og gera fólki grein fyrir því að bylting gerist ekki á einni nóttu. Hann stefnir að þvi að koma pólitísku og efnahags- legu lífi í viðunandi horf og koma á nýrri stjórnarskrá islamsks lýðveldis. Meginandstaðan gegn nýju stjórn- inni kemur frá vinstrimönnum, sér- staklega vel æfðum borgar- skæruliðum, sem létu mikið til sín taka i götuóeirðum i baráttunni um Teheran. Þeir vilja koma á atvinnu- lýðræði með „verkamannaráðum” og að herinn verði endurreistur sem alþýðuher, með þjóðkjörnum her- foringjum. Hinir vinstri sinnuðu telja að hin raunverulega bylting sé ekki um garð gengin. „Við fórnuðum ekki svo miklu við að bylta keisaranum til þess að sitja síðan uppi með engu skárra trúarveldi,” er haft eftir einum vinstri manninum. Yasser Arafat var fyrsti erlendi leiðtoginn sem kom til írans eftir byitinguna og hann lýsti yfir stuðningi við lýðveldi í anda múhameðstrúar. Þrátt fyrir slíka stuðningsyfir- lýsingu hafa harðlínumenn á vinstri kanti stjórnmálanna forðazt opinber- an ágreining. Það gæti því hugsazt að ágreiningurinn um framtíð lýðveldisins hjaðnaði. En margt bendir þó til þess að svo verði ekki. Margir fyrri samherja Bazargans í baráttunni gegn keisara- stjórninni telja líkur á því að hann haft ekki vitað hvað hann var að fara út i er hann tók við embætti sínu. Þeir leiða getum að því að hann snúi sér aftur að stjórnarandstöðu. Það fari ekki saman að berjast fyrir mannréttindum og að verja réttarfar sem byggist á hefðum múhameðs- trúar, þar sem refsingar eru grimmilegar. Útgáfustarfsemi sem byggist á persónunjósnum Á síðari árum hafa margir vaknað til vitundar um það að einka- málefnum fólks og friðhelgi einkalífs sé hætta búin af frekjulegri íhlutunarsemi undir ýmsu yfirskini. Mér sýnist samt að hvimleiðasta at- hæfið af þessu tagi hafi lítt komið tii umræðu og leyfi mér að vekja máls á því hér á eftir. Þegar uppskátt varð um tölvu- skráningu á undirskriftasöfnun Varins lands 1974 sáu m.a. ýmsir landsfeður að hætta var á ferðum. Þingmenn úr 5 stjórnmálaflokkum fluttu á Alþingi 1976 þingsályktunar- tillögu sem miðaði að því að vernda „einstaklinga gagnvart því að komið sé upp safni upplýsinga um skoðanir þeirra eða aðra persónulega hagi með aðstoð tölvutækni”. Tillaga um að skora á ríkisstjórnina að leggja frumvarp um þetta efni fyrir Alþingi var svo samþykkt á Alþingi vorið 1977. Mikill lagabálkur, „Frumvarp til laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einka- málefni”, var borinn fram á Alþingi undir þinglok vorið 1978 en hlaut ekki afgreiðslu á þinginu. Á yfir- standandi Alþingi hefur friðhelgi einkalífs enn verið talsvert til umræðu en þó einkum vegna meinlausra kannana á högum og líferni unglinga þar sem engin nöfn einstaklinga koma við sögu. Áður- greindur lagabálkur hefur enn ekki verið endurfluttur. Svara spurn- ingum um einka- málefni öllum gengur þingskörungunum að sjálfsögðu gott eitt til. En það er kominn tími til að spyrja: Hefur hin um vísu landsfeðrum sést yfir þá staðreynd að persónunjósnir af miklu ihlutunarsamara tagi hafa viðgengist hér á landi án þess að nokkur hafi reist rönd við því? Þessi athafnasemi felsthvorki i Uilvuskráningu á spólur, sem síðan eru geymdar og Iokaðar, né í nafnlausum könnunum. Hér er um að ræða frekjulega upplýsinga- söfnun um einkamálefni í þeim opinskáa tilgangi að gefa upplýsing- arnar út á prent og útbreiða þær sem mest. Nú er enn hafin ein slík herferð. Það á að fara að gefa út „Kennaratal á íslandi” og hefur kennurum verið sent skjal í mörgum liðum þar sem þeir skulu svara m.a. spurningum um einkamál sín, um fjölskyldumálefni sín, sambýlishætti foreldra sinna o.s.frv. Ekki