Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979.
Útgefandi: Dagblaöið hf.
Framkvœmdasljóri: Svainn R. Eyjótfaaon. RJtstJóri: Jónas Krisfjánsson.
Fréttastjóri: Jón Bkglr Pétursson. Ritstjómarfultrúi: Haukur Halgason. Skrifstofustjóri ritstjóman
Jóhannes RsykdaL iþróttin HaHur SWnonarson. Aöstoðarfréttastjóran Atli Stainarsson og Ómar Valdl-
marsson. Manningarmál: Aöabtainn Ingólfsson. Handrit: Ásgrimur Pábson.
Blaöamenn: Arma Bjamason, Ásgair Tómasson, Bragi Slgurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gbsur Sigurös-
son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur HaHsson, Halgi Pátursson, Jónas Haraldsson, óbfur Geirsson,
ólafur Jónsson. Hönnun: GuÖJÓn H. Pábson.
LJÓsmyndir Ámi Páll Jóhannsson, BJamblfur BJambHsson, Htfröur VHhJáknsson, Ragnar Th. Sigurös-
son, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Óbfur Eyjólfsson. GJaldkeri: Práinn ÞorieHsson. Stfkistjóri: Ingvar Sveinsson. DreKing-
arstjóri: Már E.M. HaUdórsson.
Ritstjóm Siöumúb 12. Afgreiðsb, áskriftadeild, auglýsingar og skrtfstofur Þverhohi 11.
Aðabfmi bbösins er 27022 (10 línur). Askrift 2500 kr. á mánuði innanbnds. I lausastfki 125 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagbbðiö hf. Siöumúb 12. Mynda- og pltftugerö: HHmk hf. Slöumúb 12. Prentun:
Arvakur hf. SkaKunni 10.
Ekki um þetta mál
í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að
bera fram skýrar spurningar, sem fólk
getur svarað með einföldu jái eða neii.
Þetta sagði Gunnar Thoroddsen á al-
þingi í fyrradag um leið og hann benti á,
að efnahagsfrumvarp forsætisráðherra
væri margbrotið og margþætt mál.
Fleiri þingmenn úr öllum flokkum voru sömu skoð-
unar í umræðunni utan dagskrár um þá tillögu Vil-
mundar Gylfasonar, að þjóðin greiði atkvæði um efna-
hagsfrumvarpið. Ragnar Arnalds sagði, að erfítt væri
fyrir fólk að taka afstöðu til flókins og fjölþætts frum-
varps með einu jái eða neii.
Bragi Sigurjónsson taldi ekki rétt að vísa frumvarp-
inu til þjóðaratkvæðis, en hins vegar væri sjálfsagt að
veita afbrigði frá þingsköpum, svo að greiða mætti at-
kvæði á þingi um hugmynd Vilmundar. Trúlega er
meirihluti þingmanna sammála þessari afstöðu Braga.
Dagblaðið hefur í höfuðdráttum lýst stuðningi við
efnahagsfrumvarp forsætisráðherra. Það er nauð-
synjamál, sem þyrfti að lögfesta sem fyrst. Dagblaðið
er einnig sannfært um, að frumvarpið nýtur stuðnings
yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Loks er Dag-
blaðið almennt hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslum.
Samt er blaðið andvigt slíkri atkvæðagreiðslu um
efnahagsfrumvarp Ólafs Jóhannessonar. Sú andstaða
byggist einkum á sömu forsendu og kemur fram hjá
þingmönnunum, sem vitnað var í hér að ofan. Þjóðar-
atkvæðismál verða að vera einföld, en efnahagsfrum-
varpið er það ekki.
í slíkri atkvæðagreiðslu er hægt að spyrja þjóðina,
hvort varnarliðið eigi að vera eða fara, hvort leyfa eigi
bjór með ákveðinn vínanda eða ekki, hvort veiða megi
250 þúsund tonn eða 300 þúsund tonn af þorski á árinu
og hvort kostnaður við heilbrigðismál skuli vera 8%
eða 10% þjóðarútgjalda.
í þjóðaratkvæðagreiðslu mætti raunar líka velja for-
sætisráðherra, eins og gert er í sumum löndum. Allar
slíkar atkvæðagreiðslur færa fólkið í landinu nær
valdinu og efla þannig lýðræðið. í rauninni ætti á
hverju ári að vera einn kosningadagur, þar sem fólk
geti svarað einföldum spurningum með jái eða neii og
gert svörin að lögum.
Efnahagsfrumvarpið er hins vegar langt og flókið
mál í mörgum liðum og undirliðum. Menn geta sem
hægast verið samþykkir sumu og andvígir öðru. Ef
fullnægja ætti réttlæti, yrði að bera hverja málsgrein
frumvarpsins fram sérstaklega í atkvæðagreiðslunni.
