Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. Erlendar fréttir Uganda: Hluti forsetafjölskyld unnar flúinn úr landi? REUTER Mississippi: Sjö fórust íflugslysi Áætlunarvél frá Universal Airways fórst skömmu eftir flugtak frá Gulfport flugvelli í Missisippi i Banda- ríkjunum ígær. Með vélinni voru átta farþegar og fórust allir utan einn. Flugstjórinn hafði tilkynnt vélarbilun þegar eftir flugtak. Innrásarliðinu í Uganda hefur nú verið skipt í tvo flokka. Annar flokkurinn hefur það markmið að ráðast á höfuðborgina Kampala, en hinn að koma í veg fyrir að herlið Amins Ugandaforsta fái birgðir úr norðri. Innrásarliðið er nú komið nær 100 km inn í Uganda. Einingarsamtök Afríkuríkja virðast ekki hafa haft árngur sem erfiði í viðleitni sinni að koma á vopnahléi á milli Uganda og Tanzaníu. Sendinefnd samtakanna er komin aftur fráTanzaníu, án þess að hafa hitt Julius Nyerere að máU. Talið er að sendinefndin hafi afhent utanríkisráðherra Tanzaníu, Benja- min Mkapa, bréf Amins, þar sem hann gerir engar kröfur til lands í Tanzaníu og biður Tanzaníustjóm að draga herUð sitt tUbaka. Amin ákallaði í siðustu viku vinveitt ríki og bað um að sér yrðu send vopn og hermenn. Hann hefur lýst því yfir að hann og fjölskylda hans muni dvelja áfram í Kampala. Óstaðfestar fréttir herma þó að forsetinn hafi sent einhver af börnum sínum og e.t.v. tvær eiginkvenna sinna úr landi. Libýa, Zaire, og Saudi-Arabía, hafa verið nefnd sem hugsanlegir dvalarstaðir fjölskyldu forsetans, en líb'önsk yfirvöld hafa þó neitað því að þar sé nokkur úr for- setafjölskyldunni, Amin með einni kvenna sinna, en óstaðfestar fréttir herma að hann hafi sent hluta barna sinna og tvær eiginkonur úr landi, þar sem ástandið er orðið óöruggt í Kampala. 9 ✓ Eins og DB greindi frá i vikunni rændu þrír félagar i Ananda Marga hreyfingunni sovézkri farþegaflugvél. Vélin var á flugi mitt á milli Oslóar og Stokkhólms, en ræningjarnir reyndu að kveikja í vélinni. Farþegar og öryggisverðir yfir- buguðu ræningjanna og flugstjóranum tókst að lenda á Arlandaflugvelli i Stokkhólmi. Hér má sjá vélina á vellinum og lögreglubíl í forgrunni. Vélin fékk að halda áfram eftir nákvæma skoðun. Skotland ogWales: Óvíst með heimastjórnina Skotar og Walesbúar gengu til at- kvæða um það í gær, hvort koma ætti á heimastjórn í þessum löndum og draga þannig úr tengslum við brezku stjórnina. Ekki er ennþá búið að telja upp úr kjörkössum og skýrist því ekki fyrr en í kvöld hver úrslit hafa orðið. Þó er gert ráð fyrir því að Walesbúar hafni heimastjórn. Málin liggja ekki eins Ijóst fyrir á Skotlandi. James Callaghan forsætis- ráðherra hefur áhyggjur af úrslitum þar, en skozkir þjóðernissinnar hafa stutt minnihlutastjórn Verkamanna- flokksins og Callaghan hefur verið fylgjandi heimastjórná Skotlandi. Til þess að úrslit verði bindandi þarf 40% þátttöku í kosningunum, en þátt- taka var rétt innan þeirra marka. Callaghan hefur þó lýst því yfir að hann taki tillit til óska meirihluta þessa hóps og Ieggja frumvarp fram á þingi um heimastjórn á Skotlandi. íhaldsmenn vilja kosningar Stjórnarandstaða íhaldsflokksins vann auðveldlega tvö sæti i þinginu í aukakosningum sem fóru fram í Mið- Bretlandi og krefst nú almennra kosn- inga. Sigur íhaldsflokksins í kjördæmum sem þeir hafa löngum ráðið, Klitheroe u Margaret