Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. 3 Með kveðju til Tómasar frá húsbyggjanda: SALTIÐ í GRAUTINN Bréfritari segir að hundruð, ef ekki þúsundir, hafi beðið vikum og mánuðum saman eftir húsnæðismálaláni. Grjóti skrifar: Hvernig líður þeirri hungurlús í formi húsnæðismálaláns sem við vesaslir og auðtrúa húsbyggjendur höfum sótt um og bíðum eftir? Hundruð, ef ekki þúsundir hús- byggjenda og íbúðarkaupenda hafa beðið vikum og mánuðum saman eftir þessu láni, án nokkurrar fyrir- sjáanlegrar breytingar þar á. Líklega er hvergi í hinum vestræna heimi eins illa búið að þessari stétt: manna og hér á Fróni. í stað þess að geta gengið að einni lánastofnun, sem lánar 80—90% íbúðarverðs til 25— 35 ára, þá verða menn að eyða ærn- um tíma og tilkostnaði í það að snapa upp skammtímalán hjá nokkrum bönkum og sparisjóðum og ýmsum fyrirtækjum, langtímalán hjá 1—2 lífeyrissjóðum og síðast en ekki síst hjá Húsnæðismálastofnun rikisins, sem komin er undir náð fjármála- ráðuneytisins. Sá sem þetta ritar er einn þeirra sem lögðu inn fokheldisvottorð og umsókn um 3,6 millj. króna lán fyrir 1. nóv. 1978, þrátt fyrir að það lægi í loftinu að lánsupphæðin myndi hækka í 5—5 1/2 millj. í jan. ’79. Þetta var gert í þeirri frómu trú og von að 1. hluti lánsins fengist af- greiddur í lok jan. ’79, sem og var geftð ákveðið fyrirheit um á skrif- stofu Húsnæðismálastjórnar. Sæll í sinni trú hélt maður áfram framkvæmdum og sló galvaskur víxla og önnur lán með gjalddaga á þeim tíma. Nú í lok febrúar lætur hungurlúsin enn ekkert á sér kræla. Ástæðan er jú sú að háttvirt fjár- málaráðuneyti leggur ekki fram það fé sem því ber. Bragðvond víxlasúpan sem framlengd var um síðustu mán- aðamót fer því bráðum að sjóða upp úr aftur, með tilheyrandi stressi, and- vökum, aukinni vaxtabyrði og vinnu- tapi vegna snúninga við björgunar- störfin. Þar sem jú einber manngæzkan og bróðurkærleikurinn skín ávallt út úr ásjónu blessaðs fjármálaráðherrans, sem og annarra kollega hans, þá rembist maður við að halda stefnunni réttvísandi fram á'við. Reynt er að skrapa saman nógu miklu til að halda iðnaðarmönnunum gangandi — smitaður af einbeitninni og sannfær- ingunni í ásjónu og mæli ráðherr- anna þegar þeir fullyrða að hér komi aldrei til atvinnuleysis — víxlar eru framlengdir, efniskaup eru gerð upp á krit og skattgreiðslum slegið á frest og vextir og dráttarvextir hrúgast upp. Á meðan leitar stjórnin okkar ást- kæra í hverjum krók og kima að smugu til að bæta á og bæta við blessaða skattana og þá ekki hvað sízt á húseigendur. Gleymdu því nú1 ekki í hita leiksins, Tómas vinur vor, að því lengur sem við erum að koma upp kofum okkar því lengur verður þú að bíða eftir fasteignaskattinum, eigin húsaleigunni, eignarskattinum og hvað það nú allt heitir sem hverfur í vasann þinn aftur. Mér svona datt t hug að spyrja staífsfólk hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins hvort ég fengi nú ekki nýja, háa lánið (5,4 millj.) eftir allt það sem á undan er gengið. — Svarið var, eins og reyndar við var búizt, „nei, því miður þá er það óframkvæman- legt”. Ég þykist vita að blessaður fjármálaráðherrann sé allur af vilja gerður að kippa svona smámunum í liðinn, það eina sem á vantar er lík- lega bara ,,að erfitt er að að hnika svona nokkru til”, og „peningana þarf að nota til annarra stórum merk- ari hluta”. Hvaðer annars að frétta Tómas? P.S. Þessi þriðjungur húsnæðismála- lánsins er nú reyndar ekki nema svo sem mánaðarlaun ráðherra — aldrei að vita nema þeir spenni sínar slöku ólar og gefi þau eftir í mánuð eða svo, til bjargar nokkrum húsbyggj- endum — nei annars, það var þetta meðsaltið þeirra í grautinn . . . Raddir lesenda Heimilis- iæknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islœknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 álla virka daga. Yf irlýsing frá Sverri Runólfssyni: Mannréttindi verða að vera númer eitt Það voru mér ein mestu vonbrigði í lífi mínu, þegar ég uppgötvaði að Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri breytir um skoðun og ætlar víst að ganga á bak orða sinna. Ég hef nefnilega ávallt álitið Snæbjörn Jónasson heiðarlegan mann og vona að ég eigi eftir að reka mig á að það álit hafi verið rétt. Sú er nefnilega staðreyndin að ég hef ávallt staðið í þeirri meiningu að ég hafi fengið það loforð frá Snæbirni að ég fengi að velja kafla sjálfur til tilraunar á vega- gerðaraðferðinni „blöndun á staðnum”, þegar ég væri búinn að afgreiða þann kafla sem Vegagerð ríkisins skammtaði mér á Kjalarnesi. Flestir sem ég hef talað