Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. Furðugott vöruúrval í litla kaupfélaginu á Eyrarbakka — verzlað með vinningshafa Neytendasíðunnar í janúar en hún hlaut 74.926 krónur Suðurland var baðað í sólskini og snjó þegar blm. og ljósmyndari- Neytendasíðunnar lögðu leið sína austur yfir fjall á öskudaginn. Ferðinni var heitið að Eyrarbakka til þess að kaupa inn með janúar- vinningshafanum okkar, Jóhönnu Þórðardóttur, ungri húsmóður á Eyrarbakka. Jóhanna kaus að verzla í kaupfélaginu — átti reyndar ekki margra kosta völ ef hún vildi verzla í heimabyggðinni, þvi kaupfélagið er eina verzlunin á staðnum að heitið getur. Er það útibú Kaupfélags Árnesinga. — Fjölskylda Jóhönnu er fjögurra manna, eiginmaðurinn Bjarnfinnur Sverrisson, sjómaður, og tvö börn, Elín Birna fimm ára og Sverrir litli, rúmlegaársgamall. Fjölskyldurnar sem sendu okkur upplýsingaseðla um heimiliskostnað í janúar hafa ekki áður orðið fleiri og fjölmennasti hópurinn var fjögurra manna fjölskyldan. Hin góða þátt- taka i þessari könnun okkar á heimiliskostnaðinum sýnir að fólkið í landinu hefur svo sannarlega áhuga á „Hjálparkokkarnir” Elín Birna og Stefanfa Þóra, báðar fimm ára voru duglegar að gæta þess að ekkert vant- aði í körfuna. að vita í hvað það eyðir peningunum sinum. í janúar fengum við seðla frá 39 stöðum á landinu. Kaupir eftir hendinni Jóhanna byrjaði ekki á heimilis- bókhaldinu fyrr en i vetur en segist vera staðráðin í að halda því áfram. Hún á ekki frystikistu og hefur ekki víðáttumikla geymslu, þannig að hún verður að kaupa inn til heimilisins eftir hendinni. ,,Ég fer stundum í kaupfélagið tvisvar á dag,” sagði Jóhanna og brosti. Síðan bætti hún við: ,,Ég veit að það er ógurlega ópraktískt!” Hins vegar kaupir hún stundum heila lambaskrokka sem hún fær sagaða niður og geymda í frysti- geymslum Kaupfélagsins. Kristján kaupfélagsstj. sagðist gjarnan veita viðskiptavinum sinum, sem ekki hafa ráð á frysti heima hjá sér, þessa þjónustu. Verzlunarhúsnæðið í kaup- félaginu er ekki svo ýkja stórt, en sjálfsafgreiðslufyrirkomulag var þar á hlutunum. Þar sem þarna verður að koma hinum margvíslegustu vörutegundum fyrir á litlu svæði var mesta furða hve úrvalið var þó gott. Hins vegar voru ekki aðrar tegundir t.d. af þvottaefni en íslenzkar, sem er svo sem ekkert við að athuga, því íslenzkt þvottaefni hefur reynzt ágætlega. Það voru hins vegar að minnsta kosti tvær tegundir af niður- soðnu korni og bökuðum baunum, gott úrval bæði af innlendu og erlendu kexi og hrökkbrauði. Jóhanna hefur verið búsett á Eyrarbakka i þrjú ár, en hún er borinn og barnfæddur Selfyssingur. Brauðúrval er jafnan gott í kaup- félaginu. Þangað kemur daglega nýtt brauð frá Selfossi. Eru þar ýmsar aðrar tegundir en hin hefðbundnu vísitölubrauð. Frosinn fiskur Athygli okkar vakti að fiskurinn sem boðinn var til sölu var frosinn. Skýringin var sú að á þessum árstíma landa Eyrarbakkabátarnir í Þorláks- höfn og er fiskurinn því fluttur þaðan. Jóhanna er hinsvegar ein af þeim heppnu sem fær fiskinn spriklandi nýjan þegar eigin- maðurinn kemur í land færandi hendi. Snögg ferð Við vorum fljót að verzla með Jóhönnu. Bæði var, að hún keypti ekki svo mjög mikið, var með greinargóðan lista, verzlunar- húsnæðið ekki nein víðátta og síðast en ekki sizt, hafði hún tvær ötular hjálparkonur, sem voru dóttirin Elín Vinningshafinn okkar, Jóhanna Þórðardóttir með Elinu Birnu og Stefaniu Þóru að lokinni verzlunar- ferðinni. „Sannarlega ástæða að hvetja til spamaðar” — segir kaupf élagsst jórinn á Eyrarbakka „Ég er alveg stórhrifinn af þessu hjá ykkur. Það er sannarlega ástæða til þess að hvetja fólkið í landinu til þess að spara og athuga sinn gang vel,” sagði Kristján Ásgeirsson útibússtjóri Kaupfélags Árnesinga á Eyrarbakka i samtalið við blm. Neyt- endasíðu DB. við vorum komin til þess að verzla með janúarvinnings- hafanum okkar, Jóhönnu Þórðar- dóttur, sem búsett er á Eyrarbakka. „Jóhanna er svo sannarlega vel komin að vöruúttektinni sinni, því hún er elskuleg ung kona sem virðist velta fyrir sér hvemig hún eyðir