Það væri að vísu framkvæmanleg, en um leið dálítið
vafasöm aðferð.
Út úr 'slíkri kosningu gæti komið lagaslitur, sem ekki
væri lengur í samhengi. Frumvarpíð væri orðið að
lögum, sem ríkisstjórnin gæti ekki framfylgt, af því að
nauðsynlegar málsgreinar hefðu verið felldar. Til
dæmis hefðu útgjaldaliðir hugsanlega verið sam-
þykktir, en tekjuliðir felldir.
Þá er skynsamlegra að knýja Alþýðubandalagið
sagna um, hvort það sé í eðli sínu stjórnarandstöðu-
flokkur, sem geti ekki í ríkisstjórn tekið ábyrgar
ákvarðanir. Þessari kenningu hefur aukizt fylgi á und-
anförnum árum. Afstaða bandalagsins til efnahags-
frumvarps Ólafs Jóhannessonar er mikilvægasti próf-
steinninn á réttmæti þessarar kenningar.
Ef ráðamenn Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins hafa bein í nefinu, geta þeir knúið Alþýðu-
bandalagið til uppgjafar í öllum meginatriðum. Ein-
mitt af því, að annars mundi Alþýðubandalagið
stimpla sig sem krónískan stjórnarandstöðuflokk.
Hugmyndin um þjóðaratkvæðagreiðslu er raunar hálf-
gerður flótti frá kjarki til að stilla Alþýðubandalaginu
upp við vegg.
Að lokinni keisarabyltingu í íran:
Sameining byltingar-
aflanna féll með keis
aranum
— gerólíkar stefnur takast á um f ramtíðar-
stjómina — vinstri sinnar telja sig lítt bætta
með trúarstjórn ístað keisarastjórnar
Byltingin í íran er afstaðin en á-
standið er ennþá mjög ótryggt og rétt
er að skoða marga þætti nú þegar
upp er staðið.
Meginmarkmið byltingarinnar var
að koma Mohammad Reza Pahlavi
íranskeisara frá völdum. Það tókst
en eftir stendur mikil óvissa og
pólitísk ogefnahagsleg upplausn.
Byltingarráð Ayatollah Ruhollah
Khomeinis og stjórn Mehdi
Bazargans forsætisráðherra reyna nú
að koma stjórn á þá gífurlegu
upplausn sem ríkir í landinu eftir
margra mánaða óeirðir og verkföll
gegn keisarastjórninni.
Refsingar múhameðstrúarmanna eru með eindæmum harðneskjulegar. Hér
eru menn handarhöggnir fyrir þjófnað.
að sögn dr. Bazargans forsætis-
ráðherra.
En sumir íranir vildu fremur að
fleiri valkostir væru lagðir fyrir
þjóðaratkvæði. Þar væri t.d. gert ráð
fyrir því að fólk fengi að velja sér
lýðræðisstjórn sem ekki byggði á lög-
málum múhameðstrúar.
Uppreisnin sem felldi keisarann
eftir 37 ár á valdastóli markar enda-
lok persneska keisaraveldisins, sem
staðið hefur í 2500 ár. Og þessi sama
uppreisn færði undir einn hatt ýmsa
ólika pólitíska hópa. Meðal þeirra
má nefna múhameðska klerka, rót-
tæka stúdenta, frjálshyggjumenn,
harðlínu marxista, borgarskæruliða,
hermenn sem andvigir voru keisara-
stjórninni, margs konar jafnaðar-
menn og hægri sinnaða þjóðernis-
sinna.
Ayatollah Khomeini, sem þá var i
útlegð í París, var sameiningartákn
fyrir alla þessa gjörólíku hópa, sem
þó stefndu að sama markmiði þ.e. að
fella keisarann. Khomeini var hetja
fjöldans sem sameinaði milljónir
manna í óstöðvandi byltingarákefð.
Nú þegar sameiginlegur óvinur er
fallinn er sameining þessara ólíku
afla einnig úr sögunni. í
baráttuna um Teheran, er andrúms-
loftið enn það sama og stjórnleysið
liggur í loftinu.
Taka lögin í
eigin hendur
Vopnaðir unglingar ráða nú
strætum borganna að næturlagi. Þeir
halda uppi lögum og reglu sem
byggjast á staðbundnum byltingar-
nefndum. Heimili og vinnustaðir
verða fyrir barðinu á þessum hópum
sem veita sjálfum sér húsleitar-
heimildir. Menn eru handteknir án
viðvörunar og heimildar og „her-
deildir Múhameðs” eru sagðar á-
byrgar. Enginn er viss um það hvort
skeggjaður ungur maður með sjálf-
virkan riffil, sem tekur sér það leyfi
að leita í bílum manna, er „opinber
starfsmaður” eða ekki.