Thatcher, likegur forsætis- ráðherra næstu stjórnar Breta. og Knutsford, varð þess valdandi að meirihluti Verkamannaflokks James Callaghans er aðeins 7 af 635 sætum í þinginu. Hann stjórnar nú með stuðn- ingi smærri flokka. íhaldsmenn urðu fljótir til eftir sigurinn að krefjast al- mennra kosninga. Thorneycrof, lávarður, þingmaður íhaldsflokksins sagði að skilaboðin til forsætisráðherra væru augljós: „í Guðs bænum, segðu af þér.” En Callaghan hefur gert það ljóst að hann hyggst halda völdum þar til honum ber lagaleg skylda til að boða til kosninga, þ.e. 15. nóvember. Ayatollah Khomeini: Byltingarleiðtoginn Ayatollah Kho- meini í íran sneri í gær til hinnar helgu borgar Qum þar sem hann varð fyrst þekktur fyrir andstöðu sína gegn keis- aranum eftir 1950. Við það tækifæri sagði leiðtoginn að íranir yrðu að koma í veg fyrir þá „vestrænu spillingu”, sem grafið hefði um sig í íran. Trúarleiðtoginn, sem nú er 78 ára að aldri, stefnir að þvi að koma á lýðveldi múhameðstrúarmanna. Austurríki: ■ ■ LOGREGLAN GÆTIR SJÓNVARPSSTÖDVA — meðan á sýningum Holocaust stendur Lögreglan gætir nú austurrískra sjónvarpsstöðva sérstaklega, þar sem sýningar bandaríska sjónvarpsþáttarins Holocaust hófust í Austurríki í gær- kvöldi. öryggisvarzlan stendur alveg fram á sunnudag, en þá lýkur sýningum þáttanna, en einn er sýndur á dag. Holocaust fjallar um útrýmingu nasista á gyðingum. Lögreglan gætir einnig bygginga i eigu samtaka gyðinga. Gæzlan er svo ströng vegna, þess að er Holocaust var sýndur í V- Þýzkalandi í janúar gerðu mót- mælendur þáttanna sprengjuárás á v- þýzka sjónvarpsstöð. Koma á í veg fyrir aðslíkt endurtaki sig í Austurríki. í borginni Linz í norðurhluta Austurríkis mótmæltu fylgjendur nasismans sýningum báttanna, aöeins nokkrum klukkustundum áður en út- sending hófst i gær. Þeir sögðu að það væri mjög ýkt í þáttunum að Þjóðverj- ar bæru ábyrgð á dauða sex mi’ljóna gyðinga. Holocaust er að hluta til kvik- myndaður í fyrrum útrýmingarbúðum nasista í Mauthausen í Austurríki. Þátturinn hefur vakið mikið umtal, í öllum þeim löndum sem hann hefur veriðsýndur. Þegar þátturinn var sýndur i gær, hringdu þúsundir manna til aðalstöðva austurríska sjónvarpsins og sex útibúa þess. Flestir lýstu yfir ánægju sinni með fyrsta þáttinn. Talsmaður sjónvarpsins sagði að flestir sem hringdu hefðu viljað koma á framfæri sinni eigin reynslu frá þessum ógnartímum. Böðull i útrýmingarbúðum nasista með fórnarlömb sín. Kynskiptingur hlaut háar upp- hæðir fyrir mis- heppnaða aðgerð Kona í San Francisco, sem gekkst undir læknisaðgerð í því skyni að láta breyta sér í karlmann, hefur unnið mál á hendur lækni þeim og aðstoðarlækni, sem verkið unnu. Hún fullyrti eftir aðgerðina að hún hefði mistekizt svo hroðalega að hún væri hvorki karlkyns né kvenkyns. Lögfræðingur konunnar, sem heitir Julie Phillips, neitaði að gefa upp upphæð þá, sem læknarnir verða að punga út. „Allt sem ég get sagt er að Julie fær nægilegt fé til að greiða sálfræðikostn- að það sem eftir er ævinnar og sömu- leiðis til að láta breyta sér i upprunalegt horf,” sagði lögfræðingurinn, Melvin Belli. Julie Phillips hafði farið fram á fimm milljón dollara skaðabætur sem refsingu fyrir kukl læknanna og tvær milljónir í almennar skaðabætur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.