Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 14
14 I DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir D Bgum við von á spánskri innrás í handknattleik? —spánsku liðin sýna íslenzku leikmönnunum mikinn áhuga og Barcelona, Real Madrid og Valencia hafa beðið um að fá að ræða við leikmenn Hallur Simonason i Barcelona. Nokkur af þekktustu íþrótta- félögum Spánar, eins og Atletico Madrid, Barcelona og Valencia, hafa óskaö eftir að fá að ræða við nokkra af islenzku landsliðsmönnunum, með það i huga að fá þá í sínar raðir sem fyrst. Barcelona hefur þegar rætt við Viggó Sigurðsson, en ekkert beint samband hefur verið haft við aðra, að sögn far- arstjóra islenzka liðsins hér. Þaö hefur heldur ekki verið minnzt á ákveðna menn. Auðvitað er ekki hægt að neita forráðamönnum þessara félaga um að ræða við íslenzka leikmenn en greinilegt er að mikið vandamál er á ferðinni. Ef til vill fara leikmenn nú að flykkjast til Spánar, eins og til V-Þýzkalands og Svíþjóðar áður. Spönsku blöðin sögðu ísland áfram f A-riðil —á HM1982 en spánska framkvæmdanef ndin taldi svo en um misskilning var að ræða Itallur Símonarson f Barcelona: Spánska framkvæmdanefndin sem sér um B-keppnina hér á Spáni telur að ísland og Ungverjaland hafi unnið sér rétt í A-keppnina 1982 í V-Þýzkalandi, það er HM, með frammistöðu sinni hér. Það er verða í 3.—4. sæti. í spænskum blöðum hefur verið skýrt frá þessu og þar sagt að ísland og Ung verjaland leiki f A-riðli 1982. Tékkósló- valda, Svfþjóð, Holland og Búlgaria f B-riðlinum 1981 og Noregur, Israel, Frakkland og Austurrfki f C-riðlinum í Færeyjum. „Við höfum heyrt um þessa túlkun Spánverja á reglunum en því miður mun hún ekki vera rétt. Við ræddum strax við Peckmayer, framkvæmda- stjóra IHF, um máliö og hann taldi úti- lokað að þetta væri rétt hjá Spánverj- um,” sagði Júlíus Hafstein, formaður HSÍ, þegar DB leitaði til hans í sam- bandi við skrif spænsku blaðanna. „Það er ýmislegt sem misskilningi hefur valdið í reglugerð IHF, eins og fram hefur komið áður. Þær virðast ekki nógu skýrar í sambandi við keppn- ina, hvort heldur er um að ræða A- eða B-riðla HM og hafa verið túlkaðar á mismunandi hátt.” Fundur var hjá Alþjóðanefnd IHF í morgun og mun standa fram eftir degi. Þeir Júlíus Hafstein og Gunnar Torfa- son sitja fundinn. Komið hefur fram mikil óánægja hjá Svíum með fram- kvæmd OL hér á Spáni. Ef tími gefst til eftir fundinn munu þeir Júlíus og Gunnar óska eftir viðtali við aganefnd IHF og ræða um aðdragandann að Víkingsmálinu en tveir úr nefndinni eru hér, Wadmark og Ivan Kunst. Leitað hófanna með landsleiki — gegn Ungverjum, Sviss, Frökkum ogSpánverjum Hallur Simonarson i Barcelona: „Við höfum verið að leita fyrir okk- ur um landsleiki. Höfum rætt við eða munum ræða við Svisslendinga, Ungverja, Spánverja, Frakka og Hol- lendinga,” sagði Július Hafstein, for- maður HSÍ, i gærkvöld. „En ekkert hefur verið ákveðiö end- anlega. Það á bara eftir að staðfesta samning við Hollendinga með landsleik A-liða þjóðanna, auk landsleikja í unglinga og júnioraflokki. Allt er óá- kveðið