Þess eru dæmi að menn fremji
alvarleg glæpaverk í nafni
hermennskunnar. Þótt svo líti út á
yfirborðinu að daglegt líf í íran sé
aftur að færast í eðlilegt horf eftir
stöðugar sex mánaða óeirðir, bera
sandpokavirki og vopnaðir hermenn
óöruggu ástandi enn vitni.
Óttazt er að félagsleg óró aukist
Sameiginlegur
óvinur fallinn
og sameiginlegt
markmið einnig
vilji að í stað einræðis keisarans komi
islamskt lýðræði. Spurningin verður
lögð á þennan hátt fyrir kjósendur,
ringulreiðinni, sem fæddi af sér,
byltinguna, var íran oft á barmi
stjórnleysis. Nú, þremur vikum eftir
Fnn sem komið er er byltingin
eina viðmiðunin. í íran er nú enginn
þjóðhöfðingi, ekkert löggjafarvald,
engin skipulagningá hernum ogefna-
hagslif i molum. Þá er einnig
verulegur ágreiningur milli þeirra
afla sem byltu keisaranum og framtíð
ríkisins því algerlega óráðin.
Keisaranum var steypt til þess að
koma á lýðveldi múhameðstrúar-
manna undir stjórn Ayatollah
Khomeinis. Þrátt fyrir þessi markmið
hefur landsmönnum ekki verið greint
frá því á nokkurn hátt hvernig það
islamska lýðræðisríki áaðverða.
lnnan þriggja vikna verður lögð
sú spurning fyrir 18 milljónir írana,
sem eru á kosningaaldri, hvort þeir
Bazargan forsætisráðherra.
v_—
* —"
Opnunartíminn
Fimmtudaginn 15. febrúar birtist í
DB kjallaragrein eftir Jónas Gunn-
arsson formann Félags matvöru-
kaupmanna. í grein þessari fjallar
hann um grein sem ég reit í DB 9.
febrúar sl. um samkeppnismál og fer
hann mörgum neikvæðum orðum um
Verslunarskólann og mig og leggur
mér ófá orð í munn. Jónas eyðir
miklu bleki í að skrifa um Verslunar-
skólann og hvað þeirri stofnun hafi
tekist ilia að mennta mig. Þurfti Jón-
as að jafna einhverjar sakir við Versl-
unarskólann bið ég hann vinsamleg-
ast að blanda mér ekki í málið en
varðandi menntunarskort minn má
geta þess að til gamans að árið 1946
tók Jónas mun lakara verslunarpróf
heldur en ég tók fyrir tveimur árum.
Jónas kveður grein mína þakta
„mótsögnum og vísvitandi villukenn-
ingum”. í þessu tilfelli hefur læknir-
inn ekki læknað sjálfan sig því strax í
byrjun greinar sinnar leggur Jónas
grunn að heiftarlegri mótsögn. Hann
ræðir þar um núgildandi reglugerð
um afgreiðslutíma verslana í Reykja-
vík og segir m.a.: „Hins vegar er það
staðreynd að erFiðasta vandamálið
hefur verið afskiptaleysi lögreglu-
stjóraembættisins varðandi brot á
reglugerðinni en það hefur reynst
ókleift að fá það embætti til að gegna
skyldu sinni i því efni og er þá ekki
von að vel fari.” Ég get ekki í fljótu
bragði komið auga á nema eina að-
ferð til að brjóta þessa reglugerð um
opnunartíma og hún er sú að kaup-
menn hafi opið lengur en þeim er
heimilt. Því stingur það verulega í
stúf sem Jónas segir síðar í sömu
grein er hann ræðir um þær 14 klst.
sem heimilt er að hafa opið utan dag-
vinnutíma í viku hverri: „Ég veit ekki
um neinn sem treystir sér til að nota
allan þennan tíma. Ég heid t.d. að
enginn noti til kl. 22 á þriðjudögum
og aðeins örfáir opna verslanir kl. 8
að morgni í stað9. Ekki nálægt helm-
ingi verslana notar sér heimild til há-
degis á laugardögum.” Eins og allir
sjá eru hér augljósar mótsagnir i
grein Jónasar eða hví ættu kaupmenn
að vera svo áfjáðir í að hafa opið
lengur en þeir mega ef þeir hirða ekki
um að nýta þann opnunartima sem
leyfilegur er?
• „Reynsla Keflvíkinga rennir stoðum
undir nauðsyn fullkominnar samkeppni
meðal neysluvörukaupmanna í Reykjavík.