heimilispeningunum sinum,” sagði Kiistján. Útibú Kaupfélagsins er raunar eina verzlunin á Eyrarbakka, utan að gamall maður er þar með smá- verzlun, sem opin er nokkra tima á dag. ,,Það er mikill vandi að reka verzlun á stað þar sem engin önnur verzlun er fyrir. Við reynum eftir beztu getu að hafa þær vörur á boðstólum, sem fólkið þarf á að halda. Verðlagið kemur af sjálfu sér, ég er ekkert hræddur við það. Ég er mjög hlynntur verðkönnunum og að haft sé eftirlit með því hvað er að gerast á viðskiptasviðinu og mér finnst að hagsmunir neytenda eigi að. vera tryggðir. Ég hef alla tið verið í Neytendasamtökunum og tel að það eigi að efla þau ágætu samtök,” sagði Kristján. Síðan vék hann að því að hann gæti ekki skilið að frjáls verzlunar-. álagning sé nauðsynleg til þess að tryggja hag verzlunarinnar. Telur Kristján að þarna þurfi að hafa nokkra gát á. — Gilda ekki önnur lögmál fyrir kaupfélagsverzlun heldur en smá- kaupmanninn? „Það má vel vera. En þá verður líka að taka með í reikninginn að í kaupfélögunum vinna allir fyrir fullu kaupi. Hins vegar hefur kaup- maðurinn tækifæri til þess að leggja á sig meiri vinnu, þegar á þarf að halda, án þess að þurfa beinlínis að reikna sjálfum sér kaup. Annars er okkur sem érum með verzlun í nágrenni höfuðborgarinnar mikill vandi á höndum. Viðskipta- vinirnir geta alltaf skotizt i bæinn og gera það líka óspart ef þá vanhagar um eitthvað sem við höfum ekki á boðstólum,” sagði Kristján kaupfélagsstjóri. -A.Bj. Kristján Ásgeirsson kaupfélagsstjóri færði Jóhönnu „aukavinning”, stóran konfektkassa að gjöf. Birna og frænkan Stefanía Þóra. Þær voru mjög áhugasamar um að ekkert gleymdist og voru sífellt að bætaí körfuna. Þegar búið var að leggja saman við kassann kom í ljós að úttektin var fyrir 14.920 kr. — Jóhanna getur þvi farið margar ferðir út í kaupfélag fyrir alla vinningsupphæðina, sem var 74.926 kr., sem reyndist meðaleyðsla þeirra fjögurra manna fjölskyldna sem sendu okkur upplýsingaseðla fyrir janúarmánuð. Það var nokkru lægri upphæð heldur en Jóhanna notaði í mat og hreinlætisvörur i janúar. Hennar seðill hljóðaði upp á 92.363 kr. Vinna og aftur vinna Og hvernig gengur svo mannlífið fyrir sig í litlu plássi eins og Eyrar- bakka? „Hér vinna allir frá morgni til kvölds, langflestir við fiskinn, í frystihúsinu. Einnig vinna margir i plastgerðinni,” sagði Jóhanna. „Félagslíf er hér fábreytt, en ég held að enginn sakni þess. Fólk er heima við á kvöldin og horfir mikið á sjónvarpið. Hér eru ágætis sjón- varpsskilyrði. Stöku sinnum eru haldin böll og þá fara allir sem vettlingi geta valdið. — Nei, við förum aldrei í leikhúsið, en ég veit til þess að fólk tekur sig saman og skreppur til Reykjavíkur og fer í leikhús þar. Á veturna eru diskótek á föstudagskvöldum fyrir krakkana, en bíó verður að sækja til Selfoss," sagði Jóhanna Þórðardóttir, sem segist kunna vel við sig i fásinninu. Hún vinnur núna heima við og gætir barnanna sinna. Ekki er hægt um vik að fá gæzlu fyrir litla snáðann fyrr en hann er orðinn tveggja ára og gjaldgengur á dagheimilið, sem rekið er á staðnum. — Þá er alveg eins víst aðhún fariafturaðvinnai „frystó”. -A.Bj. Stefanía Þórflardóttir vissi alveg upp á hár hvað hún var að gera þegar hún lagði úttektina saman. Hún hefur unnið i kaupfélaginu í sex ár. „Jú, maður þekldr alla i þorpinu og veit stundum alveg hvað er í matinn hjá fólkinu. í það minnsta veit ég upp á hár hvaða tegund af sígarettum hver reykir,” sagfli hún. Kirkjan á Eyrarbakka verður 90 ára á næsta ári. Verið er að gera kirkjuna upp að innan, en viðgerðum utanhúss er nýlokið. Eizta ibúðarhúsið á staðnum er síðan 1765 og sést í það vinstra megin við kirkjuna. Mörg gömul hús eru í þorpinu. Viitningshafinn okkar býr i einu og heitir það Kaldbakur. Er það reisulegt tvílyfl hús með sex herbergjum. Leigu er mjög stillt í hóf, er 15 þús-, und kr. á mánuði. Hitakostnaðurinn er hins vegar gífurlegur eða 30 þúsund á mánuði. Rafmagnskostnaðurinn er um 6 þúsund á mán. DB-myndir Bjarnleifur Bjarnleifsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.