við um þetta 'telja það aðeins mannréttindi mín og '„aðeins sjálfsagt og sanngjarnt”, að ég fái að velja kafla á móti þar sem ég fengi að ráða öllu, verklýsingu og öðru. Eftirlit Vegagerðarinnar sæi aðeins um að ég fylgdi settum reglum, í samvinnu við Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins. Þann 23.1 fékk ég neikvætt svar frá Vega- gerðinni. Ég spyr, hvað eru mennirnir hræddir við? Vegagerðin skammtaði mér þennan kafla á Kjalarnesi og heimtaði að ég sæi um alla þætti framkvæmdarinnar, en ekki aðeins um „blöndun á staðnum” þáttinn. Því þeir vissu að ég yrði algjörlega háður þeim og öðrum verktökum með tækin sem uppá vantaði. Ég spyr aftur, hvað kemur ræsagerð, eins ogég þurfti að gera, „blöndun á staðnum” aðferðinni við? Því miður var eins km kafli ekki nægilega stórt verk til að koma með alla þá samstæðu vega gerðartækja sent nauðsynleg er til að byggja vegi á hagkvæman hátt. Það er synd hvað við erum langt á eftir tímanum með góða vegi hér á landi. Ef eitthvað fór öðruvísi uppi á Kjalarnesi en Vegagerðin ætlaði sér, var ekkert auðveldara fyrir þá en að stöðva framkvæmdina. A meðan á framkvæmdum stóð, var eftirlit Vegagerðarinnar á staðnum á hverjum degi. Ég vann algjörlega undir þeirra eftirliti og þar að auki samkvæmt verklýsingu Vega- gerðarinnar á ræsum og undir- stöðu.' Það var undirstaðan sem fór fram úr kostnaðaráætlun. Eftir allar þær skipulögðu tafir og skemmdar- verk í minn garð. „Blöndun á staðnum” þátturinn fór ekki fram úr kostnaðaráætlun og tók aðeins 4 verktíma, þegar við loksins komumst að þeim þætti í verkinu. Að lokum langar mig, hálft í gamni, að scgja að ég vissi alltaf að ég hefði góðan samning (up above) viðalmátthimnaríki. Og tilviljanirnar koma svo oft á réttum tima. Ég var nefnilega undirverktaki fyrir fram- leiðslu undirstöðuefnisins á lengingu ‘ i ,’irautarinnar tem islcnzku flug- ■ nnirnireruað æfa á, þegar Douglas Aircraft þurfti á lengri braut að halda fyrir þotur sínar. Svo kemur maður heim og manni er tilkynnt að maður hafi ekk- ert vit á hlutunum. Eins og einn vinur minn sagði: „Sverrir minn, þú fórst vitlaust að, því þú áttir að tala amerísku við þá”. Nú mun ég athuga grundvöll til málsóknar gegn Vega- gerðinni. Því ég lærði eitt i Banda- ríkjunum í þau tuttugu og fimm ár þar. Mannréttindi verða að vera númer eitt. Það sem mér finnst skorta mikið hérheima er traust á milli manna. Sverrir Runólfsson. Kauptaxti hárgreiðslusveina: Dagvinna Ein sem hefur áhuga á hár- greiðslunámi skrifar: Mig langar til að vekja athygli lesenda á kauptaxta hár- greiðslusveina. Ég gæti trúað að fáir vissu hve lágt kaupið er hjá þeim, því miðað við kaup almennings í landinu eru laun hárgreiðslusveina mjög lág, þó þeir séu búnir að læra í þrjú ár. Og miðað við annað iðnlært fólk er þetta kaup fyrir neðan allar hellur. Kaup hárgreiðslusveina, eftir kauptaxta 1. des. ’78, sem eru að vinna á fyrsta ári eftir 3ja ára nám, er: 161.808 kr. og hæsta kaup hjá þeim þ.e.a.s. eftir 3. ár er: 179.093 kr. Þetta lága kaup stafar m.a. af því að félag hárgreiðslusveina hefur. verið dautt hingað til og meistarar' á laugardögum þar með ráðið kaupi þeirra að mestu leyti og fengið um leið mjög ódýrt vinnuafl. Einnig vinna sveinar og nemar í dagvinnu á laugardögum og held ég að það sé eina stéttin í Iandinu sem lætur bjóða sér slíkt. Þeir fá bara frí í staðinn eftir hádegi á mánudögum eða jafnmarga tima og þeir vinna á laugardögum, og þar með er komið í veg fyrir að þeir fái tvo samfellda frídaga í viku. Ég ætla að vona að sveinar og nemar standi saman í því að krefjast viðunandi launa þótt þeir eigi ekki hægt um vik vegna yfirgangs meistara og að við hin sem fyrir utan þetta stöndum styðjum þá í einu og öllu. Bréfritari segir að kaup hárgreiðslu- sveina sé fyrir neðan allar hellur. Spurning dagsins Ferðu oft á hest- bak? (Spurt framan við hesthús Fáks) Helgi Backmann: Ekki oft nú orðið. Eg fór anzd oft fyrir 4 árum. Ég á einn hest uppi í Borgarfirði. Valdimar Jónsson: Já ég fer oft á hest- bak. Ég á tvo hesta og hef annan hér en hinn í Laxnesi. Sigurður Stefánsson: Já ég fer oft á hestbak. Svona 5—6 sinnum í viku. Ég áeinn hest. Haukur Leifs Hauksson: Ég vera svona 3—4 sinnum í viku á hestbak og á einn hest sem ég geymi hér. Geir Jón Karlsson, tamningamaður: Ég á einn hest sem ég geymi hér og fer því nokkuð oft á hestbak. Svona 3—4 sinnum í viku. Jón Valur Guðmundsson: Nei ég Ter ekki oft á hestbak og er hér aðeins með vini mínum. Ég hef bara einu sinni komiðá bak. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.