með Spánverja. Það náðist hvergi í þá í gær til að ganga frá málum, enda kannski skiljanlegt eftir að Spánn hafði tryggt sér rétt á OL í Moskvu. Ungverjar eru hins vegar í erfiðu skapi, þykir sinn hlutur ekki nógu góður hér á mótinu og því rétt að bíða aðeins með viðræður við þá. Frakkar skulda okkur landsleik heima og ég hef góðar vonir um að sam- komulag náist við Sviss. Þá má geta þess að HSÍ hefði hug á að sækja um B-keppnina mánaðamótin febrúar- marz 1981. Það þarf að gera sem fyrst,” sagði Júlíus ennfremur. Halldór Árnason íVíking — frá Austra Halldór Árnason, Austra, hefur nú gengið í raðir Víkinga. Halldór vakti athygli síðastliðið sumar með Austra fyrir góða leiki. Hann hefur að undan-' förnu æft með Fram og Viking — greinilega að gera upp hug sinn. Halldór Árason er fjórði leik- maðurinn sem á skömmum tíma hefur gengið í raðir Víkinga. Áður hafði landsliðsmaðurinn Hinrik Þórhallsson gengið í Víking, Ómar Torfason frá ísafirði og loks Hafþór Kristjánsson — einn af markakóngum 3. deildar í fyrra. Hann lék með Aftureldingu en lék alla sína yngri flokka með Víking. Hafþór er bróðir Gunnars Arnars, hins skotharða Víkings. H. Halls. IR sigraði stúdenta ÍR sigraði bikarmeistara stúdenta 76—72 í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gærkvöld. Slakur leikur sem ber merki þess að hann hefði sáralitla þýðingu — bæði lið sigla nú lygnan sjó f úrvalsdeildinni. Geta í raun ekki fallið, né unnið deildina. lR-ingar höfðu yfir í leikhléi, 44— 29, en stúdentar tóku kipp í lokin og minnkuðu muninn óðfluga, án þess að ná að brúa bilið. Paul Stewart var stigahæstur fyrir ÍR, með 28 stig, en hjá ÍS var Trent Smock stigahæstur meö23 stig. íslenzka fararstjórnin hefur enn ekki veitt spánsku liðunum heimild til að tala við strákana.reyntaðhaldaþeim frá strákunum eins lcngi og kostur er. En spánsku liðin hafa hug á að fá fleiri en einn og fleiri en tvo leikmenn. Þeir sem einkum hafa vakið athygli Spánverja fyrir utan Viggó, eru þeir Ólafur Benediktsson, markmaður, Bjami Guðmundsson, Ólafur Jónsson, Árni Indriðason, Páll Björgvinsson og þeir félagar Axel og Ólafur H. Hallur Símonarson á Spáni. Bjarni Guðmundsson f landsleik við Ungverja. Hann jafnaði á lokasekúndunum i Reykjavik Erlendur kemur mn gegn Ungverjum í Barcelona — leikur sinn fyrsta leik á Spáni. Axel og Ólaf ur H. Jónsson héldu til Þýzkalands í gær Hallur Símonarson i Barcelona: íslenzku landsliðsmennirnir voru á æfingu f morgun i fþróttahöllinni miklu hér i Barcelona og siðar í dag verður liðssldpan íslenzka liðsins gegn Ung- verjum f kvöld tilkynnt. Leikurinn um þríðja sætið hefst kl. 6.15 að islenzkum tima. Þeir Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson urðu að fara til V-Þýskalands i gær og leika þvf ekki i kvöld. Val lands- liðseinvaldsins Jóhanns Inga er því óvenjulétt. Aðeins tveir leikmenn verða ekki með — einn markvörður og einn útispilari. Hverjir það verða kemur ekki fram fyrr en i dag, en eitt er víst að Erlendur Hermannsson, Víking, mun leika sinn fyrsta leik hér á Spáni gegn Ungverjum. íslandi hefur alltaf