Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 28
Jóhann Jónasson, forstjórí Grænmet- isverzlunar landbúnaðaríns, mcð einn af nýju kartöflupokunum í gær. Fimm kílóa poki hækkar liklega um fimm krónur, eða því sem næst. DB-mynd Ragnar Th. 6-7% hækkun landbúnað- ____AlþýðubandalagSð klof naði um olíugjaldlð_ LÚÐVÍK BERST VIÐ SVAVAR Lúðvík Jósepsson formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins gerði uppreisn gegn ráðherrum flokksins í umræðum um olíugjald í gær. Lúðvík bar, ásamt Garðari Sig- urðssyni flokksbróður sínum, fram tillögu um að ein grein stjórnarfrum- varpsins um olíugjald félli niður og kallaði hana brot á kjarasamningum. Þetta er grein um, að selji skip afla í erlendri höfn skuli 1 % oliugjald til útgerðar dregið frá söluverðmæti að óskiptu. Lúðvík og Garðar sögðu þarna af sjómönnum tekið og samn- ingar brotnir á þeim með því að taka af óskiptu. Svavar Gestsson ráðherra andmælti þeim og sagði, að ráðherr- ar Alþýðubandalagsins stæðu að frumvarpinu. Umræður stóðu fram eftir nóttu. Atkvæðagreiðsla verður í dag og getur orðið spennandi og mjótt á munum, því að sjálfstæðismenn munu leggjast gegn grundvallaratrið- um þessa stjórnarfrumvarps. -HH. KRATAR TIL ALLS VISIR —vilja ekki af skrifa þingrof stillögu sjálf stæðismanna Þingmenn Alþýðuflokksins sögðu í kvæði, þótt hrein sýndarmennska væri gær og morgun, að þeir gætu á þessu sýnir hve mikil óánægjan er í stjómar stigi ekki fullyrt, hvaða afstöðu þeir tækju til tillögu sjálfstæðismanna um þingrof og nýjar kosningar. Afstaðan hlyti að fara eftir því hvernig ylti með stjórnarsamstarfið næstu daga, þar til tillagan kemur til atkvæða. „Tillaga Vilmundar um þjóðarat- liðinu. Hvi þá ekki að efna til kosninga um efnahagsstefnu,” sagði Friðrik Sophusson (S) í viðtali við DB. „Við erum ekkert bangnir við að fara út í kosningar,”sagði Sighvatur Björgvins- son formaður þingflokks Alþýðu- flokksins. Allir þingmenn sjálfstæðismanna flytja tillöguna, sem byggist á því að| engin samstaða sé í stjómarliðinu um efnahagsstefnu. Tillaga Vilmundar beri uppgjöf og vantrausti á ríkisstjóminni ljóst vitni. Sífellt sígi á ógæfuhlið., Stjórnarflokkarnir hafi svikið fyrirheit- in um samningana í gildi. -HH. arvara — kartöflupokarnir með „glugga" ínæstuviku Nýir kartöflupokar — með glugga, svo neytendur geti séð hvernig kartöfl- urnar eru i laginu — eru væntanlegir á markaðinn í næstu viku um leið og verð á landbúnaðarvörum hækkar. i Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bændasamtakanna, sagði í samtali við DB í gær, að hann gerði ráð fyrir 6— 7% hækkun að meðaltali. Nýja verðið mun verða reiknað út um helgina en sexmannanefndin hefur haft það til meðferðar. -ÓV. Lokuðu stóru torfuna af — bátarnir flytja sig trúlega á vesturmið Með tilkynningu frá Hafrannsókna- stofnuninni í gærkvöldi var einu aðal- veiðisvæði á loðnu fyrir Suðurlandinu lokað, þar eð vart hafði orðið við ýsu- og lýsuseiði í afla. Svæðið er markað með línu rétt- vísandi til suðurs úr Ingólfshöfða og réttvísandi til suðurs úr Skarðsfjöru- vita, alls um þriggja mílna breitt belti. Mikilt afii hefur verið á þessum slóðum undanfarið og er búizt við að bátarnir flytji sig um set á vestursvæðið svokallaða, norðan við Jökul, en þar tilkynnti einn bátur um fullfermi í nótt ogfleiribátareruþaráveiðum. -HP. Vettvangskonnun a styrk- leika íssins á Rauðavatni Skíðaferðin varð styttri en til stóð hjá ökumanni þessa Reykjavíkurbíls í gærkvöld. Hann var á leiö á skiði þegar honum datt í hug að kanna ísinn á Rauðavatni. Niðurstaða könnunarínnar varð sú, að isinn þyldi ekki bílinn — og plask! Niður fór hann. Slys urðu ekki á fólki, en farþegarnir urðu að troðast út um hliðarglugga. Um ellefuleytið í gærkvöld var búið að ná bílnum upp. DB-mynd: Sv. Þorm. Athyglisverður dómur íborgardómi: Ólöglegt að reka menn úr starfi fyrir hass —fyrirgerðu ekki rétti til vinnu þrátt fyrir hassneyzlu á