Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 6
Afleysingarstarf Hjúkrunarskóli íslands, Eiríksgötu 34 óskar að ráða ritara r 4 mánuði frá marzbyrjun til júlíloka. Þarf að hafa góða vélritunarkunn- áttu. Laun samkvæmt launakjörum ríkisins. — Skriflegar umsóknir sendist skólastjóra. Útboð — gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboð ái 2. áfanga gatnagerðar í Hvammahverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, gegn 20 þúsund' kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 8. marz kl. 11. Bæjarverkfræðingur. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Hjúkrunarfræðingur óskast til kennslu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti frá 10. marz nk. til loka vorannar. Uppl. hjá Rögnvaldi Sæmundssyni aðstoðarskólameistara í síma 75600. Geymsluhúsnæði óskast til leigu 200 fermetrar, upphitað með háum dyrum, í- einn til tvo mánuði. Upplýsingar á skrifstofu- tíma í símum 83080 og 18453, helgarsími 71868. Starfsmannafélagið Sókn tilkynnir: Námskeiðin hefjast í marz i Námsflokkum Reykjavíkur. Þeir sem hafa hug á að sækja um námskeið hafi samband við skrifstofu Sóknar fyrir 10. marz. Nefndin. Vorí MIKLATORGI Glœsileg ný pottaplöntusending. Stórir burknar, drekatré og Yucca. Blómstrandi alparósir, St. Pauliur, pokablóm, ástareld- ur, Chrysantemum, Seneraia, Gardenía. Einnig glœsilegt kaktusa- og þykkblöð- unga úrval. OPIÐ KL. 9-21 SÍMI22822 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. T ryllingsös í bif- reiðaskoðuninni — að því er virðist aðeins til að fá frest á greiðslu nýs tryggingaiðgjalds Miklar annir voru hjá Bifreiða- eftirliti rikisins tvo síðustu daga febrúarmánaðar. Á miðvikudaginn, síðasta dag mánaðarins, voru skoð- aðar í Bíldshöfða 430 bifreiðir og 30—40 nýir bílar hjá umboðunum, eða alls 460—470 bílar. Á þriðjudag- inn, næstsíðasta dag mánaðarins, voru skoðaðar 414 bifreiðir hjá eftir- litinu auk skoðunar hjá umboðun- um. Skýringa á þessari ös í skoðuninni er ekki að leita í öðru en trygginga- skírteinum bílanna. Við skoðun verður að framvísa gildum trygginga- skírteinum. Skírteinin renna hins veg- ar út á miðnætti 28. febrúar og ný fá eigendur bifreiða ekki nema greiða tryggingu bílsins fyrir næsta ár. Virðist sem margir vilji fá einhvern frest á greiðslu nýrrar tryggingar og nota gamla skírteinið til að fá skoðun á bíla sína, löngu áður en að þeim er komið samkvæmt númeraröð sem Bifreiðaeftirlitið auglýsir. Hér er þó ekki nema um smáfrest að ræða því fljótlega eftir eindaga hefja trygg- ingafélögin lögfræðilega innheimtu tryggingagjaldanna með ■ tilheyrandi álagi og aukakostnaði. í gærmorgun, l.marz, datt ösin niður hjá skoðunarmönnum og um hádegisbil höfðu ekki komið til skoð- unar nema 70 bílar. Þeir sem taka sér þennan frest, eins og að ofan greinir, valda þeim sem mæta eiga umrædda daga samkvæmt auglýsingu um skoðun nokkrum töfum og bið. Var ösin við skoðunina þessa daga eins og fyrir stórhátíðir og mestu umferðarhelgar sumarsins. -ASt. Skoðunarmenn voru látlaust að frá morgni til kvölds. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. „MERK VIÐLEITNI” —* segir Vinnumálasamband samvinnumanna umfrumvarpólafs „Vinnumálasamband samvinnufé- laganna telur frumvarpið fela í sér merka viöleitni til þess að fjalla um efnahagsmálin í heild sinni með sam- ræmdum hætti. Telur Vinnumálasam- bandið að efni frumvarpsins almennt sé til þess fallið að geta orðið virkt tæki í baráttunni gegn verðbólgu. ” Svo segir í umsögn Vinnumálasam- Nýtt fiskverð —1,9% hækkun frááramótum Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins hefur ákveðið nýtt fiskverð sem gildir frá 1. marz til 31. maí 1979. Verðákvörðunin feiur í sér meðal- hækkun sem nemur 1,9% frá því fisk- verði sem gilt hefur frá síðustu ára- mótum. Verðið var ákveðið með atkvæðum fjögurra yfirnefndarmanna gegn at- kvæði Eyjólfs ísfelds Eyjólfssonar. í nefndinni áttu sætí: Jón Sigurðs- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar,- sem var oddamaður nefndarinnar, Árni Benediktsson og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson af hálfu fiskkaupenda og Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragn- arsson af hálfu fiskseljenda. bandsins við efnahagsfrumvarpi Olafs Jóhannessonar forsætísráðherra. Vinnumálasambandið mælir með ýmsum þáttum frumvarpsins. Þaðsegir að kjaramálaráð geti, ef samstaða næst og vel er á haldið, orðið mikilvægur þáttur í samráði ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins. Það telur ákvæði frumvarpsins um peninga- og lánamál og verðtryggingu sparifjár og lánsfjár skref í rétta átt. Tillögumar um vísitölugrundvöll gætu orðið að meginefni ásættanlegur umræðugrundvöllur um vísitölumálin. Vinnumálasambandið kveðst reiðubúið til frekari viðræðna um verðbætur á laun. -HH. Gaf Mynd- listarskóla Akureyrar listamanna- launin Kjartan Guðjónsson, listmálari og yfirkennari Myndlista- og handíðaskól- ans í Reykjavík, hefur gefið Myndlist- arskólanum á Akureyri 150 þúsund króna listamannalaun sín, sem hann fékk á dögunum. Skólinn á Akureyri er ungur að árum, fjárþurfi og berst fyrir tílveru sinni, að því er segir í Akureyrarblað- inu íslendingi. Segir þar einnig, að gjöfin komi skólanum í góðar þarfir ,,á þessum erfiðu tímum”, en Kjartan og aðrir kennarar skólans í Reykjavík hafa jafnan sýnt skólanum fyrir norð- an hlýhug og veitt honum aðstoð. -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.