gengið heldur illa gegn Ungverjum. Og sigurlíkur ekki miklar í kvöld, í Palau Blau Grana íþróttahöllinni hér í Barcelona. Ýmsir gamalreyndir kappar eru í liði Ung- verja. Átta hafa leikið yfir 100 lands- leiki. Og nöfn flestra eru íslendingum kunn. Fimm leikmenn eru frá Honved, fimm frá Tatabanyana, liðinu sem Vík- ingur átti að leika við í EM. í sigurleik Ungverja við Búlgara í fyrrakvöld skoraði Sort Contra, Tata- banyana flest mörk Ungverja, eða 10. Peter Kovacs, Honved skoraði sjö mörk og Janus Fodor 6 mörk. Hann leikur með STC og hefur leikið 20 landsleiki. Aðeins einn leikmaður Ung- verja hefur leikið færri leiki. Bela Bartalos, markvörður Tatabanyana, er með flesta landsleikina, 218. Hugur er í íslenzku strákunum að standa sig sem bezt. Allir heUir en kvef hefur herjað á marga hér í íslenzka hópnum. WBA bar loks sigur af Leeds, 2-0 í Bikarnum —á The Hawthoms í gærkvöld. Wile og Ally Brown bundu enda á bikardraum Leeds WBA bar loks sigurorð af Leeds — í fyrsta sinn í þremur viðureignum. íslandsmótið ijudo íslandsmótið í judo hefst nk. sunnu- dag með keppni t þyngdarflokkum karla. Keppt verður i öllum sjö þyngd- arflokkunum, og eru keppendur frá Judofélagi Reykjavíkur, Ármanni, Keflavík, Grindavík og frá Akureyri, meðal keppenda. Aðeins þrir núver- andi íslandsmeistara verða meðal þátt- takenda: Bjami Friðríksson, Halldór Guðbjörnssonog Þórarínn Ólason. Þátttaka er mikil og verður örugglega barízt hart um alla titlana. Þetta er 10. íslandsmeistaramótið i judo, og síðan JSÍ var stofnað hefur alltaf verið keppt í öllum þyngdarflokkum. Sunnudaginn 11. marz verður svo keppt i opnum flokki karla og í kvennaflokki og flokkum unglinga 15—17 ára. Síðastliðinn laugardag sigraði Leeds WBA 2—1 i 1. deild, á mánudag skildu liðin jöfn, 3—3 i bikarnum og því varð að leika aftur. Og í gærkvöld sigraði WBA lið Leeds 2—0 á The Hawthorns í West Bromwich, útborg Birmingham. Hörkuleikur og í raun synd að annað liðið skyldi bíða lægri hlut. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 0—0, og vart mátti á milli liðanna sjá. Og mínúturnar tifuðu hver af annarri í framlengingunni þar til loks á 23. mínútu að fyrirliði WBA, John Wile, skoraði af stuttu færi. Og á síðustu mínútu framlengingarinnar skoraði Ally Brown fyrir WBA, 2—0, sigur, og í næstu umferð mætir WBA úrslitaliðinu í deildabikarnum, Southampton. Sá leikur er í 5. umferð — og í 6. umferð, 8-lið úrslitum mætir WBA/eða Southampton Arsenal. íþróttir IR íkröppum dansi — sigraði þó Aftureidingu íbikarnum ÍR sigraði 3. deildarlið Afturelding- ar 27—24 i bikarkeppni HSÍ, eftir framlengdan leik að Varmá í gærkvöld. Og ÍR-ingar héngu á bláþræði — á siðustu minútu leiksins tókst ÍR að jafna, 19—19, og tryggja sér fram- lengingu. Afturelding hafði lengst af undirtökin og staðan í hálfleik var 13—9 Aftureldingu í vil. En reynsluleysi háði Aftureldingu, misstu knöttinn klaufalega og ÍR náði að jafna metin i lokin — og síðan sigra í framlengingu. Áður hafði Fylkir sigrað Þrótt 29— 21 i Bikamum í Höllinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.