vinnustað í Sigöldu Júgóslavneska verktakafyrirtækið Energoprojekt hefur í undirrétti verið dæmt til að greiða tveim verka- mönnum einnar viku laun fyrir að, reka þá fyrirvaralaust úr starfi í Sigöldu fyrir þær sakir, að hjá þeim! hafi fundizt vímugjafinn hass. Verkamennirnir vildu ekki una því að vera sviptir uppsagnarfresti, sem er ein vika. Höfðuðu þeir mál fyrir Borgardómi Reykjavíkur. Dómur féll á þá leið, að talið var, að menn- irnir hefðu ekki fyrirgert rétti til uppsagnar, þótt þeir ættu hass og hefðu neytt þess aðeins utan vinnu- tíma eftir því sem næst verður komizt. Hér áttu hlut að máli fjórir verka- menn, sem hver um sig höfðaði mál til þess að fá greidd laun fyrir samn- ingsbundinn uppsagnarfrest. Fyrst voru tekin fyrir tvö þessara mála. Féllu dómar í undirrétti sem að ofan greinir. Var þeim báðum áfrýj- að til Hæstaréttar. Þar var aftur á móti síðar fallið frá áfrýjun af hálfu Energoprojekt. Þar með giltu undir- réttardómarnir endanlega. Þegar til málflutnings kom í borg- ardómi, höfðu þrír mannanna gert sátt fyrir Fíknaefnadómstólnum. Var þeim þar gert að greiða 14—16 þús- und krónurí sekt. í raun snerist málið um það, hvort brot mannanna hefðu verið svo al- varleg, að Energoprojekt hafi verið heimilt að segja þeim upp fyrir- varalaust og án svo mikið sem áminn- ingar. Því var ekki haldið fram af stefnda, Energoprojekt, að með- ferðin á hassi eða neyzlu þess, hefði á nokkurn hátt komið niður á vinnu þeirra. Þess má geta að áfengisneyzla var bönnuð á vinnusvæðinu. Því banni mun ekki hafa verið stranglega fram- fyigt. Ekki liggur fyrir að neyzla áfengis og hass hafi verið lögð að jöfnu í mati þessarra mála, þótt óneitanlega verði ekki varizt þeirri hugsun, þegar litið er til niðurstöðu dómanna. Dómari í málum þessum er Friðgeir Björnsson, settur borgar- dómari. "BS. frfálst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 2. MARZ1979. Bruni á Ólafsfirði fnátt: Tjóniðá annan tug milljóna — grunur um íkveikju Nýlegur bíll, tjaldvagn, bifhjól, skíðaútbúnaður, nýr barnavagn og tveir gangar sumardekkja auk annars brunnu í nótt á Ólafsfirði, er kviknaði í bílskúr við Hlíðarveg 18. Brann skúr- inn til ösku og leikur grunur á að um íkveikj u sé að ræða. Eldsins varð vart um kl. þrjú í nótt og var slökkvilið staðarins kallað út. Gekk greiðlega að slökkva eldinn, en íbúðarhúsið var í hættu um tíma vegna bensínsprenginga. Lauslega áætlað er talið, að tjónið í bruna þessum sé um 15 milljónir króna. -HP. Prófkjör í Háskólanum: Guðmundur efstur Fremur dræm þátttaka var í próf- kjöri fyrir rektorskjör í Háskóla ís- lands, sem fram fór í gær. Rúmlega 3000 manns, nemendur, kennarar og starfsmenn skólans voru á kjörskrá, en 812greiddu atkvæði. Guðmundur K. Magnússon varð efstur, hlaut 70 atkvæði, Sigurjón jBjörnsson annar með 64 atkvæði og 'þriðji varð Sigmundur Guðbjarnason með 60 atkvæði. Alls fengu 44 af 72 prófessorum atkvæði í prófkjörinu. -HP. Heimaey nær sokkin í Vestmanna- eyjahöfn — slökkviliðsmenn björguðu skipinu frá að sökkva Skyndilegur og enn óútskýrður leki kom að vélbátnum Heimaey þar sem hann lá í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, fullhlaðinn loðnu. Var verið að bíða eftir löndun er báturinn tók að síga. Var slökkviliðið beðið um aðstoð með dælur sínar kl. 22.57 og klukkan 23.20 var allt slökkvilið Eyja kvatt með neyðarkalli niður að bryggju. Þá hafði báturinn sigið svo að sjór flaut yfir lestarlúgur og vistarverur skipverja fylltust af sjó. Var dæling aukin svo sem verða mátti og þá tókst á tímabilinu fram til rúmlega eitt í nótt að dæla svo úr bátnum að löndun gat hafizt og gekk hún greiðlega. í morgun var verið að kanna orsakir lekans en stöðugt var dælt úr honum sjó í nótt. Heimaey er 126 tonna stálbátur byggður 1972 en var lengdur 1973. Eig- andi er Hraðfrystistöð Vestmannaeyja o.fi. -ASt. y Kaupio ^ 5 TÖLVUR, « BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.