Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. r 1 ...... 7 Togstreita um saltmagn í gaffalbitasíldinni Margt er að gerast í „gaffalbita- málinu” svonefnda þessa dagana og nú er lögfræðiskrifstofa Páls S. Pálssonar farin að vinna að málinu fyrir K. Jónsson & Co á Akureyri. DB þarf að leiðrétta misskilning sem fram kom í viðtali þess við Her- mann Hansson kaupfélagsstjóra á Höfn. Var það í frásögn Hermanns af vigtun tunnanna sem misskilning- urinn kom fram. Meðalvigt allra tunnanna sem vigt- aðar voru var 101,6 kg. Mesta meðal- þyngd í „partíi” þeirra tunna er vegnar voru var 105,4 kg og í því „partíi” fannst ein tunna sem vó 111 kg. Við vigtunina var tekið 5% magnsins samkvæmt samningi eða sem svarar 20. hver tunna. Þá hefur eftirlitsmaður K. Jónsson & Co á Hornafirði beðið DB að birta eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna fréttar í Dagblaðinu 23. feb. bls. 6, eftir viðtalið við Hermann Hansson á Höfn, þar sem skilja má að ég undirritaður, sem trúnaðar- maður K. Jónsson & Co við söltun síldar á Höfn til vinnslu hjá fyrirtæk- inu, hafi óskað eftir þvi að saltmagn í tunnu færi niður í 14,5 kg og síðan ekki sinnt aðvörunum um að salt- magnið væri of lítið, vil ég taka þetta fram: Saltmagnið var ákveðið 15 kg og annað bar aldrei á góma. Það kom aldrei til þess að trúnaðarmenn Fiski- mjölsverksmiðju Hornafjarðar eða aðrir vöruðu mig við því að salt- magnið væri of lítið. Akureyri 24. feb. 1979 Jón M. Jónsson”. íþróftakennarinn kom með drengi til útskipunarvinnu Alltaf er jafnmikið að gera á Eski- firði. Á laugardaginn komu þrjú skip til að taka fiskafurðir, loðnumjöl, saltfisk og 120 tonn af frystri loðnu á Japansmarkað. Hermann Níelsson íþróttakennari á Eiðum kom með átta stælta drengi frá Eiðum til að skipa út loðnunni og gekk sú farmskipun alveg sérlega vel. Ættu fleiri kennarar og skólastjórar að taka Hermann sér til fyrirmyndar og fara um helgi og vinna með nemendum sínum því hér er alltaf þessi mikla atvinna. Slík vinna hressir nemendurna og þeir verða duglegri við nám sitt áeftir. -Regína/ASt. Hitaveita Akureyrar: Svartolíustöð í öryggisskyni „Ætlun okkar með þessu er að auka öryggi veitunnar og er áformað að reisa stöð í sumar, eins konar toppstöð,” sagði Ingi Þór Jóhanns- son, fulltrúi hjá Hitaveitu Akureyrar, í viðtali við Dagblaðið, en auglýst hefur verið, ásamt öðru í útboðum, eftir hitakatli, sem brennir svartolíu, og á að koma honum fyrir í þessari nýju varastöð. „Við komum fyrir dælubúnaði á nýja holu við Lauga- land fyrir skömmu og eftir að hún var tengd hefur rennslið verið aukið til muna, eða í 90 sekúndulítra,” sagði Ingi ennfremur. Vatnsþörf tengdra húsa á Akureyri nú mun vera um 70 seklitrar en tengja á um 700 hús á þessu ári. Verða þá um 2000 hús af þeim 3000, sem á veitusvæðinu eru, tengd. „Tengingin hefur gengið svona sæmilega,” sagði Ingi. „Það var tekin nokkuð góð skorpa fyrir jól en hægara hefur gengið núna í ófærð- inni.” Fyrir skömmu var nýja dælustöðin á Akureyri reynd og tókst það vel að sögn Inga. Verið