kemur fram á skjalinu hvaða aðilar standa að þessu uppátæki en kennurum skipað að bregða við fljótt og senda svörin til ritstjóra bókarinnar. Gefið hefur verið í skyn að menn veiti ekki þessar upplýsingar verði þeirra aflað af öðrum og þær gefnar út á prent í Kennaratali. Sumir kennarar munu telja það starfslega skyldu sína að út- tfylla plaggið en það er auðvitað alger misskilningur. Þó að upplýsing- eins og í tölvumálinu forðum og losa okkur undan þeirri ágengu plágu er svokölluð starfsmannatöl með per- sónulegum einkamálum eru? Slík út- gáfustarfsemi er sérstaklega varasöm hjá fámennri þjóð. Þar er ekki lengi verið að skrásetja einkamá! allrar þjóðarinnar og gefa þau út enda virðist bersýnilega stefnt að þvi í okkar litla þjóðfélagi. í viðleitni sinni til verndunar á friðhelgi einkalífs þyrfti löggjafarvaldið fyrst og fremst að banna þessa höfuðplágu. Auk þess legg ég til að svokallað Kennaratal á íslandi verði lagt í eyði meðan á smíði þess stendur, nema þvi -aðeins að úr því verði sleppt öllum atriðum öðrum en þeim er varða sjálft kennarastarfið. Ég skora ,,Ef vernda á friðhelgi einkalífs verður fyrst að banna útgáfu á persónulegum einkamálum fólks.” ar þær, sem þarna er verið að safna, séu flestar finnanlegar í gögnum ýmissa stofnana þá réttlætir það eng- an veginn það athæfi að útbreiða einkamálaupplýsingarnar sem mest með því að gefa þær út á bók. Mér er spurn: Er það minna brot á mannréttindum að gefa út bók upplýsingar um einkalíf fólks og fjölskyldumálefni en að skrá slíkar upplýsingar á tölvuspólu sem aldrei er ætluð til útgáfu? Nú má enginn skilja orð mín svo að ég hafi á móti því að alþjóð viti hverjir eru starfandi kennarar, enda hefur menntamála- ráðuneytið skrá um þá alla, og sú skrá mætti gjarnan koma út á bók mín vegna. En hvað varðar það starf kennara hvort foreldrar hans hafa verið giftir eða ógiftir, hvort börn hans eru kjörbörn eða ekki o.s.frv.? Einkamál allrar þjóð- arinnar á skrá? Vilja nú ekki hinir vísu landsfeður í öllum flokkum sameinast á Alþíngi Kjallarinn Eysteinn Þorvaldsson á kennara að vernda réttindi'in neð því að neita að taka þatt í upplýsingasöfnun Kennaratals þang- að til þau sjónarmið verða virt. Eysteinn Þorvaldsson kennari. Frjáls álagning Jónasi hættir nokkuð til að mis- skilja ýmislegt við lestur greinar minnar og leggur hann mér einnig orð í munn. T.d. segir hann mig hafa kallað Verslunarráð íslands „glæpa- samtök” en Verslunarráðið stofnaði og sér að verulegu leyti um rekstur Verslunarskólans og því segir hann: „Einhvern tíma hefði nemanda verið vikið úr skóla fyrir minna en trúlega verður látiö nægja að láta viðkom- iandi sitja uppi með skömmina af íslíku orðbragði.” Þessu er til að svara að hvergi í grein minni minntist ég einu orði á Verslunarráð íslands, hvorki beint né óbeint, reyndar má geta þess að rramkvæmdastjóri Verslunarráðs las grein mína yfir áður en hún birtist og hafði hann ekkert við hana að at- huga. Finnst mér þessi fullyrðing Jónasar því helst benda til þess að hann hafi einhverjar sérþarfir við lestur og skilning ritaðs máls sem ég hef ekki fullnægt. Síðar í grein sinni notar Jónas orðið „ribbaldalýður” um samkaup- menn sína og hefur það í gæsalöpp- um. Þar sem þetta orð var hvergi að finna í grein minni hlýtur þetta að vera skoðun Jónasar sjálfs á félögum þess félags sem hann er formaður fyrir. Þeir geta þó huggað sig við það að vinur er sá er til vamms segir. Á enn öðrum stað virðist Jónas hafa misskilið mig, og fer nú sá hæfi- leiki hans að fara í taugarnar á mér. Hann segir mig ekki vita hvort ég vil eða vil ekki frjálsa álagningu. Öðrum, sem ég hef spurt, finnst það