er að koma fyrir fjarstýring- arbúnaði fyrir dælustöðina við Laugaland í stöðinni á Akureyri en búnaður þessi er í smíðum hjá Sam- virki í Kópavogi. „Hitastig vatnsins er nú um 90°C sem er ákjósanlegt,” sagði Ingi að lokum. Hjólin undan — bfllinn út af Það fór heldur illa fyrir honum þessum. ökumaður vörubílsins var að koma af öskuhaugunum ofan við Reykjavík i fyrradag þegar annað framhjólið brotnaði undan bílnum. Það skipti engum togum — bíllinn valt út af veginum. Bílstjórann sakaði ekki. Síðar um daginn náði krani bílnum upp og kom honum á verkstæði. -DB-mynd Dagbjartur Jónsson. „Hjartabíllinn”, sem nú er uppgefinn og tekinn úr umferð sést hér til hægri. Við hlið hans stendur nýjasti og fullkomn- asti bíll Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. „Hjartabfllinn” úr umferð eftir dygga þjónustu — Bfllinn markaði tímamót í sögu sjúkraf lutninganna skakkaföllum, m.a. tvívegis lent i mjög alvarlegum árekstrum. Ótöld- um fjárupphæðum hefur verið varið til viðgerðar á honum. En nú þykir slíkt ekki svara kostnaði lengur. En tímamót markaði bíllinn því nú eru ekki annars konar bílar til sjúkra- flutninga keyptir en þeir sem búnir eru eiginleikum og tækjum þessa brautryðjandabíls í sjúkraflutningum á íslandi. -ASt. Hinn svokallaði „hjartabíll”, sem velflestir Reykvíkingar kannast við, hefur nú lokið hlutverki sínu sem slíkur. Síðustu daga hefur verið unn- ið að því að rífa allt innan úr honum og hverfur hann nú úr sögunni sem sjúkraflutningabíll í neyðartilfellum. Fyrir nokkrum árum markaði ,,hjartabíllinn” þáttaskil í sjúkra- flutningum. Aðstandendur og ætt- ingjar Hauks heitins Haukssonar blaðamanns gáfu myndarlegt stofnfé til sjóðs til kaupa á bílnum og fyrir forgöngu Blaðamannafélags íslands hófst almenn fjársöfnun til kaupa á honum. Á stuttum tíma safnaðist fé til kaupa á þessum þá fullkomnasta sjúkraflutningabíl landsins. í honum voru tæki sem áður höfðu ekki þekkzt í slíkum bílum hér og gátu bjargað lífi sjúklinga á leið til sjúkra-- húss. „Hjartabíllinn” hefur á liðnum árum orðið fyrir margs konar Ferðamiðstöðin:____ GALDÞR0TA- BEIÐNIR ALLAR AFTUR- KALLAÐAR Gjaldþrotabeiðnir á Ferðamið- stöðina hf. voru allar afturkallaðar þegar innköllunarfrestur rann út í fyrradag og var búið því aftur afhent stjórn félagsins til frjálsra umráða. Unnsteinn Beck skiptaráðandi sagði í samtali við fréttamann DB í gær að búið hefði verið að afgreiða allar kröfur í búið — ýmist með samningum eða greiðslum eða hvort tveggja. Við skiptalok munu hafa borizt 16—18 kröfur í bú Ferðamið- stöðvarinnar, að upphæð samtals um 16 milljón krónur. Stjórn Ferðamiðstöðvarinnar hf. fékk að reka félagið áfram þrátt fyrir að búið hefði verið tekið til gjald- þrotaskipta. -ÓV. ingar Frá 1. marz er grunn- verð auglýsinga 1800 kr. hver dálksentímetri. Frá sama tíma kostar hver smáauglýsing kr. 2700. Prentvilla um kaupið Sú meinlega prentvilla varð í DB í gær að þar stóð að kaup hækkaði um5,9% l.marzenátti aðstanda 6,9%.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.