nokkuð skýrt að svo sé en þó mun ég hér skýra þetta nánar fyrir Jónas. Ég segi það skoðun mína að verðlags- málum verði ekki kippt í lag fyrr en komin er á frjáls álagning svo það borgi sig fyrir kaupmenn að kaupa inn sem ódýrast en ekki dýrast. Síðan tel ég upp þær helstu aðstæður í þjóðfélaginu sem torvelda frjálsa álagningu eins og málum er nú hátt- að. Síðan skýri ég út hverju mér fyndist að ætti að breyta og hvemig, svo gefa megi álagningu frjálsa. Það skal tekið fram að hér á ég aðallega við álagningu á neysluvöru því sér- stöðu hafa sumir aðrir vöruflokkar sem hér verða ekki taldir upp. Jónas spyr á einum stað hvort ég hafi ekki í Verslunarskólanum heyrt talað um mátt auglýsinga en samt hneykslast hann á því að ég skuli stunda „skemmtistaðaráp” á þá staði þar sem ég fæ „mestan og best- an kaupbæti fyrir návist mína”, en það er auðvitað fyrir mátt auglýsing- anna sem ég geri það. f lok greinar sinnar gagnrýnir Jónas borgarfulltrúa fyrir gagnrýni þeirra á þjónustu verslunarinnar. Telst mér svo til að þetta sé hvorki meira né minna en fimmd ólíki aðil- inn sem Jónas hefur horn í síðu á í sömu kjallaragreininni, þ.e. ég, Verslunarskólinn, lögregluembættið. Kjallarinn Steinn Logi Björnsson „ribbaldalýðurinn” og nú borgin, en hann telur þjónustu fyrirtækja henn- ar og stofnana ábótavant. Eru ekki opinberar stofnanir yfirleitt opnar I hádeginu þegar matvöruverslanir eru lokaðar? Hann segir einnig að al- menningur heyrist ekki kvarta mikið þó hann þurfi að taka sér frí úr vinnu til að borga skatta og skyldur. Það er svolítið annað fyrir vinnuveitendur að gefa frí nokkrum sinnum á ári til að borga skatta og skyldur (reyndar má yfirleitt borga slíkt í pósti) heldur en oft í viku svo fólk geti keypt i mat- inn. Lítill kostnaðarauki í grein minni tala ég um hugsanleg- ar þjóðfélagslegar afieiðingar lengri opnunartima verslana og veitinga- staða og segi m.a. að þarna skapist vinnumöguleikar fyrir t.d. skólafólk á jafnaðar- eða jafnvel dagvinnu- kaupi eins og tíðkast í Bandaríkjun- um. Jónas hefur ýmislegt út á þessi ummæli að setja eins og kannski er von. Ég er alls ekki að stinga upp á að fólk vinni fyrir lægri laun en taxti segir til um heldur er ég öllu heldur að benda á hvernig slíkt er í Banda- ríkjunum og láðist mér þá að geta þess að þar er í slíkum tilfellum ekki gerður greinarmunur á dag- og eftir- vinnu heldur hefur sami maður sömu laun hvort sem hann vinnur á daginn eða kvöldin. Ef þetta kerfi er heim- fært upp á íslenskar aðstæðurogmið- að' ið að skólafólk lal.i -iðá kvöldin mundi starfsfólk í \crslunum fá hærri iaun en nú, miðað við sama vinnutima, en kvöldfólkið fá lægri laun en það myndi nú fá skv. nætur- vinnutaxta. Að öðru leyti er fólki að sjálfsögðu greitt eftir starfsreynslu og fleiru eins og nú. Á þennan hátt ætti litill eða enginn kostnaðarauki að vera samfara lengri opnunartima og þarf þess því ekki að gæta í verðlagi. Dæmið frá Keflavík Fyrrnefnd grein mín var aðallega skrifuð vegna fréttar í einu dagblað- anna um mikla samkeppni meðal kaupmanna í Keflavík og ræddi ég um nauðsyn slíkrar samkeppni á margfalt stærri markaði, sem er Reykjavík. Kaupmenn í Keflavík hafa opið lengur og hafa líka lægra verð en kollegar þeirra í Reykjavík, þrátt fyrir meiri flutningskostnað. Það gladdi mig því mjög sem kom fram í neytendakönnun DB að verð á neysluvörum var lægra í Keflavík en á nokkrum öðrum stað á landinu og ætti það að verða máli mínu til stuðn- ings um nauðsyn fullkominnar sam- keppni meðal neysluvörukaupmanna í Reykjavík. Steinn Logi Björnsson nemi i Verslunurskóln íslands.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.